Tíminn - 25.01.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 25.01.1996, Qupperneq 9
Fimmtudagur 25. janúar 1996 wftKfWw Ecstacy Notkun ecstacy í sjúklinga- hópnum á Vogi 1995 Hafa notaö efniö einu sinni eöa oftar. Hlutfall af hverjum aldurshópi. Aldur Konur Alls Hlutfail <20 ára 9 22 31 22,6% 20-24 ára 16 34 50 19,1% 25-29 ára 7 10 17 8,4% >29 ára 0 5 5 2,2% Reglulegir neytendur ecstacy í sjúklingahópnum á Vogi 1995 Hafa notað efnið 10 sinnum eða oftar á síðustu þremur mánuðum fyrir innlögn á Vog. Hlutfall af hverjum aldurshópi. Aldur Konur Ails Hlutfall <20 ára 2 9 11 8,0% 20-24 ára 8 13 21 8,0% 25-29 ára 1 1 2 1,0% >29 ára 0 1 1 0,4% Ecstacy á Vogi 1995 Alls höfðu 103 einstaklingar notað efnið Af þeim höfðu: 98 notað önnur ólögleg vímuefni 71 greinst stórneytendur á hass og/eða amfetamín 58 greinst stórneytendur amfetamíns 52 greinst stórneytendur hass 34 sprautað sig í æð 21 sprautað sig reglulega í æð UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND Bretar taka treglega í tillögur þriggja manna nefndarinnar: Hvattir til að höggva á hnútinn á Norður-írlandi I'riggja manna nefnd undir for- ystu Bandaríkjamannsins George Mitchell, fyrrverandi öldungar- deildarþingmanns, hefur Iagt fram skýrslu sína um málefni Norbur- írlands. Nefndin lag&i til að bæöi írski lýSveldisherinn (IRA), sem hefur barist gegn yfir- rábum Breta á N-írlandi, og mót- mælendur, sem vilja áframhald- andi veru Breta, afneiti öllu of- beldi og afvopnist í nokkrum skrefum, um leið og viðræður allra aðila um varanlegan frið á Norður- írlandi hafa hafist. Ásamt Mitchell eru í nefndinni Harri Holkeri, fyrrverandi forsætis- ráðherra Finna, og kanadíski hers- höfðinginn John de Chastelain. Einnig hvatti nefndin bresku stjórnina til að falla frá því skilyrði að IRA afvopnist afvopnist áður en viðræður hefjist, en þessi afstaða Breta hefur verið meginþröskuldur- inn í vegi fyrir því að skriður geti komist á friöarumleitanimar. Þykir þessi tillaga sú róttækasta í niður- stöðum nefndarinnar, en Ijóst er að eins og stendur eru málin í algjörri pattstöðu sem einhver lausn þarf að finnast á. Fyrstu viðbrögð Breta við tillög- unum voru þau, að segja að þær séu athygliverðar en ekki sé raunhæft að fallast á að IRA þurfi ekki að láta nein vopn af hendi fyrr en eftir að viðræður hefjast. Mótmælendur muni enda aldrei fallast á að taka þátt í viðræðum við slík skilyrði. í staðinn muni Bretar skoða vand- lega þann möguleika að efna til kosninga á Norður-írlandi, sem hugsanlega geti liðkaö fyrir því að mótmælendur fallist á viðræður við IRA. Bretar hafa krafist þess að IRA af- hendi vopn sín áður en til við- ræðna komi, en IRA ber ábyrgð á um 60% þess mannfalls sem orðið hefur á þeim 25 árum sem borgara- styrjöldin stóð yfir, en alls hafa 3.169 manns látið lífið í átökunum. Bretar hafa rökstutt þessa kröfu með því að engu samkomulagi gæti verið fullkomlega treystandi á með- an einhver aðili þess sé í stakk bú- inn til að rjúfa það með því að hefja skæruhernað á ný, auk þess sem mótmælendur muni aldrei fást að samningaborðinu meðan IRA held- ur öllum vopnum sínum. IRA lítur hins vegar svo á að af- hending vopna, jafnvel aðeins lítils hluta þeirra, sé ekkert annað en ein- hliða uppgjöf og svik við þær hug- sjónir lýðveldissinna sem samtökin hafa byggt á. „Sérhver sjálfboðaliði sem leggur hald á eða tekur þátt í að leggja hald á vopn, skotfæri eða sprengiefni sem eru í stjórn hersins (IRA) skal teljast sekur um landráö," segir í reglum IRA, Grænu bókinni svokölluöu. Þar segir einnig: „Refs- ing fyrir brot á þessari reglu er: dauði." IRA hefur bæði yfir meiri og betri vopnum og betur þjálfuðum mann- afla að ráða en mótmælendur. Og að öllum líkindum mundi það tákna endalok stríðsins ef IRA léti vopn sín af hendi, mótmælendur mundu væntanlega gera slíkt hið sama í kjölfarið. Hins vegar er Ijóst að IRA vill hafa einhverja tryggingu fyrir því að tekið verði tillit til sjón- armiða þeirra áður en afvopnun getur hafist. Talið er að IRA hafi í fórum sín- um á milli 100 og 300 tonn af vopnum og skotfærum, en þótt bæði írska stjómin og bresk stjórn- völd hafi áratugum saman haldið uppi víðtækri leit að vopnunum hefur það takmarkaðan árangur borið. Sérfræðingar segja að þau séu falin í steinsteyptum byrgjum og færanlegum verkamannakofum ut- an þéttbýlis bæði á írlandi og Norð- ur- írlandi. Þeir telja líka að IRA hafi vopnageymslur í Bretlandi, þar sem ýmsar af stærstu sprengjuárásum þeirra voru gerðar. -GB/Reuter Verkamenn fii ia málverk af fyrrverandi forseta þingsins í Subur-Afriku, Alwyn Schlebush, af veggj- um þinghússins í gœr. Schlebush er einkum minnst fyrir abgerbir sínar til ab bcela nibur stúdentamótmœli á áttunda áratugnum og eftirlitsabgerb- ir meb ríkisfjölmiblum. Málverkib af honum er þab fyrsta sem tekib er nib- ur af málverkum af helstu leibtogum Apartheidstefnunnar, en stefnt er ab því ab fleiri málverk verbi tekin nibur á nœstunni. Hvítir þingmenn forbub- ust ab vera vibstaddir þegar málverkib var tekib nibur í gœr. Reuter Nýr leiötogi egypsku stjórnarandstööusamtakanna Brœöralags múslima, sem beita eingöngu friösamlegum aögeröum: Stefna aö alþjóölegu íslamsríki Mostafa Mashour, nýr leiötogi Bræðralags múslima, áhrifa- ríkra stjórnmálasamtaka í Eygptalandi, sagbi í gær ab samtökin stefndu ab því ab koma á fót alþjóblegu ríki mús- Iima innan næstu 30 ára. „Markmið Bræðralagsins er ein- falt," sagði Mashour í viötali við dagblaðið Al-Hayat, sem gefið er út í London. „Við erum að vinna að því ab stofnað verbi alþjóðlegt íslamskt ríki áður en öld er liöin frá því að samtökin voru stofnuð fyrir 70 árum." Hann tók ekki fram hvað hann sæi fyrir sér að umrætt ríki gæti orðið stórt. Mashour var tilnefndur leiðtogi samtakanna á laugardaginn var, en fyrrverandi leibtogi, Moham- med Hamed Abu el-Nasr, lést fyr- ir skömmu. Taliö er að Mashour eigi mikil ítök meðal þeirra meb- lima Bræöralagsins sem eru í út- legð. Samtökin eru hönnuð í Egypta- landi, en ólíkt öörum múslimsk- um stjórnarandstööuhópum þar í landi miða þau að því að koma á! íslömsku ríki, þar sem farið yrði stranglega eftir lögmálum trúar- innar, með pólitískum aðferðum en hafna ofbeldi. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að samtökin séu ein stærsta ógnunin við flokk Hosni Mubar- aks, forseta Egyptalands, og njóta þau mikilla vinsælda í Egypta- landi. Stjórnvöld hafa beitt meö- limi þeirra hörðum aðgerðum, fangelsað leiðtoga þeirra og reynt að tengja samtökin vib Gama’a al-Islamiya, önnur samtök sem reynt hafa ab velta Mubarak úr sæti og ekki skirrst við að beita of- beldi. Yfir 900 manns hafa látið lífið og hundruð særst frá því að Gama'a hóf baráttu sína árið 1992. Mashour staöfesti fribsamlega afstöðu Bræðralagsins í viðtalinu, og hélt því ákvebið fram að þau myndu ekki taka upp vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum. „Vib munum ekki láta neitt tækifæri (til að ná völdum) framhjá okkur fara, en jafnframt munum vib ekki brjóta lög eða grípa til of- beldis," sagði hann. „Ef stjórnin reynir enn að hleypa öllu í bál og brand þá munum viö mæta slíku með þolinmæði og andlegum styrk." -GB/Reuter Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1984-l.fl. 01.02.96-01.08.96 kr. 73.587,30 1988-l.fl.A6 ár 01.02.96-01.02.97 kr. 31.480,40 1991-1.fl.D 5 ár 01.02.96 kr. 15.616,80 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. janúar 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.