Tíminn - 25.01.1996, Síða 4

Tíminn - 25.01.1996, Síða 4
4 Rmmtudagur 25. janúar 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerö/prentun: Tímamót hfi jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vímuefnaneysla unglinga Vímuefnanotkun unglinga er vaxandi áhyggjuefni. Ógnvekj- andi tölur hafa verið ab birtast um útbreiðslu þessa vanda- máls nú síðustu daga, og sérstaklega er sláandi aukning á E- pillunotkun meðal ungs fólks. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, hefur orðað það svo að þessi mál hafi farið úr böndunum í fyrra. Eftir sem áður er útbreiddasta vímuefnib áfengi og það er í áfenginu sem upphafs ógæfu ungmennanna er yfirleitt að leita. Nú er svo komið að í nokkur ár hafa meðaltalstölur sýnt ab áfengisneysla unglinga hefst við 14 ára aldur og stefnir jafnvel enn neðar. Víða um land safnast unglingar saman til drykkju, sjálfum sér og öðrum til skaða, jafnvel varanlegs skaða. Margsannað er að áfengib er í flestum tilfellum undan- fari annarrar neyslu, og svo viröist sem hörð vímuefni, s.s. E- pillan illræmda og önnur amfetamínefni, séu mun útbreidd- ari meðal æskunnar en við höfum til þessa haldið. Lengi hefur það verið lenska að varpa ábyrgðinni af fíkni- efnavörnum og áfengisvörnum alfarið yfir á opinbera eða hálfopinbera aðila og segja að skólakerfið, heilbrigöiskerfið eða félagskerfið hafi á einhvern hátt brugðist. Nú síðast hefur forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins kallað eftir opin- berri stefnumörkun í þessum málum. Stjórnvöld hafa brugð- ist við, á ríkisstjórnarfundi í vikunni var vímuefnamáliö tek- ið upp og ráðherrar urðu sammála um að samræma aðgerðir til að gera þær markvissari. Bæði dómsmála- og heilbrigðis- ráðherra hafa sett fram tillögur um aðgerðir og ber vitaskuld aö fagna slíku. En þó opinberir aðilar megi vitaskuld ekki sofna á verðinum, má ekki vanmeta hina gríðarlegu ábyrgb foreldra í þessum efnum. Það er kannski fyrst og fremst þeirra hlutverk að vera fyrst til að bregðast við þeim þjóðfélagsvágesti, sem nú knýr með offorsi dyra hjá börnum þeirra. Hins vegar er trúlegt að menn standi örlítið ráðvilltir gagnvart svona yfirþyrmandi hlutum og efist um að þeir kunni skil á réttum viðbrögbum og upp- eldisaöferbum. í nýútkominni bók, „Lengi muna börnin", sem er loka- punktur í átakinu Stöðvum unglingadrykkju, segja höfundar m.a. í formála: „Uppeldi er ekki einfalt mál, satt er það, og ótrúlegustu flækjur og árekstrar geta komið upp á. Það er samt engin ástæða til að gera málið flóknara en það er. Sann- leikurinn er sá að langflestir foreldrar í okkar þjóðfélagi eru i góðu sambandi við börnin sín, uppeldið vefst lítið fyrir þeim og allt gengur eins og af sjálfu sér. Það er þó of algengt að eitt- hvað fari úrskeiðis, foreldrar geri mistök sem e.t.v. hefði mátt afstýra með réttum upplýsingum og góðum vilja. Uppeldi krefst tíma og fyrirhafnar, hjá því verður ekki komist. Þeim tíma, sem varið er með börnum, er vel varið, það skynja for- eldrar venjulega betur eftir því sem árin líða. Það, sem við leggjum inn í dag, skilar sér með vöxtum síðar. Því er mikil- vægt að innleggið sé gott og vextirnir jákvæöir. Foreldrar þurfa því gott sjálfstraust til að geta verið sjálfum sér sam- kvæmir, ákveönir og sterkir í sínu mikilvægasta hlutverki, uppeldinu. Foreldrar með gott sjálfstraust er trúlega einhver besta gjöf sem barni getur hlotnast." Hér er mikill, en einfaldur sannleikur á ferðinni. Að sjálf- sögöu er ekki með öllu hægt að koma í veg fyrir „mistök", sem bókarhöfundar kalla svo, í uppeldi og alltaf hljóta að verða til ákveðin vandamál tengd unglingsárunum. En spurningin er hvortviö höfum ekki öll — þjóðfélagið allt, hið opinbera og foreldrar — lagt allt of litla rækt við uppeldis- hlutverkið og séum þvi að súpa seyðið af því með hinni vax- andi neyslu vímuefna sífellt yngri barna. Sérstök ástæða er til að fagna því frumkvæði, sem hópar og samtök fólks hafa tek- ið í þessum efnum, til að styðja við þaö sem opinberir aðilar hafa gert. Það, sem þó þarf til þess að gera gæfumuninn, er al- menn hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu, hugarfarsbreyting sem snýr ab börnum og unglingum, setur fjölskyldumálin framar í forgangsröðina. Slík hugarfarsbreyting myndi líka leiða til og styðja hugarfarsbreytingu hjá unglingum. Hugar- farsbreytingu sem fæli í sér að það yrði hallærislegt að vera í vímu, en smart að vera allsgábur. Áfengisraunir ritstjóra Þeir eru margs kyns mann- kynsfrelsararnir. Innan kirkj- unnar rísa þeir nú upp hver af öðrum og gera sér mat úr því að nudda sér utan í Krist. Þar standa uppi menn með grát- stafinn í kverkunum og kvöl og pínu frelsarans á vörunum og boða meinlætalifnað og leiðindi og úthúða „marsíp- anguðfræði" og öllu því sem fólki gæti þótt skemmtilegt í kristnihaldi sínu. Þessi flokkur hefur í munni al- þýbunnar fengið nafnið harðlífisprestar og þykir síst skárri en flokkur munnræpupresta, sem eins og viðurnefniö bendir til tilheyra hinum öfgum þessarar stéttar. En nú er gamalkunnur mannkynsfrelsari af allt öðrum vettvangi stabinn upp eftir nokkurt hlé og virðist smitaður af brennheitum bannfæringarkrafti og harðlífi vandlætingarinnar. Hinn endurvakti lausnari er enginn annar en Jón- as Kristjánsson, sem ritar leiðara í blað sitt DV í gær og er þar greinilegt að áfengisböl „heimsins hvílir á honum eins og fjölskylduáhyggjur smærri mönnum", svo umorðuð sé gömul lýsing Hall- dórs Laxness á Jóhanni Jónssyni. Þurrkun róna I leiðara sínum bendir Jónas á sögulegt tækifæri íslendinga til að bjarga umheiminum frá áfengis- bölinu, og telur ritstjórinn að „þurrkun róna" gæti orbið mikil útflutningsgrein. „Það dylst eng- um íslendingi, sem gengur um götur Kaup- mannahafnar og London, að ótrúlega margir eru þar rúnum ristir af völdum langvinns bjór- þambs," segir Jónas áhyggjufullur. Og í vísinda- legri samanburðargreiningu sinni á Vesturlönd- um og Rússlandi segir hann: „Mesti munurinn felst í, að á Vesturlöndum er talið við hæfi að rón- inn haldi haus og sé viömælandi. íslenzkir fyrir- menn hafa tamið sér svipaðar siðareglur, þótt al- múginn veltist um á svonefndum skemmtistöö- um. En í Rússlandi sést vín greinilega á háum sem lágum." Og í tilefni af yfirlýsingum utanríkisráð- herra og utanríkisráðuneytis- ins, sem lýst hefur vanþóknun á fyrri leiðurum Jónasar um áfengismál í rússneskri stjórn- sýslu, hnykkir hann enn á og segir: „Þetta er ekki fagurfræði- legt áhyggjuefni, heldur fyrst og fremst stórpólitískt. Þab er alvarlegt, að stjórnsýsla Rúss- lands skuli fljóta í brennivíni. Það er áhyggjuefni, að þar taka valdamenn ákvarðanir í ann- arlegu ástandi, svo sem skýrt sést í sjónvarpi á Rússlandsforseta." Samviska heimsins Þab er ekki létt verk ab vera samviska heimsins í áfengismálum, enda mikill mæðutónn í skrifum Jónasar og augljóst ab þar fer maður sem þjáist vegna magnleysis síns við ab leiða rónum heimsins í ljós sannleika málsins. Hann hefði í raun getað kallað leiðara sinn „Afengisraunir mínar" í staðinn fyrir „Áfengis- raunir Rússlands". En eins og sönnum mannkynsfrelsara sæmir, hlýtur Jónas — úr því hann getur ekki þurrkab upp róna heimsins — að velja næst besta kostinn í stöðunni. Sá kostur er að gerast píslarvottur og fórnarlamb hinnar heimssögulegu baráttu fyrir áfengislausum heimi. Því var aldrei um annað að ræða — eftir að utanríkisráðuneytið hafði bland- að sér í málið og umræða skapast um að hugsan- lega mætti lögsækja ritstjórann fyrir niðrandi um- mæli um erlendan þjóbhöfðingja — en að ítreka fyrri skoðanir og baráttumál í enn einum leiðar- anum. Þab yrbi vitaskuld heimsfrétt, ef íslenskur ritstjóri yrði ákærður fyrir að kalla Jeltsín róna og barátta Jónasar gegn áfengisbölinu fengi í leiðinni alþjóðlega skírskotun. Það spillir ekki þessum písl- arvættisáformum að birta leiðarann daginn sem íslensk sendinefnd fer til Moskvu til viðræðna um milliríkjamál, því búast má við ab með svo út- hugsaðri tímasetningu fáist sterkust viðbrögð frá utanríkisráðuneytinu. Garri GARRI Útlendingar Atvinnurekendur sækja fast að fá erlent fólk til starfa við fyrirtæki sín. Þrátt fyrir allan bölmóðinn um atvúnnuleysi vantar fólk til ýmissa starfa, sem íslendingar vilja ekki eða geta ekki leyst af hendi. Dæmi um það er ígulkerafabrikkan sem var flutt úr Hólminum í Njarðvíkur. Verkafólkið fyrir vestan sá á eftir vinnunni suður, og þrátt fyrir magnað atvinnuleysi á Subur- nesjum þarf ab flytja sjö tugi Ta- ílendinga þangað til að vinna í ígulkerum. Atvinnurekendur segja aðra ekki kunna til verka. A síðasta ári fengu um 1200 út- lendingar frá löndum utan EES og ESB atvinnuleyfi hér á landi. Þar af fengu 130 manns ný leyfi til ab starfa við fiskvinnslu og er það fjölmennasti hópurinn sem starfar við tiltekna atvinnu- grein. Leyfi annarra voru fram- lengd og vinnur um þribjungur útlendinganna við fiskverkun. Sú atvinnugrein, sem næststærsti hópurinn vinnur við, em íþróttir, sem eru glæsilegasti vaxt- arbroddurinn í íslensku athafnalífi. Opinberir íþróttastarfsmenn 47 útlendingar fengu ný atvinnuleyfi á árinu til að þjálfa íslensk lið og leika í þeim sem atvinnu- menn. Þetta sýnir að sjálfsögðu hve aftarlega á merinni Mörlandinn er í íþróttum. Útlendir þjálfarar taka þeim innfæddu langt fram og atvinnumönnum eru greidd góð laun fyrir að leika með íslensku lið- unum og styrkja þau. Til sanns vegar má færa að atvinnumennirnir í íslensku keppnisliðunum séu opinberir starfs- menn. íþróttirnar eru reknar að miklu leyti fyrir opinbert fé og einkaleyfi á skattfrjálsu fjárhættu- spili. Sveitarfélögin eru einn helsti atvinnurek- andinn á þessu sviði. í greinum eins og körfubolta eru þau lið sigur- stranglegust sem hafa efni á að launa lengstu og bestu Bandaríkjamennina. Þau sveitarfélög, sem gera út keppnisliðin, bjóða í leikmenn og þjálfara í skítverkum hvert frá öbru og frá útlöndum til að geta bakað helvítin í nágrannakaupstaðnum. Er ekkert til sparað til ab vinna í íþróttakeppni og er innflutn- ingur erlendra atvinnumanna liður í metnaðar- fullri íþróttastarfsemi. Einkavæbing? Samtímis því að atvinnugreinin blómgast, minnkar áhugi áhorf- enda og tekjur af þeim hrapa í öf- ugu hlutfalli við tilkostnaðinn og fjölgun atvinnumanna utan úr heimi. En það gerir ekkert til, því það hefur aldrei verið meiningin að græba á opinberum starfs- mönnum, eins og á keppnisliðum í útlöndum sem eru rekin af hlutafélögum. Það væri athugandi fyrir áhugamenn um að draga úr op- inberum umsvifum ab einka- væða þann mikla atvinnuveg sem íþróttirnar eru. Það væri ekki vitlausara að frjálsa framtakið fái að njóta sín þar, en til dæmis í bankarekstri og mjöl- vinnslu. Engin könnun hefur verið gerð á því hvort ís- lendingar eru ófærir um að vinna í fiski eða stunda íþróttir, og lítið botna þeir í málunum hjá félagsmálaráðuneytinu, sem horfa á eftir atvinnu- leysisbótunum í Islendinga en atvinnunni til út- lendinga. Annars er það vel við hæfi að fólk af konunga- kyni fái aökeypt vinnuafl til að vinna skítverkin. Slorslubbið fer ekki vel í alla og það þarf rumpulýð til ab starfa að keppnisíþróttum. í þeim góða sjónvarpsþætti 60 mínútum, sem sýndur var á Stöð 2 s.l. sunnudag, var skítapakk keppnisíþróttanna afhjúpað. Meira að segja Vík- verji Moggans hrökk upp við upplýsingarnar og ofbauð dæmin sem tekin voru til að sýna hvílík lágkúra felst í íþróttaiðkun atvinnumannanna. Hann gat ekki orða bundist í gær. Og svo skal íbúum í Garði óskað til hamingju með 700 manna íþróttahús sitt, sem verið er að taka í notkun. Það ber vott um góðan efnahag og stórhug. íbúarnir eru um 1100. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.