Tíminn - 19.01.1996, Síða 10

Tíminn - 19.01.1996, Síða 10
10 fgfcniim Föstudagur 19. janúar 1996 Ingveldur Gísladóttir Ingvelclur Gísladóttir, rithöfimdiir og myndlistarmaður, fœddist að Þor- móðsdal í Mosfellssveit 28. septem- ber 1913. Hún lést á Elli- og hjúkmn- arheimilinu Gnmd, Reykjavík, að- faranótt laugardagsins 6. janúar 1996. Foreldrar hennar: Guðrím Þorleifs- dóttir (f. 10.10. 1873, d. 26.1.1961) saumakona og Gísli Jónsson listmál- ari (f. 4.9. 1874, d. 9.11. 1944). Albraeður lngveldar: 1) Jón Berg- mann, f. 1906, látinn. Maki: Karen Irene Jörgensen, norskrar œttar, f. 1909, látin. Þau eignuðust fimm böm. Jón átti auk þess dóttur og son fyrir hjónaband. 2) Magnús lngberg, f. 1909, látinn, bóndi Akbraut. Maki: Katrín Sigríður Jónsdóttir, f. 1913. Þau eignuðust átta böm. 3) Ófeigur Huggeir, f. 1911, d. 1913. Hálfsystkini Ingveldar samfeðra: 1) Gísli, f. 1924, d. 1927.2) Ríkharð- ur Freysteinn, f. 1925. 3) Rúnar Ósk- ar, f. 1927, d. 1927. 4) Aðalsteinn, f. 1930, d. 1989. 5) Haraldur, f. 1932. 6) Auður Ingrím, f. 1934. 7) Skúli, f. 1940. 8) Hrafnhildur, f. 1943. Ingveldur giftist 16.12. 1933 Guð- mundi Gissurarsyni, f. 12.5.1902, d. 6.6. 1958, bœjarfulltnia og síðast forstjóra Sólvangs Hafharfirði. Bjuggu þau lengst af á Tjamarbraut 15, Hafnarfirði. Daetur þeirra: 1) Guðrín Ágústa, kennari, f. 10.10. 1934. Maki (28.9. 1957) Öm Forberg kennari, f. 15.10. 1933. Dœtur þeirra: 1) Guðmunda Inga fóstra, f. 1958, maki Sveinn Vil- hjálmsson framkvaemdastjóri, f. 1958, og eiga þau eina dóttur. 2) Ema Bima, f. 1960, skniðgarðataekn- ir og á hún tvo syni og eina dóttur. 3) Ágústa Hrefha, f. 1974, stúdent, maki Brian J. O'Loughlin, f. 1971, og em þau búsett í Florida. Guðrím og Öm, ásamt tveim eldri dœtrum sín- um og fiölskyldum þeirra, eni öll bú- sett í Svíþjóð. 2) Margrét Jónína, f. 2.9.1936, innanhússarkitekt og myndlistar- maður. Maki (12.5. 1983) Gísli Eng- ilbertsson, f. 24.8. 1940, jámsmíða- meistari, meðhjálpari í Hafnarfiarð- arkirkju. Böm Margrétar af fyrra t MINNING hjónabandi: 1) Ingveldur Þorkelsdótt- ir, f. 1953, skrifstofumaður í Reykja- vík, maki Gunnar Þorsteinsson, f. 1950, framkvœmdastjóri. lngveldur á eina dóttur og dótturson af fyrra hjónabandi. 2) Gtiðrím Ágústa (Rúna) Þorkelsdóttir, f. 1954, mynd- listarmaður, búsett í Hollandi og á hún einn son. 3) Guðmimdur Þorkels- son, f. 1961, kennari á ísafirði, maki Guðrím Sigurðardóttir, fréttaritari út- varpsins á ísafirði, og eiga þau 2 dcet- ur. Giiðmundur átti son fyrir hjóna- band. 4) Sigurður Hrafh Þorkelsson, f. 1967, nemandi í Myndlista- og handíðaskóla íslands, og á hann tvo syni og eina dóttur. Böm Gísla Engil- bertssonar af fyrra hjónabandi: 1) Eyjólftr, f. 1963, rafmagnsverkfraeð- ingur starfar í Faereyjum, kvcentur og á tvö böm. 2) Hannes, f. 1965, eðlis- frœðingur, prófessor við Verkfrœðihá- skólann í Lyngby, Danmörku, kvœnt- ur og á einn son. 3) Áslaug, f. 1974, stúdent, býr í Fcereyjum. Eftir lát Guðmundar fluttist Ing- veldur árið 1960 að Holtsgötu 13 í Reykjavík og hélt þar heimili með frcenda sínum Sigurði Bjamasyni bif- reiðastjóra, f. 1905, d. 1971, en þau voni brceðraböm. Ingveldur starfaði mikið að félags- störfum og var m.a. lengi í stjóm Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafhar- firði. Eftir að Ingveldur fluttist til Reykjavíkur settist hún á skólabekk. Tvo vetur var hún í Myndlista- og handíðaskóla íslands í bókbandi hjá Helga Tryggvasyni, einnig var hún þar í textíl um tíma. í Myndlistaskóla Reykjavíkur var hún í nokkur ár, hjá Sigríði Bjömsdóttur. Myndir Ingveld- ar hafa víða farið og hún tekið þátt í samsýningum m.a. á Kjarvalsstöð- um. Einkasýning 1988 í Amsterdam og 1995, er sýningin 5 cettliðir var sett upp þar. Þessir 5 cettliðir voru Ingveldur (vatnslitir), Gísli faðir hennar (olíumálun og litskyggnur af verkum hans, er Listasafh alþýðu gaf út er það var opnað 1980 með sýn- ingu á verkum Gísla), dóttir hennar Margrét (grafík), dótturdóttir Rúna (bókverk og akrílverk), og langömmu- bamið Reynir, sonur Rúnu (tölvugraf- ík, en hann starfar í OZ). Ingveldur var mikil hagleikskona og allt lék í höndum hennar, ásamt myndlistinni: bókband, handavinna hverskonar, glitsaumur, flos- og krosssaumur. Garðurinn á Tjamar- braut 15 bar henni fagurt vitni, þar sem hún lét hraunklettana í lóðinni njóta sín og lagaði gróðurinn að landslaginu. Þá hafa komið út eftir hana þrjár bcekur: Lcekningin útg. 1951, Myndir og minningabrot, útg. 1973, endurítg. 1985 og Refskákir og réttvísi, útg. 1976, auk þess sem hún var að leggja síðustu hönd á handrit fjórðu bókar sinnar: „í fiötmm fá- tcektar". Er hún hóf ritstörfm, lét hún sig ekki muna um að taka tceknina í sína þágu. Keypti sér ritvél og lcerði fingrasetninguna sjálf eftir kennslu- bókinni, og litlu munaði að hún fengi sér tölvu við vinnslu síðasta handrits- ins. Ingveldur flutti aftur á Tjamar- brautina árið 1992, en nú á nr. 29 við hlið Margrétar dóttur sinnar. Þar bjó hún meðan heilsan leyfði. Ingveldur Gísladóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, hefur veriö til moldar borin. Hún er nú horfin yfir móöuna miklu, en vinir og vandamenn kveöja meö viröingu og þökk. Minningarnar flögra um lendur hugans og þaö er margs aö minn- ast. Þaö er líka margt aö þakka. Ing- veldur Gísladóttir var kona þeirra gerðar. Viö munum hana Ingveldi, vinir hennar og samherjar í Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði. Hún var skaprík, heit og einlæg meö sterka og krefjandi réttlætiskennd. Hún var hrein og bein, glaðlynd og gamansöm, þegar hún vildi þaö við hafa, vinur vina sinna og góöur félagi. Hún var falleg kona og frjálsleg og þaö sópaði að henni, hvar sem hún fór. Ingveldur Gísladóttir þekkti ör- birgðina frá barnæsku, harða lífs- baráttu sem hún deildi með Guö- rúnu móður sinni. Þær mæðgurnar hertust viö hverja raun, misstu aldrei sjónar á réttlætinu eða sjálfs- virðingunni, héldu ávallt fast á sínu máli hversu mjög sem á móti blés. Ranglátu, réttlitlu samfélagi mættu þær meö reisn og óbilandi hugrekki. Og í haröri og óvæginni - lífsbaráttu bernskuáranna hertust og slípuðust góöir eðliskostir Ing- veldar. Það var því allt að því sjálfgefið, að kona með slíka skaphöfn, rétt- lætiskennd, samfélagsáhuga, skyn- semi og baráttuvilja gerði jafnaðar- stefnuna og viðhorf hennar að samferðamanni sínum. Sú varö líka raunin á. Hún var jafnaðar- maður af lífi og sál, baráttumaöur mannréttinda og mannúðar, hik- laus í orði og athöfn, jafnt á mál- þingi sem á ritvelli. Ingveldur lét fljótt til sín taka í starfi fyrir Alþýðuflokkinn. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og ávallt öruggur merkisberi jafnaðar- stefnunnar í fararbroddi kvenfé- lagskvenna. Hún gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir félagið og var ritari þess í fjölda ára. Fund- argeröirnar hennar bera henni gott vitni, bæði skrift og efni. Hún var ein þeirra fáu félagskvenna í upp- hafi kvenfélagsins, sem höfðu áræði og afl til að tala á fundum og gera skilmerkilega grein fyrir hug- myndum sínum og hugsunum. Það var ekki ónýtt fyrir félagið og flokkinn að eiga hana að. Þau eru ófá verkin, sem hún vann Alþýðu- flokknum og jafnaðarstefnunni, en þau verða ekki tíunduð hér. En þau skilja eftir virðingu og þökk. Ingveldur giftist 16. desember 1933 Guömundi Gissurarsyni, bæj- arfulltrúa og síöast forstjóra á Sól- vangi. Guðmundur var einn af bestu forustumönnum jafnaðar- manna í Hafnarfirði, mikill og góð- ur félagsmálamaður, vakinn og sofinn að störfum fyrir Alþýðu- flokkinn og jafnaðarstefnuna. Það var honum ekki lítill styrkur að hafa konu sem Ingveldi við hlið sér, einbeitta og áhugasama um menn og málefni. Heimili þeirra bar augljós merki listhneigðar, feg- urðarsmekks og hagleiks hugar og handar. Þar var gott að koma og gott að vera. Hjónin bæði og dæt- urnar tvær skópu umhverfi glaö- værðar, hlýju og umræðu um sam- félagið, hvernig best mætti laga það og bæta. Sólvangur naut líka umhyggju og velvildar Ingveldar. Þar átti hún margt sporið og óteljandi verkin. Hugurinn var heill og höndin hög og þessa naut Sólvangur á frumbýl- ingsárum sínum. Já, Hafnfirðingar eiga margt að þakka Ingveldi Gísladóttur og hennar fólki. Ennþá sjást eftir þau sporin og í þeim hefur margt blóm- ið vaxið.Við vinir Ingveldar kveðj- um hana með trega en í þökk, sátt við að hún skuli nú farin til nýrra heimkynna ljóss og lita. Ég er viss um að þar unir hún sér vel, því að þar á hún heima. Dætrum hennar, tengdasonum, barnabörnum og barnabarnabörn- um sendi ég hlýjar samúðarkveðj- ur og bið góðan guð að blessa þau öll. Minningin um Ingveldi Gísla- dóttur lifir og lýsir fram á veginn og gefur okkur von og trú á betra líf, meira réttlæti, mannúð og mannkærleika í oft hörðum og miskunnarlausum heimi. Blessuð sé minning hennar. Hörður Zóphaníasson NÝJAR BÆKUR Hljóð nóta — ný bók eftir Steinar Vil- hjálm „Sumum hlutum gerir maður sér aldrei grein fyrir. Sumum hlutum áttar maður sig aldrei á. Ég á mér draum um að verða að engu. Draum um að verða ekki neitt, hverfa inn í ekkert. Ég er aðeins til að takmörkuðu leyti. Eitt man ég og annað man ég ekki. Allt samhengi dreg ég stórlega í efa. Ég finn sjálfan mig stœkka. Ég finn sjálfan mig hverfa þangað sem allt er kyrrt." Hljóð nóta heitir nýútkomin bók eftir Steinar Vilhjálm og er sýnishorniö hér að ofan sótt í hana. Fyrri bækur Steinars Vil- I-------------------- STFINAR Vll ÍTjíÁl -MUU hjálms heita Lýsingarháttur nú- tíðar (1988), Skrítin blóm Ijótar myndir og önnur ljóð (1990) og Bítlar (1994). Hljóð nóta kemur út hjá Skák/Skákprenti. Orð Krists í einni bók Bókaútgáfan Iðunn hefur gef- ið út bókina Orð Krists, sem Njörður P. Njarðvík hefur tekið saman, og er þar safnað saman öllum ummælum sem höfð eru eftir Kristi í guðspjöllunum. Þetta er handhæg og fróðleg bók og efni hennar snertir alla sem áhuga hafa á að kynna sér ummæli Jesú Krists og inntak boðskapar hans. Oft vitna menn í orð Krists í ræðu og riti. „Jesús sagði ..." En hvað sagði hann og hvar í Biblí- unni er þau orð hans að finna? Til aö auðvelda fólki að kynna sér ummæli hans um ólíkar hliöar mannlífsins eða leita að tilteknum orðum eru ummælin flokkuð eftir innihaldi og skip- að undir fjölmörg lykilorð sem raðað er í stafrófsröð. Hvað sagði Jesús Kristur um börn og kærleik, svik og fyrirgefningu? I bókinni Orð Krists má á einum stað finna allt sem haft er eftir Kristi um tiltekið efni. Orð Krists er aðgengileg bók sem gefur lesendum kost á aö nálgast orð Krists með nýjum hætti. Bókin er ekki aðeins fyrir þá sem trúa, heldur alla þá sem vilja kynnast þeim ummælum Krists sem nært hafa trú okkar og menningu öldum saman. Bókin Orð Krists er 259 blað- síður, prentuö í Prentbæ hf. Verð hennar er 3.980 krónur. Skátar til bjargar Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur gefið út bókina Dularfulli ferjumaðurinn eftir Kristján Jónsson. Lék Jóakim sundkennari tveimur skjöldum? Hver var Kjartan? Og hver vann skemmdarverk á „ról- unni", svo að Ari litli var nærri drukknaður? Ráða þeir Tóti svarti, lögreglu- þjónn, og samstarfsmaður hans, Gummi svakalegi, vib að leysa úr þessu eða koma Jói, Kiddý Munda og skátarnir enn til bjargar? Ný bók eftir þennan vinsæla barnabókahöfund með teikn- ingum eftir Bjarna Jónsson. Verb kr. 1.380. Kim snýr aftur Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina Kim og félagar eftir Jens K. Holm. Þýbandi er Knút- ur Kristinsson. Kim og félagar er fyrsta bókin í bókaflokknum um Kim og fé- laga hans, sem nú er verið að gefa út á ný. Kim er hörkudug- legur strákur og lendir í mörg- um æsandi ævintýrum ásamt félögum sínum, þeim Brilla, Ei- ríki og Kötu. Bækurnar um Kim og félaga nutu geysilegra vinsaelda þegar þær komu fyrst út á íslandi og er ekki að efa að svo verður áfram. Verð kr. 1.280. Aösendar greinar scm birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- _ aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. ttm 1f Bró&ir okkar Erlendur Sigurþórsson frá Kollabæ í Fljótshlíb sem andabist 9. janúar, veröur jarösettur frá Breiðabólsta&arkirkju laugar- daginn 20. janúar kl. 14. Stefanía jórunn Sigurþórsdóttir Tómas Sigurþórsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.