Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. janúar 1996 Magnús Stefánsson: Jöfnun húshitunarkostnabar Eitt mesta hagsmunamál þeirra, sem búa á landsvæð- um þar sem ekki er nýtan- legur jarðhiti til húshitunar, er að kostnaður vegna hitunar hús- næðis með raforku verði lækkað- ur. Þetta hefur um árabil verið mikið baráttumál þessa fólks, en allt of lítið hefur áunnist á löng- um tíma. Til þess að gæta sann- girni skal þó viðurkennt að á mörgum undangengnum árum hefur aðeins þokast í málinu og raforkukostnaður vegna húshit- unar hefur lækkað. Þrátt fyrir það er töluvert langt í land með að ástandið geti talist viðunandi. Það er eitt af markmiðum Framsóknarflokksins að orku- kostnaður verði jafnaður milli landsmanna og í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar kemur fram að unnið yerði að lækkun húshitunarkostnaðar. Húseigend- ur á hinum svonefndu „köldu svæðum" horfa því nú til iðnað- ar- og viðskiptaráðherra með væntingar um að lokaátak verði VETTVANGUR „Hér með er hvatt til þess að slík samstaða náist, þannig að eyða megi þeim óþolandi og ósanngjarna aðstbðu7 mun sem ríkt hefur í þessum efnum í allt of langan tíma, þar sem útgjöld heimilanna á hinum „köldu svæð- um" vegna húshitunar með raforku hafa verið miklu nœrri en þar sem þokkalega vel reknar hitaveitur eru til stað- ar." gert í þessum efnum. Ráðherrann hefur þegar hafist handa í málinu og er hafin vinna við að leita leiða til orkusparnaðar vegna húshit- unar. Hér er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir viðkomandi húseigendur sem og þjóðfélagið í heild, því dæmin sanna að orku- sparnaður getur lækkað húshit- unarkostnað allverulega. Lausnir á þessu sviði gagnast þó því miður ekki nema fáeinum húseigend- um, þar sem þeir hafa á undan- förnum árum öðlast aukinn skiln- ing á þessum málum og margir hafa þegar gert átak til orkusparn- aðar, m.a. með aukinni einangr- un húsa, stillingu hitakerfa o.fl. Það sem þarf að koma til er jöfn- un á gjaldskrám vegna húshitun- ar. Markmiðum um jöfnun hús- hitunarkostnaðar verður ekki náð fyrr en það verður gert. Iðnaðarráðherra hefur kynnt og undirbúið að skipulag orku- mála í landinu verði tekið til end- urskoðunar. Sú vinna er reyndar þegar hafin og í tengslum við þessa endurskoðun munu án efa opnast möguleikar til jófnunar orkuverðs milli landshluta. En til þess að þeir möguleikar verði not- aðir verður að koma til almenn samstaða allra aðila málsins um að svo verði. Hér með er hvatt til þess að slík samstaða náist, þann- ig að eyða megi þeim óþolandi og ósanngjama aðstöðumun sem ríkt hefur í þessum efnum í allt of langan tíma, þar sem útgjöld heimilanna á hinum „köldu svæðum" vegna húshitunar með raforku hafa verið miklu hærri en þar sem þokkalega vel reknar hitaveitur eru til staðar. Hér er um að ræða mikið rétt- lætismál og í umræðu um jöfnun lífskjara landsmanna almennt er jófnun húshitunarkostnaðar eitt af stóru málunum, sérstaklega hjá þeim landsmönnum sem búa í hinum dreifðu byggðum og hafa átt verulega undir högg að sækja að undanförnu vegna minnkandi atvinnu og tekna, sem hefur skert verulega afkomumöguleika þessa fólks. Mikill kostnaður vegna húshitunar vegur því þungt, ef horft er til þessa, og það gerir kröfur um lækkun húshitunar- kostnaðar enn háværari. Höfundur er þingmabur Framsóknarflokks- ins í Vesturlandskjördæmi. Háleit kammertónlist Efnisskráin á fjórðu tónleikum 39. starfsárs Kammermúsík- klúbbsins var háleit, en massíf: sjöundi kvartett Beethovens op. 59 nr. 1, sjöundi kvartett Sjostakóvitsj op. 108, og þriðji kvartett Brahms op. 67. Flytj- endur voru Bernardel-kvartett- inn, þau Zbigniew Dubik og Greta Guðnadóttir fiölur, Guð- mundur Kristmundsson lágf- iðla og Guðrún Th. Sigurðar- dóttir knéfiðla. Og spiluðu svo frábærlega vel að lengi mun í minnum haft. Öll eru þau í Sin- fóníuhljómsveitinni — flagg- skipi æðri tónlistar í landinu — en hafa æft saman kammertón- list undir nafninu Bernardel- kvartettinn a.m.k. síðan í fyrra. Aðeins með þessum hættí, að spila saman reglulega, næst verulegur. árangur í kvartett- spili, og vafalaust er Bernardel- kvartettinn sá langbesti í land- inu nú um stundir — og kannski hinn eini, þar að auki? Þekktastur og vinsælastur verkanna þriggja er vafalaust kvartett Beethovens, sem er TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON hinn fyrsti af þremur op. 59 sem kenndir eru við Razumow- sky greifa, hinn sellóspilandi sendiherra Rússa í Vinarborg. Allir þrír eru tímamótaverk á sínu sviði, segir í skránni, og hinn fyrsti þeirra, sem nú var fluttur, sennilega kunnastur af öllum 16 strengjakvartettum Beethovens. í kvartettnum tek- ur Beethoven ofan fyrir Raz- umowsky með því að nafa hlut- verk knéfiðlunnar í stærra lagi, og Guðrún spilaði afar fallega, eins og raunar kvartettinn all- ur. Dubik er mjög öruggur leið- togi, með sérlega fallegan fiðlu- tón — í því efni skiptir hljóð- færið víst minna máli en sá sem á heldur — og þau Greta Guðnadóttir samstillt vel. Flutningur þeirra var semsagt „ekta Beethoven", kraftmikill, hrynfastur og með öflugri „dýnamík". Verst að Beetho- ven skyldi ekki vera þarna við- staddur sjálfur, því hann hefði kunnað vel að meta þessa spila- mennsku. Líkt og Haydn var höfðingi strengjakvartettsins á 18. öld og Beethoven á hinni 19., er lít- ill vafi á því að það tignarheiti ber Sjostakóvitsj á hinni 20. Kvartettar hans uröu 17 talsins; hinn sjöundi í fís-moll er þeirra stystur, en jafnframt ákaflega áhrifamikill. Eftir Brahms liggja aðeins þrír strengjakvartettar, þótt vitað sé að hann $amdi miklu fleiri, sem hann fargaði vegna vand- fýsi sinnar. Hinn þriðja og síð- asta, í B-dúr op. 67 sem nú var fluttur, mun Brahms sjálfur hafa talið bestan. Hann mun hafa spilað á lágfiðluna í heimaspili, og a.m.k. í þessum kvartett er hlutverk hennar óvenju áberandi — og þær strófur tók Guðmundur Krist- mundsson fagmannlega og sér- lega fagurlega. Og, eins og fyrr, þótti mér kvartettinn allur spila Bernardel-strengjakvartettinn. Talib frá vinstri Gubmundur Kristmundsson víóla, Gubrún Th. Sigurbardóttir selló, Creta Gubnadóttir fibla og Zbigniew Dúbik fibla. óaðfinnanlega. Enda grunar mig, þótt árið 1996 sé ennþá ungt, að þessir tónleikar Kammermúsíkklúbbsins muni verða ofarlega á blaði þegar minnst verður bestu tónleika ársins á sama tíma að ári. Það ár, veturinn 1996-97, verður þó ekkert venjulegt ár, því nú stefnir í stórafmæli hjá Kammermúsíkklúbbnum sem þá verður fertugur. Hinn aldni klúbbur, sem er svo alþjóðlegur í hugsun að hann hefur þrjú al- þjóðleg orð í nafni sínu, hefur hingað til aldrei ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur — aðeins það besta er nógu gott að hans mati — en nú þykjast glöggir menn greina að stefni í músíkölsk stórátök, þótt stjórn- armenn verjist allra sagna. Sjálfum þætti mér ekki minni ástæða til að tryggja mér félags- skírteini fyrir afmælisár Kamm- ermúsíkklúbbsins en miða á Vínartónleikana í janúar '97. Sínuskúrfukenningin Uppeldismál eru víða rædd um þessar mundir og hafa lands- menn miklar áhyggjur af hversu víða pottur virðist brotinn í þeirh efnum. Auðvitað er vandamálið vandamál okkar allra og nú er tími til kominn að menn snúi bökum saman, láti sér annt um samborgarann og sýni í verki það sem kallast náungakærleik- ur. Það er nefnilega merki um kærleika ef maður leiðréttir, leiðbeinir eða skiptir sér af þegar eitthvað- fer úr böndum hjá þeim sem nálægir okkur eru, þótt þeir séu ef til vill ekki á okk- ar vegum, ef svo má að orði komast. „Mér kemur þetta ekki við" er oft viðkvæðið, én það er bara ekki alltaf rétt. Þegar þjóðfélagið er farið að líða fyrir aðhaldsleysi og skort á uppeldi, kemur öllum málið við. í þeim hópi fólks sem ég um- gengst hafa uppeldismál ávallt verið mikið til umræðu. Þar hef ég oft heyrt þá kenn- ingu reifaða að uppalendur hagi sér líkt og þeirra eigin fyrir- myndir gerðu á sínum tíma, þannig að í fjölskyldum verði til eins konar uppeldismynstur. Ég hef ekki haft trú á að þessi kenning ætti við nema að litlu leyti. Mín skoðun hefur alltaf verið sú, að foreldrar hugsuðu fyrst og fremst um að bæta eigin börnum það upp sem þeir sjálfir teldu sig hafa farið á mis við í æsku. Sem dæmi um þetta nefni ég að foreldrarnir hafi saknað tæki- færis til tónlistarnáms og setji Frá minum bæjar-dyrum LEÓ E. LÖVE því börn sín í slíkt nám án sér- staks tillits til áhuga þeirra. Þetta hafi svo þau áhrif á barnið að það heiti því með sjálfu sér að aldrei skuli það láta sitt barn þurfa að kveljast í tónlistarnámi, sem aftur valdi svo söknuði hjá þeirri kynslóðinni og svo fram- vegis. Þetta er eins konar tröppu- gangur upp og niður, eða sveifl- ur sem mætti teikna eins og jafnar bylgjur sem rísa og hníga á víxl. Þessar bylgjur eru nefndar sínusbylgjur vegna þess að stærðfræðileg teikning á sínus- grafi kemur svona út. Sé kenningin'rétt, kann þarna að vera að finna hluta skýringar- innar á aðhaldsleysi gagnvart unglingunum í dag. Foreldrar unglinganna eru síð- asta kynslóöin sem átti heima- vinnandi mæður, mæður sem skiptu sér af svo um munaði og ólu upp börnin sín. Foreldrar unglinganna átta sig ekki á því hvað þeir nutu mikils í uppeldinu og gera sér alls ekki grein fyrir að veigamikill þáttur í þeirra eigin hegðan sem ung- linga mótaðist af þeirri festu sem heimili þess tíma buðu upp á. Vissulega koma stjórnvöld þarna líka inn í myndina og á ég þá við skólayfirvöld jafnt og aðra sem veita eiga borgurunum leiðbeiningar. Þessum aðilum hefðu átt að vera ljósar þær gríð- arlegu breytingar sem urðu á þjóðlífi öllu þegar konur hættu að vinna aðeins heimilisstörf og hefðu þá átt að beina uppéldi barnanna inn á réttar brautir. En það er eins og alltaf auðvelt að vera vitur eftirá og nú verð- um við öll að snúa bökum sam- an: velviljað fólk, skóli, lögregla, trúfélög, góðgerðarsamtök, íþrótta- og tómstundafélög og sinna um náungann, skipta okk- ur af og skakka leik þar sem þörf erá. Vonandi sannar sínuskúrfu- kenningin svo ágæti sitt þegar þeir, sem nú eru á unglingsár- um, fara ab ala upp börn, og þá meina ég ala upp börn. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.