Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. janúar 1996 5 Eg býst viö að greinarhöfundur megi teljast forsetahollur maöur. Ég hef ávallt boriö mikla viröingu fyrir embætti forseta ís- lands. Þaö er hluti af áramótatilstandinu á mínu heimili aö hlusta á áramótaávarp for- setans, og svo hefur veriö lengi. Eftir aö sjónvarpið kom er það takmarkið á nýárs- dag aö vera búinn aö taka sér stöðu með kaffibollann og horfa og hlusta á áramóta- ávarp forsetans. Þjóðsöngurinn og mynd- irnar frá Þingvöllum og víöar aö eru hluti af þjóölegheitum mínum við þessi tækifæri og önnur hliðstæð. Þetta kann aö þykia íhaldssöm afstaöa nú þegar allt er undir í umræðum um breytingar, jafnvel þjóð- söngurinn. Hins vegar er þetta svona og ég á ekki von á að sjónarmið mín breytist um þessi efni. Forsetaembættib Það hefur mikið úrvalsfólk gegnt emb- ætti forseta Islands. Þessir einstaklingar hafa, svo ekki veröur um deilt, náð þeirri stöðu að vera sameiningartákn þjóðarinn- ar. Forsetaembættið hefur náð að festa sig í sessi í hennar huga. Eigi að síður munu nú vakna alls konar umræöur um embættiö í undirbúningi for- setakosninganna. Mín afstaða í þessu efni er íhaldssöm. Ég vil að þetta embætti verði þróað áfram í þá veru sem verið hefur. Það má fullyrða að þessi skipan hafi reynst vel í þingræöisþjóðfélagi. Forsetinn hefur verið fulltrúi allrar þjóðarinnar inn á við og út á við. Nú hefur embættið þróast þannig að forsetinn hefur komib fram fyrir hönd þjóöarinnar víða um heim með miklum sóma. Ég hef orðið þess áþreifanlega var á erlendri grund, er íslensk málefni berast í tal og þá oftast við stjórnmálamenn, ab þeir eru sér mjög meðvitaöir um stöbu og hlutverk forsetans og þekkja til hans. Sumir halda því fram ab sameina eigi embætti forseta og forsætisrábherra, eða með öðrum orðum að taka upp þab kerfi sem er í Bandaríkjunum. Meb þessu væru einum manni færö meiri völd en dæmi eru til í þessu litla þjóðfélagi og ég hef enga trú á að slík verði raunin á næstunni. Forsetakosningar fyrr Greinarhöfundur er kominn á þann ald- ur að muna eftir kosningu þriggja af fjór- um forsetum lýbveldisins. Það er tilbreyt- ing í því fyrir stjómmálamenn að fram fari allsherjarkosningar án þess að þeir séu sjálfir í framboði. Hins vegar getá gamlir kosningaþrælar ekki setið á sér að fylgjast með, og á einhverju stigi taka þeir afstöðu með sínum manni. Það er ekki tímabært enn hvað mig snertir. Enn liggur ekkert fyr- ir um hverjir taka þátt í slagnum. Hins vegar er mjög fróblegt að rifja upp þær þrennar forsetakosningar sem mér eru í minni. Sú fyrsta, þegar Asgeir Asgeirsson var kosinn, er mér aðeins í barnsminni, en þó ab ég væri á barns- aldri minnist ég um- ræðna bænda norður í Skagafirði í minni fæð- ingarsveit um þetta mál. Þeim var nokkub niðri fyrir vegna þess að ákveðin tilmæli komu frá forustumönnum stærstu stjórnmálaflokka landsins að kjósa Bjarna Jónsson. Ég hygg að margir hafi ekki sinnt þeim tilmælum, enda var þessi frambjóð- andi ekki kjörinn þrátt fyrir ab menn á borð við Hermann Jónasson, Eystein Jóns- son, Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson sendu bréf og tilmæli um allt land þessa efnis. Foringjarnir voru þó í miklum met- um hjá sínum stuðningsmönnum og fram- bjóðandinn virtur og vinsæll. Ég man hins vegar glöggt eftir því, þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti. Þá hafbi ég kosningarétt, en hafði í upphafi engar sérstakar meiningar um kandídat. Ég fór á fund hjá Gunnari Thoroddsen, sem hann hélt á Egilsstöðum, og var sá fundur allfjölmennur og fór ágætlega fram. Síðar kom svo í ljós hvert stefndi, þegar um 1100 manns sóttu fund með Kristjáni á sama stað, fjölmennasta samkoma sem haldin hafði verið til þess tíma í Valaskjálf, sem var fundarstaðurinn. Bylgjan hafði risið. Þjóbin var þeirrar skoðunar að fá mann ut- an vettvangs stjórnmálamanna í embætt- ið, þrátt fyrir ab Gunnar Thoroddsen væri glæsilegur frambjóðandi. Hins vegar gegndi Kristján Eldjárn þessu embætti með þeim hætti að það hefur haft áhrif til langs tíma. Hann var sannkallað sameiningartákn og embætti hans var lát- laust og viröulegt. Vigdís Finnbogadóttir hélt áfram meö sama hætti, þótt engir tveir einstaklingar séu eins. Ég nefni þessa tvo forseta vegna þess ab þeir hafa gegnt embættinu eftir að ég varð fulltíða maður. Þeir hafa mótað embættið á þann veg að mér finnst farsæl- ast að því verði áfram sinnt í sama anda, þó ávallt komi nýr blær með nýjum einstak- lingi. Eg gat þess í upphafi að væntanlegar for- setakosningar hefbu í för með sér umræður um forsetaembættib, stöbu þess og hlut- i verk. Ég hef ekki heyrt um neina mótaba hugmynd um breytingar á því, nema þá að sam- eina forsætisráðherra- embættib og embætti forsetans, sem er bylting í stjórnsýslunni. Afstaba mín er ljós. Ég mun velja forseta þegar þar að kem- ur meb það fyrir augum að hann geti verið sam- einingartákn þjóðarinn- ar og gegnt því með sóma að koma fram fyrir hennar hönd á erlendum vettvangi og hafi dómgreind til þess að leiða þjóðina á þeirri ögurstund þegar þarf ab skipta um ríkisstjórnir. Þá tekur forsetinn að sér verk- stjóm. Þab er rætt um að embætti forsetans sé valdalítib eða valdalaust. Þetta finnst mér fjarstæða. Forsetinn getur í krafti embættis síns haft mikil áhrif með því hvaba málefni hann setur í forgang, þegar hann kemur fram opinberlega. Staðhæfingar um áhrifa- leysi hans eru út í hött. Hins vegar get ég ekki séð fyrir mér forseta, sem blandar sér í öll dægurmál sem upp koma og hefur skoðanir á þeim á hraöbergi. Það er hlut- verk forseta íslands ab líta yfir frá víðum sjónarhóli. Ég er ekki með þessu að halda því fram ab forsetinn eigi ab vera skoðana- laus, síbur en svo. Hins vegar tel ég að sá forseti, sem kjörinn verður, hafi góðan grundvöll til þess ab byggja á og um emb- ættið hafi mótast farsælar hefðir. Komandi kosningar Nú eru forsetakandídatar að fara í start- holurnar og fólk er komið fram á sjónar- sviöið sem yfirgnæfandi líkur eru á ab bjóði sig fram. Þær nöfnur Guðrún Pét- ursdóttir og Gubrún Agnarsdóttir eru greinilega ab bíða eftir réttu stundinni til þess að tilkynna frambob sitt formlega. Annað er enn óljóst, nema hvað ætíb kemur fram eitt grínframboð og svo er nú eins og áður. Ég efast ekki um að maður kemur í manns stað og við eigum hæfa einstak- linga til þess ab gegna forsetaembættinu. Þjóðin þarf aðeins að venjast tilhugsun- inni eftir að hafa haft úrvalsfólk á for- setastóli. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að stjórnmálamenn séu ekki hæfir í þetta embætti, en ég hef þó trú á því að félagaskrá flokkanna sé ekki traust plagg til þess að rnerkja fólk í forseta- kosningum. Þar getur allt gerst og fátt er öruggt fyrirfram. Næstu mánuðir verða því spennandi fyrir þá, sem hafa gaman af kosningum, og ég verð þess rækilega var á ferðum mínum síðustu daga að áhugi almennings er ómældur á þessum málum. Þab er undantekningalítið kom- ið inn á þessi mál á vinnustöðum og á förnum vegi. Komandi kosningar verða fjölmiðla- kosningar. Gífurlegar breytingar hafa orbið á fjölmiðlun í landinu frá síbustu forsetakosningum, og munu sjónvarps- stöðvarnar leika þar stórt hlutverk. Hinn mikli áhugi almennings mun glæða enn frekar áhuga fjölmiðlanna á málinu, og mun ekki skorta umfjöllun um hverja hreyfingu frambjóðenda og bollalegg- ingar um úrslitin ásamt könnunum af ýmsu tagi. Þessar vangaveltur mínar á síðum Tímans eru angi af þessum áhuga, sem verður vart í öllu þjóðfélaginu. Það er vel að þjóðin er áhugasöm um val á forseta sínum. Það er hins vegar mín skoðun að hver og einn verði að skilgreina það vel hvernig hann vill sjá þetta embætti og velja eftir því. Ég hef sagt mína skoðun og get endurtekið hana. Forsetinn á að vera sameiningar- tákn þjóðarinnar og byggja á þeim grunni, sem lagður hefur verið af úrvals- fólki sem hefur gegnt þessu starfi í hálfa öld. Þetta er sá grunnur sem val mitt mun byggjast á, þegar þar að kemur. Menn °9 málefni Bessastabir. Tímamynd Árni Bjarna Jón Kristjánsson: / I startholunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.