Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 14
14 WtWmtU Laugardagur 20. janúar 1996 Hagvrðinqaþáttur Skrúbmælgi Líkt og skáldin skrifa sögur skrúðmálugir hverja stund, eins þarfég að yrkja bögur, enga þó að gleðji lund. Kannski er allt fyrir gýg? Þó ég löngum finni fró ferskeytlur að smíða, munu allar út í sjó algleymskunnar líða. Þó þér verði um og ó, illa samin staka, viljann fyrir verkið þó, verður þú að taka. Pétur Stefánsson Vatnsdalur Vildi ég um Vatnsdalinn vera nú að sveima. Alltafþráir andi minn unaðsblíða heima. Auðunn Bragi Sveinsson Vegna ágreinings andlegra leiötoga þjóðarinnar: Ennþá ganga orð á víxl andstæð þeirra vonum, þeirra á milli bull og brigsl berst í fjölmiðlonum. Aðalsteinn Sigurðsson Þ j óðfélagsþankar Þjóðfélag okkar þykir þroskað og fyrirmynd. Víst er að víða ríkir vísinda- og menntalind. Sullarar víða sulla, sullarar yrkja Ijóð. Biskup má ekki bulla, þó bullið sé skemmtun góð. Aðalsteinn Ólafsson Skáldalaun Að halda kjafti er heimsins mesta raun, án hljóðsins verða kjálkavöðvar linir. Efljóðelsk þjóð mér skenkti skáldalaun, ég skila mundi leimum eins og hinir. Sami Ab lokum ávarpar gamall kunningi okkur: Bókmenntir Stórskáldið mælti; Bí, bí, bra. Bókmenntavéfrétt sagði: Þetta er stórbrotið hugverk, bla, bla, bla. Bragi konungur þagði. Forsetakjör Daglega kemur að máli við mig, því margir á höfðingjann trúa, allskonar lýður, sem úttalar sig og ætlar að kjósa hann Búa. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík p.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Litaglöð sumartíska sótt aftur fyrir hippatímabilið Sumartíska, vetrartíska, tískan á næsta ári eru sífelld umfjöllun- arefni þeirra sem lifa á og í tískusveiflum. Hönnuðir áhrifa- mestu tískuhúsanna eru fyrir löngu búnir aö ákveða hvað þeir ætla að bjóða upp á næst, og ætlast til að hugmyndum þeira sé fylgt eftir af fatafram- leiðendum. Stundum tekst þeim að gjörbreyta smekk heilu kynslóðanna, en stundum nær nýjasta tískan ekki hylli fjöld- ans og hefur engin áhrif. Núna er verið að kynna sumartískuna úti í hinum stóra heimi og er sjálfsagt að leita frétta um hvað sé að breytast og hverju við eig- um von á. Fara jarðlitirnir og svarti klæðnaðurinn að láta undan fyrir litagleði og hvaða sídd verður á pilsum? Heiöar: Sumartískan skiptir okkur íslendinga þó nokkuð minna máli en vetrartískan, þar sem sumarið okkar er svona yf- irleitt í slakara lagi hvað alþjóð- legt sumar varðar. En við höld- um náttúrlega alltaf í vonina. Á nýjustu tískufatakynning- um er aftur komið mikið af mini, mikið af stuttum pilsum. Litir eru afskaplega skærir og það heldur áfram áberandi Au- drey Hepburn-útlit frá vetrar- tískunni og fötin Jackie Kenne- dy ganga aftur. Þetta var kynnt í haust í vetrartískunni og nú eru þær báðar komnar fram í sum- artískunni. Skinn í dagsljósið á ný Aðaltískan er ermalausi, litli, stutti kjóllinn með litlu, mjóu belti annað hvort um mittið eða niðri á mjöðm. Gamli Chanel- stíllinn er áberandi, en síðustu tólf ár hefur mátt sjá merki um hann við hver árstíðaskipti. Léttar dragtir í þessum stíl eru sýndar og seldar í vor. Camelliturinn, sem talsvert bar á í vetur, er mikið notaður í léttari efnum í vor, í sumarkáp- ur. Köflur eru áberandi, köflur eins og þær sem oft eru kenndar við Dior. Þetta eru svokallaðar hundstannaköflur, svo notuð sé hrá þýðing á fyrirbrigðinu. Skinn eru talsvert notuð, leður og rúskinn, og virðist sem hætt sé ab rífast eins mikið um skinnanotkun og gert var fyrir Heibar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig á ég ab vera? nokkrum árum. Skinnin eru tekin í sátt á nýjan leik. Litirnir taka völdin Þær konur, sem farið er að leiðast svörtu fötin og jarðlitirn- ir, geta glaðst yfir því að brátt fara að koma í búðirnar föt í skærum og fallegum litum. Versace er einn áhrifamesti hönnuðurinn í dag. Núna gerir hann mikið af röndóttum fötum og ótrúlegum litasam- setningum, setur þaö við litaðar sokkabuxur sem eru í algjörri and- stæðu við litina í aðalflíkinni, og þar við klæðir hann módel sín í doppótta skó í allt öðrum litum en sokkabuxurn- ar og flíkin. Karlinn sá hefur löngum skrautleg- ur verið og hin al- menna manneskja fer kannski ekki beint í það sem hann hannar til sýn- ingar, en áhrif hans á tískuheiminn eru mjög afgerandi. Svo sér maður líka svip- að og gerst hefur í sumartísku undanfarinna ára. Gegnsæjar blússur og kjólar, svo að sést í geirvörtur, og sú tíska öll. Ég held bara að það sé alltof kalt á íslandi til að konur klæðist slík- um fatnaði. Og svo ... Vortískan er fín og ungu stúlkurnar sem sýna hana í blöðum eru í drögtum sem eru mjög andfeminískar. Kannski meira um það síðar. ■ Ungur í annab sinn í rauninni er samnefnari sum- artískunnar sá sami og ég talaði um í haust. Það var tískan sem konurnar gengu í á sjöunda ára- tugnum fram ab því að hippa- tímabilið byrjaði. Tískan í dag, vetur og sumar, dregur dám af því sem var móðins frá 1960 fram að blómabarnatímabilinu. Maður verður bara ung- ur í annað sinn að sjá nýjustu tísk- una í dag. Hún er svo svipuð því sem hún var á manns eig- in sokka- bandsár- um. Litirnir eru líka komnir frá þeim tíma. Þeir eru að verða miklu skærari. Maður sér mikið af gulu og grænu og þá meina ég undir- strikuðu grænu, þið skiljið. Síð- an eru bleik tilbrigði og fjólutil- brigði (violet). Þetta eru engir pastellitir, þeir eru skærir, en samt ekki um of. Maður sér varla núna þessa neonliti sem voru svo áberandi í fyrra. Litirn- ir í ár eru ekki sjálflýsandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.