Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. janúar 1996 9 2. Mánuður þessi var upphaf- lega helgaður rómversku ástar- gyðjunni Venusi og nafnið Aprilis gæti verið dregið af heiti gyðjunnar Afrodítu, grískri samsvörun Venusar. Hér er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að átt hafi sér stað hljóðbreyting, því markverður hljóðfræðilegur munur er á orðunum tveim, Aprilis og Afrodíta. 3. Apríl, sem er fjórði mánuð- ur gregoríanska tímatalsins, var annar mánuður fornrómverska tímatalsins. Nafnið er, sam- kvæmt því, ef til vill í ætt við fornindversku (sanskrít) apara, sem þýðir „annar í röð". Geta ber þess að getgátan hvílir á veikum grunni, því vel má vera að hinn hljóðfræöilegi skyld- leiki sé hrein tilviljun. Læt ég svo lesandann um að dæma hver kenningin sé senni- legust, en undirritaöur aðhyllist þá undir lið 2. Maí: Allt bendir til þess að mánuðurinn sé kenndur við rómversku gyðjuna Maia, en hún var verndari gróðurs. Einn- ig er freistandi að reyna að tengja nafnið við latneska lýs- ingarorðið magnus (stór, mikill) og miðstig þess, maius, en það þýðir „stærri". Það getur hins vegar reynst erfitt að renna stoðum undir þá skýringu, því að engin haldbær rök virðast vera fyrir því að nefna mánuð- inn „stærri". Enn önnur kenn- ing verður viðruð í umfjöllun- inni um júní. Latneskt heiti: (mensis) Mai- us. Júní: Ab öllum líkindum heitir þessi mánuöur í höfuöið á rómversku gyðjunni Júnó, drottningu himinsins og vernd- ara kvenna, hjúskapar, fæðinga og brúökaups. Önnur skýring hefur verib sett fram, og kemur hún vel til greina, en sam- kvæmt henni má rekja nafnið á mánuðinum til hinnar áhrifa- miklu rómversku ættar, Júníus (Brutus)-ættarinnar, sem var viö lýði í mörg hundruð ár. Helsti fulltrúi hennar var stjórnmálamaðurinn og lýð- veldissinninn Markús Júníus Brutus (85-42 f.Kr.), sem tók þátt í samsærinu gegn Júlíusi Sesar 44 f.Kr. Enn ein kenningin byggir á latneska orðinu iuniores, and- stætt maiores fyrir maí, og voru mánuðirnir samkvæmt því helgaðir annarsvegar æsku og hinsvegar elli. Latneskt heiti: (mensis) Iuni- us (núverandi heiti dregib af eignarfallinu, Iunii). Júlí: Hét áður (mensis) Quin- tilis, „hinn fimmti (mánuður)", og tók þá mið af fornrómverska tímatalinu (ársbyrjun 1. mars). Heitið Júlí var gefið mánuði þessum til vegsemdar Júlíusi Sesar árið 44 f.Kr. sem umbun fyrir umbætur hans á tímatal- inu, en hann fæddist einmitt í þessum mánuði. Og mánuðin- um var ab sjálfsögðu gefinn 31 dagur, vegna þess að það tíðk- aðist meðal Rómverja að út- hluta sem flesta daga mánuð- um, sem þóttu sérstaklega „göf- ugir" eða á annan hátt mikils- verðir. Þarafleiðandi hafa mán- uðir eins og t.d. janúar (< guð- inn Janus), mars (< guðinn Mars) og ágúst (< Ágústus keis- ari) 31 dag. Latneskt heiti: (mensis) Iulius (okkar heiti dregið af latn. eign- arfallinu Iulii). Ágúst: Hét upphaflega (mensis) Sextilis, „hinn sjötti (mánuður)". Varð svo síöar, ár- ið 8 f.Kr., nefndur eftir Ágústusi keisara, því að margir ham- Á veiðum í Ok- hotska hafinu Olíubirgöaskip aö leggja aö frystitogara úti á hafi. ingjuríkustu atburöir ævi hans urbu í þessum mánuði. Hann hét í raun Gaius Oktavíus, en hlaut 27 f.Kr. heibursnafnbót- ina Augustus, sem á latínu merkir „hinn upphafni", enda þótti hann göfuglyndur og vit- ur drottnari og naut sem keisari Rómaveldis eindæma vinsælda meðal almennings. Til vegs- auka voru þessum mánuði, ág- úst, gefnir 31 dagur, og þurfti af því tilefni að svipta febrúar ein- um degi. Latneskt heiti: (mensis) Aug- ustus. Heiti síðustu fjögurra mánab- anna, sem bíða umfjöllunar, eru öll náskyld í þeim skilningi að þau segja hreinlega tölfræði- lega til um stöðu sína í forn- rómverska tímatalinu og því hægt að fara hratt yfir sögu nú, en eins og áður hefur verið vik- ib ab byrjaði árið samkvæmt því 1. mars, og verður að hafa þab hugfast í eftirfarandi skil- greiningu. Athyglisvert er ab þessi fjögur nöfn varðveittust í nýja rómverska tímatalinu, sem Sesar stóð ab 46 f.Kr., og fluttist þá niburröbun mánabanna ein- faldlega ofar um tvö „sæti": September: Sjöundi mánuð- ur fornrómverska tímatalsins; myndab af latneska töluorðinu septem = sjö. Latneskt heiti: (mensis) September. Október: Áttundi mánuður fornrómverska tímatalsins; dregið af latneska töluorðinu octo = átta. Latneskt heiti: (mensis) October. Nóvember: Níundi mánuður fornrómverska tímatalsins, dregið af latneska töluorðinu novem = níu. Latneskt heiti: (mensis) November. Desember: Tíundi mánuður fornrómverska tímatalsins, dregið af latneska töluorbinu decem = tíu. Latneskt heiti: (mensis) December. Erum við þá komin á leiðar- enda, og ættir þú nú þá, lesandi góbur, að geta skrifað dagsetn- ingar í fullri vitneskju um hvort þú sért að heiðra róm- verska guði, keisara — eða bara rétta og slétta tölustafi. Mensis Ianuarius, A.D. MCMXCVI. HEIMILDIR: Das Herkunftswörterbuch. Duden, Mannheim 1989. Word Origins. Wilfred Funk. Wing Books, 1950. Le petit Larousse. Larousse, 1993. Utrolig men sant. Det Beste A/S, 1975. Bokmálsordboka. Universitetsforlaget AS, 1986. Aschehoug og Gyldendals Ettbinds- leksikon. Kunnskapsforlaget, Oslo 1985. Store Norske leksikon. Kunnskapsfor- laget, Oslo 1989. Encarta '95. Microsoft Corporation, 1994. Webster's Unabridged Dictionary of the English Language. Portland House, 1989. 1 Kýrilíska letriö hefur verið umritab í latneska letrið. 2 Nýtt tungl: Ástand tunglsins þegar það snýr óupplýstri hlið sinni ab jörðu, þ.e.a.s. þegar það sést ekki. Gerist þegar tunglið er á milli jarðar og sólu. 3 Ár: Umferðartími jarðar um sólu = 365,24199 sólarhringar = 365 sólar- hringar 5 klst. 48 mínútur 46,98 sek- úndur (oft kallað hvarfár). 4 Bókstafurinn i í latínu samsvarar ís- lensku j, ef hann stendur fyrir framan sérhljóða. 5 Orbið mensis var iðulega sett fyrir framan mánabarnöfnin í latínu, en það þýöir einfaldlega mátmður. Höfundur er nemandi í MH. Rúmlega 30 íslendingar vinna nú á vegum íslenskra sjávarafurða í Petropavlovsk í Kamtsjatka í Rússlandi við rekstur útgerðarfyr- irtækisins AO UTRF. Fyrirtækið gerir út fjögur móðurskip, sem eru um 160 metra löng og á hverju þeirra vinna um 250 manns. Fyrir hvert móðurskip veiða fjórir togarar, sem eru um 6-700 tonna skip (54 metra lang- ir og 10 metra breiðir). Þar fyrir utan gerir fyrirtækið út fjóra rúss- neska frystitogara og tvo norsk- byggða Sterkoder togara. Vertíbin er hafin Aðalvertíbin stendur frá því seint í desember og til loka apríl. Þá er veiddur Alaskaufsi í Ok- hotska hafinu sem er fyrir vestan Kamtsjatkaskagann. Aðalverð- mæti vertíðarinnar liggur í ufsa- hrognunum. Kvóti UTRF-ÍSL Ltd. er um 100.000 tonn af ufsa og er hann allur veiddur á þessum mánuðum. Þar fyrir utan fara skipin á laxavertíð og síðldarver- tíð síbla sumars og á haustin þar sem aflinn er bæði frystur og niðursoðinn. Aðalverðmætið á vetrarvertíðinni liggur í þeim afla sem veiðist í febrúar og mars, þar sem þá er hrognafylling ufsans hagstæbust. Nú eru þrjú móður- skip komin í fulla framleiðslu og hib fjórða er nýkomiö á miðin, en það tafðist vegna þess að það lenti í árekstri milli hátíðanna úti á legunni í Pusan í Suður-Kóreu. Enda þótt vertíðin sé varla komin á fullan snúning er afli skipanna þegar orðinn verulegur. Móburskipin hafa hvert um sig verið að framleiða yfir 120 tonn af heilfrystum ufsa, 10-15 tonn af mjöli og 5-6 tonn af hrognum á sólarhring. Þetta er yfir 300 tonna afli uppúr sjó sem aflað er á 3-4 veiðiskipum. Verbmæti hans er nú nær 200.000 USD eft- ir daginn á hvert móðurskip, en það mun síðan aukast verulega eftir því sem verðmæti hrogn- anna fer vaxandi. Heildarveiðin er nú orðin um 12.000 tonn og hefur hún gefið af sér um 5400 tonn af heilfrystum ufsa og mjöli, ásamt 175 tonnum af hrognum. Veðurfar hefur verið nokkuð hagstætt til þessa, en þó brælir hér eins og annarstaðar, eins og gefur að skilja. Það geng- ur oft mikið á þegar verið er að landa afla veiðiskipanna yfir í móðurskipin í slæmu veðri, en Rússarnir eru hörku sjómenn. Á hinn bóginn eru veiðiskipin meb léleg veiðarfæri sem þol3 ekki mikil veður. íslendingarnir sem vinna úti á skipunum gegna veigamiklu hlutverki í vfertíðinni hvað varð- ar gæðaeftirlit, stillingar véla og stjórnun framleiðslunnar. Þeir vinna mjög gott starf við erfiðar og framandi aðstæður og hafa þegar náð verulegum árangri vib ýmsa hluti. Eitt af hlutverkum þeirra er að kenna Rússunum stillingar og meðferb fiskvinnslu- vélana. Því er nú búib að mynda sérsveit íslendinga og Rússa sem fer milli móðuskipanna til að samræma stillingar og meðferð fiskvinnsluvélanna. Japanarnir hafa haft fyrir sið að hafa sjálfir tæknimenn úti á skipunum og hafa haldið Rússunum frá öllu sem heitir vélaviðhald og still- ingar. Þab er gott dæmi um hve ríka áherslu þeir leggja á að halda þekkingunni fyrir sig til að skapa sér yfirburði í viðskiptum við Rússana, og hvaða munur er á því fyrir Rússana að fá íslendinga til samstarfs. Breytingar á sókn skipanna Eitt af því sem verið er að vinna ab varðandi sókn skipanna Frá Gunnlaugi júlíussyni, fréttaritara Tímans í Petropavlovsk, Kamtsjatka. er ab leita leiða til að bæta þau veibarfæri sem skipin eru að nota og auka þar með afköst þeirra og nýtingu. Trollin eru bæði léleg og úr erfiöu efni sem gerir það að verkum að skipin nýtast miklu verr en skyldi. Þegar eru komnar á viðræður milli ýmissa fyrir- tækja og íslendinga í Petrop- avlovsk um þessi mál. Einnig er verið að skoða hvaða sóknarfæri eru í vannýttum stofnum í Ok- hotska hafinu og í hafinu fyrir austan Kamtsjatka. Þab er ljóst aö þar liggja ýmsir ónýttir mögu- leikar, en sókn skipanna hefur verið fyrir neðan ásættanleg mörk til þessa. Samstarf vlð Rússana Samstarfiö við Rússana hefur yfirleitt verib með ágætum til þessa, enda þótt ýmsir hafi verið tortryggnir í upphafi gagnvart þessari „innrás", enda skyldi eng- an furða. Þeir sem vinna hvaö mest með okkur eru ekkert að skafa af því að þeir vilji drekka í sig allt sem hægt er varðandi ný vinnubrögð og nýjan hugsunar- hátt. Margir skynja það að þeim er brýn nauðsyn á því að læra hlutina upp á nýtt og tileinka sér önnur vinnubrögð, ef fyrirtækið eigi ab hafa möguleika á ab standa sig í framtíðinni. Sem dæmi um þessa hugsun má nefna að UTRF átti 60 ára afmæli laugardaginn 19. janúar. í sam- komu sem haldin var í tilefni þess kom Abramoff, forstjóri fyr- irtækisins, inn á þetta í hátíðar- ræðu sinni. Hann lagði út af því hve sárlega þá vantar nýja þekk- ingu og þyrftu að afla sér nýrrar þekkingar ef fyrirtækið á að hafa möguleika á að þróast og dafna í framtíðinni. Samstarfið við ÍS er einn hlekkur í að byggja fyrirtæk- ið upp eftir þeirri framtíðarsýn sem menn í stjórn þess hafa. Einn af æðstu mönnum fyrirtæk- isins sagði þegar við óskuð ..n honum til hamingju með afmæl- ið: „Ég vildi óska að við myndum halda í sameiningu upp á 70 ára afmæliö." Lærdómsríkur tími Þeir tæpu tveir mánuðir sem liðnir eru frá því við komum hingað í nóvember hafa verið lærdómsríkir á margan hátt. Vib höfum verið að kynnast fólkinu í fyrirtækinu, borginni og um- hverfinu. Þetta er tímafrekt, sér- staklega þar sem mestöll sam- skipti verba að fara fram meb að- stoð túlka. En það er með langa vegferð eins og þessa, hún hefst á því að fyrsta skrefið er stigiö og síðan koll af kolli. Á þessum tíma hafa margir óvæntir atburðir gerst, sem myndu æra óstöðugan ef hann byggi í vestrænu um- hverfi. Menn hafa lært það hér að láta ekkert koma sér á óvart, heldur taka á verkefnunum þegar þau koma upp og leysa þau með aðstoð Rússanna. Þetta verður æ auðveldara eftir því sem tíminn líður og reynslan eykst. Vegna þess að það er tólf tíma munur milli Petropavlovsk og Reykjavík- ur, þá fara samskipti vib ísland yfirleitt fram utan hefðbundins vinnutíma. Við því er ekkert að gera og er það kannske gott dæmi um hve þetta verkefni er sérstakt fyrir báða aðila, hér og heima á íslandi. Nú, þegar mesta lotan er af- staðin við að koma skipunum af stað og gera allar vinnslureglur klárar fyrir skipin, þá verður haf- ist handa við að fara að gera sér nánari grein fyrir framtíðinni, hvernig bæta megi rekstur skip- anna, hvaða fjárfestingar eru nauðsynlegar, hvernig á að skipuleggja skipastólinn og fleira í þeim dúr. Það er því óhætt að segja að verkefnin eru næg hér um óráðna framtíö í þessu sam- starfi ÍS og útgerðarfyrirtækisins UTRF. Að lokum má segja að það er samdóma álit þeirra sem vinna í landi og þeirra sem á skipunum vinna að Rússarnir séu afskaplega gott og elskulegt fólk sem gefur mikið af sér við kynningu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.