Tíminn - 24.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1996, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 24. janúar 1996 5 Sigurjón Cuömundsson: A hvaða leið eru dómstól- ar þessa lands? Þann 20. nóv. sl. féll í Héraös- dómi Reykjavíkur dómur í máli fimm hreppa á Blöndu- virkjunarsvæöi gegn Landsvirkjun. Mál þetta var hafiö af hálfu hreppanna, vegna þess aö Lands- virkjun neitaöi aö greiöa út bætur vegna fallréttinda, eða virkjunar- réttinda, á Eyvindarstaðaheiöi og Auðkúluheiöi. Þessi mál voru rekin sem tvö að- skilin mál, sitt fyrir hvora heiði. Bólstaðarhlíðarhreppur í A.-Hún. og Lýtingsstaðahreppur og Seylu- hreppur í Skagafiröi voru stofnend- ur vegna Eyvindarstaðaheiðar. Svínavatnshreppur og Torfalækjar- hreppur í A.-Hún. voru stofnendur vegna Auökúluheiðar. Eg mun hér gera aö umtalsefni þá niöurstöðu dómsins er snýr að Ey- vindarstaöaheiöi. Skemmst er frá aö segja aö dómsniðurstaða er sú að Landsvirkjun er sýknuð af öllum kröfum áöurtalinna hreppa. Ekki þarf að lýsa því að þessi nið- urstaða varð mér og mörgum öðr- um veruleg vonbrigði. Mál þetta var dómtekið í Héraðs- dómi Reykjavíkur dagana 23. og 24. október síðastliðinn. Lögmaður hreppanna allra var Jónatan Sveins- son hrl. Lögmaður Landsvirkjunar var Hreinn Loftsson hrl. Undirrit- aður var til kvaddur ásamt fleiri norðanmönnum vegna vitna- leiðslna. Fylgdist ég því með öllum málarekstri þessa daga. Ég taldi lögmann okkar, Jónatan Sveinsson, flytja þessi mál öll með rökfestu og einurð. Því óskiljanlegri er sú dómsniðurstaða að áður- greindir hreppar eigi aðeins beitar- rétt og veiðirétt í vötnum. Dómurinn sem slíkur viröist að engu gera þann mun, sem til þessa hefur veriö gerður á réttarstöðu eig- enda afréttarlanda, hvort þeir hafa í höndum lögleg afsöl kaupsamn- inga, eba styðjast eingöngu við af- not viðkomandi afréttarlanda frá fornu fari. I dómsorbi segir orðrétt: „Efni og orðalag kaupsamninga, sem um ræðir í málinu, sker eigi til fullnustu úr um það hvort stefn- endum hafi vexið afsalað full- komnu eignarlandi eða einungis af- réttareign, þótt hið síðara verði lík- legra talið." Dómurinn virðist því leggja þær sönnunarkröfur á eigendur afréttar- Ianda, hvað varðar beinan (full- kominn) eignarrétt á slíkum land- svæðum, ab í raun sé þess enginn kostur aö verba við þeim. Með öðr- um orðum, I.andsvirkjun og ríkis- valdið viðurkenna ekki fullan eign- arrétt á landi, nema það sannarlega tilheyri landareign lögbýla eða bú- jarða samkv. 1.2. gr. vatnalaga nr. 15/1923. Hvort til sé tvennskonar eignar- réttur á landi, þar sem öll heimild- arskjöl eru fyrir hendi, verba lög- fróðir menn að svara. Stefnendur málsins reistu kröfur sínar gegn Landsvirkjun á því að þessir hreppar eigi afréttarlandið Eyvindarstaðaheiði meö öllum gögnum og gæðum að engu undan- skildu, samanber afsal útgefib 30. ág. 1897, sem síðan var þinglýst 15. maí 1899. Lögmaður Landsvirkjunar gerði ab mínu mati lítiö úr þeim gögnum er fyrir lágu. Taldi t.d. óvíst hvort umrædd heiði hefði nokkru sinni legiö beint undir Eyvindarstaði í VETTVANCUR FYRRI HLUTI „Dómurinn sem slíkur virðist að engu gera pann mun, sem til þessa hefur verið gerður á réttarstöðu eigenda afréttarlanda, hvort þeir hafa í höndum lögleg afsöl kaupsamn- inga, eða styðjast ein- göngu við afnot viðkom- andi afréttarlanda frá fomufari." Blöndudal. Ræddi mikið um næsta óljós mörk heiðinnar og fjarlægö frá byggð. Skal nú reynt að nokkru að fara ofan í saumana á þessu ágreinings- atriði. Á Eyvindarstabaheiði var og er örnefni svonefnt Eyvindarstaðasel. Það var nánar tiltekið á bakka Galt- arár sunnanverðum, ofanvert við Langaflóa. Selrúst þessi var allmikil um sig og skar sig glöggt úr öðru Frá Blönduvirkjun. umhverfi. Því miður er þessi rúst á kafi í miðlunarlóni Blöndu ásamt því góða heiðarlandi er þar var um- hverfis. í sagnaþætti, sem Jónas Illugason frá Bröttuhlíð ritaði og nefndi „Um- merki og örnefni í Húnaþingi", undir fyrirsögninni „Á Eyvindar- staðaheiði", kemur margl athyglis- vert fram. Jónas færir fram gild rök fyrir því að Úlheiðin, þ.e. svæðið norðan Galtarár, hafi til forna verið heimaland Eyvindarstaða í Blöndu- dal. Til hafi verið skjöl er sönnuðu þab ab hluti svonefnds Flatafjalls hafi tilheyrt Eyvindarstöðum. Sé þetta rétt, var komin bein og órofin tenging við heiðarlandiö. Ýmislegt bendir til að þetta geti staöist. Á vestanverðu Flatafjalli var svo- kallaður Þríhyrningur, er á seinni tímum var talib „einskismanns- land". Jónas var á Sellandi 1883 til 1886. Deila reis um hver ætti að vinna tófugreni er þar fannst. Þetta var í tíb Ólafs Tómassonar bónda á Eyvindarstöðum. Hann leysti deil- una með því að leggjast sjálfur á grenið. Jónas heldur áfram með lýsingu á afréttarlandinu. Landið sunnan Galtarár, nánar tiltekið milli Galtar- segir hann um selfarir í 3. bindi á bls. 12: „Algengast virðist hafa verið að bændur gerðu sér sel í útlendum jarða sinna og skirrðust heldur við langræði. Sellöndin voru í annan stað einskonar milliland byggðar og afréttar." Forn lög taka fram að eigi megi gera sel í afrétt og lágu viðurlög við því, þó ab sá er svo gerbi ætti afrétt- ina eba hlutdeild í henni. Þyrftu menn að sækja til selja sinna yfir lönd annarra, giltu um það ákveðn- ar umferðarreglur (Jónsbók, útgáfa 1904, bls. 172 og 176). Ég held því fram að öll rök hnígi að því að Eyvindarstaðaheiði fram að Galtará hafi verið fyrrum heima- land jarðarinnar Eyvindarstaða í Blöndudal. Bragi Sigurjónsson rekur það í riti sínu um selfarir að þær hafi verið al- menn búregla frá álibinni land- námsöld og fram um 1400. í drep- sóttum, einkum Svarta dauða 1402 til 1404 og fleiri landfarsóttum á 15. öld, hafi hrakað svo búskap landsmanna að selfarir hafi víða lagst af. Ekki verbur getum ab því leitt hvenær Eyvindarstaðasel aflagðist, en trúlega hefur ekki verib þar sel- staba á seinni öldum. Alllangt var að sækja, en þó góð leiö frá náttúr- unnar hendi. Og ekki þarf að efast um hagagæðin, því þar var einn skjólsamasti og best gróni hluti neiðarlandsins. Því var haldið fram í málflutningi af lögmanni Landsvirkjunar, að Landsvirkjun væri búiri að greiða háar fjárhæðir til heimamanna, vegna samnings um Blönduvirkjun frá 15. mars 1982. Þar var einkum nefnt til uppgræðsla lands, girðing- ar, heiðarvegir, brýr, gangna- mannaskálar og rannsóknir vegna veiðimála. Þetta eru kunnar staðreyndir, en allmikill hluti þessara fjárhæða hlýtur að falla inn í eðlilegan virkj- unarkostnað. Ekki var deilt um þab að virkjun- araðila bæri að bæta það sem hann sannarlega eyðilagbi, eins og t.d. tvo gangnamannaskála og hesthús og vegi er fóru á kaf í miðlunarlón Blöndu. Einnig má benda á að mjög dýr vegur upp úr Blöndudal inn á virkjunarsvæðið var algjör nauðsyn virkjunaraðila sjálfs. Einnig styrk- ing vegar frá Blönduósi um Svín- vetningabraut að stöbvarhúsi vib Eiðsstaði. Þab er raunalegt til þess að vita ab ríkisfyrirtæki skuli nota slíkan mál- ár og Haugakvíslar, „gjarnan nefnt milli kvísla", hafi veriö hin upp- runalega Eyvindarstaðaheiði. Land- svæðið milli Haugakvíslar og Ströngukvíslar hafi til forna verið nefnt Álfgeirstungur, en á síðari tímum hafi nafnið brenglast og breyst í Ásgeirstungur. Álfgeirstung- ur muni til forna hafa legiö undir Álfgeirsvelli í Skagafirði. Ekki er Jónasi kunnugt um hvernig þetta land komst undir Eyvindarstaði, en skilyrt mun það hafa verið, því Álf- geirsvellir voru fjallatollsfríir á með- an hann var greiddur. Jónas Illugason, kenndur við Bröttuhlíö, var af öllum talinn sagnasjór og stálminnugur. Hann var fæddur að Botnastööum 12. júní 1865. Dó á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 31. júlí 1954. Sá ágæti fræðimaður, Magnús Bjömsson frá Syðra-Hóli, ritaði þátt um Jónas í bók sinni „Hrakhólar og höfuðból". Þar getur hann þess að áðurnefndur þáttur Jónasar hafi borist í hendur Matthíasi Þórðar- syni, fyrrum þjóbminjaverði. Hafi Matthías lokið miklu lofsorði á þessi skrif. Þáttur Jónasar mun liggja í hand- riti ásamt mörgu öðru á Héraðs- skjalasafni Húnvetninga á Blöndu- ósi. í hinu gagnmerka ritsafni Braga Sigurjónssonar „Göngur og réttir" flutning, sem er til þess fallinn að sverta bændur í augum þéttbýlis- búa, enda hafa fjölmiölarnir gripib allt slíkt fegins hendi gegnum tíð- ina og taliö heimamenn hafa fengið allar framkvæmdir á silfurfati. Ég vil taka fram að samskipti Landsvirkjunar og heimamanna í gegnum samráðsnefnd voru að mínum dómi góð. Samráðsnefnd var skipuð strax og virkjunarleyfi Blöndu var staðfest og hefur starfað til þessa dags. Ég átti þar sæti frá upphafi og til ársins 1994. Þar voru mörg ásteyt- ingsmál leidd til lykta og þá fyrst hleypur allt í baklás er Landsvirkjun á að greiða út bætur vegna fallrétt- indanna. í raun var það svo að mörgum sinum á virkjunartíman- um viðurkenndi virkjunarabilinn, þ.e. Landsvirkjun, fullkominn og óskoraðan rétt heimamanna á heib- arlandinu. Ég tek eitt dæmi þar um. í virkj- unarsamningi var samið um að Landsvirkjun byggði og kostaði gangnamannaskála og hesthús við Ströngukvísl á Eyvindarstabaheiði. Bygging þessi var hafin haustib 1984, ab afloknum göngum. Bygg- ingarflokkur var nokkuð kominn af stab með þetta verk, þegar bygging- arnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps sá ástæðu til að láta stöbva verkið vegna þess ab tilskilin leyfi vantaði. Landsvirkjunarmenn hlýddu þessu og framkvæmdir lágu niðri um hríð. Tæplega hefðu þeir gert það, ef þeir hefðu ekki talið að heimamenn hefðu ekki fullkomna réttarstöbu. Úr þessu vandræðamáli leystist svo að lokum. Byggingar- leyfi greitt og bygging þess varð og er Landsvirkjunarmönnum og verk- takanum til mikils sóma og heima- mönnum til hagsbóta. Seinni hluti þessarar greinar verð- ur birtur í Tímanum á morgun. Höfundur er bóndi á Fossum í Austur- Húnavatnssýslu. I BÍSfidwir’klucarsviiiíiÍ* 3 Lór.&v.cAíft 2 kíriíiM^fí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.