Tíminn - 19.01.1996, Side 8

Tíminn - 19.01.1996, Side 8
8 Föstudagur 19. janúar 1996 Aöilar borgarastríös- ins í Sierra Leone reyna aö hrceöa fólk til hlýöni viö sig meö því aö höggva af því hendurnar Talsver&rar bjartsýni gætir um þessar mund- ir um framvindu efna- hagsmála í heiminum á ný- byrjuöu ári og sú bjartsýni nær ab vissu marki til stjórn- og félagsmála. Hún nær meira aö segja til Afríku, og þá helst þeirrar álfu sunnan- verörar. Breska tímaritiö The Economist vitnar á ská í Stanley landkönnuö (þann sem fann Livingstone) og segist sjá „Ijós á meginland- inu myrka". Friður hefur náöst í Mósam- bik og Angólu, eftir áratuga hroðaleg stríð. Aminnstar von- ir viðvíkjandi sunnanverðri Afríku eru að vísu mikiö til bundnar við að stöðugleiki haldist í efnahagslífi Suður- Afríku (aukning heildarþjóðar- framleiðslu þar er fyrir ofan meðallagið í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu) og að það hafi hressandi áhrif á efna- hagslíf grannríkja hennar. En hætt er við að brugðið geti til beggja vona meö suöurafríska „stöðugleikann". Tvísýnt í Líberíu Þegar kemur noröar í álfuna, skiptir nokkuð í tvö horn í spá- dómum um framvindu mála. í sumum ríkjum kvab efnahags- lífið vera að braggast og einnig stöðugleiki í stjórnmálum og lýðræði. En á hinu leitinu þar eru stór svæði á leið „inn í hjarta myrkursins", eins og einn fréttamaöurinn orbar þab skáldlega, í þetta sinn meö inn- blástur frá Joseph Conrad að baki. Slíkt svæði er án alls vafa tvö vesturafrísk smáríki, Líbería og Sierra Leone, sem eiga það sameiginlegt að hafa upphaf7 lega komib til sögunnar sem samfélög svartra leysingja frá Bandaríkjunum (Líbería) og breska heimsveldinu (Sierra Le- one). í Líberíu hefur borgara- stríð af grimmasta tagi geisað í yfir sex ár. Sum grannríkjanna, undir forystu Nígeríu, hafa í mörg ár haft þar herlib sem á ab heita að sé að reyna að stilla til friðar. Seint á s.l. ári var sagt að Nígeríu og Frökkum, sem engu tækifæri sleppa til efling- ar „franskra gilda" í Afríku, hefbi tekist að koma á friði þar eba allt að því, með því ab knýja helstu stríðsherrana þar til að sameinast í ríkisstjórn. En nú er hermt í sumum blöb- urn að sá friöur sé úti. Rétt er að benda á ab heims- fjölmiðlarnir gera sér ekki eins títt um þetta svæði og sum önnur og í samræmi viö það eru fréttir þaðan stundum óljósar. Öbrum til viövörunar Óöldin í Líberíu breiddist fljótlega inn í Sierra Leone. Þar reis á legg uppreisnarhreyfing, sem nefnist Sameinaða bylt- ingarfylkingin (Revolutionary United Front, RUF). í landinu Handhöggvib fólk í Bo. „Inn í hjarta myrkursins // var þá mikil óánægja út af um- svifum athafnamanna, óhlut- vandra að sögn, sem hugðust græða á málmum sem landiö er auðugt af. Náði RUF miklu fylgi út á það að kynna sig sem einskonar Hróa hött sem tæki frá ríkum demanta- og málma- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON spekúlöntum og gæfi fátækri alþýbu. Foringi RUF er Foday Sankoh, nokkuð dularfull per- sóna að sögn og hafa meira aö segja komið fram efasemdir um að hann sé til. Borgarastríð þetta varb fljót- lega að óöld hliðstæðri þeirri sem lagt hefur Líberíu mikið til í eyði. RUF tók upp þá stefnu ab rústa landbúnaðinn, sem VESUIR: FIFRJKfl mikill meirihluti landsmanna framfærir sér á, með þab fyrir augum að steypa stjórn lands- ins. Það var gert með því að reka fólk úr sveitunum til borg- anna. Margir tregðuðust við. Til þess að vinna bug á þeim mótþróa tók RUF fyrir skömmu upp nýja aðferð: að aflima fólk öðrum til viðvör- unar. Sally Goba, hálffertug kona, fór ekki alls fyrir löngu morg- un einn snemma út fyrir þorp- ið, þar sem hún bjó, til að safna eldiviði. Þar urðu fyrir henni þrír uppreisnarher- menn, sem lögðu handleggi hennar á trjástofna og hjuggu af henni báðar hendur. Þessháttar reynslu hafa fjöl- margir landsmenn orðið fyrir síðustu mánuðina og árangur RUF í því að tæma sveitirnar af fólki hefur að sögn frétta- manna orðið eftir því. Þannig hefur íbúafjöldi Bo, borgar í landinu suðaustanverðu, fer- faldast á skömmum tíma vegna fólksflóttans úr dreifbýl- inu. í borg þessari, sem er lítið annað er (æfilslegir skúrar og kofar, hefst nú við um hálf milljón manna. Fréttamenn segja að þar hitti þeir fyrir við hvert fótmál fólk, sem hend- urnar hafi verið höggnar af og af sumu handleggirnir með, uppi við olnboga eða ofar. Einn fréttamaður sá nokkurra mánaða gamalt barn, með kramib andlit eftir byssuskefti eins vígamannsins. Drukkin og dópuð börn Sumir þeirra handhöggnu segjast ekki vita hvort þeir, sem limlestu þá, hafi verið RUF-lið- ar eða stjórnarhermenn. (Odd- viti stjórnarinnar, sem situr í höfuð- og hafnarborginni Fre- etown, er síban 1992 þrítugur höfuösmaður sem Valentine Strasser heitir.) Svo er sem sé að heyra að stjórnarherinn hafi tekib upp aðferöir RUF, þá sennilega í þeim tilgangi ab hræba fólk frá fylgi við RUF. Þar að auki kváðu vera að verki í landinu vopnaðir flokkar sem hlýði hvorugum þessara aöila. Ástandiö í Sierra Leone, líkt og í Líberíu, einkennist sem sé af meira og meira stjórnleysi. Báðir aöilar virðast eiga í vax- andi erfiöleikum meb að hafa stjórn á liði sínu. Líkt og í Lí- beríu eru stríðsmenn beggja aðila flestir löngum í vímu af völdum eiturefna og heima- bruggs. Þeir ræna óbreytta borgara og leika þá að öðru leyti eftir geðþótta. Margir stríðsmanna beggja aöila eru unglingar og drengir á barnsaldri, sem lokkaðir hafa verið út í þetta með loforöum um ríkuleg laun og ævintýri. Hið sama gerðist í Líberíu. Við hrybjuverkin gefa drengirnir að sögn ekki eftir þeim sem eldri eru. „Sumt af því sem þeir gerðu var hroðalegt," hefur frétta- maður eftir hjálparstarfsmanni frá Ghana, sem er á vegum Barnahjálparstofnunar Sam- einuðu þjóbanna og reynir að aðlaga fyrrverandi stríðsmenn á barnsaldri friðsamlegu líf- erni. „Þeir segjast hafa limlest menn, tekið úr þeim hjarta og lungu og lagt þetta sér til munns." Mannát er einnig lib- ur í óöldinni í Líberíu. „Við drápum marga," sagði 14 ára fyrrverandi stríðsmabur í umsjá Ghanamannsins. „En það er afleitt að drepa ef það er ekki nauðsynlegt, því ab þá gengur blóðið aftur og ofsækir mann."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.