Tíminn - 19.01.1996, Síða 9

Tíminn - 19.01.1996, Síða 9
Föstudagur 19. janúar 1996 litiitnti 9 UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. Rússar sýna enga miskunn og leggja Pervomaískoje í rúst: Jeltsín lýsir yfir sigri Boris Jeltsín Rússlandsforseti tilkynnti í gær að að árásinni á bæinn Pervomaískoje í Da- gestan, þar sem téténskir skæruliðar hafa verið ásamt gíslum sínum, sé lokið og 82 gíslar heföu verið frelsaðir. Hann bætti því viö að enn væri ekki vitað um örlög annarra 18 gísla, en leitar- sveitir heföu verið sendar inn í bæinn til að leita að þeim. Jeltsín sagði aö Rússar heföu misst 26 manns í átökunum. Hins vegar sagðist hann ekki hafa neinar upplýsingar um hve margir skæruliðar hefðu Iátiö lífiö. Áður höfðu borist fréttir af því að sumum skæruliðanna hefði tekist að flýja borgina, og hefðu þeir um hríð haldið uppi árásum á rússnesku hersveit- irnar. En að sögn Jeltsíns hefur nú „öllum bófunum verið komið fyrir kattarnef, nema einhverjir þeirra séu í felum neðanjarðar." Rússneskir fréttamenn, sem fengu aö fara í fylgd hermanna rétt að bæjarmörkum Pervo- maískoje skömmu áður en bar- dögunum lauk, sögðu rúss- nesku hermennina hafa sagt þeim að þeir væru að „sópa upp" leifunum af andspyrnu Téténa. Fréttamennirnir sögð- ust einnig hafa séð lík 30 téténskra uppreisnarmanna í borgarrústunum. „Við höfum kennt Dúdajev góða lexíu og nú þurfum við að leggja til at- lögu við allar bækistöðvar Dúdajevs, þar sem engir óbreyttir borgarar eru, til þess að gera út af við alla hryðju- verkastarfsemi á rússneskri grundu," sagði Jeltsín í gær og var drjúgur með sig. Rússneski herinn hélt uppi gífurlega þungri skothríð á bæ- inn Pervomaískoje í gær, í því Finnland: Ný stjórnarskrá kemur árið 2000 Finnska þingið er nú tekiö aö undirbúa nýja stjórnarskrá fyrir árið 2000. Vinnuhópur sem fjallað hefur um málib leggur til ab í stab fjögurra lagabálka um stjórnskipan Finnlands, sem nú eru í gildi, þ.e. laganna um ríkisstjórn, þing, ráðherra- ábyrgb og landsdóm, komi einn, stjórnskipunarlög Finn- Iands. í stab 235 greina í núgildandi lögum er talið að komast megi af með 140 í hinum nýju. Stefnt er að því að nýja stjórnarskráin gangi í gildi 1. mars 2000, daginn sem nýtt kjörtímabil Finnlands- forseta hefst. Tilgangurinn með breytingun- um er aö halda áfram umbótum á stjórnarskránni og efla áhrif þingsins. Meðal þess sem kemur til álita er hvort þingið eigi að velja forsætisrábherra og hvort takmarka eigi skipunarvald for- setans og reisa meb tímamörkum skorður við valdi hans til að neita aö staðfesta lagabreytingar. ■ Menningarsjóður Umsóknir um styrki Hér meb er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóöi skv. 1. gr. reglugeröar um sjóöinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóös er aö veita útgef- endum og/eöa höfundum fjárhagslegan stuöning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem veröa mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögö á aö efla útgáfu fræöirita, handbóka, oröabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóöurinn veitt fjárhagslegan stuöning annarri skyldri starfsemi, s.s. vegna hljóöbókageröar. Umsóknum skal skilaö á þar til geröum eyöu- blööum til stjórnar Menningarsjóös, mennta- málaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 26. febrúar 1996. Umsóknar- eyöublöð fást í afgreiðslu menntamálaráðu- neytisins. Stjórn Menningarsjóðs skyni að vinna bug á téténsku skæruliðunum, og virðist sem ekkert hafi verið hugsað um ör- yggi þeirra gísla sem þá voru enn í haldi. Aleksander Mikha- ílov, talsmaður rússnesku árás- arsveitanna hélt því fram í gær- morgun ab gíslarnir væru hvort eð er dánir og því engin ástæða til þess að herinn héldi aftur af sér. „Sú ákvörðun hefur verið tekin ab ljúka aðgerð- inni," sagði hann. Movladi Udugov, talsmaður Dúdajevs, leiðtoga téténskra aðskilnaðarsinna, hafði hins vegar neitað því að uppreisnar- menr.irnir væru að skjóta gísl- ana. Jeltsín hefur verið undir miklum þrýstingi vegna gísla- tökumálsins, sem gæti haft áhrif á sigurlíkur hans ef hann býbur sig fram til áframhald- andi setu á forsetastóli í kosn- ingunum sem fram eiga aö fara í júní á þessu ári. -GB/Reuter Sjö innflytjend- ur brunnu inni Kona frá Afríku fórnar höndum fyr- ir utan gistiheimili fyrir útlendinga í Lúbeck í Þýskalandi í gær, en gisti- heimilið brann meö þeim afleiðing- um ab sjö manns létust og 55 særð- ust, þar af 20 alvarlega. Flestir íbú- LÍTIi Vinningstölur 17.01.1996 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 6 af 6 0 45.740.000 GJ 5 af 6 Lffl+bónus 0 274.298 m 5 af 6 1 215.520 )EB 4a,e 167 2.050 rajj 3 af 6 |Cfl+bónus 690 210 H uinningur er tvöfaldur næst Heildarupphæð þessa viku: 46.717.068 A Isl.: 977.068 UPPLYSINGAB. SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIBT UEÐ FYRIBVABA UM PflENTVILLUfl anna á gistiheimilinu voru frá Sýr- landi, Líbanon, Saír og Togo, sem höfðu sótt um hæli í Þýskalandi sem flóttamenn. Einnig gisti þar fólk af þýskum ættum frá Austur- Evrópu sem var flutt til Þýskalands til að setjast þar að. Lögreglan gat í gær ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Tveir menn, sem vitni sáu stíga upp í bíl u.þ.b. tíu mínútum eftir að eldsvoðinn hófst, hafa verið handteknir. Reuter Bókin bönnuð Dómstóll í París lagði í gær lögbann á bókina „Leyndarmálið mikla" sem læknir Mitterands skrifaði, þar sem hann uppljóstrar um sjúkra- sögu Mitterands og segir hann m.a. hafa verið óvinnufæran síðustu mánuði sína í forsetaembættinu. Útgefandi bókarinn sagði aö fyrstu 40.000 eintök bókarinnar væru þegar uppseld. Reuter Launagreiðslur — verktakagreiðslur Launamiðum þarf að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir þeir sem greitt hafa laun eða verktakagreiðslur á árinu 1995 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali til skattstjóra. Til að tryggja frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri þurfa vinnu- veitendur að afhenda skattstjóra upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakagreiðslur vegna vinnusamninga á árinu 1995. Að öðrum kosti er skattstjórum heimilt að synja um frádrátt vegna slíkra greiðslna, sbr. breytingar sem gerðar hafa verið á 31. gr. skattalaganna. Munið því að skila tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.