Tíminn - 25.01.1996, Qupperneq 10

Tíminn - 25.01.1996, Qupperneq 10
10 Hfítirttffin Fimmtudagur 25. janúar 1996 Framsóknarflokkurínn Framsóknarvist — Mosfellsbær Spilum f Háholti 14, föstudagskvöldin 26. janúar kl. 20.30 og 2. og 9. febrúar. Mos- fellingar! Mætum og tökum meö okkur gesti. > Fromsóknarfélag Kjósarsýslu Framsóknarvist Félagsvist veröur spilub í Hvoli sunnudagskvöldiö 27. janúar nk. kl. 21. Vegleg kvöldverölaun. Næstu spilakvöld veröa síöan 28. jan., 4. febrúar og 11. febrúar. Geymiö auglýsinguna. Framsóknarfélag Rangceinga Strandasýsla Guömundur Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftirtöldum stöbum í Strandasýslu sunnudaginn 28. janúar 1996: Sævangi kl. 14.00 Grunnskólanum Borðeyri kl. 21.00 Frummælendur verba: Gubmundur Bjarnason, landbúnabar- og umhverfisrábherra. Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismabur. Umræbur og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Þorrablót 10. febrúar Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verbur haldib laugardaginn 10. febrúar. Stabsetning: Ibnabarmannasalur, Skipholti 70. Heibursgestur: Steingrímur Hermannsson. Veislustjóri: ólafur Örn Haraldsson. Verb kr. 2.600 (matur, ball). Bara ball: kr. 1.000. Húsib opnar kl. 19.30, en borðhald hefst kl. 20.00. Tekib er á móti mibapöntunum á skrifstofu Framsóknarflokksi’ns í sfma 562-4480 eba hjá Ingibjörgu í sfma 560-5S48. Ýmis skemmtiatriði verba og svo aubvitab hljómsveit. Öll umsjón er í höndum FUF í Reykjavík. Allir velkomnir. Stjórn FUF Reykjavík Absendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar dS^AA<virA4VA4v geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. Eiginmaöur minn, fabir, tengdafabir, afi og langafi Bergsteinn Kristjónsson frá Laugarvatni andabist þann 20. jan. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 27. jan. kl. 13.30. jarbsett verbur ab Laugarvatni. Sigrún Gubmundsdóttir Sigríbur Bergsteinsdóttir Björn Jakobsson Hörbur Bergsteinsson Elín Bachmann Haraldsdóttir Kristín Bergsteinsdóttir Áslaug Bergsteinsdóttir Ari Bergsteinsson Sigrún Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn ------------------------------------------------------\ ií Móbir okkar, tengdamóbir og amma Una Jóhannesdóttir frá Gaul lést á sjúkrahúsinu Akranesi 21. janúar. Útförin verbur gerb frá Akranés- kirkju föstudaginn 26. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn Sigurjón Guömundsson: Á hvaba leib eru dóm- stólar þessa lands? Þá er komið að öðru atriði í sambandi við áðurnefnda dómsniðurstöðu. í við- aukasamningi við Blöndu- samning, sem er undirritaður 22. febrúar 1988 (oft nefndur grái samningurinn), í 4. grein þess samnings sem ber yfir- skriftina Meðferð vatnsrétt- indamála, þar er samið um að Landsvirkjun yfirtaki öll vatns- réttindi (virkjunarréttindi) við Blöndu og Gilsá er nýta þarf, -'vegna Blönduvirkjunar, gegn greiðslu í formi fébóta, er ákveðnar verði og greiddar í eitt skipti fyrir öll. Hafi fullt samkomulag ekki náðst um þau efni innan þriggja mánaða frá samningi, skal matsnefnd úr- skurða bætur. í framhaldi af þessu segir orðrétt: „Ef Lands- virkjun vill vefengja meint vatnsréttindi (virkjunarrétt- indi) einhverra gagnaðila sinna, skal hún lýsa því á þeim þriggja mánaða fresti sem að ofan getur." Þetta geröi Landsvirkjun ekki, og er það eins og fleira í þessu máli óskiljanlegt, miðað við þá fyrirvara sem gerðir voru í Blöndusamningi. I 11. grein Blöndusamnings, Réttindi á heiðum, segir orðrétt í síðustu málsgrein: „Fari svo að til dómsmála komi um ágreining milli virkjunaraöila og hrepp- anna um réttindi á heiðum, mun virkjunaraðili beita sér fyrir því, að hrepparnir fái gjaf- sókn eða vörn slíkra réttinda- mála, eða taki þátt í kostnaði þeirra eftir nánara samkomu- lagi." Svo kemur Héraðsdómur og sýknar Landsvirkjun af öll- um kröfum. Hvers virði eru slíkir samningar, ef þannig er með þá farið? Þar til kvödd matsnefnd kvað upp sinn úrskurð 10. ágúst 1992. Þar eru landeigendum í Blöndudal, beggja megin ár, dæmdar verulegar fébætur vegna fallréttinda. Bætur vegna Eyvindarstaðaheiðar og Auð- kúluheiðar voru líka ákvarðað- ar. Hins vegar ákvað matsnefnd að fresta greiðslu bótanna vegna heiðarlandanna, vegna fyrirvara Landsvirkjunar um eignarrétt hreppanna að áður- nefndum heiðarlöndum. Lögmaður hreppanna, Jónat- an Sveinsson, lagbi mjög þunga áherslu á þetta atriði og sagði að Landsvirkjunarmenn hefðu fallið á tíma. Þeir hefðu ekki gætt þess að gera þá fyrirvara, sem þeir sjálfir gerðu, gildandi fyrr en seint og síðar meir. Þess vegna er með ólíkindum að í dómsniðurstöðu er þessa hvergi getið. Það læðist að manni sá grunur ab dómstólar þori ekki að dæma ríkisvaldinu í óhag. Þetta er orðið alllangt mál, en mitt álit er það sem leikmanns, ab rík ástæða sé til þess að opna umræbu um þennan dómsúr- skurð, og það hvað af honum leiðir. Fljótt á litið sýnist að þarna sé vegib allfast ab eignarrétti eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá. Er þetta byrjunin á því að ríkið geti tekið lönd og jarðir án þess að verba bóta- skylt? Ekkert sveitarfélag á landinu mun nokkru sinni láta sér til hugar koma að semja við Landsvirkjun eða ríkisvaldiö um framsal lands, eða afsal þeirra réttinda er siíkt leiðir af sér. Þetta þýðir væntanlega það ab taka veröur öll slík réttindi eignarnámi. Hvort svo nokkrar vettvangIjr" SEINNI HLUtT „Ekkert sveitarfélag á landinu mun nokkru sinni láta sér til hugar koma að semja við Landsvirkjun eða ríkisvaldið um fram- sai lands, eða afsal þeirra réttinda er slíkt leiðir af sér. Þetta þýðir vœntanlega það að taka verður öll slík réttindi eignamámi. Hvort svo nokkrar hœtur fást fyr- ir yfirtöku slíkra réttinda er eftir að sjá. Áður um- rœddur dómur bendir ekki til slíks." bætur fást fyrir yfirtöku slíkra réttinda er eftir ab sjá. Aður umræddur dómur bendir ekki til slíks. í lok þessara réttarhalda kom fram skýr krafa ríkislögmanns að ef hrepparnir töpuðu þessu máli, krefðist ríkið bótanna úr hendi Landsvirkjunar. Hvernig á að rökstyðja slika kröfu fæ ég ekki skilið. Eg fæ ekki betur séð en ríkið verði þá jafnframt að yfirtaka allar þær skyldur, er nú hvíla á eigendum og umráðamönnum afrétta. Nú er rétt einu sinni komin af stað umræða um stóriðju á íslandi. Stækkun og bygging nýrra álvera virbist á næsta leiti. Verði af slíku, rjúka í gang margskonar virkjunarfram- kvæmdir á hálendinu. Stækkun Blönduvirkjunar er þar efst á blaði. Eftir því sem mig minnir átti sú stækkun að hljóta samþykki Alþingis. Þeir verða varla í vandræðum með það, blessaöir stjórnarherrarnir. Og hvab er svo líklegt að geti gerst uppi á Eyvindarstaðaheiði um 20. ágúst næsta sumar? Þar eru nú að verða einhverjar mestu varpstöðvar heiðargæs- arinnar (þökk sé allri upp- græðslunni). Þangað munu flykkjast byssuglaðir brjálæð- ingar, sem a.m.k. sumir hverjir ættu engan veginn að hafa byssuleyfi, skjótandi allt kvikt sem hreyfist. Það var ekki und- arlegt þótt lögmaður Lands- virkjunar kæmi fram í sjón- varpi strax kvöldib eftir að dómur var birtur og taldi það einn af aðalplúsum dómsins að nú væri ekki hægt að banna fuglaveiðar á þessum eða öðr- um afréttum. Alþingi íslendinga hefur sam- þykkt að sama sem friða tófuna á öllu miðhálendi landsins, en leyfir jafnframt eftir þessu óheftar fuglaveiðar á sömu svæðum. Það má því með sanni segja að því verri séu rábin þar sem fleiri koma saman. Að lokum þetta: Ég veit ekki hvort hrepparnir austan Blöndu eru búnir að ráða með sér hvort þeir áfrýja áðurnefnd- um dómi til Hæstaréttar. Tel þó líklegt að það verði gert. Mönn- um er þó full vorkunn, mála- ferli af þessu tagi eru dýr og tímafrek og ekki séð um árang- ur. Færi svo að Hæstiréttur, sem er efsta dómstig þessa lands, kæmist ab sömu niðurstöðu og Héraðsdómur, tel ég einsýnt að vísa eigi þessu máli til Mann- réttindadómstóls Evrópu. Ég held ab eigendur lands á íslandi geti engan veginn unað þeirri niðurstöðu, sem fram kemur í áburnefndum dómi. Höfundur er bóndi á Fossum í Austur- Húnavatnssýslu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.