Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 16
Veöriö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Subrland til Stranda og Norburlands vestra: Sunnan hvassvibri eba stormur og rigning. Hiti 3 til 6 stig. • Norburland eystra til Austfjarba: Sunnan stinningskaldi og skýjab ab mestu. Hiti 1 til 5 stig. • Subausturland: Subvestan kaldi meb smá skúrum eba slydduéljum framan af. Sunnan kaldi eba stinningskaldi og súld þegar líba tekur á morgundaginn. Hiti 3 til 6 stig. Varaformaöur Dagsbrúnar segir vinnubrögö VSÍ furöuleg aö semja viö VR um Neyöarlínuna án viörœöna viö Dagsbrún: Óvenjulegt umferöarslys á ísafiröi: Varö fyrir strætisvagni inni í stofu Kona meiddist lítillega í baki þar sem hún var inni í stofu heima hjá- sér, þegar strætis- vagn ók á hús hennar við Sundstræti á ísafirði í gær- morgun. Eiginmann og dótt- ur konunnar, sem voru með henni inni í stofu þegar áreksturinn varð, sakaði ekki. Strætisvagninn rann í mikilli ísingu og endabi á tvílyftu timburhúsinu sem skekktist við áreksturinn. Fólksbíll sem koma aðvífandi á eftir strætis- vagninum rann sömuleiöis í ís- ingunni og endaöi á vagninum og skemmdist nokkuð. ■ „Þetta er sinn hvor bómull- arpinninn af þessum smokk, þannig að það gæti skýrt þennan mun," sagði Sigurður Ingvarsson, líffræðingur á frumulíffræðideild Rann- sóknarstofu Háskólans í meinafræði, aðspurður um gagnstæðar niöurstöður DNA- rannsókna sem gerðar voru á rannsóknastofunni annars vegar og í Noregi hins vegar. Það var m.a. á grundvelli ís- lensku DNA-rannsóknarinnar sem 23 ára gamall Breti var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað rúmlega fertugri konu um borð í togar- anum Þerney í október sl. ís- lenska rannsóknin leiddi í ljós að líkur væru á að sæðið í smokknum væri úr Bretanum sem ákærður var. Niðurstöður norsku rannsóknarinnar sem bárust til landsins á föstudag útilokuðu hins vegar aðild breska sjómannsins að nauðg- uninni. Aðspurður um hvort sá mögu- leiki væri fyrir hendi ab í smokknum, sem kærandi lagði fram til sönnunar máli sínu, sé sæbi úr tveimur mönnum sagði Sigurður að kanna þyrfti þab. „Þegar það kemur upp svona misræmi þá þarf ab skoða þann möguleika. Það þarf þá að skoða skýrsluna frá neyðarmóttök- unni til að kanna það." Hann sagði jafnframt að sæði gæti geymst í nokkra daga í leggöng- um kvenna „og ef ab frumur úr konunni fara inn í smokkinn þá getur annað úr leginu farið þangab líka." Bábar rannsóknirnar voru tví- teknar og sýni tekin úr blóði kæranda og ákærða sem og af ytra og innra byrði smokksins. í íslensku rannsóknina var notað hreint sýni innan úr smokkn- um, þar sem greinilega var ein- ungis um að ræða sýni úr einum manni, en í þeirri norsku var ekki notað hreint sæbissýni að sögn Sigurðar. „Þab er sem sagt blandað við frumur konunnar og þeir eru því með verra sýni en við. Samkvæmt því eru þeir með blandað sýni af ytra byrði." Samkvæmt Sigurði Gísla Gíslasyni, sækjanda málsins fyr- ir hönd ákæruvaldsins í héraði, hefur farbann hins ákærða verib framlengt til 15. apríl en það átti ab renna út á hádegi í gær. Hann sagði enn fremur að búið væri að áfrýja málinu til Hæsta- réttar. „En norska rannsóknin útilokar að breski sjómaðurinn eigi sæði í smokknum." Hann sagði ekkert koma fram sem benti til að í sýninu hefði verið sæði tveggja manna. -LÓA Snjóplógar borgarinnar liggja nú óhreyfbir og spara borgarbúum þannig stórfé. Tímamynd: BC Bíleigendur á sumardekkjum kátir vegna veöurblíöunnar. Gatnamálastjóri: 20-25 milljóna kr. sparn- aöur miðað við áætlanir Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir veður- blíðuna sem verið hefur á höfuðborgarsvæbinu í vetur valda umtalsverbum sparn- abi þar sem saltkostnaður hafi veriö mjög lítill og nán- ast engin leigutæki keypt. Fastakostnaburinn sé hins vegar nokkuð hár þar sem Verkamannafélagiö Hlíf: Vilja stækkun hafnarinnar Stjórnarfundur Hlífar hefur samþykkt ályktun þar sem talib er ab Hafnarfjarbarhöfn sé orbin of lítil og af þeirri ástæðu sé hætta á ab vísa þurfi skipum frá vegna plássleysis. Fundurinn skorar því á bæjar- stjórn Hafnarfjarðar ab liefja framkvæmdir við stækkun hafnarinnar sem fyrst og að í fyrsta áfanga verði byggður brimvarnargarbur frá Hvaleyri út í Helgasker. naubsynlegt sé að hafa menn í viðbragðsstöbu allan vetur- inn. „Það er þumalfingursregla að u.þ.b. 2/3 hlutar kostnaðar falla frá áramótum til vors og þess vegna er erfitt að spá um framhaldið. Það sem hefur sparast fram ab þessu gæti ver- ið um 20-25 milijónir," sagði Sigurður í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að á rigningar- dögunum undanfarið hefði nánast enginn bíll verið hreyfður hjá borginni en bak- vaktakerfinu fylgdi kostnaður sem ekki væri hægt að skera niður af öryggisástæðum. Sigurður sagði eðlilegt að „sumardekkjaökumenn" væru kátir og án þess að starfsmenn borgarlnnar hefðu metið nagladekkjanotkun væri það hans tilfinning að minna væri um nagladekkjanotkun nú í Reykjavík en áður. Reikna mætti með að slit yrði minna næsta sumar á götum bæjarins en yfirleitt, en það væri þó ekki einhlítt þar sem auðar og blautar götur yrðu fyrir meiri ágangi af völdum nagla en þeg- ar snjór þekur slitlagið. Um endurskobun á lögum um nagladekk segir Sigurður að ekki komi til álita að hans mati að banna nagla en hins vegar sé fyrirhuguð reglugerð þar sem ný gerð nagla verði tekin upp og gömlu naglararnir bannaðir. Nýju naglarnir yrðu léttari og skemmdu minna út frá sér. Hér á landi skulu vetrardekk notuð frá 1. nóvember til 15. apríl. -BÞ Svipab og ab vib færum ab andskotast í verslunum Ólíkar niöurstöbur DNA-rannsókna í Noregi og á islandi: Norska sýnib meb blönd- ubu sæbi? „Vib erum búnir ab senda bréf til Alþýöusambandsins og Vinnuveitendasambandsins en þab er engin önnur lausn í okkar huga en ab niðurstöð- unni verði hnekkt," sagbi Halldór Björnsson, varafor- maður Dagsbrúnar, í samtali við Tímann í gær. Dagsbrúnarmenn eru mjög óhressir með það að búið er að semja um ab nýráðnir starfs- menn Neyðarlínunnnar í stjórnstöb muni verða í Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur en ekki Dagsbrún. Um er að ræða störf er tengjast síma- vörslu og tölvuvinnu meðal annars. Dagsbrún hefur bent á að þeir hafi gert kjarasamninga við Securitas síðan 1983 og samningsrétturinn sé því ótví- rætt þeirra hvab varðar störf hjá Neyðarlínunni. „Þetta eru furðuleg viðbrögð hjá VSÍ að tilkynna okkur 5. janúar með bréfi að búið sé að semja viö VR um Neyðarlínuna, enda þurfi svo hæfileikaríkt fólk þar að það geti varla verib í Dagsbrún. Samt hefur Dagsbrún verið með samningsrétt við þetta fólk allar götur án þess ab kvörtun hafi borist. Það er fá- heyrt að tilkynna okkur þetta án þess ab tala við okkur eftir að vib sendum þeim bréf 22. des- ember og vitnuðum þá í lög og samninga. Ennfremur stóð í bréfi VSÍ að vænst væri góðs samstarfs við verkamannafélag- ið um málefni öryggisvarða og vaktmanna!" Halldór segir að það sé almenn kurteisi að tala við þann sem hafi samnings- réttinn áður en svona er ákveb- ið. Dagsbrún hafi stundum af- salað sér samningsrétti, t.d. hvab varðar línumenn og vél- stjóra í frystihúsum en þá hafi það fariö fram á samningssviði félaganna. „Svona vinnubrögð tíðkar fólk ekki sem kann eitt- hvað ab meta mannasiði." Dagsbrún er búin að óska eft- ir að miðstjórn Alþýðusam- bandsins taki málið fyrir og bú- ið er að mótmæla vinnubrögum VSÍ. Málið er nú í höndum lög- manns Dagsbrúnar. „Við erum ekkert að fara í styrjöld styrjald- arinnar vegna. Við teljum ein- faldlega að við höfum haft þetta samningssvið. Þetta er svipað og að við færum að andskotast inni í verslunum," sagbi Hall- dór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar ab lokum. - BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.