Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. janúar 1996 7 Formaöur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um sparnaöartillögur stjórnarinnar: Illskástu leibirnar miðab við fjárveitingu „Viö höfum fundib," aö mínu mati, „illskástu leib- irnar til aö bregbast viö kröfu laganna" segir Kristín Á. Ólafsdóttir, formaöur stjórnar Sjúkrahúss Reykja- víkur um sparnaöartillögur stjórnarinnar sem kynntar voru heilbrigöisráöherra í fyrradag. Kristín segir aö meö ályktun sinni frá því fyrr í vikunni hafi stjórn Sjúkrahússins ekki verið að afsala sé ábyrgö. Hún líti hins vegar svo á aö þeir sem ákveði fjárveitingar til spítal- ans þurfi einnig aö leggja fag- Samkeppni um listaverk í forsal Borgarleikhúss: Hleruð samtalsbrot Efnt var til samkeppni um listaverk í forsal meöal félaga í Nýlistasafninu og kemur fyrsta verkiö í þeirri röö fyrir sjónir leikhúsgesta í Borgar- leikhúsi í þessari viku. Verkið er eftir Gunnar M. Andrésson og ber heitiö Hleruð samtalsbrot enda er það byggt á samtölum og samtalsbrotum sem listamaðurinn hefur heyrt og hlerað víða um bæ. Þetta texta- og hljóöverk saman- stendur af texta sem birtur er á vegg auk þess sem heyra má texta lesinn. Forsalur Borgarleikhússins er í vetur helgaður framsækinni nútímamyndlist og hafa þegar verib sýnd þar verk eftir þrjá myndlistarmenn en hugmynd- in með myndlist í forsal er fyrst og fremst að auka á ánægju kvöldstundar í leikhúsinu. ■ legt mat á afleiðingar þeirra. Þess vegna hafi stjórnin talið sjálfsagt að kynna heilbrigðis- ráðherra þær leiðir sem hún sjái færar til að ná þeim 380 milljóna króna sparnaði sem Sjúkrahúsið stendur frammi fyrir samkvæmt fjárlögum. „Við vildum gera heilbrigð- isyfirvöldum grein fyrir því hvað það gæti þýtt ef þessi leið verður farin. í framhaldi af því hljótum við ab spyrja heil- brigðisyfirvöld hvort það sé ætlun þeirra að þessi leið sé farin eða hvort þau vilji end- urskoða fjárveitinguna." Kristín vísar því alfarið á bug að stjórnin hafi bent á leiðir til sparnaðar sem eru erfiðar í framkvæmd í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að hækka fjárveitinguna. Árni Benediktsson stjórnar- formaöur Vinnumálasam- bandsins segir aö ef menn finna ekki úrræöi til lausnar þeim afkomuvanda sem heföbundin botnfiskvinnsla á viö ab etja, þá sé viöbúiö aö vinnslan færist enn frekar út á sjó. Auk þess sé líklegt ab margir muni reyna fyrir sér í vinnslu ýmissa aukategunda og láta rekstur hefbbundinn- ar vinnslu eiga sig. Hvorttveggja mundi hafa áhrif á atvinnustig landverka- fólks í viðkomandi sjávarplás- sum og m.a. mundi atvinna verða mun stopulli en áður. „Það er af og frá. Þessar leið- ir hafa verið unnar af mikilli samviskusemi af stjórnendum spítalans í því sem ég kalla ör- væntingarfulla leit að illskástu kostunum miðað við þá fjár- hagsstöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er því rangt að halda því fram ab þetta séu einhverjar hótunarleiðir." Kristín vill, á þessu stigi málsins, ekki tjá sig efnislega um þær leiðir sem stjórnin leggur til. Hún segir að ákveð- ib hafi verið að vinna í trúnaði af tillitsemi við sjúklinga og starfsfólk. „Það segir sig hins vegar sjálft ab rekstrarfé spítalans verður ekki dregib saman um 7-8%, eins og fjárlög kveða á um, án þess að það þýði mikl- ar breytingar á starfseminni." Auk þess séu aðstæður fyrir- tækja afar mismundandi til að geta breytt yfir í vinnslu auka- tegunda eins t.d. í síld eða loðnu vegna fjarlægðar frá þessum miðum. Stjórnarformaður Vinnu- málasambandsins vill þó ekki trúa því ab tími hefðbundinn- ar botnfiskvinnslu sé að líða undir lok, eins og ýjað hefur að í framhaldi af mati Þjóð- hagsstofnunar á afkomu vinnslunnar. En miðab við rekstarskilyrðin í ársbyrjun er botnfiskvinnslan rekin með 6,5% tapi og ekki líklegt að stjórnvöld muni hlaupa undir Kristín Á. Ólafsdóttir. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavík- ur fundar næst á þriðjudag. Kristín segir að standi sú fjár- veiting sem ákveðin hafi verið í fjárlögum óbreytt sé brýnt að grípa til aðgerða sem fyrst enda sé hver mánuður dýr við óbreyttar aðstæbur. Því lengur sem dragist að taka ákvarðanir því dýpra verði að skera þegar hafist verði handa. -GBK bagga með sértækum aðgerö- um. Hann segir menn hafa á undanförnum misserum verið að leita úrræða til að bregðast vib óhagstæðum rekstrarskil- yrðum í botnfiskvinnslunni og m.a. með hagræðingu og sam- einingu fyrirtækja enda ekki hægt til lengdar að reka fyrir- tækin meb tapi. Það sé raunar einnig ábyrgðarhluti með til- liti til þess að á mörgum stöð- um séu menn í persónulegum ábyrgðum fyrir hlutaðeigandi fyrirtæki. -grh Almennur félagsfundur Feröafélags íslands sendir frá sér ályktun: A&staða FÍ fái a& standa Mikil óánægja hefur ríkt hjá fé- lagsmönnum Feröafélags ís- lands vegna þess þáttar abal- skipulags Svínavatnshrepps sem lýtur aö Hveravallasvæb- inu þar sem Ferbafélagib hefur haft abstöbu í áratugi en ekki er gert ráb fyrir á fyrrnefndu skipulagi. FÍ hefur kært hrepps- nefnd Svínavatnshrepps til um- hverfisrábuneytis en á mibviku- dagskvöld var haldinn almenn- ur félagsfundur og sendi hún frá sér ályktun þar.sem eignar- og yfirrábaréttur Svínavatns- hrepps yfir Hveravöllum og ferbamannasvæbinu í grennd vib hverina er vefengdur. Fundurinn átelur þann þátt undirbúningsins sem lýtur að Hveravallasvæöinu sem orðið hafi til þess aö hagsmunum Ferðafélagsins og almannahags- munum hafi veriö hætta búin. Sömuleiöis er áformum um „viða- mikla og varasama mannvirkja- gerð" harðlega mótmælt en þau gera ráð fyrir að aðstöðu FÍ yrði rutt til hliðar. Því beinir fundurinn þeim ein- dregnu tilmælum til yfirvalda skipulags- og byggingamál aö nú- verandi áætlanir um skipulag Hveravallasvæðisins hljóti ekki ændanlega umfjöllun fyrr en vinnu við heildarskipulag hálend- isins verði lokið og að þjónustu- aöstaða FÍ fái aö standa óskert. ■ Takmörk fyrir því hversu lengi er hœgt aö reka botnfiskvinnsluna meö tapi. Vinnumálasambandiö: Vinnsla á krossgötum Bjarni Bragi jónsson: atvinnulausir veröa vinnufœlnir í œ meira mceli: Atvinnuleysisbætur ab breytast í sjálftekinn framfærslustyrk „Þab lætur ab líkum, ab því ríflegar sem fólki er borgab fyrir ab vera atvinnulaust, þeim mun líklegra er þab til ab halda áfram ab vera þab og sækja ekki aftur út úr því ástandi. Þessi regla virbist óyggjandi stabfest af hag- skýrslum ytra. Atvinnuleysis- bætur eru þannig óbum ab breytast í sjálftekinn fram- færslustyrk. Manndómi vax- andi hluta verkafólks er hætt vib ab drabbast nibur vib hag- ræbi þess ab taka slíkan lífeyri á þurru og hafa um leib frelsi til ab sýsla heima og taka ab sér dulda ibju". Þetta segir Bjarni Bragi Jónsson m.a. í grein: „Skipulagsumbætur til lausnar fjármálavanda hins opinbera" í Fjármálatíbindum Seblabankans. Atvinnuleysistryggingar segir hann enn reistar á þeim eftir- stríðsárakenningum, ab „at- vinnuleysi sé einvörðungu sprottið af bresti virkrar heildar- eftirspurnar", sem hitti fyrir fólk, er sé fært og fúst til vinnu. Jafnvel ríflegar bætur hafi engin teljandi áhrif til að draga úr þeim ærlega vilja. Til að tryggja „aldrei framar atvinnuleysi" hafi víða um Vest- urlönd verið sett mjög einhliba stefnumarkandi lög um viðhald fullrar vinnu. Hérlendis hafi At- vinnuleysistryggingasjóður komist á eftir kjarasamninga 1955, að mestu fjármagnaður af ríkinu en stjórnab af stéttarfé- lögunum. Sjóðurinn hafi mynd- ab verulegan samfelldan sparn- ab vegna ofureftirspurnar eftir vinnuafli lengst af. „Allt hefur þetta stórbreyst og snúist í andhverfu sína, hér- lendis sem erlendis", segir Bjarni Bragi. „Hið raunverulega atvinnuleysisvandamál hefur í grunninn myndast við tog- streitu milli kjarastreitu laun- þegasamtakanna og opinbers aðhalds til stöbugleika". Það hafi svo magnast frá einni hag- sveiflu til annarrar. Ríkan þátt í því eigi stéttarsamtökin með viöhaldi ósveigjanleika í launa- hlutföllum og ýmsum hindrun- um á aðlögun að breyttum þörf- um á vinnumarkaði svo og með því að taka lítið tillit til atvinnu- þarfa þeirra sem þegar em úti í kuldanum. Atvinnutrygging- arnar auki svo enn á tregðuna, með því aö venja fólk við þægi- legt, en að vísu knappt, fram- færi, sem því sé þó frjálst ab drýgja með dulinni atvinnu og sjálfsbjörg, „svo að atvinnulaus- ir verða vinnufælnir í æ meira mæli". Þannig virðist atvinnu- leysi mun fremur orðið ofmetið með skráningum. „Það hefur staðið í vegi fyrir úrlausnum, að á þessu sviði er ríkisvaldið í spennitreyju fjög- urra áratuga kjarasamninga, en borgar þó reikninginn nánast eitt sér. Veröur því að taka af skarið og setja atvinnutrygging- um nýjar reglur og vibmibanir undir opinberri stjórn, en ekki stéttarfélaga, og er þróun í þá átt raunar hafin", segir Bjarni Bragi. Til að atvinnuleysistryggingar teljist hæfar sem slíkar verði ið- gjöld og bætur að standast á til lengdar og útiloka verði siðferb- isveilur og misnotkun. „Launþegar mundu almennt ekki kaupa atvinnutryggingar á kostnaðarverbi með þeirri fram- kvæmd sem nú tíðkast", segir Bjarni Bragi. Að hans mati ættu sveiflu- gjarnar og ótryggar atvinnu- greinat öðru jöfnu að greiða hærra kaup sem því svarar að taka á sig tímabundið atvinnu- leysi eða að tryggja sig fyrir því ella. Takist ekki að leggja slíkan grunn að atvinnutryggingum, t.d. í því formi að láta aðilum vinnumarkaðarins eftir ab reka og kosta kerfib, verði að teljast réttara „að sameina þær al- mennum tekjutryggingum, háðum fyllri greiningu á ástæb- um" og meb skyldu til ab bæta sig og þjálfa og ibja nokkub gagnlegt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.