Tíminn - 19.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1996, Blaðsíða 7
tiiittrrrtt' 1111 r / r r t J I t • • ' Föstudagur 19. janúar 1996 WftttSffl* A myndinni má sjá styttuband sem móbir Maríu óf á sínum tfma, prjónastokk sem afi hennar skar út og glœsi- lega heklab teppi ásamt fjölda heklabra dúka. Ættargripir og listrænt handverk Glitsaumub mynd úr babstofu. Listræn handverk, sem hald- ist hafa í sömu fjölskyldu frá 1879, eru meðal þess sem Mar- ía M. Ásmundsdóttir hefur frammi á sýningu sinni í hús- næði Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni aö Hverfisgötu 105, fjóröu hæb. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 21. jan. María er frá Krossum í Staðar- sveit. Hún fæddist árið 1898 og er því komin á 98. aldursár. Hún hefur haldið alls þrjár sýn- ingar á verkum sínum, en sú fyrsta var sett upp árið 1930 í útstillingargluggum á Lauga- veginum hjá Marteini Einars- syni þar sem biskupsembættiö hefur nú aösetur. Sextíu árum síðar hélt hún sýningu í félags- og þjónustumiðstöð aldraðra María M. Ásmundsdóttir í skaut- búningi á sínum yngrí árum. við Bólstaðarhlíð og sýndi þá 40 olíumálverk. í tilkynningu frá Félagi eldri borgara segir að María hafi ekki borið list sína á torg um dagana. En hún hefur ekki setið auðum höndum þó langt hafi liðið milli sýninga og lengst af feng- ist við ýmsar tegundir listrænn- ar iðju. Enda átti hún slíka hæfi- leika ekki langt að sækja, þar sem foreldrar hennar voru mikl- ir snillingar í handlistum síns tíma. Snemma eignaðist hún myndavél og málaði eftir myndum sem hún tók. Auk þess hefur hún málað á gier og stundað listsaum. María er vel ern, en er farið að daprast sjón og dvelst nú á öldrunardeild Heilsuverndarstöðvarinnar. / opnunarhófi sýningarinnar mátti hitta fyrír (frá v.) Sofffu Stefánsdóttur og eiginmann hennar Pál Císlason, formann Félags eldri borgara, Ragn- heibi Vigfúsdóttur og Kolbrúnu Baldursdóttur ásamt dœtrum sínum. Afföll nýrra húsbréfalána í fyrra námu andviröi 200 íbúöa: Hálfri milljón meira hvíldi á seldum íbúöum 1995 en 1994 Verbmæti afgreiddra húsbréfa ár- ib 1995 nam tæplega 12,5 millj- öroum króna. Markabsverb sömu bréfa nam aftur á móti 11,1 millj- arbi. Afföllin (til fjármagnseig- endanna sem kaupa bréfin) hafa þannig numib tæplega 1,4 millj- örbum króna (11%), eba sem nemur t.d. andvirbi um 200 íbúba mibab vib 7 milljóna króna íbúb- arverb ab mebaltali. Heildarupp- hæb húsbréfalána lækkabi kring- um 2,5 milljarba milli ára. Þetta skýrist annars vegar af því að Húsnæðisstofnun bárust tölu- Listasjóöur Pennans: Styrkir 3 listakonur Nýlega voru þremur listakonum veittir styrkir úr Listasjóbi Penn- ans, sem stofnabur var árib 1992 í minningu hjónanna Margrétar og Baldvins Pálssonar Dungal. Styrkirnir eiga ab renna til ungra og efnilegra myndlistarmanna, sem sýnt hafa góban árangur í námi og eru ab taka sín fyrstu skref á listabrautinni. Alls sóttu 41 um styrkinn að þessu sinni og voru þrír listamenn valdir úr hópi umsækjenda af stjórn sjóðsins, en hana skipa Hringur Jóhannesson, Gunnsteinn Gíslason og Gunnar B. Dungal. Inga Svala Þórsdóttir hlaut 300 þúsund króna styrk, en hún lauk námi frá MHÍ 1991 og framhalds- námi í Hamborg 1993. Aö áliti dómnefndar sýna verk Ingu Svölu aö hún sé óvenju fjölhæf. Guðný Rósa Ingimarsdóttir fékk 200 þús- und króna vöruúttekt í Pennanum, en hún lauk námi frá MHÍ1994 og stundar nú framhaldsnám í Belgíu. Guðný Rósa hefur að mati dóm- nefndar náð að tileinka sér mikla færni í hefðbundinni teikningu, sem hún brýtur upp í verkum sín- um með ólíkum efnum og form- um. Sigríður Sigurjónsdóttir hönn- uður fékk sérstaka 100 þúsund króna viðurkenningu, en hún hlaut menntun sína í Brighton og West Surrey á Englandi. Hönnun- arverk hennar era talin sameina notagildi og formfrelsi myndlistar- vert færri umsóknir um skulda- bréfaskipti í öllum lánaflokkum á nýliðnu ári heldur en árið áður. Og þar við bætist að meðalupphæð húsbréfalána til kaupa á eldri íbúð- um (nær 2/3 heildarlánanna) var um 500 þúsund krónum lægri 1995 heldur en árið áður. Megin- ástæðan er sú, að lán sem hvíla á íbúðum og kaupendur yfirtaka eru alltaf að aukast. Meðaiupphæðir lána í öðrum lánaflokkum voru svipaðar og árið áður. Samkvæmt upplýsingum í fréttabréfi frá Verðbréfadeild Hús- næðisstofnunar námu vanskil fast- eignaveðbréfa, 3ja mánaða og eldri, tæplega 900 milljónum króna í desemberlok og höfðu þá hækkað um 20% frá næsta mánuði á undan. Upphæðin samsvarar um 1,24% af u.þ.b. 72ja milljarða höf- uöstól fasteignaveðbréfa — eða kringum 6. hluta þess sem lántak- endur þurfa árlega að greiða af lán- unum. ¦ Niels Peter Underland íhlut- verki Tom og Anita Trippichio íhlut- verki jósefínu. Meö bakpoka og banana Norski leikhópurinn Tripicchio, Underland & co. sýnir barnaleik- ritio Meb bakpoka og banana í Möguleikhúsinu dagana 19., 20. og21. janúar. Leikritið f jallar um kunningsskap rugluðu renglunnar Toms og hinn- ar þybbnu, duttlungafullu Jósefínu, sem dýrkar óperur og er af ítölskum ættum. „Þetta er sprellfjörug sýn- ing, full af húmor, tónlist og söng, þar sem líkamstjáning vegur þyngra en orðin." Sýningar hefjast kl. 14 og eru fyr- ir alla 3ja ára og eldri. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.