Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. janúar 1996 VftmiMU 9 | UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . . J Fjölskylda Deng Xiaoping: Auömenn í kommúnísku kerfi Deng Xioaping leiðtogi Kína nálgast nú smám saman enda- lok lífs síns. Hann er nánast farinn að heilsu og áhrif hans á stjórnun Kína eru nú talin vera minniháttar. Margt er hinsvegar sem bendir til þess að börn hans stjórni nú miklu að tjaldabaki og eru áhrif þeirra og völd í kínversku sam- félagi talin gríðarleg. Einnig er talið að fjölskyldan hafi safn- að að sér gríðarlegum auði.En hvað geríst þegar leiðtoginn deyr? Spilar bara brids Deng Xiaoping er aldraður maður, 91 árs gamall. Samt stjórnar hann fjölmennasta landi heims, Kína, með 1200 milljónum íbúa, a.m.k. að nafninu til. Margt bendir til þess að heilsu Deng hafi nú hrakað svo mjög að hann sé næstum algjörlega ófær um að fylgjast með því sem gerist í kring um hann. Hann getur ekki gengið nema með aðstoð tveggja, er orðinn verulega málhaltur og þjáist af Parkin- sons veiki. Eina sem hann ger- ir um þessar mundir er að spila brids með aðstoð yngstu dótt- ur sinnar. Hann sást síðast op- inberlega fyrir um tveimur ár- um, í tengslum við nýárshátið Kínverja 1994. En stjórnmála- menn eru duglegir við aö bera til baka sögusagnir um bága heilsu leiðtogans, þar sem fjár- magnsmarkaðir eru óskaplega viðkvæmir fyrir öllum fréttum um heilsufar Dengs og taka dýfu um leið og minnst er á slæmt ástand hans. Umdeild fjölskylda En fjölskylda hans stendur að baki honum. Hann á þrjár dætur og tvo syni. Dæturnar eru Lin (54 ára), þá Deng Nan og Rong, sem er 45 ára og yngst dætranna. Synirnir eru Pufang og Zhifang. Öll börn Deng fengu bestu menntun sem völ er á og er Rong t.d. stjórnmálafræðingur frá John Hopkins háskólanum í Banda- ríkjunum og yngsta barn Dengs, Zhifanger er doktor í eðlisfræði frá Rochester í New York. Og fjölskyldan er vægast sagt umdeild, því að talið er að hún hafi safnað miklum auði í gegnum ýmisleg sambönd og gert hluti sem teljast ekki við hæfi samkvæmt kínverskum hefðum. Til dæmis fékk dóttir- in Rong greiðslu upp á 65 milljónir frá fjölmiðlakóngin- um Rupert Murdoch, fyrir samning um tveggja binda ævisögu föður hennar. Þetta er talið brjóta gegn venju sem hefur skapast í Kína um að skrifa ekki ævisögur leiðtoga sem eru á lífi. Einnig saka and- stæðingar hennar hana um að hafa njósnað um Kínverja er- lendis fyrir kínversku leyni- þjónustuna á námsárum sín- Deng Xiaoping. um í Bandaríkjunum. Zhifang er forstjóri þriðja stærsta stál- fyrirtækis Kína. Hann er náinn aðstoðarmaður háttsetts ráða- manns í Kína, Zhou Beifang, sem er í varðhaldi vegna ásak- ana um spillingu og efnahags- glæpi. Almennt er talið að börn Deng hafi á síðustu 15 árum komið sér mjög vel fyrir í kerf- inu í Kína og notað sambönd sín til hins ýtrasta. Þá er talið að Deng sjálfur hafi safnað að sér gífurlegum auði, og hafa tölur á bilinu 1-2,5 milljarðar dollara, eða á bilinu 65-150 milljarðar íslenskra króna ver- ið nefndar. IxUSSnCSKUr tlSrrnClOUr gæbirsér á dósamat rétt hjá fallbyssu sem notub hefur verib í stórskotaárusunum á bæinn Pervomaískoje nálœgt landamœrunum ab Téténíu. Fallbyssan á myndinni er í um 800 metra fjarlægb frá Pervomaískoje, þar sem téténsku skœrulibarnir og u.þ.b. 100 gíslar þeirra eru staddir. Rússnesku hermennirnir sógbust ígær varla getab frelsab fleiri gísla. Engu ab síbur ákvábu rússnesk stjórnvöld ab stórskotalibsárásinni skyldi haldib áfram og málib útkljáb endanlega meb hervaldi án tillits til mannfalls, sem þab óhjákvæmilega hefbi íför meb sér. Þykirþessi harka endurspegla mannabreytingar ínokkrum æbstu emb- œttum þjóbarinnar undanfarib, þar sem harblínumenn hafa komib ístabinn fyrir hófsamarí. Reuter Italía: Berlusconi fyrir rétt Silvio Berlusconi, fyrrver- andi forsætisrá&herra ítalíu, kom fyrir rétt í gær vegna ákæru um spillingu, en hann segir að kærurnar séu uppspuni einn í því skyni gerbar aö leggja stjórnmála- feril sinn í rúst. „Eg lít ekki á sjálfan mig sem sakborning," sagði fjölmiðlajöf- urinn, sem var forsætisráðherra í sjö mánuði árið 1994. „Fólk veit hver er sekur og hver er fórnarlamb, hver er góður og hver er slæmur. Fólk veit fullvel hvað er á seyði." Berlusconi er, ásamt bróður sínum og níu öðrum, ákærður fyrir að hafa greitt mútur til skattalögreglunnar til þess að koma fyrirtæki sínu, Fininvest, hjá vandræðum á árunum 1989-1991. -CB/Reuter Viöskiptabrölt og spilling Einnig varð viðskiptabrölt barna Dengs umtalað, sem hófst um miðjan síðasta ára- tug, en þá stofnaði Deng Pu- fang heildsölufyrirtækið Kang Hua. Hagnaður fyrirtæksins átti að mestu að renna til styrktar þeim sem minna máttu sín í samfélaginu. En fljótlega tók að bera á spill- ingu í fyrirtækinu, og það seldi m.a. eitt sinn 10.000 úreldar myndbandsupptökuvélar. Ár- ið 1988 var fyrirtækið orðið að einskonar ófreskju, hagnaður- inn nam hundruðum milljóna ísl. króna og allskonar undir- fyrirtæki voru stofnuð, nokkr- ir tugir alls. Fyrirtækið varð vinsælt meðal framámanna í flokknum og t.d. voru fjórir ráðherrar á launaskrá þess um tíma. Pufang lifði glæsilífi, skipti á gamalli Toyotu og fékk sér flottan Bens o.s.frv. Talið er að spillingin í kring um hann hafi m.a. verið ein ástæða mótmælanna á Torgi hins himneska friðar, árið 1989, þar sem kínverskir her- menn brutu á bak aftur lýð- ræðishreyfingu í fæðingu, en talið er að hundruð manna hafi verið drepin. Síðan þá hafa kínversk stjórnvöld tekið af hörku á allri andstöðu, m.a. fangelsað nýlega lýðræðis- sinnan Wei Jingsheng, sem fékk 14 ára fangelsisidóm fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, en einnig hleypt af stokkun- um gríðarlegri kapítalískri til- raun í Shenzhen héraði í S- Kína, sem ekki sér fyrir end- ann á. Falla börnin meö föð- ur sínum? En hvað gerist þegar Deng deyr? Ljóst er að við fráfall hans mun þrýstingur á börn hans mun aukast og sumir segja að þegar Deng falli frá, þá falli þau með honum. En í það minnsta er ljóst að fjá- magnsmarkaðir munu skjálfa ærlega þegar hjarta hins mikla leiðtoga stöðvast. Leiðtoga sem gengið hefur í gegn um borgarastríð, fjórar stjórnkerf- isbreytingar, menningarbylt- inguna (en meðan hún stóð yfir voru börn hans m.a. pynt- uð og bróðir Dengs framdi sjálfsmorð eftir auðmýkingu Rauðliða), hörmungar „Mikla stökksins" og stjórnleysi Fjór- menningaklíkunnar, þar sem ekkja Maós formanns var fremst í flokki. Sjálfsagt verður mikil valdabarátta bakvið tjöldin áður en einhver tekur við. Hver það verður er erfitt að segja til um en Kína veröur á sínum stað, með öllum sín- um íbúafjölda og fjölskrúðugri sögu og menningu. G.H.Á. Byggt á The Cuardian Weekly og The Economist. D0MS- 0G KIRKJUMALARAÐUNEYTIÐ Arnarhvoli, 150 Reykjavík Lagasafn 1995 Lagasafn 1995 sem hefur að geyma gildandi lög miðað vib 1. október 1995 kemur út 19. þ.m. Dreifingu til bóksala og stofnana ríkis og sveitarfélaga annast Ríkiskaup, Borgartúni 7. Dóms- og kirkjumálarábuneytið, 17. janúar 1996 LANDBUNAÐARRAÐUNEYTIÐ Tollkvótar vegna innflutnings á unnum kjötvörum Meb vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verö- lagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar útgefinnar 17. janúar 1996, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Nánari upplýsingar liggja frammi í rá&uneytinu á skrif- stofutíma frá kl. 9.00-16.00. Auglýsing um innflutningskvóta verður birt í Lögbirtingablaðinu, miðvikudaginn 24. janúar. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnabarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 25. janúar nk. Landbúnaðarráðuneytið, 17. janúar 1996

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.