Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 TVOFALDUR 1. VINNINGUR 80. árgangur Fimmtudagur 18. janúar 12. tölublað 1996 Samtök iönaöarins: Bjartsýni í bygg- ingariðnaði Sveinn Hannesson fram- kvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins segir að það sé óvenjugott ástand í bygging- ariðnaði miðað við árstíma. Mörg góð verkefni séu fram- undan og meiri gróska á út- boðsmarkaði en verið hefur. Af þeim sökum séu menn bjartsýnir á framkvæmdir vorsins og sumarins. Hins- vegar sé batinn hægfara og því engin merki um þenslu. Hann segir að stóru verkefn- in í tengslum við jarðgöng og brúargerð yfir Elliðaárnar, sem verið er að bjóða út, muni hins- vegar ekki verða mannaflafrek- ar framkvæmdir. Þá hefur eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði ver- ið að aukast a.m.k. á suðvestur- horninu og sömuleiðis munu vera vaxandi umsvif í bygging- ariðnaði norðan heiða. Þessu til viðbótar má nefna stækkun ál- versins sem er töluverð víta- mínsprauta fyrir iðnaðinn, breikkun Vesturlandsvegar og byggingu Náttúrufræðihúss á vegum Háskóla íslands svo nokkuð sé nefnt af stórum framkvæmdum. -grh Samninganefnd T.R. segir ekki hœgt aö skrifa undir nýjan samning um sérfrœöilœknisþjónustu nema lausn náist varöandi segulómrannsóknir: Vilja klára segul- ómmálib fyrst Samninganefnd Trygginga- stofnunar ríkisins leggur áherslu á ab niburstaða náist varöandi mál Læknisfræði- legrar myndgreiningar sam- hliba eba áður en nýr samn- ingur um sérfræbilæknisjrjón- ustu verbur undirritaður. Birna Jónsdóttir geislagrein- ingalæknir segir að meb þessu sé Tryggingastofnun ab berja þessa aöila hvorn meb hinum. Samningur Læknafélagsins og Tryggingastofnunar um sér- fræðilæknisþjónustu rann út um áramótin. Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar Trygginga- stofnunarinnar, segir það skýrt af hálfu samninganefndarinnar að til að heimild fáist til að greiða fyrir rannsóknir með segulómsjá Læknisfræðilegrar myndgreiningar þurfi nýjan samning. Slíkur samningur sé hluti heildarsamnings um sér- fræðilæknisþjónustu og því sé nauðsynlegt að ganga frá hon- um um leið. Helgi segir samninginn vera þríþættan: fyrir rannsóknarstof- ur, röntgenstofur og klíníska sérfræðinga, en áöur var ekki út- hlutað sérstökum kvóta til röntgenstofa. Milli þessara þriggja aðila þurfi að skipta ákveðinni upphæð samkvæmt fjárlögum. „Það er eiginlega búið að skipta þessu upp. Samkvæmt þeirri skiptingu nær Læknis- fræðileg myndgreining sínu ekki fram. Það er verið að skoða málið og reynir á það á næstu dögum hvort samkomulag næst um annaö. Ef samningar nást munum við síðan leita eftir svari hjá heilbrigðisyfirvöldum um það hvort það sé yfirhöfuð nauðsynlegt að kaupa þessa þjónustu." Birna Jónsdóttir, sérfræðingur í geislageiningu og ein þeirra sem standa að Læknisfræðilegri myndgreiningu: „Við höfum ekki fengið neitt erindi til okkar. Við höfum bara heyrt að þetta hafi verið notað á samninga- nefndarfundi út af heildar- samningi. Læknafélagið vill auðvitað ganga frá samningi þannig að það er veriö að nota það til að þrýsta á okkur eftir því sem okkur getur skilist. Það er réttast að orða þetta þannig að þeir ætla að berja okkur hvort með öðru." GBK Ekki búiö ab taka í notkun nema 10 fangapláss í nýbyggingunni á Litla-Hrauni: Biðlistinn um áramót sá lengsti frá upphafi Ab sögn Haraldar Johannesen fangelsimálastjóra náði listi fanga sem biðu afplánunar dóms hámarki um síðustu áramót en þá bibu um 200 dómþolar eftir ab taka út fangelsisdóm. „Vib höfum fjölgaö mjög lítið á Litla-Hrauni, abeins bætt við örfá- um föngum. Þar er verið að breyta elsta húsinu og nýbyggingin er að- eins hálfsetin. Það er best ab flýta sér hægt í þessum efnum, það kennir reynslan okkur," sagði Har- aldur Johannesen fangelsismála- stjóri í samtali við Tímann í gær. Þegar allt húsnæðib verður fullbúið bætast um 30 pláss vib á Litla- Hrauni en það sem af er, eru þau um tíu talsins. Mál svokallaös Vatnsberamanns hefur veriö í fréttum að undan- förnu en hann er talinn hafa strok- ið úr landi á meban hann beiö fangavistar. Fangelsismálastjóri seg- ir biðlistann um sl. áramót senni- lega þann lengsta í sögu fangelsis- mála hérlendis, alls hafi um 200 dómþolar beðið afplánunar þá. „Vib verbum að reyna að ná þessum lista niður meb öllum tiltækum ráð- um. Vib fáum t.d. fleiri fangapláss á árinu, eftir því sem nýbyggingin á Litla-Hrauni verður tekin meir í notkun og auk þess höfum við önn- ur úrræbi en fangelsisvistun, s.s. samfélagsþjónustu, áfengis- og vímuefnameðferð utan fangelsa og síðan áfangaheimilið hjá Vernd. Þetta á allt að hjálpa mjög mikiö við að stytta biðlistann." Fangelsismálastjóri segir biðlist- ann hafa verið mjög langan þegar Fangelsismálastofnun var sett á fót um áramótin '88-'89. Honum hafi verið náð niður meb markvissum aðgerbum fram til ársins 1993 en þá hafi aðeins verið um 60 dómþolar á listanum. Síðan hafi sigið á ógæfu- hliðina. Sérstök bygginganefnd var sett á stofn í október sl. og er henn- ar hlutverk að meta þörf á fangelsis- rými. Ljóst er að gæsluvarðhalds- húsnæði í höfuðborginni ér úr sér gengið og er þörf talin á að reisa nýtt fangelsi í Reykjavík innan tíð- ar. Áætlanir nefndarinnar sem skip- uð er af dómsmálaráðuneyti miðast við að hönnunarvinna nýs fangels- is geti farið af stað í byrjun næsta árs. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.