Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 6
6 WMttm Laugardagur 27. janúar 1996 Hlín Agnarsdóttir hefur áhyggjur af feguröarþráhyggju kvenna og telur kvennaklósettin á skemmtistööum Reykjavíkur eins kon- ar krufningsherbergi: Búin að fá nóg af áfengiserótík og áfengisrómantík Toilet-drama veröur frumsýnt í kvöld hjá Al- lieimsleikhúsinu í Borg- arleikhúsinu. Hlín Agn- arsdóttir samdi leikritiö sem hún nefnir Konur skelfa, þó ekki sé útséö um hvern þaer skelfa, og leikstýrir jafnframt leikarahópnum sem samanstendur af 5 konum og 1 karli. Tíminn haföi samband viö konuna sem ákvaö aö kanna klósettsamfélag kvenna á börum Reykjavíkur og byrjaöi sam- taliö á þeirri boröleggjandi spurn- ingu hvers vegna áhugi hennar heföi beinst aö klósettinu. „Hugmyndin varö til hjá mér árið 1988. Eg var aö ganga framhjá I’jóö- leikhúsinu og minntist allra minna ferða á kvennaklósettið í I'jóöleikhús- kjallaranum í gegnum árin. Það rifjaö- ist upp fyrir mér hvaö þetta er sér- kennilegt og skemmtilegt samfélag. Þaö sem mér finnst merkilegast er hvaö þaö er mikið sem gerist inni á kvennaklósettum. Kvennaklósettiö er hálfgert kvennaathvarf á skemmti- stööunum. Konurnar geta flúiö þar inn til að tala saman, til aö fá smá frið til þess að trúa hver annarri fyrir hinu og þessu og þær dvelja oft þarna lang- tímum saman. Karlmennirnir kannast alveg við þetta því konur hverfa bara inná klósett og eru þar oft ansi lengi. Mesti drifkrafturinn í þessari hug- mynd hjá mér var hvað kvennakló- settið endurspeglar mjög feguröarþrá- hyggju kvenna. Útlitsþemaö er alveg rosalega mikilvægt inni á kvennakló- settinu og spegillinn gegnir rosalegu stóru hlutverki. Leikritiö heitir Konur skelfa vegna þess aö ég spyr: Erum við svona skelfilegar ef viö erum bara grímulausar? Hverja skelfum viö, okk- ur sjálfar eða aðrar konur? Maður finnur þetta inni á kvennaklósettinu aö ef maður er ekki alveg nógu vel til hafður þá fær maður nú aldeilis augn- gotur frá kynsystrum sínum. Kvennaklósettið er líka einhvers konar krufningsherbergi. Það fer ein- hver rannsókn fram og þaö eru að- gerðir í gangi, við erum að meika okk- ur og mála, tékka á hári og fötum fram og til baka. Við erum alltaf aö mæla okkur og spurja: Er þetta nógu gott, erum við nógu sætar? Þetta er náttúrulega í misjafnlega miklum mæli en þetta getur orðið algjör þrá- hyggja. Það var þetta sem mér þótti mest interessant því mér finnst konur hafa orðið fórnarlömb og orðiö ofur- seldar öllum þessum tísku- og fegurð- ariðnaði. Ég er svona sjálf, ég vil vera vel klædd, vel snyrt, hugguleg og sæt og allar konur vilja það. Spurningin er hvað þetta á að ganga langt. Þetta er gengið út í svo miklar öfgar þegar heil- brigðar konur eru farnar í einhverjar lýtaaðgerðir. Það finnst mér sorglegt. Þá er einhver annar farinn að stjórna. Þá stjórnum við ekki lengur." -Finnst þér ekki verið að gera lítið úr konum með því að álíta þœr óhcvfar til þess að standast áróður fegurðarbrans- ans? „Jú, en það er svo skrýtið hvað við sjálfar erum viðkvæmar fyrir þessu. Hver er að gera lítið úr konum? Gera þær lítið úr sér eða er það iðnaðurinn eða þjóðfélagið sem alltaf er að gera lítiö úr konum? Af hverju þurfum við á þessu að halda? Það er líka einhver æskudýrkun í samfélaginu og tíman- um. Þessi snyrtivöruiðnaður gengur t.d. ofboðslega mikið út á það aö láta konur halda það að þær eigi að vera „forever young". Ef þú ert kona, þá máttu helst ekki eldast, það er Ijótt að eldast. Það liggur í þessari neyslu- hyggju okkar samfélags að vera alltaf síungur. Þetta náttúrulega tefur allan þroska. Konur eyða miklum tíma í þetta og nýta oft ekki þá hæfileika sem þær hafa í raun og veru af því að ork- an fer í þetta. Þetta er auðvitað sam- spil milli þjóðfélagsins, ímyndar og einstaklingsins." -En œttu konur ekki að vera orðnar nógu sterkar nú, 20-30 árum eftir að þær fóru virkilega að láta í sér heyra, til að standast þetta? „Nei, veistu það, auðvitað eru konur sterkar og mikiö af þessum konum sem eru ofurseldar þessu öllu eru sterkar. Ég segi fyrir sjálfa mig, að ég er t.d. fatafíkill. Mér finnst ofboðslega gaman að því að eiga mikið af falleg- um fötum." -En hefur fatafíkninni nokkuð verið laumað að þér í gegnum ímyndabrans- ann, er þetta ekki þín einkaleg löngun? „Jú, jú og ég vil taka það fram að mér finnst sjálfsagt að konur og allir fái aö vera eins og þeir vilja og vera fallegir og klæða sig — en bara á okkar forsendum. Að þaö sé ekki alltaf verið að segja okkur til; nú á morgun koma brjóstalausir kjólar og við eigum að sýna á okkur brjóstin og geirvörturnar og eiga þá allar konur að fara út á götu og sýna á sér geirvörturnar, af því að einhver tískuhönnuður segir þeim að gera það? Það er svo merkilegt hvernig okkur er stýrt. Nú er t.d. búin að vera einhver svona kynferðisleg tíska í dá- lítið mörg ár sem náttúrulega aðallega ungar stúlkur hafa sótt í. En svo þegar maður sér svona eldri konur eins og mig, rúmlega fertuga, eða jafnvel eldri, þegar viö ætlum að fara að reyna að apa þetta upp og halda í þetta þá verður þetta hallærislegt. Mér finnst svo hlægilegt hvab við látum teyma okkur stundum." -Þannig að leikritið er þá kannski frek- ar ádeila á konur fyrir að láta stjórnast af þessu, því neysluhyggjan og markaðs- hyggjan eru orðin slík skrímsli að við ráð- um ekkert við hana? „Að pínulitlu leyti vil ég alveg segja já vib því að þetta sé svolítil ádeila á konur. Konur mega alveg fara að hugsa um þetta. Hugsaðu þér hvað þessi fitubrennsla og pallapuð eftir jól er fáránleg. Mér finnst þessi fitu- brennsla eins og einhverjar útrýming- Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist — Mosfellsbær Spilum í Háholti 1, föstudagskvöldin 2. og 9. febrúar kl. 20.30. Mosfellingar! Mæt- um og tökum með okkur gesti. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Framsóknarvist Félagsvist ver&ur spilub í Hvoli sunnudagskvöldib 27. janúar nk. kl. 21. Vegleg kvöldverblaun. Næstu spilakvöld verða síban 28. jan., 4. febrúar og 11. febrúar. Geymib auglýsinguna. Framsóknarfélag Rangceinga 1 \ Strandasýsla Gubmundur Gunnlaugur Almennir stjórnmálafundir verba haldnir á eftirtöldum stöbum í Strandasýslu sunnudaginn 28. janúar 1996: Sævangi kl. 14.00 Grunnskólanum Borbeyri kl. 21.00 Frummælendur verba: Gubmundur Bjarnason, landbúnabar- og umhverfisrábherra. Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður. Umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Þorrablót 10. febrúar Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verbur haldib laugardaginn 10. febrúar. Stabsetning: Ibnaðarmannasalur, Skipholti 70. Heibursgestur: Steingrímur Hermannsson. Veislustjóri: ÓlafurÖrn Haraldsson. Verð kr. 2.600 (matur, ball). Bara ball: kr. 1.000. Húsib opnar kl. 19.30, en borbhald hefst kl. 20.00. Tekib er á móti mibapöntunum á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562-4480 eða hjá Ingibjörgu í síma 560-5548. Ýmis skemmtiatribi verba og svo aubvitað hljómsveit. Öll umsjón er f höndum FUF í Reykjavík. Allir velkomnir. Stjórn FUF Reykjavík Mosfellingar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ verða meb vibtalstíma í Framsókn- arsalnum Háholti 14 annan hvern laugardag á milli 10 og 12 f.h. Þar mæta bæjarfulltrúar auk fulltrúa flokksins í nefndum á vegum bæjarfélagsins. Fyrsti fundurinn verbur næsta laugardag þann 27. janúar A fyrsta fundinn mæta fulltrúar í íþrótta- og tómstundarábi auk beggja bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins Ágætu bæjarbúar, verib velkomin í morgunkaffi ab Háholti 14 nk. laugardag og fræbist um málefni bæjarins Stjórn Framsóknarfélags Kjósarsýslu Gegn fíkniefnum Hótel Borg þribjudaginn 30. janúar kl. 12.00-13.00 Hádegisverðarfundur um fikniefnavandann og varnir gegn honum verbur haldinn á Hótel Borg í hádeginu næstkom- andi þribjudag. Rætt verbur um hvernig ná megi árangri í baráttunni gegn fíkniefnavandanum meb forvarnastarfi og lagasetningu. Frummælendur eru Ólafur Gubmundsson sem vinnur ab forvörnum hjá lögreglunni í Reykjavík og Högni Kristjáns- son lögfræbingur í dómsmálarábuneytinu sem vinnur ab undirbúningi löggjafar um fíkniefni. Fundarstjóri er Olafur Örn Haraldsson. Fundurinn er öllum opinn. Ólafur Örn Nordjobb Nordjobb er miblun sumar- vinnu milli Norburlanda fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára. Nor- djobb sér einnig um ab útvega húsnæbi og bjóba upp á dagskrá til ab kynna land og þjób. Störf- in eru margvísleg, s.s. á svibi ibnabar, jíjónustu, landbúnabar, verslunar o.fl. og eru mibub vib faglært jafnt sem ófaglært fólk. Launakjör mibast vib kjara- samninga í hverju landi og eru skattar greiddir samkvæmt sér- stökum samningum vib skatta- yfirvöld. Starfstíminn getur ver- ib frá 4 vikum upp í 4 mánubi á tímabilinu l.maí-15.september. Á íslandi sér Norræna félagib í Reykjavík um Nordjobb, veitir all- ar upplýsingar, tekur vib umsókn- um frá íslenskum umsækjendum, kemur þeim áleibis og sér um at- vinnumiðlun, útvegun húsnæbis og tómstundadagskrá fyrir norræn ungmenni sem koma til íslands. Gert er ráð fyrir að um 100 ung- menni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb sumarið 1996 og að álíka fjöldi íslenskra ung- menna fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nor- djobb. Er það von Norræna félags- ins að atvinnurekendur taki vel í að ráöa norræn ungmenni til starfa í sumar eins og sl. 10 ár. Umsóknarfrestur fyrir Nordjobb er til lS.mars og ber að skila um- sóknum til Norræna félagsins í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.