Tíminn - 19.01.1996, Page 11

Tíminn - 19.01.1996, Page 11
Föstudagur 19. janúar 1996 11 Baldur T. Jónsson Fæddur 14. júní 1932 Dáinn 6. janúar 1996 Baldur T. Jónsson forstjóri, Ás- búö 30 í Garðabæ, lést þann 6. janúar sl. Útför hans var gerö frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 16. þ.m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Mig langar til að minnast þessa látna vinar míns meö örfá- um orðum. Ég kynntist Baldri fyrst sem nemanda í Gagnfræðskóla ísa- fjarðar. Það vakti fljótt athygli mína hvað hann var miklu þroskaðri en aðrir jafnaldrar hans, bæöi andlega og líkam- lega. Aö námi loknu í Gagnfræða- skólanum hélt Baldur til Reykja- víkur og settist þar í Samvinnu- skólann hjá Jónasi frá Hriflu, þar sem hann varö fyrir miklum áhrifum af eldmóbi skólastjór- ans. Árið 1954 voru bæjarstjórnar- kosningar, þar sem Framsóknar- flokkurinn á ísafirði bauð í fyrsta sinn fram lista. Þab kom í minn hlut að leiða þennan lista, t MINNING sem fékk einn mann kjörinn. Kratarnir og íhaldiö skiptu jafnt með sér átta' sætum. Eftir nokk- urt þóf varð niðurstaðan sú að við framsóknarmenn mynduð- um meirihluta með krötum, sem fengu í sinn hlut bæjarstjór- ann. í kosningabaráttunni höfðum við framsóknarmenn deilt mjög á lélegan rekstur íshúsfélags ís- firðinga, sem var í eigu bæjarins. Kratar sögðu því, með þó nokkr- um rétti, að nú skyldum við taka að okkur forustu fyrir þessum rekstri og sýna hvernig hann mætti bæta. Við höfðum engan mann á staönum, sem gat tekið að sér forstjórastarf hjá íshúsfélaginu og var mér því falið, af fulltrúa- ráöi flokksins, að leita eftir manni í starfiö. Mér kom strax Baldur Jónsson í hug. Hann hafði þá unnið hjá Helga Ben. í Vestmannaeyjum um stuttan tíma, en var um þessar mundir starfandi hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Kefla- vík. Ég hringdi til Baldurs næsta dag og spurði hann hvort hann hefði aðstöðu til aö taka þetta að sér. Hann svaraði því til að það mætti skoða málið og að ég mundi heyra frá sér í eftirmið- daginn. Um kl. fjögur þennan sama dag kom símastúlkan inn til mín og sagði að þab væri ungur mabur frammi í afgreiðslu skatt- stofunnar, sem bæði um að fá aö tala við mig. Hér var þá kominn Baldur Jónsson, sem ég hafði tal- ab vib í síma þá um morguninn suður í Keflavík. Hér var ekki ástæba til að velta hlutunum nánar fyrir sér. Svona snögg við- brögð hlutu að leiða til skjótrar afgreiðslu málsins. Baldur snéri því fljótt aftur meb ráðningar- samninginn upp á vasann, ef svo mætti að orði komast. Einn af eldri og varfærnari fé- lögum okkar tók mig út í horn og spurði hvort ég væri ekki hér að taka of mikla áhættu með því að taka svo ungan og óreyndan mann, varla myndugan, í svo mikilvægt og vandasamt starf. Ég svaraði eitthvað á þá leið hvort lífið væri ekki allt eitt lott- erí? Eftir að Baldur tók til starfa heyrðust ekki framar slíkar efa- semdaraddir. Baldri tókst fljótt að rífa starf íshúsfélagsins upp úr öldudaln- um og skilaði því í hóp bestu fyrirtækja bæjarins eftir um sex ára starf. En þá tók hann viö starfi forstjóra Norðurtangans hf., eins sterkasta fiskvinnslufyr- irtækis á Vestfjörðum. Þab get ég fullyrt af þeirri þekkingu, sem ég fékk af atvinnulífi á ísafirði á þessum árum, ab það dugbi eng- in meðalmennska til ab vinna það traust, sem Baldur hlaut hjá eigendum Noröurtangans hf. með ráðningu í þetta starf. Baldur Jónsson var ætíö einn af mínum traustustu og bestu vinum. Viö hittumst oft til að spjalla saman og ræddum þess á milli í síma. Baldur var einn af þessum sí- virku mönnum, sem lét sér ekk- ert, sem máli skipti, óviðkom- andi. Afkoma atvinnuveganna og þá sérstaklega sjávarútvegsins voru þó þau mál, sem hann bar alltaf mest fyrir brjósti. Þekking hans á því sviöi var ótvíræb. En þrátt fyrir þennan mikla al- menna áhuga þá gleymdist ekki fjölskyldan. Baldur Jónsson var ákaflega mikill fjölskyldumaður. Hann bar sterkar tilfinningar til foreldra sinna og systkina, svo og sinnar yndislegu konu, barna og barnabarna. Með Baldri Jónssyni er geng- inn mikilhæfur mannvinur og hæfileikamaður. Ég votta konu hans, afkom- endum og vinafjöld mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Guttormur Sigurbjömsson Leitaö ljóöa og lausamáls Orðsending til þeirra sem eiga í fórum sínum ljób eba lausavísur eftir Leif Haraldsson frá Háeyri: Leifur Haraldsson var fæddur í Reykjavík 6. júní 1912, en ólst upp á Eyrarbakka. Hann andaðist í Reykjavík 2. ágúst 1971, aðeins 59 ára ab aldri. Leifur var lands- kunnur hagyrbingur og auk þess lét hann eftir sig nokkurt safn af ágætum Ijóðum. Það var háttur Leifs að kasta fram vísum við ýmis tækifæri, í hópi vina og kunningja á góöri stund án þess að festa þær á blaö. Ýmsir vinir hans urðu svo til þess að skrifa vísurnar niður. Þannig bárust þær oft víða vegu á skömmum tíma. Leifur var hins- vegar hlédrægur, miklabist aldrei af einstæðri hagmælsku sinni né hélt vísum sínum á lofti. Ein af kunnustu vísum hans er þessi, sem kennd er vib Ingólfskaffi: Ótal fávitar yrkja kvœði áp þess að geta það. Á Ingólfskaffi ég er í fceði án þess að éta það. Einum vinnufélaga sínum lýsti hann eitt sinn þannig: LESENDUR Sína iðju hann sækir fast, sýður á keiputn níð og brigsl. Veður á súðutn lýgi og last, lymskan og fólskan ganga á víxl. Þær eru ekki margar skamma- vísurnar á íslenskri tungu sem taka þessari fram. Nú er í undirbúningi að gefa út bók á þessu ári um Leif Har- aldsson og birta þar úrval af Upptaka fiskverndarstefnu í EB Stefna í verndun fiskstofna þarf að taka tillit til alls haf- svæöis þeirra til að tilætlaðan árangur beri. Sagt verbur þannig, að EB hafi ekki haft skilyrði til framfylgdar vernd- arstefnu, fyrr en fiskveiðilög- saga var færð út í 200 mílur 1977 (nema í Miðjarðarhafi og Eystrasalti). í skýrslu frá fram- kvæmdastjórn EB 1967 haföi þó verið fjallað um fiskvernd. Og að henni laut reglugerð 2141/70,'sem framkvæmda- stjórnin gaf út þremur árum síðar. Þá varð nokkur áherslu- breyting í þessum efnum eftir inngöngu Bretlands, Dan- merkur og írlands. í fyrst- nefnda landinu hafði fisk- vernd verið mjög á döfinni frá því á fjórða áratugnum og hafbi það sett stærð möskva lágmark 1937. I skýrslu frá framkvæmda- stjórn EB 1976 var fiskvernd- arstefna sett fram í sjö liðum: 1. Verndun fiskimiða „til viðhalds og viðkomu fisk- stofna". 2. Takmörkun veiða, reglur um veiðar, en sérstakt tillit tekið til veiða á grunnsævi (inshore fishing). 3. Mörkun „leyfilegs heild- arafla" (TAC) og ícvóta. 4. Sériegar rábstafanir vegna byggðarlaga, sem afkomu eiga undir fiskveiðum (en aðeins írland og norðanvert Bretland EFNAHAGSLIFIP tilgreind). 5. Reglur um úthlutun kvóta til aðildarlanda með tilliti til afla tiltekins árabils. 6. Tilhögun eftirlits og fram- fylgdar reglna. 7. Uppsetning vísindalegrar og tæknilegrar fiskveiðinefnd- ar. Þörf þótti á, að úthlutun kvóta til aðildarlanda yrði til allmargra ára í senn. Fyrir hendi var ekki vísindalegt mat á mörgum fiskstofnum. Um aðra viðmiðun en afla undan- farandi árabils var þannig ekki að ræba. Lagði framkvæmda- stjórnin til, að aðildarlönd hlytu tiltekinn hundraðshluta leyfilegs hámarksafla af hverri fisktegund. Er sá háttur kenndur við hlutfallslegan stöðugleika (relative stability). Jafnframt skyldi tillit tekið til þarfa byggðarlaga (vital ne- eds). Ráðgjafarnefnd um fiskveið- ar mælti meb kvótum, sem drægju 10-20% úr dánartíðni í fiskstofnum, til að þeir næðu að vaxa. Á það var ekki fallist, meðal annars sakir þess, að framkvæmdastjórnin lagði til aö rýmilegt tillit yrði tekið til þarfa byggðarlaga. Að kvóta hlaut írland þannig tvöfaldan afla sinn 1975, að nokkru vegna fyrirhugaðrar tvöföld- unar veiðiflotans. Og tillit var tekið til missis Bretlands og Þýskalands vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Við útreikning kvóta var fisktegundum skipt í fjóra flokka, en miöaö vib árabilib 1973-78. Um þessi efni var samkomu- lag gert milli aðildarlanda 25. janúar 1983 með samþykkt 12 reglugerða. ljóöum hans og lausavísum. Af því tilefni vil ég beina þeim til- mælum til allra þeirra, sem eiga í fórum sínum lausavísur eða . ljóð eftir Leif, að hafa samband við mig eða senda mér afrit af skáldskap hans. Þeir, sem að út- gáfunni standa, leggja mikla áherslu á að komast yfir sem mest af yrkingum hans og taka síðan til birtingar gott úrval af því sem safnaö er saman. Þá væri vel þegið ab fá ýmsar frá- sagnir af Leifi, því hann var allra manna orðheppnastur og ýmis tilsvör hans urðu fleyg á sínum tíma. Enn eru margir ofar moldu sem þekktu Leif og unnu með honum. Þeim mun hann seint gleymast. Ég tel líklegt að þeir hinir sömu eigi einhverjar end- urminningar um hann, sem vert væri ab varðveita. Hver vísa og hvert atvik þarf að koma til skoðunar, þegar efni er safnað í fyrirhugaða bók um Leif. Ég vil því vinsamlegast ítreka þá beiðni mína til allra þeirra, sem hér gætu orbið að liði, að hafa samband við mig sem allra fyrst og eigi síðar en um miðjan febrúar n.k. Daníel Ágústínusson, Háholti 7, 300 Akranesi. Sími: 431-1188. Dæmi úr Langadal um bognar þaksperrur Herborg Jónsdóttir hafði sam- band við Tímann vegna vibtals vib Sigurb Sveinsson sl. laugar- dag og vildi taka fram ab hún þekkti til sama byggingarlags og Sigurbur ræddi um í grein sinni, þ.e.a.s bognar þaksperr- ur. Herborg er fædd 1913 og er uppalin í baðstofu sem hún segir ab samkvæmt sínu minni hafi verið byggð á nákvæmlega sömu grind og sést á líkani, sem mynd- ir birtust af í Tímanum, af Hvols- stöðum í Dölum, bernskuheimili Sigurðar. Herborg ólst upp í Langadal í A.-Húnavatnssýslu. Hún sagðist ekki vita fleiri dæmi þess aö þaksperrur hafi ver- ið bognar, en Sigurður Sveinsson leiddi getum að því að byggingar- máti Dalabænda hefði verið ein- stæbur á landsvísu. „Ég tel að smiður á Blönduósi, Friðfinnur nokkur, hafi byggt þennan bæ skömmu fyrir alda- mótin síðustu, en aðrir bæir frá þessu tímabili eru ekki eins byggöir," sagði Herborg. - BÞ B-listinn biðji Dags- brúnarmenn afsökunar í hita kosningabaráttunnar í Dagsbrún hafa svokallaðir B- listamenn talað mikið um ab erf- itt sé að ná sambandi við starfs- menn og forystumenn Dags- brúnar, sagt þá vera í fílabeins- turni og kallað þá og þau sem skipa lista stjórnar og trúnaðar- rábs hinum verstu nöfnum. Þetta, og að kalla félaga sína í Dagsbrún saubheimska hunda, sýnir þó ekki annað en málefna- fátækt mótframboðsmanna á B- lista og orðbragbiö eykur sannar- lega ekki traust á þeim. Þá er það nú ekki til ab bæta það, þegar LESENDUR þeir svp þræta í ræðu og riti fyrir að fara offari í orðavali sínu um andstæðinga sína. Þeim væri víst skammar nær að biðja alla Dags- brúnarmenn afsökunar fyrir kjaftinn á sjálfum s,ér. Ég held líka aö formannsefni B- listans ætti að leita að upptök- um rógburðar, sem hann segir vera í gangi um sig og sitt fram- bob, í eigin röbum og ég fullvissa hann um að ef hann gerir það, mun hann finna maðkinn í eigin mysu, feitan og pattaralegan og glottandi út í bæði. Það er alrangt aö halda því fram að ekki sé hægt að hafa nein áhrif í Dagsbrún, raunar hreint bull. Ég hef átt mikil og gób samskipti vib stjórnina og skrifstofuna og alltaf fengiö þá abstoð sem ég bað um, bæði sem trúnaðarmaður og almennur fé- lagsmaður. Guðlaugur Ásgeir Kristþórsson, starfsmaður Pósts og sima, Jörfa, ReykjavQt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.