Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Fimmtudagur 25. janúar 17. tölublað 1996 Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, heilsar Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigbisrábherra vib upphaf fundar þeirra ígœr. Engin formleg ákvörbun var tekin á fundinum en næsti fundur stjórnarinnar verbur haldinn eftir helgi. Tímamynd: cva Skagamönnum fœkkaö um T70 síöustu 3 árin og u.þ.b. 200 af 1.800 íbúöum á staönum til sölu: Nær níunda hver íbúð á Akranesi er nú til sölu Heilbrigöisráöherra um tillögur stjórnar Sjúkra- húss Reykjavíkur: Margar ill- framkvæm- anlegar Engar ákvar&anir voru teknar á fundi stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigbisráb- herra í gær þar sem stjórnin kynnti rábherra tillögur sínar til sparnaðar á sjúkrahúsinu. Ingibjörg sagöist eftir fundinn ekki vilja tjá sig efnislega um tillögurnar fyrr en hún hefbi rætt vib fulltrúa ríkisstjórnar- innar í stjórn sjúkrahússins, sem voru ekki á fundinum. Hún sagbist þó í fljótu bragbi séb telja ýmsar af tillögum stjórnar- innar illframkvæmanlegar og þá sérstaklega þær sem snúa ab umönnun langveiks fólks. Fyrir liggur ab Sjúkrahúsib verbur ab spara hátt í 400 millj- ónir á árinu og hafa stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur sagt ab uppsagnir fjölda starfsfólks séu óhjákvæmilegar til ab þab mark- mib náist. Stjórnin hefur sent frá sér ályktun þar sem hún vísar allri ábyrgö’af afleibingum sparnaöar- ins á hendur heilbrigöisyfirvalda. „Ég geri mér grein fyrir því ab til þess aö fullnægja þeim óskum og þörfum sem eru í gangi er þetta ekki nægilegt fjármagn. En þetta er fjármagnið sem vib höf- um og viö þurfum ab nýta þaö á sem bestan hátt," segir Ingibjörg. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur mun halda annan stjórnarfund fyrir mánaðamót. Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahússins, segist eiga von á að málin skýrist fyrir þann fund. -GBK Fáskrúösfjöröur: Ný loðnu- verksmibja Ný og afskastmikil lobnuverk- smibja hefur verib reist á Fá- skrúbsfirbi og er hún tilbúin ab taka á móti lobnu til bræbslu. Verksmibjan er meb þeim öflugri á landinu en hún mun geta af- kastab um 1000 tonnum á sólar- hring. Gísli Jónatansson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga segir að menn séu bjartsýnir á framtíb bræðslunnar, enda hefur verð á mjöli og lýsi verið hagstætt og góðar horfur um vertíðina. Hinsvegar er enn lítiö ab hafa á loð- numibunum, eöa litlu meira en kropp í flottroll. Enn sem komið er hefur afli í nót verið lítill sem eng- inn. Reiknaö er meb ab 12-15 manns muni vinna við verksmiðjuna sem keypt var erlendis frá. Vinna vib uppsetningu' verksmiðjunnar stób yfir nær allt síðasta ár. Helstu eig- endur nýju verksmibjunnar eru Búbahreppur, VÍS, Olíufélagib, Út- vegsmannafélag samvinnumanna og Lífeyrissjóður Austurlands. Ákvebib hefur verib að leggja eldri verksmiðjuna á staðnum niður en hún verður þó notuö í vetur til beinabræðslu. -grh I kringum 200 íbúbir og íbúbar- hús á Akranesi eru til sölu, ab mati Daníels Rúnars Elíassonar fasteignasaia. Þar sem íbúbir á Akranesi eru alls kringum 1.800 þýðir þetta ab kringum 9. hver íbúb á stabnum er föl — sem mundi t.d. samsvara 6.500 föl- um íbúbum á höfuðborgar- svæbinu. Daníel segir ástandib hafa ver- ið þessu líkt í nokkurn tíma. Enda lítið komið af nýju fólki í bæinn, en fremur á hinn veginn að fólk hafi farið brott. í ljósi þess, og miðað við atvinnuástand og ann- aö, sé raunar mesta furða hvernig salan er. „Þetta er þó aðallega skiptimarkaður, en lítið um beina sölu, enda lítið um að fólk sé að flytja í bæinn. Og unga fólkið er líka lítið í fasteignakaupum, það er „hótel mamma" sem heillar þar. Ungt fólk vantar fjármagn til þess að geta komið sér út á fast- eignamarkaðinn og ekki hjálpaöi til að þeir fóru ekki nema upp í 70% með húsbréfalánin, í stað 75% eins og búiö var að lofa. Þannig að ungt fólk sem er að byrja búskap fer fremur út á leigu- markaðinn," sagði Daníel Rúnar. Og þetta hafi síðan leitt til þess að upp á síðkastiö sé orðiö erfitt ab fá leiguhúsnæöi. íbúðasala í dag fari mikib þann- ig fram að eign komi á móti eign, og jafnvel stundum 3 til 4 eignir í keöju. „Já, þó nokkub er um að fólk sé aö minnka við sig í hús- næði og sömuleiðis að fólk sé að sækjast eftir skuldbreytingum. Það selur til þess að reyna að koma sér í hagstæðari lán," segir Daníel Rúnar. Samkvæmt mann- fjöldatölum Hagstofunnar hefur fólki fækkað á Akranesi síöustu þrjú árin, samtals um 170 manns. Það gæti svarað til u.þ.b. 50 brott- Flokksþing Alþýbuflokksins sem haldib er annab hvert ár, venju- lega ab vori til, verbur trúlega ekki haldib í vor eins og reiknab hafbi verib meb. Nú virbast allar líkur á ab því verbi frestab til haustsins, eins og landsfundi Sjálfstæbisflokksins. Framundan er hins vegar 80 ára afmæli Al- þýbuflokksins og jafnframt Al- þýbusambands íslands, sem stofnub voru saman 12. mars 1916 og voru í raun eitt allt til ársins 1940. fluttra fjölskyldna umfram að- fluttar. Að söluerfiðleikar hafi kannski haldið fólki á staðnum, þannig aö ennþá fleiri væru farnir ef auð- veldara væri að selja eignir, telur Daníel Rúnar ekki mikið um. „En sumir hafa fariö og leigja þá hús- næði sitt og einnig er nokkuð um að menn sæki vinnu héðan til Reykjavíkur. Þeir eru þá að hinkra eftir að geta selt." Meginástæða fólksfækkunar og Afmælisnefnd hefur verið starf- andi í umbobi framkvæmdastjórnar flokksins, skipuð þeim Petrínu Baldursdóttur, Valgerði Guðmunds- dóttur og Arnóri Benónýssyni. Nefndin hefur nú sagt af sér, en ekki í neinu fússi, fullyrðir Petrína Bald- ursdóttir. Á framkvæmdastjórnar- fundi flokksins í vikunni kom for- maður, Jón Baldvin, með uppá- stungu um tvo reynda menningar- menn til ab sjá um afmælishald flokksins. Þarna var um ab ræða þá Arnór Benónýsson og Jakob Magn- sölutregðu er slakt atvinnu- ástand, m.a. vegna sölu á togara. „Okkur vantar því eitthvað til aö halda í fólk og að fá nýtt fólk í stað þeirra sem fara. Því við erum meö mjög mikla þjónuStu hér á staðnum og erum mjög vel sett aö því leyti. Það sem fólk bíður nú eftir er aö hingað komi álver til þess að hleypa nýju lífi í atvinnu hér á svæðinu," sagði Daníel Rún- ar Elíasson fasteignasali. ■ ússon sem báðir eru vanir menn í slíku tilstandi. „Málib er það ab við þrjú tókum að okkur ab vera í þess- ari nefnd. Meiningin var að sam- tvinna afmæliö og flokksþingiö. Svo var komin ósk um að halda af- mælið 12. mars en fresta flokks- þinginu. Þegar svona var komiö ákváðum við í nefndinni að sá aöili sem var kominn í málib héldi áfram. Hjá okkur er engin fýla eba beiskja í gangi eins og fólk hefur veriö að halda," sagbi Petrína Bald- ursdóttir í Grindavík í gær. - JBP Alþýöuflokkurinn: Vilji til aö fresta flokksþingi til hausts, en 80 ára afmœli fagnaö undir stjórn Arnórs Benónýssonar og Jakobs Magnússonar: Áfmælisnefnd sagði af sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.