Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 10
10 WíltöfáSM- BÍLAR Föstudagur 26. janúar 1996 Helstu tölur: Vél 1324 rúmsm 54 kW/75 hö. Hröðun 0-100 km 13,3 sek Hámarkstog 107Nm/4000 sn. Þvermál beygjuhrings 10,4 m til vinstri og 10,6 til hægri. Rúmtak farangursg. 437 1. Hámarkshraði 164 km klst. Meðaleyðsla ca. 8,3 1/100 km. Handskipting: 5 gíra. Bensín: Blýlaust 92-95 oktan. Eldsneytisgeymir 50 1 Hljómflutningstæki með þjófn- aðarvörn. Staðgreiðsluverð 1.399.000,- Innifaliö í því er skráning og ryðvörn. Mazda er gullfallegur bíll. Bíll handa kjarna- fj ölsky ldunni og „formæður" hennar höfðu fyrir áratug eða svo. Þannig heyrist hið dæmigerða Mazda- urr í vélinni, sérstaklega undir álagi á þetta 3-4 þúsund snún- ingum. Þá eimir enn eftir af vegahljóöi í akstri þótt ekki sé það neitt á við það sem áður var. Góður heimilisbíll Innréttingar eru allar þægi- legar og smekklegar og öku- mannssætiö sérstaklega er orðið afar þýskt, þ.e.a.s. stinnt með góðum stuðningi viö mjó- hrygg. Mælaboröið er smekk- legt og mælar og stjórntæki auðfinnanleg og auðsjáanleg og ekki undan neinu að kvarta. Rýmið er þægilegt í bílnum fyr- ir fjóra og gott aö stíga inn og úr úr honum bæði aftur í og fram í. Farangursrýmið er stækkanlegt með því að fella niður aftursætisbakið og má gera það í tvennu lagi ýmist að 1/3 eða 2/3. Við teljum okkur óhætt að mæla með þessum bíl sem heimilisbíl þar sem hann er bæði þægilegur og öruggur í akstri fyrir alla fjölskyldumeð- limi sem á annað borð hafa ökuréttindi. Þá er það næsta víst að fólk fær góðan og örugg- an bíl sem ekki á eftir að valda fjölskyldunni vandræðum og leiðindum vegna bilana og vesens. -5/1 við stýrið! UMFERÐAR Mazda bílar hafa lengi þótt vel smíðaðir og bila lítið. Það kom nýlega fram hjá ADAC, félagi þýskra bílaeigenda sem reglulega sendir frá sér niöur- stöður rannsókna og athug- ana á bílum, að allar gerðir Mazda eru þeir bílar sem sjaldnast verða stopp af völd- um bilana. Mazda var á tímabili mest seldi bíll á íslandi en lenti um tíma í hrakningum með um- boð, en er nú í öruggri höfn hjá Ræsi sem býður fram fjölbreytt úrval af gerð 323 og við reynsluókum því afbrigði sem fer sjálfsagt næst því að kallast standardútgáfa; Mazda 323 LX, 1300 fernra dyra. Þetta er dæmigerður heimilisbíll, þægi- legur í akstri, ekkert tryllitæki en meö örugga aksturseigin- leika og þokkalega vinnslu. Vélin er sem fyrr segir 1324 rúmsm og 75 hö. Gírkassinn er fimm gíra. Vegna vörugjalds- flokkunar bíla eftir vélárstærð aðallega þá kostar þessi bíll 1.399.000,- en samskonar bíll með næstu vélarstærð fyrir of- an um 100.000,- kr meir. Sjálf- skipting er fáanleg með 1500 rúmsm vélinni og kostar hún rúmlega 90 þúsundum meir en handskiptingin. Okkur viröist sem ísland og Danmörk séu einu Evrópulöndin þar sem þessi bíll og raunar margir aðrir svipaðrar stærðar séu boðnir í standardútgáfu með 1300 vél. í Þýskalandi t.d. er standardút- gáfan með 1500 vél sem er 90 hestöfl. Vélin, þótt lítil sé, togar ágætlega á skikkanlegum vélar- snúningi og í venjulegum akstri er alveg óþarfi aö vera þeyta henni einhver ósköp. Há- markstog er 107 Nm við 4 þús. sn. og maður hefur á tilfinning- unni áö henni líði einna best Vel lœsilegir mœlar og stjórntœki. við ca. 3 þús. sn og það er hrós- vert að í bílnum er snúnings- hraðamælir handa ökumanni að fylgjast meö í akstrinum. Öruggur í akstri Mazda 323 hefur örugga akst- urseiginleika en færi gafst á að reyna bílinn við flestar aðstæð- ur sem bjóðast á þessum árs- tíma; auðum vegum með bæði búndnu og óbundnu slitlagi, snjókrapa og svellglæru og er það fljótsagt að jafnvægi er ágætt í bílnum og hann er prýðilega stöðugur og rásfastur og lætur vel að stjórn. Ástæða er til að hrósa fjöðruninni sem er stinn og á sinn þátt í aö gefa bílnum stööugleika og rásfestu. Engu að síður tekur hún vel vib ójöfnum, svo sem holum og Skottlokib opnast nibur ab stubara og umgengni er aubveld um farangurs rýmib. Varadekkib er undir gólfinu. hraðahindrunaröldum án þess að mögla og án þess að allt sé í háalofti inni í bílnum. Við minnumst þess að fyrir 10 ár- um síðan var fjöðrun í Mözdu ekkert til að hrópa húrra yfir. Þessi nýja Mazda hefur hins vegar nokkur sömu einkenni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.