Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. janúar 1996 &buhm 5 Jón Kristjánsson: Litháen íslenska þingmannanefndin á útifundi í Litháen. Við Eystrasaltið á krossgötum milli Austur- og Vestur-Evrópu liggur Litháen, eitt af Baltnesku ríkjunum sem svo eru kölluð í daglegu tali hérlendis. Við vesturlanda- mærin liggur Kaliníngrad, landsvæði sem tilheyrir Rússlandi og myndar tungu til hafs austan Póllands; að austan liggur Hvíta-Rússland og Lettland aö norðan. íbúatala Litháen er 3,7 milljónir manna og íbúatala höfuðborgarinnar Vilnius er um 600 þúsund manns. Litháen er landbúnað- arland, land skóga og vatna. Það hefur gengib á ýmsu í sögu Litháen. Landið var sem kunnugt er hluti af Sovét- ríkjunum, en er nú sjálfstætt ríki. Sá áfangi náðist ekki átakalaust og var 13. janúar 1991 einn af örlagadögunum í sögu þjóðar- innar. Þá gerðu rússneskar hersveitir árás á mannfjölda vib sjónvarpsturninn í Vilnius og féllu þar 13 manns og fjöldi fólks særb- ist. Þinghúsið var í umsátursástandi vikum saman. Þessum átökum lyktaöi síðan meb því að Rússar drógu her sinn til baka. Hér er stiklaö á stóru, en ástæðan fyrir því að ég geri þessa atburöi að umræðuefni er sú ab þann 13. janúar síðastliðinn voru libin fimm ár frá þessum atburðum. Þá ákvað litháíska þingiö ab bjóða forseta Al- þingis með sendinefnd í heimsókn til þess að ræða við þarlenda stjórnmálamenn og taka þátt í minningarathöfnum um þessa atburði og þá sem þar létu lífið. Ég var einn af þeim sem tókust á hendur þessa för. Förunautar mínir voru Jón Bald- vin Hannibalsson, Ragnar Arnalds, Guð- mundur Hallvarðsson og Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis. Ferbin var fyrir margra hluta sakir minnisstæð. Fyrst ber að nefna vibmót fólksins. Hlýhugur og vinátta Ég hef hitt einstaka þingmann frá Lithá- en í því alþjóðasamstarfi sem ég tek þátt í á vegum þingsins. Mér kom því ekki ab öllu leyti á óvart sá hlýhugur sem er í garð ís- lendinga þar í landi. Hann hafði speglast í vibmóti þeirra einstaklinga og tali þeirra. Ég verö hins vegar að viðurkenna að hinn almenni hlýhugur gestgjafa okkar í garð ís- lensku þjóðarinnar snart mig. Þetta á sér skýringar í þeim atburðum sem urbu þar í landi 13. janúar 1991 og samskipta bæði þá og síðar. Vib íslendingar urbum fyrstir til ab viöurkenna sjálfstæði þjóöarinnar, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá var ut- anríkisráðherra, heimsótti landið á þeim dimmu dögum sem fylgdu í kjölfar árásar- innar. Þótti sú för ekki alls stabar skynsam- leg og man ég eftir því á norrænum vett- vangi. Hins vegar líta ráðamenn í Litháen fortakslaust svo á ab heimsókn utanríkis- ráðherra vestræns Natoríkis og viðtöl hans við fjölmiðla með Landsbergis, sem þá var leiðtogi landsins, hafi haft mikla þýöingu og dregið athygli umheimsins að atburð- unum þar í ríkara mæli en ella. Þetta kom mjög sterkt fram í okkar heimsókn. Næturhrlnging á Vestur- götuna Þessi heimsókn Jóns var með þeim hætti að klukkan þrjú að nóttu, stuttu eftir að árásirnar áttu sér stað, hringdi Landsbergis í Jón Baldvin og fór fram á að hann kæmi til landsins. Jón fór daginn eftir til Helsinki og fékk, eftir þriggja daga stapp, árit- un frá Rússum til þess ab halda förinni áfram. Hann lýsti fyrir okkur ferðafélögunum, er við komum í þinghúsið, aðkomunni þar sem hermenn Litháa vopnaðir rifflum lágu í anddyrinu og steinblokkir og gaddavírs- girðingar umkringdu húsið. Einn þing- maðurinn tjáði mér að þrjár vikur hefði hann hafst við í þinghúsinu nótt og dag meðan á umsátrinu stób. Um 250 þúsund manns voru í nærliggjandi götum, kveiktu elda og sungu ættjarðarsöngva. Enn stend- ur hluti af þessu virki til minja. I minningu fórnarlamb- anna Minningarathafnir, sem við Islending- arnir vorum viðstaddir, voru afar áhrifa- miklar. Ekki síst var áhrifamikil athöfn í grafreit fórnarlambanna, þar sem forseti Alþingis lagði blómsveig ásamt ráðamönn- um landsins. Þúsundir manna voru við- staddar og stóbu þögular í frostinu undir háum trjánum í kirkjugarðinum á meban. Síban hóf hljómsveit að leika og söngurinn barst frá mannhafinu, ótrúlega samhæfður eins og þung undiralda. í þinghúsinu talaði móðir eins fórnarlambsins. Ég skildi ekki ræðuna, en fann að hún snart viðstadda og túlkurinn var með grátstafinn í kverkun- um. Skoðanaskipti Ferð okkar var þó ab mestum hluta farin til þess að skiptast á skoðunum viö ráða- menn í Litháen og áttum við fundi með fulltrúum stjórnarflokkanna, fulltrúum stjórnarandstöðu, forseta þingsins, utan- ríkisráðherra og forsetanum. Þar kom meb- al annars fram að Litháar líta ekki svo á að öryggismálum sínum sé borgið við núver- andi ástand og leita eftir þátttöku í samtök- um Vestur-Evrópuþjóða á borð viö Evrópu- sambandið og Nató. Þeir leita mjög eftir samskiptum við íslendinga og vilja byggja á þeim grunni samskipta sem lagður hefur verið. íslendingar hafa fjárfest í lyfjaverksmiöju í Litháen, sem við áttum kost á að skoða. Þar eru framleidd dreypilyf, en það er vatn með ákveðn- um efnasamböndum til að gefa í æð. Þetta er myndarlegur rekstur og sögðu forráðamenn fyr- irtækisins að samstarf við stjórnvöld hefði ver- ið með miklum ágætum. Það er alveg ljóst að ef íslenskir athafna- menn vilja, þá geta þeir með velþóknun stjórnvalda í viðkomandi landi fært út kví- arnar á krossgötum Austur- og Vestur-Evr- ópu, þar sem heimamarkaburinn er 3,7 milljónir manna. Jarðhiti fyrirfinnst í land- inu og kom einkar vel í ljós áhugi á að ræða við okkur um nýtingu hans í ljósi þeirrar miklu þekkingar sem hér er fyrir hendi í þeim efnum. Sígandi bati Lífskjör í Litháen eru langt frá því sem hér þekkist. Þó hafa ýmis jákvæö teikn ver- ið í þeirra efnahag. Markaðsvæðingin hefur gengib stóráfallalaust fyrir sig og nú eru um 70% fyrirtækja í einkaeign. Þjóbarfram- leiðsla hefur aukist og verðbólga minnkað úr 1000% í 40% 1994 og mun vera nálægt 30% núna. Laun hafa þokast upp á við, en eru þó afar lág á mælikvarða Vestur- Evr- ópuþjóða. Laun í lyfjaverksmiöjunni munu vera um 200 dollarar á mánuði og þykir gott þar í landi. Stjórnmálaástandið í landinu hefur smám saman orðið stöbugra. Hins vegar eru mörg vandamál uppi og stjórnmála- mennimir hafa ærið að starfa. Þar má nefna viðskiptin við Rússland, en tor- tryggni gætir í þeim þrátt fyrir að nú séu við völd flokkar sem hliðhollari voru þeim heldur en Landsbergis og hans menn, en hann er nú í stjórnarandstöðu. Umhverfis- mál eru mikiö vandamál, eins og í öbrum ríkjum Austur- Evrópu, og skipulögð glæpastarfsemi hefur eflst í kjölfarib á um- rótinu líkt og annars staöar hefur gerst. Þrátt fyrir þetta allt saman gætir vissrar bjartsýni um betri tíð í landinu. Með vælandi sírenur Opinberar heimsóknir eru ekki til þess fallnar að kynnast almenningi í þeim lönd- um sem heimsótt eru. í þá þrjá daga, sem við félagarnir stöldruðum við, var farið á milli húsa í bílalest með vælandi sírenum lögreglunnar og fólki var skipað í hátalara að vera ekki fyrir. Þessi aðferð við að koma gestum á milli staða er vel þekkt í Austur- Evrópu og víðar og virðist hafa haldið velli í landinu. Ég kallaði bílinn í miðri lestinni ruðningsbíl, en hlutverk hans var aö stöbva umferö meb því að keyra nær fyrir bíla, hvort sem þeir komu á móti eða nálg- uðust gatnamót. Mér líöur ekkert vel í slík- um bílalestum og vorkenndi fólkinu, sem var ab reyna að klifra upp snjóruðningana til þess að komast í hæfilega fjarlægð. Eigi ab síður gafst tækifæri til þess að fara á tveimur jafnfljótum í nokkrar kirkjur áð- ur en lagt var af stab heimleiðis. Litháar eru trúuð þjób og fullt frelsi til þess ab iðka sín trúarbrögð er eitt af táknum sjálfstæðisins. Kirkjurnar voru fullar af fólki, enda sunnu- dagsmorgunn, en fyrir utan stóðu bein- ingamennirnir sem minntu óþyrmilega á fátæktina sem er fylgikona margra í þessu landi. Tækifæri til aðstoðar Það er mín skoðun að við íslendingar eigum einstakt tækifæri til vinsamlegra samskipta vib þessa þjóð og getum lagt nokkuð af mörkum til þess að hjálpa til við þá endurreisn sem þar er nauðsynleg. Við höfum trúnað stjórnvalda og mér.er skylt aö geta þess að Jón Baldvin Hannibalsson er þarna í miklum metum, vegna forustu sinnar í samskiptum við þarlenda stjórn- málamenn hina dimmu janúardaga 1991. Viöurkenningu íslendinga gleyma Litháar ekki og njótum vib íslenskir stjórnmála- menn þeirrar ákvörðunar þar í landi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.