Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. janúar 1996 ffiCTilllitrHlul WWWTmT 5 Sverrir Sveinsson: Hverjir eiga að virkja og hvar? Búrfellsvirkjun og Bjarnalón. S umræðu undanfarið hefur komiö töluvert rót á orku- mál, m.a. vegna áhrifa ný- gerðs samnings um stækkun ál- versins í Straumsvík og hugsan- legra annarra samninga um orkufrekan iðnað á íslandi, sem nú er unnið að. í þeirri umræðu beinast sjónir manna að hagkvæmum virkj- unarkostum raforku á Nesja- völlum þar sem Hitaveita Reykjavíkur getur virkjað tæp 80 MW og hefur Ólafur Flóvenz jarðeðlisfræðingur bent á að lækka megi orkureikning Reyk- víkinga um 700 til 1000 m.kr. á ári meö þeirri framkvæmd. Þessi virkjun er einn þeirra valkosta, sem rætt er um aö ráð- ist verði í, og gæti 1. áfangi komið í rekstur 1997, ef þeir samningar, sem unnið er að, ganga eftir. Einnig hefur Hitaveita Suöur- nesja sótt um leyfi til að virkja 15-20 MW í Svartsengi, og svo hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar óskað eftir því við Rafmagns- veitur ríkisins að þær hrindi í framkvæmd virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði um 20 MW. Myndi sú virkjun henta mjög vel raf- orkukerfi Austurlands og 132 kW dreifikerfi landsins. Það er því ljóst að nokkrir telja hag af því að taka þátt í virkjun orkunnar á ísalandi. „En hver á að virkja og hvar?" Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra hefur hrint í framkvæmd heildarendurskoðun á orkulög- um, þ.m.t. vinnslu, flutning og dreifingu orku, með það að markmiði að auka skilvirkni og koma á samkeppni, sem stuðli samtímis að jöfnun orkuverðs, tryggi gæði þjónustunnar, auki sjálfstæði orkufyrirtækja og ábyrgö stjórnenda. I þessu skyni hefur hann óskað eftir tilnefningu í ráð- gjafanefnd frá stjórnmálaflokk- unum sem eiga fulltrúa á Al- þingi, Sambandi ísl. sveitarfé- laga, Akureyrarbæ, Reykjavíkur- borg, Alþýðusambandi íslands, Vinnuveitendasambandi ís- lands, Samorku, Orkustofnun, Landsvirkjun og Rafmagnsveit- um ríkisins. Það eru því spennandi tímar framundan og eflaust margir sem hafa skoðanir á því hvernig þessum málum verði fyrir kom- ið í framtíðinni. Vonandi verður starf ráðgjafa- nefndarinnar happadrjúgt og þeir nái að koma með tillögur, sem Alþingi getur sett í lög sem við munum notast við fram á næstu öld. Þeir annmarkar, sem viö höfum búið við, verði lag- færöir og það skilgreint mun betur hvað verði hlutverk ríkis- ins í framtíðinni og hvað verði ætlað öörum. Fyrstir til að virkja raforku á íslandi voru einstaklingar og síöan sveitarfélögin, en með raf- orkulögunum 1946 kom ríkið að þessum málum, bæöi með rannsóknir, framkvæmdir og rekstur. Sett voru lög um Lands- virkjun og önnur orkufyrirtæki, svo sem Orkubú Vestfjarða og Hitaveitu Suðurnesja, svo og virkjanir. Ekki er óeðlilegt að þessi lög komi einnig til skoð- unar í þessu samhengi, því vart er hægt ab horfa framhjá því að áfram mun verða samvinna og samstarf milli þessara fyrirtækja allra, þótt á verði komið sam- keppni. Náttúra landsins býr yfir mik- illi orku, sem við höfum nýtt okkur til hagsbóta, og er hún ein aðalundirstaða þeirra lífs- gæða og mannlífs sem við bú- um við á landinu, samtímis ab vera einn helsti vaxtarbroddur í okkar verðmætasköpun. Hvernig að er staðið fer eftir aðstæðum á hverjum tíma, og segja má að öll mannanna verk séu börn síns tíma. Ljóst er ab nú þarf að taka tillit til fjöl- margra atriða, sem oft hefur ekki verið horft til þegar ákvarö- anir hafa verið teknar um virkj- anir og áhrif þeirra á næsta um- hverfi. A ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem haldin var í Rio deja- neiro í júní 1992, var m.a. beint til ríkisstjórna: Að auka notkun endurnýjan- legra orkugjafa, sem valda lítilli sem engri mengun; þar á meðal eru jarðvarmi og vatnsorka. Að samræma orkuáætlanir, svo að auka megi notkun slíkra orkugjafa og draga meb því úr notkun óæskilegra orkugjafa. í þessu felst m.a. ósk til ís- lendinga að þeir nýti sínar orku- lindir, til að draga megi úr losun mengandi úrgangsefna sem hlýst af brennslu jarðefnaelds- neytis eða kjarnorku til orku- vinnslu í öörum löndum. Við þeirri ósk má verba m.a. með eftirtöldum hætti: Staðsetja mætti orkufrekan iðnaö á íslandi í auknum mæli. Vinna mætti eldsneyti, sem hefði í för með sér litla mengun við bruna. Nota mætti raforku til aö knýja samgöngutæki. Flytja mætti raforku út um sæstreng. Jafnframt verður ab tryggja að virkjun orkulindanna og sú starfsemi, sem henni fylgir, valdi sem minnstum spjöllum á umhverfi. Ný lög um mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda eiga að tryggja að ekki verði slík röskun á umhverfi að eigi fáist réttlætt miðað við þann ábata sem af framkvæmdum leiðir, og eru allar nýjar vatnsaflsvirkjanir 10 MW og stærri og fram- kvæmdir þeim tengdar háðar slíku mati. En hvað er framundan? í vikunni komu fréttir af til- lögum um uppstokkun Orku- stofnunar, sem er e.t.v. liður í endurskoðun á starfsemi ríkis- ins í orkumálum. Þær tillögur, samkvæmt frétt fjölmiðla, geröu ráð fyrir að fækka starfs- mönnum Orkustofnunar úr 100 manns í 20, sem hafa ættu á hendi stjómsýslu og ráðgjöf til ráðherra, en rannsóknarverk- „Þótt ekki hafi tekist að greiða eigendum Lands- virkjunar arð afsínu fjármagni öll rekstrarár, er það Ijóst að í fyrir- tœkinu hefur orðið mikil eignamyndun, sem borg- in nýtur ekki síður en ríkissjóður. Reykjavíkur- borg hefur alltafátt sína fidltrúia í stjóm Lands- virkjimar og látið sér lynda að fá einungis af- gjald afeignum Rafveitu og Hitaveitu Reykjavík- ur. Á meðan hefur eign- arhlutur eigenda í Landsvirkjun vaxið ört." VETTVANGUR efni, sem stofnunin hefur haft með höndum, yrðu boðin út á frjálsum markaði. Ekki skal það dregið í efa að eflaust finnast aðrir vísinda- menn sem geta unnið þessi störf en þeir sem nú vinna hjá Orku- stofnun, en ég er þeirrar skoð- unar eftir áratuga reynslu af góðum samskiptum við þessa starfsmenn að varlega veröi að fara í svo róttækar breytingar eins og þarna er lagt er til sam- kvæmt fréttum. Mér finnst að ríkinu beri að annast grundvallar frumrann- sóknir, úrvinnslu þeirra og varð- veislu gagna. Þann þátt er erfitt að bjóða út á frjálsum markaöi eða ætlast til að orkufyrirtækin sjái um þetta sjálf, þar sem sá kostnaður hlyti að koma fram í hækkuðu orkuverði. Vonast ég því til að ráðherra skobi þessar tillögur um Orkustofnun sam- tímis þeim tillögum sem ráð- gjafahópurinn mun senda frá sér, svo nátengdar sem þær eru. Auövitaö er sjálfsagt að end- urskoða og endurmeta alla starf- semi, en ég tel eðlilegt að starfs- menn stofnana fái að fylgjast með slíkum endurskoðunum og verð með í þeirri vinnu. Ég tel mig geta sagt þetta af nokkurri reynslu. Það var fyrir tæpum fimm árum ab Siglu- fjarðarkaupstaður stóð svo illa fjárhagslega að talið var ab hann hefði ekki abra útgöngu- leið en að selja sín orkufyrir- tæki, þ.e. Rafveitu Siglufjaröar sem stofnuð var 1913, með Skeiðsfossvirkjun sem byggð var 1945 ásamt jörðum í Fljót- um meb vatnsréttindum og virkjun við Þverá, sem byggð var 1974, og Hitaveitu Siglu- fjarðar sem tekin var í notkun 1975 með vatnsréttindum í Skútudal og Skarðsdal í Siglu- firði. Þrátt fyrir ab Rafveita Siglu- fjarðar greiddi afgjald til bæjar- sjóðs, þótti bæjarfulltrúum rétt að jafna út skuldir sveitarsjóðs með sölu þessara eigna til Raf- magnsveitna ríkisins, sem sáu sér vissulega hag í því að taka þessi mannvirki inn í sinn rekst- ur. Ég tók sem starfsmaður veitn- anna þátt í þeirri vinnu sem þurfti til að koma þessari sölu á, þótt ég hefði aðra afstööu til hennar. Siglfiröingar uröu fyrir smávægilegri breytingu á gjald- skrá. Rafmagnsveiturnar gengu í það að lagfæra það sem betur mátti fara í virkjunum, breyttu sölukerfi hitaveitunnar, styrktu Siglufjarðarlínu og á s.l. ári var tekið í notkun nýtt verkstæðis- og skrifstofuhús fyrir þá starf- semi sem fram fer á Siglufirði. Bæjarfulltrúar geta snúið sér að öðrum verkefnum sem sam- félagið leggur þeim á herðar. Þetta fangar huga minn þegar ég sé að borgarstjórinn í Reykja- vík leggur það mat á eignarhlut borgarinnar í Landvirkjun, að hann skili ekki nógu í borgar- sjóð og eftir meiru kunni að vera að slægjast. Eftir því sem mig minnir, voru inni í ríkisreikningi um 1980 8 eða 11 milljarða króna skuld vegna 132 kW hringteng- ingar um Island, sem hófst meö því að leggja línu milli Akureyr- ar og Varmahlíðar upp úr 1970. En þá sárvantaði raforku bæði á Norðurlandi eystra og vestra, og dieselvélar keyrðar á báðum svæðum sökum ört vaxandi notkunar raforku til upphitunar af stórhækkuðu olíuverði og því að ekki fékkst að ljúka viö Lax- árvirkjun. Mig minnir að Landsvirkjun hafi yfirtekið þessi lán hjá ríkis- sjóöi fyrir þá upphæö sem svar- aði til að raforkuverð til al- menningsnota hækkaði einung- is um 10%. Hvaða upphæb það var, veit ég ekki, en ætli hún sé ekki uppfærö í eignareikningi Landsvirkjunar, eins og aðrar eignir og Reykjavíkurborg á tæpan helming af. Þótt ekki hafi tekist ab greiða eigendum Landsvirkjunar arð af sínu fjármagni öll rekstrarár, er það ljóst að í fyrirtækinu hefur orðið mikil eignamyndun, sem borgin nýtur ekki síður en ríkis- sjóður. Reykjavíkurborg hefur alltaf átt sína fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar og látið sér lynda að fá einungis afgjald af eignum Rafveitu og Hitaveitu Reykjavíkur. Á meðan hefur eignarhlutur eigenda í Lands- virkjun vaxið ört. í dag bárust fréttir af háhita- svæði í Brennisteinsfjöllum rétt hjá Reykjavík, sem er talið aö virkja megi um 100 MW til raf- orkuvinnslu. Mikil umræða hefur verið um virkjunarkosti norðan Vatna- jökuls og er unnið að umhverf- isathugunum á hinum ýmsu valkostum. I riti Iðnabarráðuneytisins, „Innlendar orkulindir til vinnslu raforku" sem kom út 1994, er sagt frá ýmsum kostum virkjunar bæði vatnsafls og jarð- hita. Þar er sagt frá m.a. virkjun Jökulsánna í Skagafirði vib Vill- inganes um 100 MW og orku- framleiðslu 570 GWst. á ári. Ég nefni þennan möguleika sem hagstæða stærð virkjunar sem Rafmagnsveitur ríkisins gætu tekist á við, ef það yröi raunin að Landsvirkjun yrði skipt upp á milli eigenda. Orkukaup Rafmagnsveitn- anna eru um 150 MW og milli 800-900 GWst. á ári. Fyrirtækið fengi allt aöra samningsstööu um þá viðbótarorku sem það keypti af öðrum, ef eigin orku- framleiðsla væri orðin um 70% af heildarnotkuninni. Rafmagnsveiturnar hafa oröiö að taka þátt í þeim félagslegu verkefnum að endurnýja og styrkja dreifilínur landsins og dreifa raforku til upphitunar í dreifbýlinu. Ríkissjóður hefur greitt niður raforku til upphitunar um 400 m.kr. á ári og þarf að takast á við endurnýjun og styrkingar dreifilína, sem Orkuráð hefur áætlað að kosti um 150 m.kr. á ári næstu 8 ár, ef vel á að vera. Ef Rafmagnsveitur ríkisins byggðu þessa virkjun, yrbi fyrir- tækið mun betur í stakk búiö til að takast á við þessi félagslegu verkefni sem það tekur nú þátt í meb ríkissjóði. Ef ráðist yrði í þessa fram- kvæmd, væri hún dæmi þess aö stjórnvöld ætluðu að beita sér fyrir uppbyggingu á lands- byggðinni með þeim vænting- um sem því fylgir. Þeir kostir, sem kæmu á eftir, væru að Skagafjörður væri orð- inn fýsilegur til að setja niöur meðalstórt fyrirtæki, sem not- aði raforku að verulegu marki til sinnar framleiðslu. Það er því alls ekki sama „hverjir virkja og hvar". Höfundur er veitustjóri á Siglufirbi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.