Tíminn - 19.01.1996, Qupperneq 4

Tíminn - 19.01.1996, Qupperneq 4
4 Föstudagur 19. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Engin endanleg lausn Einkaeignarstefnan í húsnæðismálum hefur reynst mörgum erfið og ótaldar eru þær fjölskyldur sem kiknað hafa undir skuldabyrðum. Aðrar seiglast við og verja margir íslendingar því sem ætti að vera blómlegasta skeið ævinnar í að koma yfir sig þaki og standa skil á afborgunum. Á þessu skeiði ævinnar hafa foreldrar lítinn tíma til að sinna börnum sínum eða fjölskyldulífi yfirleitt, þar sem lífsorkan fer í að vinna fyrir húnæðis- og í mörgum tilvikum námsskuldum. Afleiðingarnar má sjá á ýmsum sviðum samfélagsins. Félagslegu íbúðakerfin og Byggingasjóður ríkisins eiga að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði og hefur þar sumt vel tekist. Hinu er ekki að leyna að margt í þessum kerfum er vanhugsað og í tímans rás hafa verið gerðar á þeim breytingar, sumar nauðsyn- legar en aðrar vanhugsaðar. Húsbréfakerfið átti á sínum tíma að leysa flestan vanda og sameina kosti félagslegrar aðstoðar og markaðskerfisins. Ekki vildi það ganga upp fremur en annað fitl með hagkerfi, þar sem kenning og raunveruleiki fara ekki saman. Húsbréfin lentu strax í afföllum í sölu og vaxta- og skuldabyrðin óx að sama skapi. Vandamálin í húsnæðiskerfunum hrannast upp og fjöldi fjölskyldna sér þann kost vænstan að losna úr skuldaáþjáninni með sem skaðminnstum hætti. Víða um land eru sveitarfélög að lenda í vandræðum vegna vanhugsaðra bygginga á félagslegum íbúðum, og eru þar á ferðinni mál sem löggjafinn ætti að hyggja nánar að og endurskoða. Aftur og aftur eru gerðar ráðstafanir til að létta undir með fólki í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæð- isskulda sem það ræður ekki við. Sumir segja að það lengi aðeins í hengingaról skuldaranna, en vafalaust koma viðbótarlánin eöa fréstur á greiðslu gjaldfall- inna skulda einhverjum að notum. Nú hefur félagsmálaráðherra gefið út reglugerð um lengingu húsbréfalána. Er hún þannig úr garði gerð að lántakendur geta valið um að greiða lánin upp á 15 árum, 25 árum eða tekið húsbréfalán til 40 ára. Með því að taka löng lán léttist greiðslubyrðin verulega, en upphæðin sem kemur til greiðslu hækk- ar þegar upp er staðið. En hver hugsar um það, þegar heilir fjórir áratugir eru til endanlegs greiðsludags? Þessir valkostir ættu að koma mörgum vel og er raunar furðulegt að þeir skyldu ekki hafa verið tekn- ir upp þegar í upphafi, þegar húsbréfakerfið var lög- fest. En eftir að valfrelsið kemst á er brýn nauösyn að veita lántakendum trausta leiðsögn og ráðgjöf. Það hefur verið gert að einhverju leyti, en betur má ef duga skal, eins og dæmin hljóta að sanna. Og svo ættu lánastofnanir að sjá sóma sinn í að hafa ekki skuldara að leiksoppi og afhenda misjafn- lega innrættum innheimtumönnum vandræði þeirra sér til ábata. Valkostir og lenging húsbréfalána er engin endan- leg niðurstaða í húsnæðismálum og hlýtur að verða áfram unnið að því að koma þeim málaflokki í við- unandi horf fyrir alla, en ekki aðeins suma. Ofurbankastjóri enn á ferð Ofurbankastjórinn og sérstök hetja Morgunblaðsins, Sverrir Hermannsson, ritar grein í blab sitt í gær og blandar sér í einka- væðingarumræðuna af fullum krafti. Grein Sverris fjallar um SR-mjöl og útsöluna á því. Það er til marks um aðdáun Mogg- ans á þessari bankahetju sinni að Sverrir er líka í viðhafnarviö- tali um einkavæðinguna í við- skiptakálfi blabsins, en þar er kastljósinu beint að einkavæö- ingu ríkisbankanna. A báðum þessum stöðum í blabinu er ofurbankastjórinn í heilagri krossferð gegn þeirri aumkunarverðu hjörð, sem val- ist hefur til stjórnmálaforustu í þessu landi. Garri benti á í pistli í síðustu viku ab ofurbankastjórinn hafi ekki getaö hætt í stjórnmálum og væri enn að reyna að rábskast meö ráðherra og ríkisstjórn og fyr- irskipa þeim hvernig þeir ættu að hegöa sér varöandi fjármagnstekjuskatt. Eins og merin muna hótar Sverrir viðstöðulausri vaxtahækkun, ef ríkisstjórnin dirfist ab framfylgja pólitískri stefnu sinni, og heitir þetta auðvitab að vera í pólitík eftir að hafa hætt í pólitík. Og ofurbanka- stjórinn útskýrir það í Morgunblað- inu í gær hvers vegna hann telur svo brýnt að hann sé sjálfur í pólitík. Það eru einfaldlega allir svo miklir aular nema hann. Sverrir hefur áður gefið ríkisstjórninni í heild sinni, þar með töldum formönnum stjórnarflokk- anna, slaka einkunn fyrir lélega stjórnarsáttmála. í Mogganum í gær heldur hann áfram að hamra á þessu og tínir raunar til ýmsa menn sem hann telur pólitískar mannleysur sem vart sé við bjargandi. Verstur er Þorsteinn Fremstur í þeim mannleysuflokki fer sjávarútvegs- ráðherra og fyrrum formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, sem „seldi SR-mjöl langt undir sannvirði og sólundaði með því opinberu fé", svo gripiö sé til orba Sverris. Og Sverrir hefur áhyggjur að viö- skiptajöfrum Kolkrabbans og segir um það tiltæki Benedikts Sveinssonar, að vel geti veriö að hann eigi skuld ab gjalda, „en hann er alltof gegn maður til að gerast handkerra og hankatrog Þorsteins Pálssonar". Og ekki virðist Sverrir treysta öðrum stjórnmála- foringjum betur, og hann lýsir í raun vantrausti og hálfgerðri vanþóknun á þá menn sem vinna að „háeffun" Búnaðarbanka. Þetta eru, auk annarra í ríkisstjórninni, að sjálfsögðu Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra, Gunnlaugur Sigmundsson, þingmaður og formaður í nefnd um þetta mál. Aðrir í nefndinni eru Geir H. Haarde og fyrrum stjórnmála- maður og núverandi seðla- bankastjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson. í viðhafnarviðtali Moggans segist Sverrir vera orð- inn áhyggjufullur „meðal ann- ars vegna þess að ég treysti þess- um mönnum, sem þarna eru í fyrirsvari, illa til að framfylgja Þú líka, fótgöngulibí! Garri fær ekki betur séð en að ofurbankastjórinn eigi í raun fárra kosta völ. Talið er nær fullvíst að þingmeirihluti sé fyrir sölu banka á þingi og stuðn- ingur vib þær hugmyndir, sem ríkisstjórnin er að vinna að. Þannig er ljóst að ofur- bankastjórinn stendur frammi fyrir umfangsmeira vandamáli en því sem hann hefur þegar gert ab um- talsefni. Þaö eru ekki bara stjórnmálaforingjarnir sem eru pólitískar mannleysur, heldur helftin af fót- gönguliðunum á þingi líka og því ekki nema eölilegt aö sá maöur, sem einn veit hvað er best í stjórnmál- um landsmanna, sé farinn að láta til sín taka. Tveir vinir og annar á orgelinu Ofurbankastjórinn verbur einfaldlega ab um- breyta verkefnalýsingu fyrir skrifstofu sína í höfuð- stöðvum Landsbankans og útbúa sérstakt forsætis- ráðuneyti gáfumannsins, hvaðan hann getur stjórn- að landinu, svo það fari ekki hreinlega í hundana undir stjórn allra þeirra smámenna sem skipa bekk stjórnmálamanna. Það væri draumastaða og gæfu- spor, ef annars vegar sæti Sverrir sem hinn raunveru- legi forsætisráðherra og stjórnaði úr Landsbankan- um, en hins vegar sæti á forsetastóli á Bessastööum sjálfur varaorganisti séra Flóka, Ragnar Jónsson, og léki undir þegar ofurbankastjórinn svifi um og bjarg- abi landinu frá vondu stjórnmálamönnum. Garri GARRI Fjaran og skipulagið Þegar svo vill verkast fer ég í gönguferðir mér til sáluhjálp- ar og heilsubótar. Sumar gönguferðirnar eru innan marka Reykjavíkur og notum vib þá gjarnan þab góða göngustígakerfi sem nú er komið innan borgarmark- anna. Nú er hægt að ganga óáreittur frá bílaumferð frá Ægisíöunni í Vesturbænum um Skerjafjörðinn yfir Kringlumýrarbrautina um göngubrúna, Fossvoginn, Ell- iðaárdalinn og alla leiö upp í Heiðmörk ef svo vill verkast. Þessi munaður er notaður í sí- vaxandi mæli. Leiöin um Skerjafjörðinn og Ægisíbuna liggur meðfram sjónum, og í góðu vebri er útsýni þar hið fegursta yfir flóann til vest- urs og Skerjafjörðinn. Göngumabur nýtur útsýn- isins yfir fjöruna, sem er að verða betra meb hverju árinu vegna þess að nú eru komnar hreinsistöðvar fyrir frárennsli á þessum slóðum. Byggingar í sjó fram Okkur hjónunum datt einu sinni í hug að söðla um og ganga til vesturs og kanna leiðina með sjónum um Seltjarnarnesið og út í Gróttu. Það var lagt upp á göngustígnum á Ægisíðunni og gengið vestur í góðu veðri meðfram Faxaskjóli og Sörla- skjóli. Þar með var draumurinn búinn. Þegar þarna var komið höfðu veriö byggð hús fram í fjöru og engin gönguleið þar fyrir framan. Þarna var komið yfir á Seltjarnarnes og skipulagið þar hefur leyft þennan hátt á málum. Það er ljóst að þarna hefur orðib skipulagsslys og þetta leiddi hugann að því ab búa þarf svo um hnútana að svona hlutir gerist ekki. Vatnsbakkar og fjaran eiga að vera aðgengileg fyrir almenning í landinu. Þaö er sanngjörn krafa hinna landlausu ab geta fylgst með samspili vatns og lands sér til yndis- auka, og mannvirkjagerð gangi ekki úr hófi. Það á að vera meb öllu þarflaust aö byggja íbúbarhús út í fjör- una, þannig aö engum sé fært hjá nema fuglinum fljúgandi. Seltjarnarnesib Seltjarnarnes er ab öðru leyti fagurt og áhugavert úti- vistarsvæði, sem þarf ab varöveita, og ég skil það vel að umræður séu miklar um þab hjá bæjaryfirvöldum þar í bæ hvernig vernd- un umhverfisins skuli háttað. Þar þarf að fara ab með mikilli gát, því að náttúran þarna er við- kvæm fyrir átroðningi. Göngustígar álíka og þeir sem eru komnir í Reykjavík eru til mikillar fyrirmyndar og létta átroðningi af viðkvæmu landi. Þeir eru sums staðar fyrir hendi á Nesinu, þó að kerfið sé ekki eins heillegt og það sem liggur nú í gegnum höfuðborgarsvæðið. Leibir utan umferbar Gönguferðir eru holl og ódýr afþreying fyrir fólk, og það er ótrúlegur munur að ganga á stígum sem liggja eilítið frá umferðinni í borginni. Út- blásturinn sem henni fylgir er hvimleiður, sem og ysinn og hávaðinn. Það hafa verið gerðir mjög góðir hlutir á höfuðborgarsvæðinu til þess að búa í haginn fyrir þessa útivist, og fólk notar sér það í ríkum mæli. Hins vegar er nauðsyn á að leggja slitlag á göngustígana. Það er nauðsyn í þéttbýl- inu, því umferðin er það þung að annars veldur átroðningurinn skemmdum á landinu. Jón Kr. Úr Gróttu. Á víbavangi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.