Tíminn - 25.01.1996, Page 11

Tíminn - 25.01.1996, Page 11
Fimmtudagur 25. janúar 1996 11 jóhannes Kristjánsson eftirherma mangar til viö Siv Friöleifsdóttur alþing- ismann. Siguröur Geirdal, bœjarfulltrúi í Kópavogi, var meöal gesta. Mann- lífs- spegill GUÐLAUCUR TRYGGVI KARLSSON Einar Bollason, hrossajöfur, feröa- málafrömuöur, dönskukennarí og bekkjarbróöir vor, var veislustjórí. Formaöur Framsóknarflokksins, Flalldór Asgrímsson, utanríkisráöherra, flutti hátíöarræöu. Hér hefur vísa frá Hjálmari Árnasyni úr þinginu greinilega hitt í mark, því glatt er viö boröiö. Þorrablót Framsókn- ar í Kópavogi Framsóknarfélögin í Kópavogi tóku smá forskot á þorrann og blótuðu á laugardaginn var. Formaður Fram- sóknarflokksins, Halldór Ásgríms- son, hélt hátíöarræðu og Siv Frið- leifsdóttir, alþingismaður á Reykja- nesi, flutti ávarp. Hjálmar Árnason alþingismaður sagði fréttir úr þing- inu og Jóhannes Kristjánsson eftir- herma var hreint óborganlegur í skemmtiatriðum sínum. Hrossajöf- urinn Einar Bollason var blótstjóri og söngstjóri var Unnur Stefáns- dóttir. Meðfylgjandi myndir eru frá þorrablótinu. ■ Setiö var íhverju sœti á þorrablótinu, enda uppselt löngu áöur. Siguröur Brynjólfsson, fv. afgreiöslustjórí Tímans, ásamt Steingrími Gíslasyni á auglýsingadeild blaösins. Leiðarþing Fram- sóknarflokksins Margir telja að þinghléin séu sérstakur frítími alþingismanna. Svo er þó ekki. í þinghléum nota þingmennirnir gjarnan tímann til þess að ferðast um kjördæmið, heilsa uppá fólk og halda fundi með kjósendum, þannig að þeir viti frá fyrstu hendi hvað sé efst á baugi á þinginu. Mikill styrkur er í því fyrir almenning að hafa svona persónulegt samband við þing- menninna, þar sem alltaf koma upp mál, sem erfitt er að ræða ef ekki er fyrir kunningsskapur eða viðkomandi hafi hitt þingmann sinn áður augliti til auglitis. Þetta er einmitt kjarninn í full- trúalýðræðinu, sem er forsenda fyrir okkar þingbundnu stjórn, en Alþingi íslendinga er elsta þing í veröldinni og þannig fyr- irmynd framkvæmdar hinna mikilvægu lýðréttinda um víða veröld. Framsóknarflokkurinn var mjög athafnasamur í þinghlé- inu á Suðurlandi og er myndin af þingmönnum flokksins á leiðarþingi að Laugalandi í Holtum, þeim (frá vinstri) ísólfi Gylfa Pálmasyni og Guöna Ág- ústssyni, formanni Landbúnað- arnefndar. ■ _

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.