Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. janúar 1996 3 Allgott farangursr/mi er aftur í bílnum. velt fyrir meb hlebslu og afhlebslu. að treysta á útispegla er nokkuð sem fólk venst fljótt. í akstri heyrist nokkuð í vélinni og mættu þeir fransmenn gjarnan hljóðeinangra vélarhúsið svolítið betur. Jafnframt mætti mjög gjarn- an vera snúningshraðamæíir fyrir vélina. Að öðru leyti er ekki undan neinu að kvarta við þau stuttu kynni sem við höfðum af þessum bíl. Innréttingin er sem fyrr segir mjög smekkleg og vönduð og sæt- in þægileg. Gólf eru lögð teppum. Fyrir aftan ökumannssætið og tveggja manna framsætisstólinn eru þrjár sætaraðir með þremur sætum hver um sig. Þessi sæti eru það rúmgóð og mikil um sig að það mætti koma fyrir fjórum sætum í hverri röð, en þá aúövitað á kostn- Stórar vængjahurbirnar gera aub- að þægindanna auk þess sem áhöld kunna að vera um hvort það .sé löglegt. Tvær eða þrjár miðstöðvar eru í farþegarýminu fyrir utan þá venjulegu sem er undir mælaborð- inu. Nægur hiti var í bílnum þótt talsvert kalt væri í veðri og öll móða hvarf fljótt af rúðum. Vilji fólk svo hafa rýmra um sig má auð- veldlega kippa einu og einu sæti úr bílnum. Boxerinn er nánast kassalaga að sjá að framendanum undantekn- um sem hefur nánast sama halla allt frá stuðara og upp á þakbrún. Hann er 2,13 m hár og þessi mikla hæð ásamt því hve gólfið er lágt gera meðalmönnum mögulegt að standa nánast uppréttir inni í bíln- um. Hið kassalega form bílsins Fyrir stórfjölskylduna: Peuseot Boxer Peugeot Boxer, níu manna fólks- bíll. Lítur út fyrir ab vera stór og klunnalegur en er léttur og lipur í akstri. veldur því líka að ekkert dautt innarými myndast. En þrátt fyrir hve bíllinn er hár er Boxerinn ótrú- lega lítið næmur fyrir hliðarvindi. Maður getur á hinn bóginn ímynd- að sér að allt útlit bílsins virki ekki hvetjandi á venjulegt fjölskyldu- fólk að fá sér Peugeot Boxer og haldi hann vera klunnalegan ^og tregan trukk í akstri og allri um- gengni. Það er þó fjarri sanni. Box- er er auðvitað öðruvísi í akstri en venjulegur fólksbíll en alls ekki erf- iöari. Hann bæði vinnur ve' cg í ur aðra og betri aksturseiginleika en ætla mætti af útlitinu einu sam- an. Þetta er í rauninni kjörinn bíll fyrir stórar fjölskyldur og með miklu fjölbreyttari notkunarmögu- leika en gengur og gerist með fjöl- skyldubíla. Þetta er í raun einn besti fjölnotabíll sem hægt er að hugsa sér og sérhver fjölskyldu- meðlimur með bílpróf getur auð- veldlega ekið honum. Mælum meb túrbódísil Peugeot Boxer er fáanlegur með 2ja 1 bensínvél og dísilvél sem ým- ist fæst með eða án forþjöppu. For- þjöppuvélin er snörp í viðbragði og aflmikil og skilar bílnum áfram bæði í borg og sveit á við hvern venjulegan fólksbíl. Á íslenskum hámarkshraða á bundnu slitlagi, 90 km/klst, gengur vélin mjög létt og eðlilega og þótt varla megi segja frá því þá er 120 km sigling ekkert mál. Upp kambana rennur Boxer- inn í fimmta eins og ekkert, maður slær af niður í 70-80 í kröppustu beygjunum og svo spinnur hann sig upp í 90 aftur. Létt og elegant. Við mælum hiklaust með for- þjöppudísilvélinni þrátt fyrir þungaskattskerfið sem verður við lýði næstu tvö árin þar til olíugjald verður innleitt, enda gerum við ráð fyrir því að fjármálaráðherra standi við loforð um að endurbæta þungaskattskerfið jrannig að dísil- bílar verði raunhæfur valkostur fyr- ir almenning. -SÁ Helstu tölur: Peugeot Boxer DLX Verð 2.573.000,- Vél: 2446 rúmsm dísilvél m/forþjöppu, 103 hö. Lengd: 4,655 m Breidd: 1,998 m Hæð: 2,13 m Eigin þyngd: 1600 kg. Heildarþyngd: 3.250 kg. Hjólbarðar: 195/70-15 Eldsneytisgeymir 80 1. Hámarkshraði: 140 km. Stórar hlibardyr opna greiban gang inn ísœtarabirnar tvær. Sœtin eru þœgileg og allar innréttingar fyrirtak. Peugeot Boxer eru vöru- og fólks- flutningabílar með burðargetu frá 1575-1825 kg. og fáanlegir sem fólksflutninga-, sendi- og vörubílar í ýmsum lengdum og útfærslum. Sá sem við reynsluók- um var fólksflutningabíU af gerð 310C DLX með þægilegum og rúmgóöum sætum fyrir 9 manns. Öll innrétting er vönduð og hlý- leg, nægur og góður hiti et í far- þegarýminu, þærilegt farangurs- pláss er fyrir aftan sætin og allur umgangur um bílinn afar þægileg- ur. Að aftan eru tvær vængjahurðir sem opnast vel út til hliðanna og frá gólfi til lofts. Á hægri hlið er stór rennihurð sem opnar vel fyrir aðgengi í tvær sætaraðir aðal far- þegarýmisins. Framhjóladrif Peugeot Boxer er framhjóladrif- inn sem þýðir það að hægt er að hafa gólfiö lægra en ella og einmitt vegna þess hversu gólfið er lágt, er umgangur um bílinn auðveldur, hvort sem um er að ræða sendi- ferðabíl eða fólksflutningaútgáf- una. Vélin er 2,446 1 dísilvél með forþjöppu, 103 hestöfl og gírkass- inn er handskiptur, fimm gíra. Vél- in er aflmikil og viðbragðssnögg og skilar þessum stóra bíl áfram á við hvaða fólksbíl sem vera skal og fer létt með að renna honum áfram á íslenskum hámarkshraða og raunar gott betur. Hámarkshraði er annars uppgefinn 140 km. klst. I akstri er Boxer þægilegur. Stýrið er nákvæmt, hemlarnir eru, a.m.k. ef miðað er við létthlaðinn bílinn, góðir og láta vel að stjórn. Fjöðrun- in er þægileg og alls ekki hörð. Hún er slaglöng og tekur vel holur og öldur án þess að leyfa bílnum aö leggjast á fjaðrirnár í beygjum aö gagni. Ökumaður situr hátt og sér vel yfir veginn framundan og hefur góða yfirsýn yfir umferðina. Stjórntæki öll virka ósköp ámóta og í góðum fólksbílum nema hvað sumum virðist gírskiptingin vera á sérkennilegum stað. Hún liggur Stjórntæki eru þægileg og mœla- borbib gott aftestrar. Snúnings- hrabamæli vantar. er líkur trukk að því leyti líka að ökumaður verður mest að treysta á útispeglana við að sjá aftur fyrir bílinn. Speglarnir eru stórir og góð- ir og maður sér vel í þeim aftur með bílnum og aftur fyrir þann en engu að síður mjög vel við hægri höndinni og er bæði létt og ná- kvæm og minnir nokkuð á skipt- ingu í stórum MAN trukkum sem féll okkur Tímaköllum mjög vel í geð. Sú tilfinnig sem maður fær af því að aka Peugeot Boxer er um sumt svipuð og að aka stórum vörubíl. Ökumaður situr hátt og nokkuð framarlega og verður að taka tillit til þess þegar hann tekur beygjur fyrir horn til að missa ekki afturhjólin upp á gangstéttir. Boxer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.