Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. janúar 1996 11 Hér má sjá greinarhöfund, Hörpu Karlsdóttur (til hœgri), ásamt Lindu Lundberg vib jólasveinavél Atlanta-flugfélagsins. Og ab sjálfsögbu er ís- lenski jólasveinninn íbrúnni. hjalað í ruggustólnum sínum. Hér grætur ekkert barn. Þau eru ekki vön því að mamma eða pabbi korni og taki þau upp, ef þau gráta. Hér er ekki mikið um hreinlæti eða veraldleg gæði, en börnin eru vel á sig komin og glaöleg. I>au hópast strax að jólasveininunr, sem deilir út gjöfum, og það er handagangur í öskjunni. Hér er ekki vanþörf á. Litlu hendurnar hafa sjálf- sagt aldrei handfjatlað jóla- pakka á stuttri ævinni. Þau eldri elta jólasveininn út, í von um fleiri gjafir. Eg held á poka, sem enn eru eftir í 5 pakkar. Lítil telpa, ca. 6 ára, réttir út höndina. Ég tek upp pakka, sem á stendur „Stúlka 5-8 ára", og finn strax að þarna er Bar- biedúkka og gleðin leynir sér ekki. Barbie er ekki auðfáanleg í Sarajevo. Drengur, á að giska 10-13 ára, togar í Ástþór. Hann heldur á leikfangabyssu sem hann af- hendir gegn íslenskum jóla- pakka, og þar með er munaðar- leysingjahæliö orðiö „vopn- laust" svæði. Hinum megin viö götuna stendur kona, á að giska þrítug. Hún réttir kurteislega fram hendurnar, hún fær síðustu pakkana úr mínum poka til að gefa börnunr sínunr. „Kœra Harpa. Ép kom fyrir nokknun dögum til múslíma- porps, sem hefur orðið fyrir meirí árásum en nokkur annar bivr í Bosníu. Pað er svo einangrað afSerbum, áð nánast enginn veit hvemig það lítur út nema nokkrir Hollending- ar og bílstjórar, sem fá að fara gegnum þorpið. l’að er leitað á öllum scm þar koma, að mynda- vélum, filmuin o.s.frw, er við fór- um þar inn eða út. Efslíkt fmnst, er voðinn vís. Fyrst þú fylgist með stríðinu í heiminum, bið ég þig að leggja þennan stað á minnið. Sre- brenica. Pegar ég var þar í janúar, gengu börnin saman í röð í gífur- legu frosti og liéldu í hvort annað Pau voru á gangi allar naetur, því efþau stóðu kyrr frusu þau. Við gátum ekki boðið þeim í hlýjuna í bílinn okkar, því þá erum við álitnir múslímavinir. Pama er ekki eitt hús uppistandandi." Klukkan er 12 á há- degi. Við erum loks stödd á sundurskotinni skrifstofu Rauöa krossins í Sarajevo, það- an sem farminum verður dreift síðar. Við komumst aö því, að sum símbréf frá okkur hafa far- ið forgörðum, samskipti hafa ekki gengiö klakklaust þennan mánuð fremur en aöra, því raf- magn er af skornum skammti og símasamband næst ekki auðveldlega. Einnig höfðu starfsmenn Rauöa krossins ekki komist að sækja mannskapinn út á flugvöll. Hr. Butikan er glaðlegur, mál- gefinn maður á fimmtugsaldri. Hann talar ekki ensku, en hefur túlk. Hann faðmar Ástþór eins og dýrling. Honum finnst það afrek að ókunnur maður frá Is- landi skuli koma færandi hendi til Sarajevo. I'að verður ekki erf- itt að finna börn, sem langar í leikföng'frá jafnöldrum sínum úti í heimi. Kjötinu skal dreift í götueldhúsin í bænum, enda mikill skortur á slíkum varn- ingi. Starfsmenn Rauða krossins aka okkur niöur að torginu í miðbænunr til að setja upp jólatréð og dreifa nokkrum pokum af gjöfum í leiðinni, áö- ur en haldið skal heim til ís- lands. Vib fengum aðeins 24 klst. til ráðstöfunar í þessa ferð. Eins og áður sagði, lét fjöldi saklausra borgara lífið s.l. haust á þessu torgi. Strax hópast að fólk, aðallega konur með börn sín. Ég giska á, ab á þessari einu klukkustund, sem viö stöldruðum við, hafi safnast um 1500 til 2000 manns til að sjá jólasveininn og þiggja gjafir. Það er ekki auðvelt að dreifa gjöfunr til um 2000 útréttra handa, allir vilja jú fá. En best af öllu er gleðin sem hér ríkir, börnin hafa sum hver aldrei séð jólasvein og allir vilja fá að halda í höndina á þessum glebigjafa í grárri tilver- unni. Þótt sumt þessa fólks haldi ekki jól, þá finnst öllum jafn skemmtilegt aö fá gjafir. Hvort um jólagjafir er að ræða eða ekki, skiptir engu máli á þessari stundu. Síðar frétti ég, ab dómkirkjan í Sarajevo hafi verið troðfull af fólki á aðfanga- dag. Fólki í leit aö friði. „Kœra Harpa. Hér er smá framhald afsíð- asta bréfi mínu til þín, ein saga lir stríðinu. Fyrir nokkm kynntist ég Serba, sem ekki er í frásögur fcvrandi, nema þetta er indcell náungi. Hann á konu og 3ja ára telpu. Hann er sprengju- sérfroeðingur og líkar stríðið illa. Hann bauð mér í afmœlið sitt. Oft þegar fólk liefiir lítið afver- aldlegum hlutum, getur andlega hliðin verið því nánari og fólkið skemmtir sér betur. í hans bce er ekkert rafmagn, ekkert kaffi og því síður rúður í húsuttum. Veislan var frábœr, heill grís grillaður o.fl. Hatm sagði mér, er leið á kvöldið, að á heimilinu vceri eitmig 15 ára piltur. Ég spurði hann um tilvist þessa pilts og hér kemur svarið: Til að aðgreina þjóðflokka er farið eftir cettamöfnum. 1. Móðir hans var Serbi sem ólst upp Króatíumegin landamœra Króatíu og Bosníu. 2. Faðir hans var Bosníu-Serbi, en þau bjuggu í heimabce konunn- ar. 3. Pessi 15 ára piltur er sonur þeirra. Hjónin skilja fyrir stríð, konan giftist aftur Króata og fcer því kró- atískt cettamafh. Drengurinn eignast stjúpfóður og þau þrjú búa í Króatíu. Stríðið hefst. Konan getur ekki haft sotiinn, því hann ber cettar- nafh kytiföður síns (þá 11 ára). Sonuriim getur ekki farið til kyn- fóður síns, því hann er Bosníu- Serbi, sem er í stríði við Króatíu- Serba (Serba í Krajinahéraði). Son- urínn er því mitt á milli og elst nú upp hjá vini inínum, Serbanum, sem er móðurbróðir hans. Kantiski er þetta flókið, lagið „Ég er afi minti" með Ladda er svipað. Þetta sýnir fáránleikann íþessu stríði. Fyrir fjómm árum vom þetta einfaldlega Júgóslavar. Nú er einblínt á œttamöfh. Latidið er byggt af: Serbum, sem eru Slavar frá Rússlandi; Króötum, sem kottia frá Póllandi; múslím- um, sem koma frá Tyrklandi. Fyr- ir mér lítur þetta fólk eins i'it, enda aldir liðnar síðan þetta byrjaði að blandast og t.d. klæðaburður er eins. Þetta var sagan sem fýlgir með núna. Fœstir nenna að leggja sig fram til að skilja stríðið, en ég held að þú hafirgott afað lesa þessa sögu og vonatidi er hún hvetjandi í baráttunni fyrir mann- réttindum, þvíþessi saklausi 15 ára piltur er ekkert einsdcemi. Nú ráfar hann foreldralaus um draugabce, sem er í venilegri hcettu þessa dagana verði hann fyrir áhlaupi Króata, því bcerinn er alltofnálœgt Zagreb til að Kró- atargeti verið öruggir með borg- ina." Bosníubúi, sem var svo heppinn að fá íslenska jólapakka handa börnum sínum. Anœgjan leynir sér ekki, enda er haidið fast utan um pakkana. pao er liöið aö lokum þess- arar stuttu ferðar. Atlantavélin bíður okkar á Ítalíu. Trygging fyrir því að venjuleg farþega- þota lendi á stríðssvæði sem þessu er rúmlega 1 milljón ís- lenskra króna fyrir 30 mínútna stopp. Við fáum far með Nato- vél, sem á að koma sjúku nrúsl- ínrabarni á spítala þar í landi. Önnur Natovél fór um klukku- stund á eftir okkur með særb börn frá Tusla. Það var skotiö á hana, en engan sakaði, sem betur fer. Butikan og starfsfólk hans sjá til þess, að gjafirnar komist í hendur þeirra sem minnst mega sín í þessu stríði, hvort sem jól eru eða ekki. Verður þessum kærkomna varningi frá Islandi og ekki síst íslenskum börnum, sem hugsuðu til jafn- aldra sinna í stríöinu, dreift skipulega í skóla, spítala og á munaðarleysingjahæli. Það eru þúsundir heimilis- og foreldra- lausra barna, sem sitja eftir í þessu fáránlega stríði og áttu engan þátt í að hrinda því af stað. Eftirminnilegt í mínum huga úr þessari ferð er samtal sem ég átti við 17 ára múslímskan pilt á torginu. Við virtum fyrir okk- ur eyðilegginguna í þessari áður fallegu borg. Ég sagði honum frá þeim skaöa, sem náttúruöfl- in hafa gert okkur íslendingum á þessu ári og hvaö þjóbin stendur saman í þeim hörm- ungum sem duniö hafa yfir okkur, eins og hefur sýnt sig. Það væri skrýtib, ef Vestfirðir færu allt í einu í stríð við Aust- firöi. Viö erunr svo heppin að hér hefur ríkt friður í nær þús- und ár. Piltur þessi tjábi mér að sér fyndist skrýtið að tveir eða jafnvel einn maður gæti komið á stríði hjá heilli þjóð, sem annars lifði í sátt og samlyndi áður. Og hann sagði mér að lokum að nýtt hippatímabil væri sér kærkomnast á þessari stundu. Þessi piltur minntist hvorki á hatur í garð annarr_ ; e aö hann ætti óvini í þessum heimi. » MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á er- lendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóö, erhlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skuiu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæða- kröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1996 nemur 7,4 milljónum króna. Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í af- greiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík og skulu umsóknir hafa borist ráöuneytinu fyr- ir 1. mars nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn Markmið sjóðsins er að efla sænsk-íslenska samvinnu og menningarsamskipti og stuðla að upplýsingamiðlun um þjóðfélagsmál og menningarlíf í Svíþjóð og á íslandi. í því skyni veitir sjóðurinn einstaklingum, félagssamtök- um og stofnunum styrki til verkefna, einkum á sviði menningar-, vísinda- og menntamála. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum á árinu 1996 er til 28. febrúar 1996. Aritun á íslandi er Menntamála- ráöuneytiö, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sérstök'um- sóknareyðublöð fást þar og hjá Norræna félaginu, Nor- ræna húsinu, 101 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.