Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 23. janúar 1996 Smábátaeigendur á Snœfellsnesi: Búist viö auknum þorskkvóta Á almennum félagsfundi í Snæ- felli, félagi smábátaeigenda, sem haldinn var í Grundarfirbi sl. mibvikudag, var tekib undir meb fiskifræbingum og „virtum" skipstjórum ab fara eigi varlega í þab ab auka þorskveibar. Fund- urinn telur ab þab liggi í loftinu ab þorskkvótinn verbi aukinn og þá í síbasta lagi í byrjun næsta fiskveibiárs ef ekki fyrr. Þetta kemur m.a. fram í grein- argerb meb ályktun fundarins þar sem bent er á ab allar vibbótar veibiheimildir verbi veiddar í kyrrstæb veibarfæri og því eigi ekki ab skerba veibirétt smábáta enn frekar. Þess í stab eigi ab halda því kerfi sem komib hefur verib á. í ályktun félagsfundarins er al- farib hafnab öllum hugmyndum Ný þjónusta í símakerfinu Ný þjónusta, símtalspöntun, hefur verið tekin í notkun í ai- menna símakerfinu. í henni felst ab hægt er ab panta sím- tal vib númer sem er á tali þegar hringt er í þab. Hver pöntun kostar 9,97 krónur. Símtalspöntun virkar þannig: Ef hringt er í númer sem er á tali, getur sá sem hringir nýtt sér símtalspöntun meb því ab ýta á 5 og leggja síðan á. Um leib og númerið losnar hringir síminn hjá þeim sem pantaði símtalib. Hann tekur upp símtó- lið og þá hringir í hinu númer- inu. Ef sá, sem pantabi símtalib, svarar ekki innan 10 sekúndna, þurrkast pöntunin út og sömu- leiðis ef númerib sem var pant- ab er enn á tali 45 mínútum eft- ir pöntunina. Hægt er að panta fimm sím- töl. Til að afpanta öll símtöl er ýtt á #37#. Til að afpanta ákveð- ib númer er ýtt á #37* síma- númerib slegib inn#. Gjald fyrir símapöntun er 9,97 krónur og gjaldfærist á númerið þegar þjónustan er pöntub. ■ um frekari kvótasetningu á króka- báta og skorab á sjávarútvegsráb- herra að tengja afla krókabáta vib núgildandi heildarafla í þorski. Jafnframt er því beint til rábherra ab sóknardagabátum verbi tryggbir í þab minnsta 82 sóknar- dagar, eins og nú er. í því sam- bandi er minnt á ab sameiginlegt þing hagsmunaabila í sjávarút- vegi, Fiskiþing, samþykkti sam- hljóða ab sóknardagar krókabáta yrbu ekki færri en 82. Fagnað er framkomnum hug- myndum sjávarútvegsrábherra ab afnema alla banndaga krókabáta og fækka tímabilum sóknardaga- báta. Ennfremur er mælt meb því ab áfram verbi úthlutab kvóta úr jöfnunarsjóbum. Hinsvegar lýsir fundurinn yfir hneykslan sinni á hugmyndum rábherra ab banna netaveibar á smábátum þribjung úr ári. Verbi þab að lögum, mundi rekstrargrundvellinum endanlega verba kippt undan þessum bátum og kvóti þeirra nýttur af „verk- smibjuskipum ofursægreifa", sem koma meb engan afla til vinnslu í landi. -grh Myndlista- og handíöaskólinn: Kynning á Alþjóðlegu leirlistavinnustof- unni í Kecskemét Janos Probstner, stofnandi og for- stöbumabur Alþjóblegu leirlista- vinnustofunnar í Kecskemét í Ungverjalandi, kynnir vinnustof- una í máli og myndum mibviku- daginn 14. janúar kl. 16.30 í Myndlista- og handíbaskólanum, Skipholti 1. Janos er gestakennari við skólann nú í janúar, eins og mörg undanfar- in ár. Hann mun ræða þá hug- myndafræði og starfsanda, sem hann byggir kennslu sína á, og þann jarðveg og hreyfingu sem Al- þjóölega leirlistavinnustofan spratt úr á áttunda áratugnum. Framúrskarandi leirlistafólk frá fimm heimsálfum hefur haft tæki- færi til að vinna saman í Kecskemét og hver þátttakandi hefur skilið eft- ir sig eitt listaverk í safni vinnustof- unnar. Anda vinnustofunnar er lýst þannig í nýlegri sýningarskrá: „í Kecskemét hefur verið unnið að því í hartnær tuttugu ár að skapa Museion í eiginlegri merkingu orðs- ins; helgan stað þar sem unnt er að nálgast uppsprettu hugljómunar, þar sem gildi eru varðveitt og heiðr- uð, þar sem fullkomnun verka þeirra sem á undan gengu er þeim nýkomnu hvatning, þar sem safnið er í þjónustu listsköpunarinnar." ■ Reynir jónsson. Nýr trygg- ingayfir- tannlækn- ir rábinn Reynir Jónsson tannlæknir hefur verib ráðinn trygginga- yfirtannlæknir hjá Trygginga- stofnun ríkisins frá 1. febrúar nk., en Þorgrímur Jónsson lætur þá af störfum sem trygg- ingayfirtannlæknir fyrir ald- urs sakir. Ellefu tannlæknar sóttu um stöðuna og var fengin sérstök hæfnisnefnd til að meta um- sækjendur. Nefndin taldi fimm umsækjendur hæfasta og var Reynir Jónsson þar á mebal. Reynir lauk prófi í tannlækn- ingum frá Háskóla íslands árib 1981. Á árunum 1981-1982 var hann skólatannlæknir í Reykja- vík. Reynir lauk framhaldsnámi í tannvegsfræðum frá Man- itobaháskóla í Winnipeg í Kan- ada árib 1985 og hlaut sérfræbi- leyfi í tannvegslækningum á Is- landi sama ár. Frá desember 1985 hefur hann rekib eigin tannlæknastofu í Reykjavík. Reynir kenndi tannvegsfræbi vib Háskóla Islands frá 1986- 1989 og hefur nú kennt þar frá árinu 1994. Eiginkona Reynis er Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir. Þau eiga fjögur börn. Kristín Þórðardóttir Kristín Þórðardóttir var fcedd á Uppsölum í Súðavíkurhreppi 29. júní 1904. Hún lést að EIIi- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 14. janúar s.l. Foreldrar hennar voru Halldóra Rögnvaldsdóttir, bónda Guð- tnundssonar á Uppsölum, og Þórð- ur, sjómaður og fonnaður, Krist- jánsson Þórðarsonar, alþingis- manns í Hattardal. Kristín var þriðja í röð eftirfarandi systkina: Ósk, f. 11. júlí 1901; Guðrún, f. 3. janúar 1903, d. 1985; Kristján, f. 23. júlí 1905, d. 20. ágúst 1916; Rögnvaldur, f. 10. janúar 1907, d. 19. desember 1962; Ásdís María, f. 10. rnars 1908, og Vilborg Sig- urrós, f. 10. maí 1909. Þann28. maí 1940 giftist Krist- ín Eiríki Daníelssyni, bónda á Fossi í Staðarhreppi, V.-Hún. Ei- ríkur lést 14. desember 1953. Syn- ir þeirra eru Sigurður múrara- meistari, f. 27. sept. 1940, ogÞór- hallur húsasmíðameistari, f. 10. október 1946. Böm Sigurðar eru: Eiríkur Sig- urðsson, f. 7.7. 1963; Hrafn Sig- urðsson, f. 21.7. 1964, d. 5.7. 1981; Hörður Sigurðsson, f. 17.7. 1966, og Svavar Sigurðsson, f. t MINNING 30.3. 1969. Böm Þórhalls em: Hörður Þórhallsson, f. 27.4. 1967; Kristín Eva Þórhallsdóttir, f. 29.7. 1972, og Auður Þórhalls- dóttir, f. 21.8. 1985. Barn Harðar Sigurðssonar er Kristín Viðja Harðardóttir, f. 11. júm' 1994. Hver er sem veit, nœr daggir drjúpa, hvar dafnar frœ, sem ná skal haest. Hver er sem veit, nœr knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað guði er naest. (E.B.) Með Kristínu Þórðardóttur er fallin frá ein af hversdagshetj- um þessa lands, komin af sterk- um vestfirskum stofnum, hert- um í aldanna rás vib lífsskilyrbi eins og þau gerast erfibust á okkar landi. Hún var í hópi þeirra, sem rækja sitt hlutverk hér á jörbinni eins og skyldan býbur, án fyrirgangs og hávaba, án kröfugerbar til annarra, án þess ab heimta ætíb daglaun ab kveldi og í fullri sátt vib um- hverfi sitt og samferbamenn. Horfin er kona heibarleika, gób- vilja og skyldurækni, sem bar virbingu fyrir öllu sem lifir og hrærist. Kristín hafbi mjög ríka rétt- lætiskennd og kunni ekki ab gera skilsmun á „háum" og „lágum", enda gat hún orbib æbi hvassyrt, fyndist henni hallab á þá sem minna mega sín. Undirritubum sýnist reynd- ar ab þeir eiginleikar séu býsna ríkir í fari þeirra, sem teljast til Arnardalsættar eins og Kristín Þórbardóttir, og ab fólk af þeim meibi sé gjarnan ómyrkt í máli, finnist því ójöfnubi beitt. Kristín ólst upp á mann- mörgu heimili ab Uppsölum í Seyðisfirði vib Djúp í skjóli for- eldra sinna og móburforeldra. Þar ríkti glabværb meb hæfilegri stjórnsemi og menningarlegu ívafi, enda var Rögnvaldur afi hennar vel gefinn og skáld- mæltur og kenndi gjarnan börnunum á sínu heimili sjálf- ur. Sérstaklega var öll tónlist og söngur í hávegum höfb og lifir þab vibhorf enn hjá afkomend- um þeirra hjóna frá Uppsölum. Sjálf bjó Kristín yfir mikilli kímnigáfu og hafði reyndar ágæta leikhæfileika, sem birtust sérstaklega í eftirhermum ab þeirra tíma hætti. Hún las mikib og var frób um menn og mál- efni. Upp úr fermingu fór Kristín ab vinna fyrir sér og fór fljótlega til Reykjavíkur, þar sem hún var í vist eins og þá var títt. 1940 giftist hún svo Eiríki Daníels- syni, sem þá var ekkjumabur og bjó á Fossi í Hrútafirbi. Meb Ei- ríki átti Kristín tvo syni, sem fyrr er getib. Eftir ab Eiríkur andaðist fluttist Kristín til Reykjavíkur, þar sem hún hefur dvalist eftir þab, nú seinast á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Undirritabur kvebur hér mób- ursystur sína, sem hann á margt gott upp ab unna frá sinni barn- æsku, þegar „Stína frænka" ab- stobaði systur sína við erfitt uppeldi barna hennar. Sérstak- lega er mér minnisstæb ferb á 8 ára aldri meb Kristínu á æsku- stöbvar hennar í Seyðisfirbi vib Djúp og sumarlöng dvöl þar. Sá tími var á við langa skólagöngu og sannfærir undirritaban stöb- ugt betur um að menntun og menningu er ekki eingöngu ab finna í skólum. Kristín átti stór- an þátt í að opna augu ungs drengs fyrir dásemdum íslenskr- ar náttúru, fyrir fagurri tónlist og ekki síst ab glæba áhuga hans fyrir okkar fagra móðurmáli. Fyrir þetta er þakkab, þótt seint sé. Hver er að dómi œðsta góður, — hver er hér smár og hver er stór? í hverju strái er himingróður, í hverjum dropa reginsjór. (E.B.) Ég bib guð að blessa minn- ingu Kristínar Þórbardóttur. Sonum hennar og þeirra fjöl- skyldum votta ég dýpstu sam- úb. Finnbogi Eyjólfsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.