Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 26. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Heildarsýn skortir Þegar opinberu fé er útdeilt, er ávallt álitamál í hvað á aö verja því, hvað á að hafa forgang og hvað má mæta afgangi. Um þetta snýst ágreiningurinn við fjárlagagerð og reiptogið milli ráðuneyta og stofnana og innan þeirra, þegar deilt er um framkvæmda- og rekstrarfé. Þessar vikurnar standa öll spjót á heilbrigðisráðherra vegna þess að fé, sem varið er til þess málaflokks sem undir hann heyra, er takmarkað. Gerðar eru tilraunir til aö hagræða og spara til að endar nái saman, og allir þykjast afskiptir. Ingibjörg Pálmadóttir hefur látið þá skoðun uppi, að hún sé tilbúin aö ræða þann möguleika að fresta.brúar- smíðum og öörum umsvifum á vegum annarra ráðu- neyta og auka framlögin til heilbrigðismála. Eru þeir, sem harðast gagnrýna ráðherrann og aögerðir til hag- ræðingar í heilbrigðiskerfinu, reiðubúnir að taka undir þessi sjónarmið? Eru þeir hlynntir skattahækkunum til ab ýtrustu kröfum heilbrigðisstéttanna veröi fullnægt? Öllum sparnaöartillögum er tekið með andúb og mót- mælum, og ef gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu eru hækk- uð, er því slegið föstu að verið sé að leggja velferðarkerf- ið í rúst. Að hinu leytinu ver fólk háum fjárhæbum til heilsuræktarstöðva og „heilara", sem auglýstir eru sem allrameinabót. Gömlu kínalífselexírarnir ganga aftur undir ýmsum heitum og eru auglýstir og keyptir fyrir stórfé. Fyrir þetta er fólk meira en fúst til að borga, þótt það ætli aö ærast ef bæta á smáræði í greiðslum til alvöru heilbrigðisþjónustu. Árni Björnsson læknir skrifar athyglisverða grein í Morgunblaöið undir fyrirsögninni „Heilsubull". Hann gerir þá læknisdóma, sem hér eru nefndir, aö umtalsefni og brýtur upp á spurningum um hvar læknisfræðin sé á vegi stödd og hvort ekki séu geröar til hennar óraun- hæfar kröfur. Læknirinn spyr hvort þaö fjármagn, sem varið er í „ódáinsfæðu" og viðurkennt útlit, væri ekki betur komið til þarfari verkefna. Hann víkur einnig að hátækninni, sem nútíma lækn- isfræði getur ekki verið án, og spyr hvort þjóðin hafi efni á að reka tvo hátæknispítala með tækjabúnaði, sem nægja mundi mun stærri þjóðum. Og Árni læknir Björnsson spyr: „Getur verið að fénu, sem varið er til fjölföldunar dýrustu lækningatækja, væri betur varið til að bæta aðbúnað geösjúkra, aldraðra sjúklinga og fatlaðra, sem nú eiga undir högg að sækja í okkar „heimsins besta heilbrigðiskerfi"?" Hér er um að ræða forgangsröðun verkefna í heil- brigðiskerfinu, sem eðlilegt er að deilt sé um. En þrýsti- hópar innan og utan heilbrigðiskerfisins ota hver sínum tota og stjórnarandstæðingar leggjast á eitt að standa með öllum hagsmunahópum samtímis og reyna að gera núverandi heilbrigðisráðherra að blóraböggli fyrir öll hugsanleg mistök í heilbrigðismálum fyrr og síðar. Setja þarf heilbrigðismálin í víðara samhengi en yfir- leitt er gert í umræðunni, sem einkennist af stagli og fullyrðingum sérhagsmunahópa, sem hver um sig þyk- ist vera að leysa tiltekin og afmörkuð vandamál. Heild- arsýnina vantar. Hugleiðingar Árna Björnssonar um heilbrigbisstefnu er þarft innlegg í annars staðnaða umræðu um mikils- vert málefni, sem öllum kemur við. Að spara sparnaðarnefndina? Fréttir hafa verið sagðar af því að stjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur telji sig ekki þurfa að bera ábyrgð á þeim sparnaðartillögum sem hún kemur meö. Þetta er orðað þannig, að stjórnin þurfi fyrst að kynna tillögurnar fyrir heilbrigöisráðherra og fá upplýsingar um það hvort hann sé örugglega ekki tilbúinn aö láta einhverjar aukafjárveitingar af hendi rakna til að draga úr sársauka sparnaðar- ins. Heilbrigðisráðherra sé nefnilega sá, sem beri ábyrgð á því sem verið er að gera, og stjórn- in feli tillög- urnar þvi í hendur ráð- herranum. Þessum tilfær- ingum stjórn- arinnar og sjónarspili hef- ur meira aö segja fylgt ákveðið „uppi- standsgrín", eins og þegar einn stjórnar- mannanna, sem jafnframt er framkvæmdastjóri spítalans, kom fram í hlut- verki grínarans og neitaði því blákalt í útvarpsviðtali að með því að vísa málinu frá sér og til ráðherrans væri spítalastjórnin að reyna að stilla ráðherranum upp við vegg! Illframkvæmanlegar tillögur Og í blöðunum í gær kemur svo fram að tillög- urnar, sem spítalastjórnin eða fulltrúar hennar fóru með á fund ráöherra, eru illa eða ekki fram- kvæmanlegar að mati ráðherra. Þannig blasir við að það fólk, sem átti að sjá um að spila úr og ráö- stafa þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru til spítalans, veldur ekki því verki og viröist vilja koma því öllu yfir á ráðherrann sjálfan og ráðu- neyti hans. Spítalastjórnin og yfirstjórn spítalans hefur m.ö.o. neitað aö stjórna spítalanum, en fer hins vegar fram á aö heilbrigðisráðherra geri það beint sjálfur. Einhvern veginn virðist það því liggja beint við að byrja sparnaðinn með því að losa sjúkrahúsið við heilt stjórnsýslustig: þ.e. yfirstjórn sem á að stjórna, en vill ekki gera það. Leynilega stjórnunaraöferöin Nema náttúrlega að þessi yfirstjórn sé í raun að stjórna og beiti hinni víðkunnu en þó leynilegu aðferð spítalamanna, sem lengi hefur veriö hvísl- að um en enginn þorað að tala um upphátt. Þessi aðferö felst í því að „stjórna" sparnaði og aðhaldi með því að leggja fram óframkvæm- anlegar og óað- gengilegar tillögur um sparnað, í von um aö engum detti í hug að láta slíkt viðgangast og þess vegna verði á endanum hætt við að spara. Þetta má gera með ýmsum hætti. T.d. meö því að leggja til aö skrúfa fyrir viðkvæma þjón- ustu, sem augljós- lega yrði erfitt að verja, eða að krefjast þess að ráðherrann og ráðu- neytið taki sérstaka ábyrgð á aug- ljóslega óframkvæmanlegum sparnaði. Og séu ráðherrar, þingmenn og ráðuneytisstarfsmenn ábyrgir aðil- ar, sem ekki vilja bera ábyrgð á óframkvæmanleg- um hlutum, þá eru líka líkur á að þessi stjórnunar- leið gangi upp og hætt verði viö að spara, eða aö sparað verði miklu minna en ella. Garri ætlar hins vegar ekki að veröa til þess að fullyrða að einhverjar slíkar aðgerðir séu í gangi til aö kúga meira fé út úr ríkissjóði til starfsemi sjúkrahúsanna — ekki einu sinni þó þeir, sem eru að leggja fram svo illframkvæmanlegar sparnaðar- tillögur, séu ýmist yfirlýstir pólitískir andstæðing- ar ríkisstjórnarinnar eða fulltrúar aðila sem aug- ljóslega eiga mikilla hagsmuna ab gæta í málinu. Það eina, sem vefst fyrir Garra, er spurningin um það til hvers sé verið að hafa stjórnendur, sem hvorki vilja taka ábyrgð á tillögum sínum né geta gert þessar tillögur þannig úr garði að hægt sé að framkvæma þær. Garri ”ðí-órnarSjú^- tillöaur stjornar jj húss Reykjavíkur: iMargar íU- fram^væna- anlegar GARRI Fortíbarþráin og leikhúsin Það er hverjum og einum áskapað að hugsa um „hina gömlu og góðu daga". Fortíðarþrá eða „nostalgía" íifir góðu lífi, og hún er svo mögn- uð að markaðsmenn hafa komib auga á hana og nota til þess að laða fólk að ýmsum skemmtunum, sem byggjast á því að vera staðsettar í tímanum fyrir einhverjum áratug- um. í þessum skemmtanaiðnaði er af nógu ab taka. Það eru settar upp dagskrár með dægurlagasöngvurum sem komu fram fyrir tveimur til þremur áratugum. Gömul skóla- systkini hittast til þess að rifja upp gamla og áhyggjulausa daga. Meira að segja heyrist að fermingarbarna- mót séu haldin af fólki sem komið er um fimmtugt. Áramótadansleikur 68-kynslóðar- innar er fastur liður í skemmtana- haldi íslendinga um áramótin og svo mætti lengi telja. „Þrek og táry/ Leikhúsin láta ekki sitt eftir liggja í þessum efnum. Eitt dæmi leit ég augum í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi, þar sem leikverkið „Þrek og tár" eftir Ólaf Hauk Símonarson er sýnt við rífandi absókn. Verkið er tímasett fyrir um það bil þrjátíu og fimm árum, og segir frá lífi kaup- mannafjölskyldna í Reykjavík á þessum tíma. Ólafur Haukur Símonarson er sá leikritahöfundur íslenskur, sem virðist nú eiga greiðasta leið að leik- húsunum. Hann hefur sótt efnivið sinn í íslenskt samfélag, en ég hef séð nokkur leikrita hans. Þrek og tár er ágætis skemmtun, en hins vegar er styrkur Ólafs Hauks í því fólginn að ætíð er einhver broddur í samtöl- um hans, jafnvel þótt leikverkið sjálft sé á mörkum revíunnar eins og þetta er. Þessi uppsetning á vafa- laust eftir ab ganga vel og sópa ab Á víbavangi sér fólki sem var um tvítugt á árun- um upp úr 1960. Söngvar frá þessum tíma eru mjög stór þáttur í þessu leikverki og er teflt fram úrvalsliöi hljóðfæra- leikara í dægurtónlist til þess að flytja lögin og bestu söngvarar í leikarastétt taka lagið. Það vekur sérstaka athygli að mörg þessara dægurlaga hafa heyrst af og til allan þennan tíma. Það gefur vísbend- ingu um að lagahöfundar hafi verið býsna sleipir og margt af því, sem þeir láta frá sér fara, standist furðu vel tímans tönn. Erlend áhrif Leikritiö gerir nokkub út á amer- íkaniseringuna í íslensku þjóðfélagi. Komminn, sem flúði framsóknar- skítalyktina að austan, fór til Amer- íku og gerðist heildsali og umbobs- mabur, og hetja leiksins, ungur sjar- mör sonur hans, leitaði þangab ab frægð og frama. Það er fullljóst að amerísk áhrif hafa verið hér mikil í gegnum tíb- ina. Hins vegar er ljóst ab í nútíma- samfélagi koma áhrifin úr miklu fleiri áttum. íslendingar ferðast meira nú heldur en nokkru sinni fyrr, oftar og lengra en áður. Þetta hefur áhrif á samfélagið og breytir því. Þau áhrif koma frá fjarlægum heimsálfum. íslensk matarmenning er dæmi um þetta. Hún hefur tekið þvílíkum stökkbreytingum að jaðr- ar við byltingu. Breytingarnar eiga rætur sínar að rekja til allra heims- homa. Austurlenskur matur ryður sér til rúms og svo má lengi telja. Svona er þetta á ýmsum fleiri svið- um. Samfélagið er flóknara og opn- ara, og þegar horft er á leikverk sem staðsett er í tímanum um 1960 sjá- um við breytinguna, og getum dval- ið um stund við að hugsa um „hina gömlu góðu daga". jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.