Tíminn - 24.01.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1996, Blaðsíða 8
8 Wrnmn Miðvikudagur 24. janúar 1996 fornleifafræöi Fengu Israelar hinir fornu eingyöistrú sína frá Egyptum? Voru forfeöur ísraela samtíningur fólks úr ýmsum áttum? Voru Gyöingar enn aö nokkru fjölgyöistrúar nœstum tveimur öld- um eftir herleiöing- una til Babýlonar? essi árin halda ísraelar upp á þaö a& 3000 ár eru li&in frá því a& Daví&, konungur ísraela hinna fornu, vann Jerú- salem og ger&i hana a& höfu&- borg sinni, samkvæmt hefb- bundnum sko&unum um þa&. í því samhengi hefur athygli nokkur beinst a& sögu ísraela hinna fornu og ekki síst því sem fornleifafræ&in hefur leitt í Ijós um þá sögu. Alltaf annaö veifiö fréttist frá Landinu helga af nýjum og athygl- isveröum uppgötvunum fornleifa- fræ&inga og þeir og a&rir fræ&i- menn draga svo ýmsar ályktanir út frá þeim. Fólk úr ýmsum áttum Mjög umdeilt hefur lengi veriö og er enn hve alvarlega eigi a& taka Gamla testamentiö og hinar ýmsu bækur þess sem sagnfræ&ilegar heimildir. Flestir — en ekki allir — fræðimenn nú á tímum eru sam- mála um að ættfeður ísraela (sam- kvæmt Gamla testamentinu), Abra- ham, ísak og Jakob, séu sagnaper- sónur einungis. Fræðimenn, forn- leifafræðingar, sagnfræðingar og aðrir, eru og líklega yfirleitt efins um að mikið sé leggjandi upp úr frásögnunum um þrældóm ísraela í Egyptalandi, brottför þeirra þaðan og drukknun faraós og hers hans í Rauðahafinu, er hann veitti þeim eftirför. í egypskum heimildum frá meintum tíma þeirra atburða (13. öld f.Kr.) er ekkert á þetta minnst. Margir vilja líta á Móse sem sagnapersónu aðeins, en nafn hans, 5em er egypskt, bendir frekar en hitt til þess að hann hafi verið uppi og til einhverra tengsla forfeðra ísraela við Egyptaland. Samkvæmt Gamla testamentinu unnu ísraelar Kanaanland, eins og Palestína fyrir tíð ísraela er nefnd í Biblíunni, með innrás og hernaði undir forystu leiðtoga síns er Jósúa hét. En fornleifafræbingar flestir telja nú aðjósúa hafi ekki eytt borg- irnar Jeríkó og Aí, því ab þær hafi verið í eyði þegar hann kom þang- ab. Og ekki nóg með það, heldur hafi hálendi Palestínu, sem varð kjamaland ísraela hinna fornu (Vesturbakkinn núverandi), veriö óbyggt ab mestu þegar þá á að hafa borið þar að garði (á 13. öld f.Kr.). Samkvæmt kenningum, sem nú eru ofarlega meðal fræðimanna, voru ísraelar ekki orbnir ísraelar, er þeir komu til Fyrirheitna landsins. Hér hafi verið um að ræða fólk, er komið hafi úr ýmsum áttum, úr öbrum hlutum Kanaanlands, aust- an af eyðimörk, norðan úr ríki Hit- títa (um 1600-1200 f.Kr., náði er það var mest yfir mikinn hluta Litlu-Asíu og Sýrland) og að sunn- an, þ.á m. frá Egyptalandi. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Fjölgyblstrúablr Gyblngar Frá Egyptalandi telur Israel Fink- elstein, fornleifafræðingur við há- skólann í Tel Aviv, að fólk þetta af ýmsum uppruna í hæöalandinu hafi fengið eingybishugmyndir sín: ar, sem smám saman urbu ríkjandi hjá því. Þaö er út af fyrir sig ekki ósennilegt. í trúarbrögbum Egypta voru slíkar hugmyndir ekki langt undan og einn faraóinn, Akhena- ten (laust fyrir miðja 14. öld f.Kr.), reyndi e.t.v. að koma þar á eingyð- istrú. Sigur eingyðistrúar á fjölgyð- istrú meðal Ísraela/Gybinga virðist hafa gengið hægt fyrir sig. Vitað er að um 400 f.Kr., næstum tveimur öldum eftir að útiegð Júdamanna í Babýlon hófst, voru á eynni Ele- fantínu í Níl Gyðingar, sem voru fjölgybistrúar og höfbu m.a. fyrir satt a& vestursemíska gyðjan Aséra væri kona Jahve. Gyðingar þessir voru. í nánum samböndum vib musterið í Jerúsalem, sem þá hafði verið endurreist fyrir rúmum hundrað árum. Um uppruna ísraela er einnig til sú kenning ab þeir hafi upphaflega verið Kanaanítar, sem á einhvern hátt hafi lent í andstöðu viö ríkj- andi trúar- og samfélagshefðir og skiliö sig frá meirihlutanum. Hvað sem því líður má telja víst ab á síbustu áratugum 13. aldar f.Kr. hafi verið til samfélag í Palest- ínu sem nefndist ísrael, því að þess er getiö þar í áletrun Merneptah Eg- yptakonungs frá árinu 1207 f.Kr. Stóryeldl sem aldrei var til? Á hinn bóginn vilja margir fræðimenn helst vísa stórveldi þeirra feðga Davíös og Salómós, sem og frægu ríkidæmi hins síöar- nefnda, í heim sagnanna. í ritub- um samtímaheimildum grann- landa, sem mikið hefur varðveist af, er ríkis þessa að engu getið, né heldur feðga þessara frægra, sem talið hefur veriö að hafi verið uppi frá síbari hluta 11. aldar til um 926 f.Kr. Á ríki þeirra ab hafa náb frá Rauöahafi að Efrat. Fornleifar frá þeim tíma benda til þess að þá hafi Palestína verið í lægð efnahagslega, Móse meö lögmáliö: kom hann e.t.v. meö eingyöistrú frá Egypta- landi? og ekki bendir það heldur til mikils veldis og ríkidæmis. Næstum engar ritaðar heimildir frá ísraelum hin- um fornu á þessum tíma hafa varð- veist, og má það undarlegt heita með hliðsjón af því, hve mikið menn skrifuðu þá í grannlöndum. Annaðhvort hafa ritaðar heimildir ísraelskar frá þessari tíð glatast eða ab þær hafa aldrei verið til. Með hliðsjón af þessu þótti tíö- indum sæta er ísraelskur fornleifa- fræðingur, Avraham Biran, fann árib 1993 svokallaða Tel Dan- áletr- un í minjahaug í Norður- Galíleu. I þeim texta, sem talinn er vera frá 9. öld f.Kr., telur Biran að komi fyrir „hús Davíðs" og sé þar átt við ætt Davíðs konungs eða kannski öllu heldur ríki hans. Þar með var talið aö komin væri fram fyrsta ritaða heimildin utan Biblíunnar fyrir því að Biblíusögurnar af Davíb og ríki hans væru á rökum reistar. Þar að auki mundi heimild þessi vera frá því ekki löngu eftir daga Salómós. Ýmsir fræðimenn, ekki síst mál- fræðingar, þ.á m. danski gamla- testamentisfræðingurinn Niels Pet- er Lemche, draga niöurstöður Bir- ans um þetta efni í efa. Þeir telja líklegra að með „húsi Davíös" sé átt við helgidóm eða borg, þar sem guð að nafni Davíð hafi verib til- beöinn. ísraelar kunni svo síðar að hafa gert Davíð þennan ab kon- ungi til þess ab verða sér úti um fortíbardýrð. Um þetta er líklegt að fræbimenn eigi eftir að deila lengi. Franskur fræbimaður. André Lemaire, sem rannsakab hefur þekkta áletrun á Móabítasteinin- um svokallaða (einnig frá 9. öld f.Kr.), heldur því nú fram að þar sé einnig vikið að „Davíös húsi". En ekki er sú niðurstaöa heldur óum- deild. Viðvíkjandi þeim feðgum, Davíb og Salómó, ætti kannski að vera óhætt að giska á — án þess ab full- yrða neitt — að þeir hefðu verib til og ráðib ríki nokkru, en að vegur þess hefði verib allmiklu minni en Gamla testamentið vill vera láta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.