Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 18. janúar 1996 Himmf STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavfk Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ótímabær kampa- vínsskál drukkin ab Litla-Hrauni Fyrir örfáum mánuðum stóðu ráðamenn þjóðarinnar í löngum röðum við Litla-Hraun og fögnuðu því að ný álma hefði verið tekin í notkun við fangelsið, álma sem lengi hafði verið beðið eftir og boðaði viss tímamót í fangelsissögu þjóðarinnar. Skálað var í kampa- víni og hátíðlegar ræður fluttar. Fjölmiðlar höfðu verið boðaðir til að „registrera" stórvið- burðinn og sögðu síðan samviskusamlega frá því í fréttatímum og á fréttasíðum að vand- ræðagangur í fangelsismálum væri að baki. Eða í það minnsta var tilfinningin, sem þjóð- in fékk fyrir því sem þarna var að gerast, eitt- hvað á þessa leið. Nú berast hins vegar fréttir af því að einhver stórtækasti fjárglæframaður seinni ára sé flú- inn land og hafi ekki skilað sér, þegar hann var kallaður inn til afplánunar. Alþjóðleg eftir- grennslan mun hafin eftir manninum, sem stakk af meðan hann beið eftir að komast að til að afplána dóm sinn. í viðtali við Tímann í dag upplýsir síðan fangelsismálastjóri að bið- röðin eftir afplánun hafi sennilega aldrei verið eins löng og nú um áramót og að einungis ör- fáum nýjum plássum hafi verið bætt við á Litla-Hrauni, en hátt í 200 dómþolar bíði af- plánunar. Augljóst er að þetta ástand er illþol- anlegt og þrátt fyrir aðhald í ríkisrekstri er ekki hægt að fullyrða með trúverðugum hætti að ekki sé hægt að stytta þennan biðlista með skjótari hætti en gert er, t.d. með því að hraða því að tímamótafangabyggingin verði tekin í notkun að fullu. Fangelsismálastjóri hefur raunar bent á önnur afplánunarúrræði, s.s. samfélagsþjónustu og áfengis- og vímuefna- meðferð utan fangelsa, sem koma í auknum mæli inn í myndina nú. Slíku ber að hraða. Maður, sem gerði misheppnaða tilraun til að ræna banka á Háaleitisbrautinni í fyrra, var dæmdur fyrir verk sitt með hraði og hin skjóta afgreiðsla dómsvaldsins vakti mikla athygli og umræðu. Margir voru hrifnir af þeirri snagg- aralegu afgreiðslu. Manninum var síðan sleppt og hann hóf biðina eftir afplánun, og hver veit nema hann bíði enn! Hinn langi biðlisti í fangelsi landsins er frá- leitur og óviðunandi, bæði fyrir afbrotamenn og hina löghlýðnu borgara. Rík ástæða er því til að setja aukinn kraft í að skera niður þenn- an lista. Augljóst er að hamingjuóskirnar og tímamóta- kampavínsskálarnar á Litla-Hrauni voru langt frá því að vera tímabærar. Þorskurinn upprisinn FeríróöwW 2 hetta sjálfur Þá er sjálfur formabur sjávarút- vegsnefndar farin á mibin til ab rannsaka þorskgengdina miklu á vertíbarslóbinni, sem Hafrann- sóknarstofnun er nýbúin ab rannsaka. Steingrímur J. segir í vibtali vib DV í gær ab hann ætli út á sjó til ab sjá fiskinn meb eig- in augum og hefur fengib krata- foringjann á Suburnesjum, kempuna Grétar Mar, til ab lóbsa sig um hafsins hildir. * Þessi starfskynning Steingríms á sjó er um margt athyglisverb, því greinilegt er ab hann treystir ekki fullkomlega því sem sjóararnir hafa verib ab segja og Garri getur nú ekki skilib þessa ferb formanns sjávar- útvegsnefndar öbruvísi en ab Steingrímur telji þab skipta máli fyrir skobun sína á stærb þorskkvótans ab fá ab sjá þessa golþorska koma -------------------- upp úr hafinu meb eigin augum. f ADDI Þannig er vib því ab búast, ab eftir ab __VirtlVM Steingrímur J. er búinn ab þreifa á sárum tálknum hins nýblóbgaba golþorsks muni meb hávísindalegar upplýsing- ar, sem hann vilji síban nota til ab endurmeta þorskkvótann. Ab vísu mun Steingrímur einungis hafa unnib ab jarbfræbirann- sóknum á Hafró, enda er hann B.Sc. í jarbfræbi en ekki líffræbi. Slíkt er þó ab sjálfsögbu aukaat- ribi, enda langt síban einhver kvikmyndagerbarmabur sýndi þjóbinni ab í Grindavík og á Grindavíkurmibum er oft fiskur undir steini! En hinn mikli möguleiki, sem þetta feröalag Stein- gríms J. býöur upp á, felst ekki einvöröungu í stór- auknum afla vertíöarbáta sem væntanlega munu geta margfaldaö veiöi sína eftir ab formaöur sjávar- útvegsnefndar hefur sannfærst um upprisu þorsks- ------------ ins. Óþörf stofnun hann trúa og upplýsast um upprisinn þorskstofn og æbri sannleika, rétt eins og Tómas foröum eftir aö hann haföi þreifaö á sárunum í lófa meistara síns upprisins. Hann vann meira ab segja á Hafró í DV er á þaö bent aö Steingrímur sé „líffræöingur sem starfaöi eitt sinn á Hafrannsóknarstofnun". Þetta komment styrkir enn frekar þá trú Garra, aö Steingrímur hafi fariö í þennan róbur í hálfopinber- um erindagerbum og sé líklegur til aö koma til baka Meö þessu feröalagi hefur hann líka sannaö aö rekstur heillar stofnunar á borö viö Hafrannsóknar- stofnun er í raun óþarfur og gæti sem hægast aflagst. í staöinn gæti formabur sjávarútvegsnefndar vel tek- iö aö sér aö fara meö vertíöarbátum og togskipum á miöin og kannaö málin meö eigin augum í frítíma sínum frá þingstörfum. Sjálfsagt væri ekki úr vegi aö fleiri sjávarútvegsnefndarmenn geröu slíkt hiö sama — og jrannig gæti oröiö til ansi skemmtilegt „þing- mannarall", sem leysti togararalliö af hólmi. Þaö eina, sem spillir gleöi Garra vegna þessarar nýju rannsóknarstefnu gagnvart fiskistofnunum, er spurningin um þaö hver muni borga fæöiö fyrir þingmennina meöan þeir eru um borö. Garri Skemmdarverk á auðlindum Náttúra íslands er einstök og veröur ekki oflofub, enda gefur hún af sér dá- góban pening. Auö- lindirnar mala gull og nú er ósnortin náttúra farin ab gera þab líka. Oft er haft á orbi ab þjónusta viö feröalanga sé vaxtarbroddur at- vinnulífsins og er því spáb ab feröa- mannastraumurinn eigi eftir aö aukast ab öllum mun, eink- um frá útlöndum. Einkum kvaö þaö vera magnaö aödráttarafl hve strjálbyggt landið er og öll sú mikla víbátta, sem maöurinn hefur ekki hróflaö vib og köllub er ósnortin náttúra, og er oröin fágæti í heimi hér. Óbyggöir staöir og mannvirkjalausir draga ab feröafólk frá útlöndum og heimamenn kunna æ betur aö njóta samvista vib landiö sjálft, hrjúft og blítt eftir atvikum og margbreytilegra en nokkur mannanna verk. Einfaldur smekkur Ósnortin landflæmi, hafnlaus- ar strandlengjur og náttúrulegir farartálmar gera landiö forvitnilegt og þess viröi aö fara um það, nálgast landslagið og veröa hluti af umhverfinu. Það er þetta sem gerir ísland eftirsóknarvert sem ferðamannaland. Því miöur skilja ekki allir feröamálafrömubir og framkvæmdaidjótar svona einfaldan smekk. Og enn síður skilja þeir aö þaö er sérstaöa íslands og náttúru þess sem gerir það ablaöandi fyrir erlenda feröamenn. Hálendib og óbyggöirnar veröa einskis viröi í augum náttúrusinnaöra feröamanna, þegar búið verður aö útbía þar allt meö mannvirkjum sem eru nauösynleg og jafnvel augnayndi þar sem þau eiga viö og þjóna sínum tilgangi, en ömurlegur Ijótleikinn uppmálaður í tærleika óbyggöanna. Nú er veriö aö bollaleggja aö byggja upp mikla feröamannamiöstöö á Hveravöllum. Hálendiö verbur ekki lengur óbyggt og hvers viröi veröur þab þá? Uppi eru viðvarandi kröfur um aö leggja vegi þvers og kruss um landiö allt, brúa vatnsföll og ryöja öllum farartálmum úr vegi bílanna, sem búnir eru aö leggja allt þéttbýli undir sig og gera nú kröfu til óbyggðanna Iíka. Skyndibitastaðir, bensínstöövar, mótel, sjoppur og minjagripasala eru á leiö upp á hálendið. Aörar óbyggöir munu falla og verða settar upp ferða- miöstöðvar meö al- þjóðasvip, en þær eru allar eins í öllum heimsálfum, ef skyndigróðapung- arnir fá að ráða. ✓ Oþörf mann- virkjagerð Sú árátta að gera alla staði landsins aðgengilega fyrir bí- laumferð, hvað sem það kostar, er fremur A ætt við ónefndan sjúkdóm en skyn- samlegt vit. Eigendur langferðabíla og fjallajeppa eru þrýstihópur sem á eftir að leggja íslenska nátt- úru í auðn og gera hana eins hversdagslega og svefnbæina, ef þeir fá að ráða. Vegir yfir hálendið eiga að spara einhver reiö- innar ósköp, segja sjálfskipaðir sérfræðingar og of- meta tímasparnað gróflega í öllum hagkvæmnis- útreikningum. Aldrei verður nóg reist af há- spennulínum. Þótt komnar séu hringtengingar um öll foldarból, eru línulagningarmenn ekki í rónni fyrr en þeir fá leyfi til aö byggja turna sína og leggja línur yfir þvert og endilangt hálendið. Óspjölluð náttúra er að verða öðrum auðlindum dýrmætari. Hreint loft og tært vatn er munaður sem sífellt færri jarðarbúar njóta. Kyrrð og ótrufluð náttúruhljóð eru lífsgæði, sem margir eru reiðubúnir að greiða mikið fyrir að fá að búa við, þótt ekki sé nema í skamman tíma í sumarleyfinu. Það er þetta sem ísland hefur upp á að bjóða í ríkara mæli en flest lönd önnur. Það eru þessi náttúru- og lífsgæði sem ferðamannabransinn mun byggja á í framtíðinni. Og það er þessi auölind sem skammsýnir og fá- fróöir menn vilja eyðileggja með því að fara aö fullnægja ímynduðum þörfum ferðamanna með því að nauðga því upp á óbyggðir íslands, sem náttúruunnendur um allan heim eru aö forðast. Víða er búið að greiða svo mikið fyrir feröa- mannastraumi aö áður eftirsóttir ferðamanna- staöir eru að missa allt aðdráttarafl. Eftir standa öflug samgöngumannvirki og alls kyns þjónustu- miðstöðvar, en fátt er eftir fyrir túrista nema spila- víti og vændi fyrir þá sem það kjósa. Framtíð íslands sem ferðamannalands byggist á því einu að náttúran á hvergi sinn líka. Verði kyrrð óbyggðanna rofin og þær útbíaðar af mann- virkjum af öllu hugsanlegu tagi, eiga varla aðrir erindi um þær nema þeir sem eru á hraöferð yfir heiðar og vegageröarmenn og eftirlitsmenn há- spennulína. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.