Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 18
18 Wíwíun Laugardagur 20. janúar 1996 -I- /V N P ■- Á T Alma Gu&mundsdóttir, áður til heimilis á Öldugötu 11, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudaginn 11. janúar. Asgeir Jakobsson rithöfundur er látinn. Björgvin Guðmundsson, Kumbaravogi, Stokkseyri, áður til heimilis á Vallargötu 8, Sandgerði, lést j)ann 29. desember. Jarðarförin hefur farib fram í kyrrþey að ósk hins látna. Edda Gubrún Tryggvadóttir, fyrrverandi borgargjaldkeri, Ásholti 2, Reykjavík, lést í Landspítalan- um 16. janúar. Elías Kr. Kristjánsson lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 17. janúar. Elísabet Jóhannsdóttir, Skólavegi 7, Hnífsdal, lést 15. janúar sl. Gublaug Helgadóttir frá Grímsey, Jaðarsbraut 11, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness mib- vikudaginn 17. janúar. Guðlaug Jónasdóttir, dvalarheimilinu Hlíð, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni hins 16. janúar. Jarðsett verður frá Ákureyrarkirkju þriðjudag- inn 23. janúar kl. 13.30. Guðmundur Jónsson, Langholtsvegi 93, lést í Landspítalanum 17. janúar. Guðrún Guðbrandsdóttir, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 13. janúar. Hallgrímur Magnússon múrarameistari, Lindargötu 57, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 13. janúar. Helga Magnúsdóttir, Tómasarhaga 41, er látin. Helgi Á. Ársælsson, fyrrv. hafnsögumabur, Grenimel 22, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey ab hans ósk. Inga Ólöf Ingimundardóttir, Lyngbrekku 18, Kópavogi, lést á Borgarspítalanum föstudaginn 12. janúar. Jóhanna Árný Ingvaldsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 16. janúar. Jóhannes Guðjónsson útgerðarmaður, Grettisgötu 77, Reykjavík, Iést í Sjúkrahúsi Reykjavík- ur mánudaginn 15. janúar. Jóhannes Jónsson, dvalarheimilinu Hlíf, ísafirði, lést á Grensásdeild Borgarspítalans mánudaginn 15. janúar. Karl Kristján Karlsson stórkaupmabur andabist að kvöldi 16. janúar. Katrín Magnea Steingrímsdóttir Kjelling andaðist í sjúkrahúsi í Noregi föstudaginn 12. janúar. Kjartan Björnsson, Flúbaseli 80, lést 7. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristensa (Stella) Andrésdóttir frá Risabjörgum, Hellissandi, Lyngbrekku 20, Kópavogi, lést í Borgar- spítalanum 14. janúar. Kristín Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, ábur Breiðagerði 8, lést 17. janúar. Kristín Þórðardóttir, áður húsfreyja, Fossi, Hrútafirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 14. janúar. Leó Viggó Johansen, Ljónsstöðum, Sandvíkurhreppi, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 16. janúar. Reynir Björnsson, Hávallagötu 38, lést í Landakotsspítala að morgni 11. janúar. Sigríður Þórðardóttir, Brennu, Eyrarbakka, lést í Vífilsstaöaspítala föstudaginn 12. janúar. Sigríbur Þórðardóttir frá Fossi, Vopnafirði, vistmaður í Arnarholti, er látin. Jaröarförin hef- ur farið fram í kyrrþey. Sigurbjörg Steindórsdóttir, áður til heimilis á Dunhaga 13, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 11. janúar. Stefán Jónsson, Grænumörk 5, Selfossi, lést í Landspítalanum 16. janúar. Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir, Hnitbjörgum, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Menningarsjóbur Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningar- sjóði skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóðs er aö veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuöning til útgáfu þeirra bóka á ís- lenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menn- ingu. Sérstök áhersla skal lögö á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi, s.s. vegna hljóðbókagerðar. Umsóknum skal skilaö á þar til gerðum eyðublöðum til stjórnar Menningarsjóðs, menntamálaráöuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 26. febrúar 1996. Umsóknar- eyðublöð fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins. Stjórn Menningarsjóðs Erlendur Sigurþórsson frá Kollabœ Erlendur Sigurþórsson var fæddur 3. febrúar 1911 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, dáinn 9. janúar 1996 á Vífilsstaðaspítala. Foreldrar hans voru hjónin Sigurþór Ólafsson (f. 7. júlí 1870 í Múlakoti í Fljóts- hlíð, d. 6. apríl 1955 í Kollabæ) og Sigríður Tómasdóttir (f. 7. maí 1884 á Járngerðarstöbum í Grindavík, d. 5. febrúar 1965 í Reykjavík). Þau Sigurþór og Sigríður hófu búskap í Hlíðarendakoti árið 1903 og bjuggu þar til 1911. Það ár festu þau kaup á jörðinni Kolla- bæ í Fljótshlíö og bjuggu þar á allri jörðinni til 1935, en létu þá hálfa jörðina í hendur elsta syni sínum Sveini og konu hans Ingi- leifu Steinsdóttur. Sigurþór og Sigríður bjuggu áfram á vestur- partinum til 1946, þau létu þá af búskap og tók Erlendur þá við þeirra jarðarhluta. Börn Sigurþórs og Sigríðar voru átta, fjórir synir, allir fæddir í Hlíðarendakoti og fjórar dætur, allar fæddar í Kolla- bæ. Af þessum átta systkinum eru nú tvö á lífi: Tómas, f. 1906, og Stefanía Jórunn, f. 1917. Kollabærinn var talinn með betri bújörðum í Fljótshlíö; þar var sýslumannssetur um eitt skeið, Eiríkur Sverrisson bjó þar árin 1838 til 1843 og andaðist þar 4. júlí 1843. Erlendur ólst upp í Kollabæ í glöðum systkinahópi, heimilið var fjölmennt og mörgu þurfti að sinna á stóru heimili. Allt var unnið með handverkfærum á fyrri hluta aldarinnar, bæði utan húss og innan. Þá voru beitarhús- in í Kollabæ alllangt frá bænum í úthögum; kom þá snemma í hlut Erlendar aö annast þar fjárgæslu og gat það reynt mjög á þrek og þol í miklum snjó og hríðarbylj- um. Þá kom sér vel að hann var léttfær göngumaður og glöggur t MINNING fjármaður. Erlendur var með hærri mönn- um, fremur grannur, ágætur verk- maður, greindur og gat verið glettinn og fljótur til svars ef að honum var vegið. Fóru þá fæstir meb sigur frá þeim orðaskiptum. Hann vann lengstum á búi for- eldra sinna meðan þau bjuggu; fór þó eina vetrarvertíð til Grindavíkur og vann þar á útvegi frænda sinna á Járngerðarstöð- um, en kom svo aftur heim ab Kollabæ að vertíð lokinni og starfaði áfram á búi foreldra sinna þar til þau hættu búskap. Eins og áður er sagt tók Erlend- ur við búinu árið 1946 og bjó með Stefaníu systur sinni. Hún hafði búið í Reykjavík, en kom þá aftur heim að Kollabæ meö dætur sínar og þar ólust þær upp og hafði Erlendur á þeim miklar mætur. Þær eru nú báðar giftar, býr önnur í Vestmannaeyjum, en • hin í Reykjavík. Erlendur giftist ekki og átti enga afkomendur. Stefanía systir hans stóð fyrir búinu mestallan hans búskap í Kollabæ. Erlendur var nágranni minn og vinur frá barnæsku okkar beggja. Stutt var á milli bæja okkar og höfbum vib margt saman aö sælda, bæði í leik og starfi. Þessi vinátta okkar hefur haldist alla tíð og aldrei borið þar skugga á. Erlendur var mjög góður ná- granni, ávallt reibubúinn að veita aðstoð og gera greiða ef þess var óskað. Hann var hygginn bóndi, fóðraði búfé sitt svo til fyrir- myndar var og allar hans fram- kvæmdir voru unnar að vandlega athuguðu máli, þar var aldrei ras- að um ráb fram. Hann var gestris- inn og góður heim að sækja, það var gaman að koma til þeirra Stef- aníu og Erlendar. Þau voru bæði fróð um menn og málefni, kunnu mikið af lausavísum og kvæðum og fylgdust vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu. Um eitt skeið þjáðist Erlendur af liðagikt og var óvinnufær næstum heilan vetur, en komst svo að mestu yfir þennan sjúkdóm. Á síðari búskaparárum Erlendar fór hann að þjást af heymæði, sem ágerðist mjög og varð það til þess að hann afréð að hætta bú- skap. Sveinn bróbir Erlendar, sem hafbi búið á hálfri jörðinni (aust- urparti), andaðist 1978. Það ár hætti Erlendur búskap og var jörbin þá seld Skógrækt ríkisins. Erlendur og Stefanía voru þó áfram í Kollabæ og unnu hjá skógræktarstöðinni á Tuma- stöðum. Heilsu Erlendar fór hnignandi og brugðu þau systk- inin á þab ráð að flytja í Hvols- völl. Þar festu þau kaup á íbúöar- húsi, Stefanía fékk vinnu hjá Kaupfélagi Rangæinga, en Erlend- ur var þá orðinn óvinnufær. Þeg- ar heilsu hans hrakaði enn meira, fluttu þau á Dvalarheimili aldr- aðra Kirkjuhvol. Þá var heilsu Er- lendar komið svo, að hann varð að nota súrefni svo líðan hans væri þolandi, og kom svo að lok- um að hann var fluttur á sjúkra- húsið á Vífilsstöðum. Vissulega var þessi sjúkdómur mjög þung- bær, en aldrei heyrði ég Erlend kvarta. Hann tók honum með miklu æðruleysi og karlmennsku. Að lokum vil ég og kona mín Guðfinna þakka honum af alhug vináttu og tryggð frá fyrstu tíö. Systkinum hans og fósturdætrum og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Oddgeir Guðjónsson Sýningar framundan: NORDJUNEX og NORDIA „NORDIA-96" Seint á þessu ári, eða nánar tiltekið dagana 25.-27. október 1996, verb- ur haldin norræn sýning á Kjarvals- stöðum, undir nafninu „NORDIA- 96". Það er Landssamband íslenskra frímerkjasafnara og íslensk póst- málayfirvöld sem halda þessa sýn- ingu, sem er þriðja norræna sýning- in sem haldin er á íslandi. Þátttaka er opin öllum félags- mönnum í aðildarfélögum lands- sambandanna á öllum Norðurlönd- unum, í sambandi við gildandi sýn- ingarreglur. Gert er ráb fyrir allt að 1000 sýn- ingarrömmum þar sem sýnt verður í öllum helstu sýningarflokkum samkvæmt skilgreiningu alþjóða- samtaka frímerkjasafnara, Fédérati- on Internationale de Philatélie, eða skammstafað (F.I.P.). Þá er einnig gert ráð fyrir opnum flokki fyrir söfn, sem falla utan áburnefndrar skilgreiningar. Auk alls þessa veröur svo sérstök boðsdeild, þar sem sýnd verða sérstaklega áhugaverð söfn utan dóma. Undirbúningsnefnd sýningar- innar, af hendi L.Í.F., skipa þeir Sig- urður R. Pétursson, Hálfdán Helga- son og Sverrir Einarsson. Aðalum- boðsmabur fyrir ísland verður Þór Þorsteins, fyrir Danmörku Toke Norby, fyrir Finnland Risto Matti Kauhanen, fyrir Noreg Erling Aune og fyrir Svíþjóð Bengt Bengtson. Póstfang sýningarinnar verður: „NORDIA-96", pósthólf 8753, IS- 128 Reykjavík. Listasafnið Kjarvalsstaðir á FRÍMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Klambratúni hefir oft áður verið sviðið fyrir frímerkjasýningar hér á landi, allar götur frá ISLANDIA-73, sem var haldin þar á haustdögum árib 1973. Þarna er einnig miöstöð myndlistar, sem frímerkjasafnarinn Alfreð Guðmundsson veitti for- stöðu á sínum tíma. Einnig eru þarna höfubstöbvar Listasafns Reykjavíkurborgar. En þarna er meira en listasafn. Þarna eru sífelld- ar sýningar lifandi listar, erlendrar sem innlendrar, og í öllum þeim formum listar sem þekkt og viður- kennd eru. Sú list að skapa frímerki á því einnig þama heima. Auk frímerkjasýninganna má nefna, ab þarna hafa verið sýningar á ljósmyndum og bókum, sem og ýmsu öbru er menn hafa áhuga á ab skoöa. „NORDJUNEX-96" Þá veröur haldin frímerkjasýning fyrir norræna æsku í Finnlandi, einnig á þessu ári. Sýningin verður haldin í Turku/Ábo dagana 6. sept- ember til 9. september 1996. Staöurinn, sem valinn hefir verið til sýningarhaldsins, er æskulýðs- miðstööin Palatsi, sem er nýlegt og mjög rúmgott hús í miðborg Ábo. Stjórn sýningarinnar lofar því, að margskonar uppákomur verði þarna fyrir þá er sækja staðinn heim, auk þess sem mikið verður af NORDIA 96 í m Merki sýrtingar sem er framundan. frímerkjum að skoða og keppnin harða um hvert Norburlandanna vinnur Elginn, sem ísland hefir nú unnib tvisvar sinnum þegar þetta er skrifað. Elgurinn er farandgripur, sem er tákn þess að keppnisliö þess lands, er vinnur hann, hefir sýnt mesta þekkingu í frímerkjafræðum. Umboðsmenn fyrir þessa sýn- ingu eru: Fyrir Danmörku Martin Kienitz, fyrir Noreg Gunnar Los- ham, fyrir Svíþjóð Harry Berglund og fyrir ísland Sigurður H. Þor- steinsson. Fyrsti kynningarbæklingurinn er kominn út og geta væntanlegir sýn- endur fengið hann og umsókna- reyðublað, með því að snúa sér til Kára Sigurðssonar. Þá má einnig geta þess að lítill kynningarbæklingur fyrir „NORD- IA-96" er einnig kominn út og má nálgast hann meb að skrifa í póst- fangið hér ab framan. Póstfang „NORDJUNEX-96" er hinsvegar: „NORDJUNEX-96", PL 650, FIM- 20101 TURKU. Má fá allar nánari upplýsingar þaðan beint, ef óskað er. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.