Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. janúar 1996 3 Samningalota framundan f Moskvu og London um þorsk, síld og úthafskarfa: Reynt til þrautar að ná ásættanlegri lausn Eftir helgina hefjast viöræöur embættismanna íslands, Rúss- lands, Færeyja og Norömanna í Moskvu um veiöar í Síldar- smugunni, auk þess sem reynt veröur aö ná lausn í deilu ís- lands, Noregs og Rússlands um þorskveiöar í Barentshaf- inu. Um aðra helgi verður svo fundað um úthafskarfaveiði- stofninn og norsk- íslenska síld- arstofninn á fundi Norðaustur- atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar, NEAFC, í London. Fulltrúar hagsmunaaðila, þeir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ verða íslensku sendinefnd- inni til halds og traust í Moskvu en Helgi Laxdal formaður Vél- stjórafélagsins kemur í stað Guðjóns A. á fundinn í London þar sem hagsmunaðilar taka beinan þátt í viðræðunum, öndvert við fundinn í Moskvu. í Moskvu verður reynt eftir föngum að fá Rússa til liðs við íslendinga og Færeyinga í síld- armálinu ef afstaða Norðmanna verður óbreytt. Sömuleiðis verð- ur leitað leiða til að ná ásættan- legri lausn deilu íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar í Barentshafinu og m.a. munu ís- lenskir hagsmunaaðilar vera til- búnir að semja um töluvert minni afla í Barentshafi en þau 35 þúsund tonn sem íslending- ar hafa veitt þar ár hvert sl. tvö ár. Það mun helgast m.a. af ótta manna viö afleiðingar þess fyrir flotann ef veiðar verða bannað- ar á svæöinu í flottroll. Af þeim sökum virðast menn vera tiil- búnir að semja um minni afla gegn því að geta veitt hann á stærra svæbi í Barentshafinu en sem nemur Smugunni. Formabur LÍÚ segist ekki geta séð á hvaða forsendum kvóta- krafa ESB á hendur Norðmönn- um í Barentsahafi eigi að geta staðið í vegi fyrir samningum við ísland. En eins og kunnugt er þá hefur ESB sett fram þá kröfu við norsk stjórnvöld að ef samið verður við íslendinga, muni sambandið krefjast þess hins sama til viðbótar við þann kvóta sem það hefur fyrir í Bar- entshafi. „Ég held að ástandið í Noregi sé þannig að þessi blessaður sjávarútvegsrábherra þeirra hafi ekki kjark til ab ganga frá neinu," segir Kristján. Náist ekkert samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum er viðbúið að Færey- ingar og íslendingar muni skammta sér einhliða kvóta úr stofninum og munu sjávarút- vegsráðherrar landanna hafa sammælst um það á fundi sín- um í Færeyjum fyrir skömmu. Gangi það eftir er talið að ís- lendingar muni fá í sinn hlut hátt í 300 þúsund tonn af þeim milljón tonna kvóta sem Norð- menn hafa einhliða gefið út. í viðræðunum í London um út- hafskarfann munu íslendingar gera kröfu um að fá allt ab 60 þúsund tonn í sinn hlut úr 150 þús. tonna heildarkvóta. Þeir munu einnig gera kröfu um ab fá stjórnunarrétt á svæðinu ásamt Grænlendingum í sam- ræmi við rétt strandríkja sam- kvæmt úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna. Talið er mjög þýðingarmikið að ná sam- komulagi um skiptingu veiða úr úthafskarfastofninum ábur en vertíðin hefst n.k. vor í ljósi frétta um að stór alþjóðlegur floti stefni þangað til veiða með vorinu. -grh Eimskip fjárfestir: Nýr hafn- arkrani Eimskip hefur gengib frá samn- ingum um kaup á nýjum hafnar- krana upp á 200 milljónir króna en hann var keyptur fyrir Flutn- ingamiöstöö félagsins í Sunda- höfn. Fjárfestingin er í tengslum viö breytingar á siglingakerfi fé- lagsins sem veröa í maí á þessu ári. Kraninn er fœranlegur hafnar- krani afgeröinni Gottwald HMK 260 E og má nota viö Klepps- bakka og Sundabakka. Kraninn er mjög afkastamikill og getur þjónaö skipum allt aö níu gáma- raöir á breiddina og híft allt aö 80 tonn. Gert er ráö fyrir aö kraninn veröi tekinn í notkun í maí. Árni Sigfússon telur R-listann á rangri leiö í fjárhagsáœtlun þessa árs: Hægt að minnka álögur og grynnka á skuldum Arni Sigfússon, oddviti sjálf- stæöismanna í borgarstjórn, segist sjá svigrúm til aö fella niöur holræsagjaldiö og byrja aö borga niöur skuldir Reykja- víkurborgar á þessu ári. Hann segir svartsýni borgaryfir- valda hafa neikvæö áhrif á at- vinnulífiö. Árni Sigfússon segist ekki sjá þann mikla árangur í fjármála- stjórn borgarinnar sem borgar- stjóri telur fjárhagsáætlun þessa árs sýna. Hann segir það stefnu sjálf- stæðismanna að draga beri úr rekstri og framkvæmdum borg- arinnar nú þegar betur ári í efnahagslífinu en á undanförn- um ámm. Þetta hafi sjálfstæðis- menn bent á í fyrra og geri það aftur nú. Með því að draga sam- an í rekstri, segir Árni, væri unnt að fella niður holræsa- gjaldið, strax á þessu ári, og byrja ab borga niður skuldir borgarinnar. „I fyrra gerði R-listinn áætlun um að skuldir myndu aukast um 183 milljónir. Staðreyndin er sú að skuldaaukning á árinu varð nálægt milljarði. Nú er því lýst yfir aö skuldir eigi að aukast um 500 milljónir. Ég tel það ekki dæmi um góða fjármála- stjórn." Árni segir það einkennandi fyrir fjárhagsáætlun þessa árs að ekki séu gerðar neinar grund- Leiörétting Bæjarnafnið Kolsstaðir í Dölum misritaðist í Tímanum og varb Hvolsstaðir. Beðist er velvirb- ingar á þessu. ■ vallarbreytingar í rekstri sem miði að sparnaði. Þá segir hann atvinnuleysi aldrei hafa verið meira í borginni. Fækkun lóða- úthlutuna á síðasta ári sýni jafn- framt að sú bjartsýni ríki ekki hjá borgarbúum og fyrirtækjum að þeir treysti sér til að hefja framkvæmdir. „Atvinnuleysi í Reykjavík og sú deyfð sem hér er, er að stór- um hluta sálræns eðlis. Ég tel að ef það ríkti meiri bjartsýni í röð- um forystumanna borgarinnar værum við að horfa á meiri uppbyggingu hér í íbúöar- og atvinnuhúsnæði og í fyrirtækja- rekstri. Leið R-listans er að auka álög- ur. Við höfum fengið holræsa- gjald, sem þýðir 10-30 þúsund króna auknar álögur á hvert heimili, og heilbrigðiseftirlits- gjald sem sýnir viðhorf listans til fyrirtækja. Framlög fyrirtækja í borgarsjóð aukast um 600 milljónir króna og á sama tíma eru atvinnuátaksverkefni skorin niður. Framlög til þeirra vom 600 milljónir 1994, þannig að með því að strika þau út verður hlutfall rekstrargjalda af skatt- tekjum auðvitað hagstæðara. Það er rétt að borgarbúar hafi það í huga hvernig þessi tekju- aukning er til komin." Þrátt fyrir aö Árni hvetji til samdráttar í framkvæmdum og rekstri segist hann ekki leggja minni áherslu á uppbyggingu í skóla- og leikskólamálum en fyrir kosningar. „Við höfum bent á aðrar leið- ir. Við teljum ab það eigi að út- rýma biðlistum á leikskóla fyrir börn 2-5 ára. Við teljum að það eigi líka ab fara aörar leiðir t.d. að leggja aukna áherslu á heim- greiðslur sem R- listinn afnam alveg. Ég tel þab ekki rétta stefnu að börn eigi að fara inn á stofnanir frá hálfs árs aldri. Ég tel það ekki uppeldislega rétta stefnu og hún er þar að auki mjög dýr fyrir borgina." -GBK Fjárhagsáœtlun Garbabœjar: Uppgjöf aö mati minnihlutans Síðari umræba fór fram í fyrradag um fjárhagsáætlun Garbabæjar. Tekjur eru áætlabar 855,6 m.kr. og er abaltekjustofn bæjarsjóbs útsvör, 731,5 m.kr., sem nema 85% af sameiginlegum tekjum. 131,8 m.kr. er varið til fræbslu- mála en næst koma framlög til fé- lagsþjónustu, 117,1 m.kr. og 78,6 m.kr. fara til æskulýðs- og íþrótta- mála. Gert er ráb fyrir að rekstaraf- gangur nemi 221,2 m.kr., eba 25,9% af sameiginlegum tekjum. Á árinu er ætlab að verja 220 m.kr. til framkvæmda og fer stærsti hlutinn í skólamál. Mibað er vib ab greiba nibur skuldir bæjarsjóbs um 182,0 m.kr. en nýjar lántökur eru áætlaðar 156,9 m.kr. Álagning út- svars verbur 8,4% í Garðabæ sem er lágmarksálagning samkvæmt lög- um um tekjustofna sveitarfélaga. Samkvæmt bókun frá Gizuri Gottskálkssyni, Einari Sveinbjörns- syni og Hilmari Ingólfssyni í minni- hluta bæjarstjórnarinnar felur nýja fjárhagsáætlunin í sér uppgjöf. „í þeirri fjárhagsáætlun sem nú hefur verið samþykkt felst uppgjöf. Hún ber ekki með sér þá framtíðar- stefnumörkun sem nauðsynleg er, enda kemur í ljós að þriggja ára áætlun sú er gerb var á síbasta ári er marklítib plagg," segir í bókuninni. Máli sínu til stubnings segir minnihlutinn ab meirihlutinn hafi gefist upp á því markmibi sínu ab greiba nibur skuldir bæjarins sem dragi mjög úr framkvæmdagetu bæjarfélagsins. Jafnframt sé gefist upp vib framkvæmd einsetningar yngra stigs grunnskólans og tíma- bær uppstokkun og endurmat á rekstri bæjarins hafi legib í láginni. Þá sé brýnt ab sporna vib skatta- undandrætti sem sé mikib vanda- mál. Ekki nábist í neinn fulltrúa meirihluta Sjálfstæbisflokks í gær. -BÞ La Primavera flyt- ur í Austurstrætið Veitingastaburinn La Primavera sem verib hefur til húsa í Húsi verslunarinnar í Kringlunni 7 verbur fluttur í Austurstræti 9, fyrir ofan Egil Jacobsen, um mibj- an mars. Ab sögn Ómars Strange, .eiganda stabarins, er þarna um 200 fm. húsnæbi þar sem komast 60 manns í sæti. „Þetta er minnkun í fermetrum en stækkun í abalsaln- um hjá mér," sagbi Ómar. Hús- næðib verður afhent um mibjan febrúar og er gert ráb fyrir mánubi í endurbætur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.