Tíminn - 26.01.1996, Page 1

Tíminn - 26.01.1996, Page 1
Sala á nýjum bílum hefur undanfarin ár dregi$t saman eöa allt þar til á síöasta ári. Þaö sama má segja um afskráningar: Bílaflotinn að úreldast Miðað við tölur frá Bifreiða- skoðun virðist bílafloti landsmanna vera að úreldast og það nokkuð hratt. Þegar bornar eru saman tölur yfir afskráningar og nýskráning- ar, kemur í ljós að nokkur undanfarin ár hefur verið nokkur munur á þeim, þ.e.a.s. að fjöldi afskráninga hefur verið mun lægri. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum dregist saman, allt þar til nú að salan virðist stefna lítillega upp á við. Þetta gefur til kynna að bílafloti landsmanna sé að eldast og endurnýjun er ekki nægileg. Þetta hafa forystumenn Bíl- greinasambandsins reyndar bent á, og kenna um að of há- ar álögur séu lagðar á nýja bíla. Alls voru afskráðar um 4.800 bifreiðar hér á landi á síðasta ári, þar af rúmlega 2.900 á höfuðborgarsvæðinu, eða um 60%, og því virðist sem úreld- ing bílaflotans gangi hraðar fyrir sig á landsbyggðinni. Töluvert fleiri bílar voru af- skráðir árið 1994, eða um 6.500, og enn má sjá að úreld- ingin er meiri á landsbyggð- inni, því um helmingur af- skráðra bíla er á landsbyggð- inni. Enn athyglisverðara er aö líta á tölur frá því árið 1993, en þá vom afskráðir um 10.100 bílar og enn er aðeins rúmlega helmingurinn á höf- uðborgarsvæðinu. Sjá nánari útskýringar og tölur yfir selda nýja bíla á bls. 6 Tilbob í tilefni flutninga hjá Bílheimum Bls. 11 Almeran fer vel af stab Bis. 2 Fjölskyldubíllinn mikil- vægasta neysluvaran Bls. 8 Reynsluakstur — Peugeot Boxer Bls. 18 Fimm stjörnu bílar Bls. 9 Mjög gott verð Nýkomin stór sending af boddíhlutum íflestar gerðir bifreiða, t.d.: BMW, Escort, Sierra, Fiat, Charade, Honda, Mazda, Toyotá o.fi. tegundir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.