Tíminn - 18.01.1996, Qupperneq 7

Tíminn - 18.01.1996, Qupperneq 7
Fimmtudagur 18. janúar 1996 7 s Olafur Dýrmundsson: Söfnun marka í nýjar markaskrár lýkur fyrsta febrúar: Eina þjóðin meb fullkomið markakerfi allt frá landnámi „íslendingar eru eina þjóbin í heiminum sem er meö svona fjölbreytilegt og full- komib markakerfi, eftir því sem vib vitum best, enda af- réttir og félagsleg beitilönd víbast ab leggjast af. Þab er helst í Færeyjum sem menn nota ennþá álíka kerfi, en samt ekki eins fjölbreytt. Hérna er þetta á mjög traust- um og gömlum grunni. Þetta er einn af þessum merkilegu þáttum íslenskrar menningar, sem hér hefur ver- ib haldib vib lítib breyttum allt frá landmámi: gamla af- réttarfyrirkomulagib, notkun eyrnamarka, göngur og réttir og allt sem þessu tilheyrir. Þetta þykir mjög sérstakt og vekur mikinn áhuga útlend- inga. Vib fáum hingab fjölda fólks í réttirnar á haustin sem þykir þetta mjög merkilegt," sagbi Ólafur Dýrmundsson, rábunautur hjá Bændasamtök- um íslands, þar sem nú er unnið ab undirbúningi nýrra markaskráa, eins og skylt er að gera á 8 ára fresti. Söfnun stendur sem hæst Búfjármörk í landinu eru nú öll tölvuskráb hjá Bændasam- tökunum og voru þau rúmlega 21.000 á s.l. hausti, þegar haf- ist var handa við undirbúning nýrrar markaskrár sem á ab koma út haustib 1996. Ólafur, sem hefur yfirumsjón meb út- gáfunni, segir brýnt að mark- eigendur hafi sem fyrst sam- band vib markaverði. Söfnun marka stendur nú sem hæst og miðað er við að henni ljúki 1. febrúar n.k. Markeigandi þarf að greiða markagjald, sem er nokkuö breytilegt eftir um- dæmum, en oftast á bilinu 1.200 til 1.600 kr. fyrir hvert skráð mark. En eintak af markaskrá fær hann síðan endurgjaldslaust. Ólafur segir það algjöra skyldu að eyrnamerkja sauðfé og strangt tiltekið eigi það vib um hrossin líka. Engin búfjár- mörk séu lögleg nema þau séu í markaskrá, þannig að séu menn að notast við einhver mörk, sem ekki eru í marka- skrá, hafa þau ekkert gildi og sanna engan eignarrétt. Láti eigandi marks það falla niður úr skrá, en vilji síðan koma því aftur inn í kerfið, þurfi hann að auglýsa það í Lögbirtinga- blaðinu. „Þetta er mjög lögbundin framkvæmd, byggð á galli hefð, sem við höldum mjög ákveðið utan um. Þetta er allt gert samkvæmt afréttarlögum og reglugerð við þau. Þess vegna reynum við að kynna þetta sem best, svo menn gleymi sér ekki, en átti sig á því að nú á þetta að gerast. Annars verða þeir fyrir auka- kostnaði við það að auglýsa í Lögbirtingablaði, sem er dýr- ara auk þess sem markið finnst þá ekki í skránni," segir Ólaf- ur. Markakóngur meb 21 mark Árið 1988 voru marka- skrárnar 18, en verða nú hugs- anlega heldur færri, ef um- dæmi sameinast um útgáfu. í markaskrá Mýrasýslu, og seg- ist Ólafur hafa grun um að hann ætli ekki að hafa þau færri í nýju skránni. Svo mikil markaeign sé dálítið sérstök, en hins vegar ekkert óalgengt að menn eigi 4 til 6 mörk. Fyrir þann sem vill eignast sitt fyrsta fjármark, eða kannski nýtt mark, segir Ólaf- ur rétt að snúa sér til marka- varbar á viðkomandi svæði, en þeir eru 23 í landinu. Þeir geti líka oft hjálpað viðkomandi við að finna mark, sé þess óskað. Hann segir mjög vel passað upp á það að ekki verði til ólöglegar sammerkingar. „Við vorum búin að útrýma þeim að mestu og með þessuin nýju skrám útrýmum við þeim alveg, sem er áríðandi vegna sauðfjárveikivarna." Sum þægileg og nett mörk segir Ólafur samt til á mörgum stöðum á landinu, þannig að raunveruleg mörk séu nokkru færri en þau 21.000 sem eru á skrá. Fjölbreytni í búfjármörk- um sé samt svo gífurleg að hægt væri ab búa til milljónir mismunandi marka, ef allir möguleikar væru notaðir. „Vib mælum gegn því að fólk sé að nota mikið særingar- mörk. Að það reyni að leggja þau niður og taki frekar upp smærri mörk með færri færri hnífsbrögð. Þetta á alveg sér- staklega við um hrossin. Marg- ir hestamenn eru nú að taka upp nettari mörk," sagði Ólaf- ur Dýrmundsson. ■ Ólafur Dýrmundsson. Mörk eru skráð á um 4 þúsund bæjum í landinu. Markeigend- ur eru samt töluvert fleiri, því bæði er að á mörgum bæjum eru þeir fleiri en einn, og nokkuð er um markeigendur í þéttbýli. Markakóngur landsins er Sigurður Bergþórsson á Höfða í Þverárhlíð, sem á nú 21 mark Tillögur verkefnisstjórnar um yfirtöku grunnskólans á vegum Reykja- víkurborgar: Sálfræðiþ j ónusta færð út í hverfin Mibbæjarskólinn. Sjálfstœöismenn mótmœla: Dýrar breytingar Starfrækt verði sameiginleg ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta fyrir grunnskólabörn og börn á leikskólum í hverfum borg- arinnar. Öllum starfsmönn- um Skólaskrifstofu Reykjavík- ur verður sagt upp án þess að borgin sé formlega skuld- bundin til að ráða þá aftur. Þessar eru meðal tillagna verkefnisstjórnar um yfirtöku grunnskólans á vegum Reykja- víkurborgar. Nefndin skilaði til- lögum til borgarstjóra í síðustu viku. Stjórnin segir í greinargerð sinni að til framtíðar litið virðist vænlegast að yfirstjórn leikskóla og grunnskóla verði á einni hendi. Tillögur um Fræðslumið- stöð Reykjavíkur séu fyrsta skrefið í þá átt. Jafnframt er lagt til ab sett verði á laggirnar sam- starfsnefnd Dagvistar barna og Fræöslumiöstöðvar, sem geri til- lögur um frekari samvinnu eða sameiningu þessara stofnana. Stjórnin leggur til að ráðgjaf- ar- og sálfræðiþjónusta Dagvist- ar barna og grunnskólans verði endurskipulögö. Lagt er til að ráðgjafamiðstöðvar, sem verði í hverfum borgarinnar, veiti þessa þjónustu. Borginni verði skipt í 6 hverfi og hver stöð sinni fyrst í stað tveimur hverf- um. Þar verði til staöar þekking til að annast sérfræði- og sál- fræðiráðgjöf við bæbi leikskól- ana og grunnskólana innan við- komandi hverfa. Ný skrifstofa grunnskólamála í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, er ein af tillögum stjórnarinnar. Skrifstofan komi í stað Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur og Skólaskrifstofu Reykjavíkur og hafi umsjón meb öllu skóla- haldi í Reykjavík. Auk þess sinni miðstööin þjónustu við nem- endur og skóla og hafi forgöngu um þróunarstarf í skólum. Ríkið hefur þegar sagt upp öllu starfsfólki Fræðsluskrifstofu og leggur stjórnin til að starfs- fólki Skólaskrifstofu verði einn- ig sagt upp. Verkefnisstjórnin telur að Reykjavíkurborg beri ekki að skuldbinda sig til að endurráða alla starfsmennina, en leggur áherslu á að vert sé að nýta þá þekkingu og reynslu sem starfsmenn skrifstofanna beggja búa yfir. Nauösynlegt er talið að auglýsa hið fyrsta eftir forstöbumanni og helstu deild- arstjómm. Stjórnin leggur til að Fræöslu- miðstöðinni verði komið á fót í Miðbæjarskólanum. Þar verði einnig skólasafnamiöstöðin, ein af ráögjafar- og sálfræðideildun- um og vinnuskólinn ásamt hluta af starfsemi Námsflokk- anna. -GBK Borgarrábsfulltrúar Sjálfstæbis- flokksins telja afar óheppilegt ab Fræbslumiðstöb Reykjavíkur verði stabsett í Miðbæjarskólan- um. Þeir telja ab nauðsynlegar breytingar á húsinu verði mjög kostnaðarsamar og ab húsið henti illa sem skrifstofubygg- ing. I greinargerð sjálfstæðismanna vegna tillagna verkefnisstjórnar um yfirtöku grunnskólans er lagt til að núverandi húsnæbi Skóla- skrifstofu við Tjarnargötu verði áfram nýtt sem miðstöð skóla- mála. Sjálfstæðismenn telja að kostn- abur við nauðsynlegar breytingar á húsnæði Miðbæjarskólans verði umtalsveröur, enda megi reikna með meiri endurnýjunarþörf en gerist í nýrra húsnæði (Mibbæjar- skólinn var byggður 1898). Þá segja þeir tillögur um að flytja starfsemi Skólasafnamiðstöðvar og Vinnuskólans í Miðbæjarskól- ann gagnrýniveröar, þar sem báð- ir þessir aðilar séu nýkomnir í húsnæði sem kostað var tugum milljóna til að innrétta. Þeir benda á að Skólasafnamiöstöðin hafi flutt úr Miðbæjarskólanum fyrir nokkrum árum, þar sem ótt- ast var um burð hússins og þrengsli voru tilfinnanleg. Sjálfstæðismenn benda jafn- framt á að húsnæbi Miðbæjar- skólans er nú nýtt af Námsflokk- um Reykjavíkur, Miðskólanum, Tjarnarskóla og Kvennaskólan- um. Búið er að segja Miðskólan- um upp húsnæbinu og sjálfstæð- ismenn telja ab Tjarnarskóli og Kvennaskólinn geti ekki nýtt þá aðstöðu sem þeir hafa, ef hús- næðinu verður breytt í skrifstofu- byggingu. Þá segja þeir Náms- flokkum Reykjavíkur nánast út- hýst og óvíst um framtíö þeirra. -GBK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.