Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 1
EINARj. SKÚLASONHF WÍIKÍ STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Þriðjudagur 23. janúar 15. tölublaö 1996 Davíö Oddsson enn í umrœöunni sem forsetaefni. Sjálfstœbisþingmabur: Davíðs yrbi sárt saknað í umrætmnni um forsetafram- boð er nafn Davíðs Oddssonar forsætisrábherra heitt. Davíb lætur ekkert uppi. Innan þing- flokks Sjálfstæoisflokksins er hugsanlegt frambob leibtogans rætt. Flestir viroast telja ab Dav- íb fari ekki fram. En abrir benda á ab ekkert sé víst í þeim efnum. „Mér finnst þab ólíklegt ab Dav- Unglingar á Skaganum safnast saman í bœnum um helgar: Stúlka barin til óbóta Unglingar á Akranesi safnast saman í bænum af og til um helgar ao sögn Viðars Stefáns- sonar, rannsóknarlögreglu- manns á Akranesi. Unglingar á Skaganum hafa enga abra aðstöðu til að hittast eftir að félagsmiöstö&vum er lokab rétt eins og annars stabar á landinu. Viðar segir vímuefni í gangi þar eins og annars staðar. „En ég held að þab keyri ekkert um þverbak hér. Þetta er náttúru- lega mest bara drykkja." Hann segir lögregluna ekki hafa lagt hald á alsælu-pillur en lögreglan hefur rökstuddan grun um að pillurnar hafi verið þar í um- ferð. Viðar vildi ekki gefa frekari upplýsingar um rannsókn á árás fjögurra stúlkna, 15-19 ára, á sextán ára stúlku en sagði þó að rannsókninni miðaði vel. Stúlk- urnar voru undir áhrifum áfengis og engin ástæða til að ætla að önnur vímuefni hafi verið meö í spilinu. Enn sem komið er hafa þær ekki gefið neinar haldbærar skýringar á árásinni. Þær upplýsingar fengust á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að búist væri við að stúlkan sem barin var myndi vakna til meðvitund- ar á næstu tveimur sólarhring- um en óvíst er hvort hún muni bera varanlegan skaða af þeim höfuðáverkum sem stúlkurnar veittu henni og urðu til þess að blæddi undir heilahimnuna á stúlkunni. Síðdegis í gær var stúlkan enn meðvitundarlítil en sýndi ákveðin viðbrögð að sögn vakthafandi læknis. -LOA íb fari fram. En hann yrbi sterkur fram- bjóbandi og góbur forseti. í þessu máli verður Davíb aubvitab ab rába ferbinni, Davíb. ekki verbur kjörgengib af honum tekib. Vib í þingflokknum vitum ekki hvað Davíb hugsar, eba hvort hann er yfirleitt nokkub farinn ab hugsa um þetta. Auðvitab ræbum viö þingmenn þetta í okkar hópi eins og abrir. Fæstir gera ráb fyrir fram- bobi hans. Og þab er ljóst ab sjálf- stæbismenn óska ekki eftir ab Dav- íb hverfi frá flokknum og mundu sakna hans ef svo ólíklega færi. Þab yrði hins vegar andstæðingun- um ljúft mál," sagði einn alþingis- manna Sjálfstæðisflokksins í gær. Harðorður sjálfstæðismabur í efri lögum flokkspíramídans sagði í gær að íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur, Davíb væri ekki á förum úr pólitíkinni og mundi stýra Sjálfstæbisflokknum styrkum höndum áfram. „Davíb kann að spila rétt í þessari stöðu og veit sem er að það er um að gera að halda spennunni alveg fram á landsfund. Þá verður svarið nei- kvætt, það er deginum Ijósara," sagði þessi vibmælandi Tímans. -JBP Sjá einnig baksíbu /t rCttU rOII I KCVKlQVlK. ÞessarungustúlkuráLaufásborgíReykjavík nutu góba vebursins á leikvellinum ígcer og höfou engar áhyggjur af forsetakosningunum á sumri komanda og því hverjir cetluöu ab taka þátt íþeim slag. Tímamynd bc Launavísitala opinberra starfsmanna hœkkaö 2-3% ársfjóröungslega síöan á 7. fjóröungi síöasta árs: Opinberar kauphækkanir 7,4% umfram almennar Enn hafa opinberir starfsmenn skotið almennum launþegum ref fyrir rass í kjarabaráttunni. Milli 2. og 4. ársfjórbungs 1995 hækk- ubu almenn laun aðeins um 0,8% aö jafnaði en laun opinberra starfsmanna um 4,1% á sama tíma. Þar meb var launavísitala opinberra starfsmanna komin 7,4% framúr launavísitölu al- menna markaðarins undir lok ársins ársins 1995. Samkvæmt launavísitölu Hag- stofunnar, sem byrjaði á 100 árið 1990, hafa laun síðan hækkað um 20,9% á almennum markaöi en laun opinberra starfsmanna um 28,3% á sama tíma. Samninga- Eftirlitsmenn á Flœmingjagrunni: Unniö ab lögfræðilegri álitsgerö Innan fárra daga er von á lög- fræbilegri álitsgerb sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmabur er ab vinna fyrir Félag úthafsútgerba vegna veibi- eftirlits á Flæmingjagrunni. Öttar Yngvason, stjórnarmað- ur í Félagi úthafsútgerða, segir að í álitsgerðinni verði m.a. tek- ið á því hvaða skuldbindingar stjórnvöld hafa gengist undir um eftirlit á svæðinu og síðast en ekki síst hvort íslenskar laga- heimildir séu fyrir hendi um meintar skuldbindingar stjórn- valda. -grh menn ríkis og bæjarfélaga virbast þannig hafa verib mun örlátari það sem af er áratugnum heidur en hin- ir í Garbastrætinu. Launavísitalan sem Hagstofan reiknar mánabarlega hefur ab und- anförnu hækkab um 0,2% til 0,4% mánabarlega, síbast um 0,2% milli nóvember og desember. Þessar hækkanir virðast fyrst og fremst hafa orðið á launum opinberra starfsmanna allt fram til loka nýliö- ins árs. Samkvæmt launavísitölu sem Hagstofan reiknar ársfjórðungslega fyrir almenna launamarkaðinn annars vegar og þann opinbera hins vegar verður ekki betur séð en ab opinberir starfsmenn hafi sigib framúr öðrum jafnt og þétt frá ár- inu 1991. Þróun þessara launavísi- talna m.v. 4. ársfjórðung ár hvert má sjá á eftirfarandi töflu: Alm.mark. Opinb. Mismunur: 4. 1990 103,3 103,3 4. 1991 111,3 112,8 1,5% 4. 1992 113,5 115,4 1,9% 4. 1993 113,9 117,5 3,6% 4. 1994 115,9 119,7 4,4% 4. 1995 120,9 128,3 7,4% 1990-'95 17,0% 24,2% Þessi aflasæid opinberra starfs- manna umfram aðra á „launamið- unum", hefur þannig farið vaxandi og náð hámarki á síðasta ári. Laun opinberra starfsmanna hafa þá jafn- aðarlega hækkað um 7,2% á sama tíma og almennir launþegar máttu sætta sig við 4,3% hækkun millí ára. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.