Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. janúar 1996 lyflítfHIÍ 9 UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . VISA ViSA ÍSLAND Álfabakka 16,109 Reykjavík, sími 567 1700 Er draumur sœlkerans um „fitulausa fitu" að rœtast? Kaloríulaus „fita" sem meltist ekki A& öllum líkindum veröur brátt heimilab ab setja á markab í Bandaríkjunum nýja vöruteg- und, eins konar gervifitu eba „fitulausa fitu" undir vörumerk- inu Olestra. Afuröin ku bragðast nákvæmlega eins og fita, og hana er hægt ah nota í alla matargerb, en er ab því leyti frábrugbin raunverulegri fitu ab hún er ekki fitandi og stublar ekki ab hjarta- kvillum af neinu tagi. Þab er bandaríska fyrirtækjasam- steypan I’rocter & Gamble sem hef- ur verið að þróa þessa vöru. Fjöl- mörg fyrirtæki og vísindamenn hafa á undanförnum árum og ára- tugum verið að reyna að búa til gervifitu sem hefði engar aukaverk- anir. Fyrri tilraunir hafa yfirleitt strandað á því að bragðið hefur ekki þótt alveg eðlilegt, eða þá að ekki hefur verið hægt að nota hana í bakstur né frysta hana. Nú telja menn hjá Procter & Gamble sig hafa leyst þessi vanda- mál og vonast eftir miklum hagn- aði af sölu Olestra í framtíðinni. Procter & Gamble halda því fram að nú verði hægt ab úða í sig fitu- ríku fæbi eins og mann lystir án þess að hafa neinar áhyggjur af heilsunni eða vigtinni. Gagnrýn- endur hafa þó varað við að e.t.v. verði afurðin frekar til þess að nú hafi menn afsökun til þess að borða enn meira en þeir hafi nokkru sinni þorað, og minni fita í fæðunni vegi síst upp á móti því. Nýjungin við Olestra er sú að sameindirnar í henni eru byggðar upp úr fitusýrum og sykri á sérstak- an hátt sem gefur þeim þann eigin- leika að í heilu lagi eru þær ómelt- anlegar og ensímin í maganum geta ekki brotib þær niöur í smærri einingar sem væru meltanlegar. Sem þýðir að „fitan" rennur í gegn- um meltingarfærin og er skilað út aftur án þess að nokkuð hafi verið hreyft við henni. Innan skamms er þess ab vænta ab í Bandaríkjunum verði veitt op- inbert leyfi til þess að setja Olestra á markað sem aukaefni í matvæl- um. Procter & Gamble hefur variö u.þ.b. 200 milljónum dollara í að þróa vöruna. 100 rannsóknir hafa verib gerðar á dýrum og 43 á mönnum sem sanna svo óyggjandi þykir að Olestra sé hvorki eitruð né krabbameinsvaldandi. Hins vegar hefur þróun vörunnar staðið yfir í meira en tvo áratugi og leyfisveitingin dregist á langinn sem því svarar. Leyfisveitingin strandar ekki síst á því magni sem verður af Olestra í matnum. Auka- efni eru yfirleitt aðeins í örsmáum skömmtum í matvælum, en reikn- að er með að í 100 gramma poka af kartöfluflögum verbi notub um 30 grömm af Olestra í staðinn fyrir samsvarandi magn af fitu. Þegar og ef gervifitan verður komin í margar algengustu matvælategundir má búast við því aö hún verði orðin býsna stór hluti af heildarfitu- neyslu fólks. Vegna þess hve flókið mál er að fá leyfi til framleiðslunn- ar sótti Procter & Gamble árið 1990 eingöngu um leyfi til að nota 01- estra í snarlfæði, kartöfluflögur og þvíumlíkt. Ef grænt ljós verður gef- ið á það reikna framleibendurnir með að síðar meir verði hægt að út- víkka leyfið. „Olestra verður umdeildasta aukaefnib í matvælum," er álit lyfjafræðingsins Walter Willett hjá Harvard háskóla. Hann vinnur að því ásamt rúmlega 20 starfsfélög- um sínum að koma í veg fyrir ab leyfi verði veitt. Helstu rök Willetts gegn Olestra eru þau að *á „leib sinni gegnum meltingarveginn dragi gervifitan mikilvæg næring- arefni og vítamín upp í sig eins og svampur og skili þeim ónotuöum út." Þetta á við um stóran hluta af A, D, E og K vítamínum, sem eru upp- leysanleg í fitu. Procter & Gamble viðurkenna þetta og hafa brugöist við þessu með því að vítamínbæta Olestra þannig ab í það minnsta eitthvaö af þeim verði eftir í fæð- unni sem líkaminn getur melt. En erfiöara er að eiga við karótínóíba, sem eru fituleysin litarefni í plönt- um, þ.á m. beta- karótín sem er í gulrótum. Karótínóíðamir fara líka meb Olestra beint í gegnum líkam- ann ónotaðir, en læknar telja að þeir hafi fyrirbyggjandi áhrif á ýmsa sjúkdóma, svo sem krabba- mein og hjartasjúkdóma. Hins veg- ar er ekki hægt ab framleiða þá með aðstoð tækninnar. Meltingartruflanir og niburgangur Vísindanefnd bandarísku mat- væla- og lyfjastofnunarinnar (Food and Drug Administration, skammst. FDA) telur reyndar ekki að Olestra sé skaðleg heilsu manna, og lýsti sig nýlega fylgjandi því að leyfi yrði veitt. Yfirleitt lætur stofn- unin nægja að gefa meðmæli af þessu tagi. Hún þarf ekki að leggja mat á það hvort fæðuefni séu gagn- leg fyrir neytendur eða hversu vel þau fara í fólk. Og þar virðast efa- semdir vera á kreiki, jafnvel hjá FDA, og reiknað er með því að gef- in verði út aðvörun samhliða leyf- isveitingunni: „Fæðutegundir sem innihalda Olestra geta valdið trufl- unum í þörmum eða virkað hægða- losandi." Þarna er a.m.k. ekki of sterkt að orði kveði. Úr rannsókn- um á vegum P&G eru þekktar ýms- ar aukaverkanir, m.a. krampar í þörmum, bólgur, niðurgangur, og það sem á ensku kallast „anal Ieak- age", þ.e. appelsínugul og þunn- fljótandi olían getur átt það til að leka svo til stjórnlaust niður úr neytendanum vegna þess að líkam- inn getur á engan hátt unnið neitt úr henni. Framleiðandinn er að reyna ab vinna gegn þessu með því ab gera olíuna eitthvab meira seig- fljótandi en upprunalega gerðin var. -GB/Die Woche RAÐGREIÐSLUR TIL 24 MÁNAÐA RAÐGREIÐSLUR VISA hafa reynst afar örugg og vinsæl leið til greiðsludreifingar vegna kaupa á dýrari munum, svo sem húsbúnaði, heimilistækjum, innréttingum og jafnvel bifreiðum. Með RAÐGREIÐSLUM VISA getur þú jafnað út greiðslubyrði þinni á þægilegan og ódýran hátt á allt að 24 mánuði eftir því sem þú hefur þörf fyrir og söluaðili samþykkir. $ INNKAUPA TRYGGING og framlengdur ábyrgðartími búnaðar og tækja. Láttu RAÐGREIÐSLUR VISA létta þér róðurinn... ...0G ÓSKIN RÆTIST!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.