Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 27. janúar 1996 Bergsteinn Kristjónsson frá Laugarvatni Bergsteinn Kristjónsson fasddist að Minna-Mosfelli í Grímsnesi 22. mars 1907. Hann andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Ás- mundsson frá Neðra-Apavatni og Sig- ríður Bergsteinsdóttir frá Torfastöð- um í Fljótshlíð. Þau bjuggu í Útey í Laugardal. Systkini Bergsteins: Giiðmundur, f. 22. apríl 1906, d. 11. maí 1914; Kristjón, f. 8. okt. 1908, d. 8. jan. 1984; Baldur, f. 29. des. 1909; Guð- munda Sigríin, f. 18. feb. 1914, Axel, f. 26. feb. 1919. Bergsteinn var tvíkvœntur. Fyrri kona hans var Anna Jónsdóttir, þau skildu barnlaus. 1. jútní 1940 kvœntist Bergsteinn seinni konu sinni, Sigriínu Guð- mundsdóttiir, f. 8. febrúar 1915, dóttur Guðmundar Ara Gíslasonar og Sigríðar Helgu Gísladóttur. Böm þeirra: 1. Sigríður Bergsteinsdóttir, f. 12. apríl 1941, röntgentceknir. Eiginmað- ur Einar Elíasson, f. 20. júlí 1935, þau skildu. Börn þeirra: Bergsteinn, f. 16. sept. 1960, kvœntur Hafdísi J. Kristjánsdóttur, f. 17. apríl 1959, þau eiga þrjú börn; Guðfuma Elín, f. 14. mars 1963, giftEinari Jónssyni, f. 28. jamiar 1958, þau eiga þrjú böm; Örn, f. 16. feb. 1966, sambýliskona Steinunn Sigurðardóttir, Örn á einn son; Sigrím Helga, f. 25. maí 1970, sambýlismaður Sverrir Einarsson, f. 3. mars 1967, þau eiga 1 bam. Sambýlismaður Sigríðar er Björn Jakobsson, f. 28. júlí 1946. 2. Hörður Bergsteinsson, f. 4. okt. 1942, lœknir. Eiginkona Elín Bach- mann Haraldsdóttir, f. 18. okt. 1942. Böm þeirra: Ama Harðardóttir, f. 1. jútní 1966, gift Hafsteini Sigmarssyni, f. 20. feb. 1967, þau eiga eitt bam; Bergsteinn Harðarson, f. 11. nóv. 1970; Margrét, f. 14. ágúst 1975. 3. Kristín Bergsteinsdóttir, f. 1. mars 1945, líffræðingur. Eiginmaður Hilmar Eysteinsson, f. 26. des. 1942. Þau skildu. Sonur þeirra: Eysteinn t MINNING Hilmarsson, f. 2. feb. 1967, sambýl- iskona Susann Dagestad, f. 24. maí 1966, þau eiga 2 böm. 4. Áslaug Bergsteinsdóttir, f. 6. júlí 1948, tónlistarkennari. Sonur henn- ar: Sigursteinn R. Másson, f. 11. ág- úst 1967. 5. Ari Bergsteinsson, f. 6. sept. 1950, sálfroeðingur. Eiginkona Sigrín Skúladóttir, f. 20. maí 1949. Þeirra böm: Agnar Öm, f. 29. mars 1967, sambýliskona Guðrún Óskarsdóttir, f. 16. júní 1972; Bergsteinn, f. 16. feb. 1975; Skúli, f. 4. ágúst 1977. Áður átti Bergsteinn son, Hauk, f. 5. maí 1936. Bergsteinn stundaði nám í Flens- borgarskóla og tók þaðan gagnfrœða- prófl926. Eittár, 1929-30 var hann í Ruskin College í Oxford, kennara- prófl931. Hann var kennari við Hér- aðsskólann á Laugarvatni frá 1931 til 1970, stundakennari við Mennta- skólann á Laugarvatni í nokkitr ár, farkennari í Laugardal 1926-27. Að auki var hann bókhaldari fyrir skól- ana báða um áratuga skeið. Oddviti Laugardalshrepps var hann í tiittugu og fjögur ár. Hann var hótelstjóri Sumarhótels Héraðsskólans 1937-45 og 1962-74. Útfór Bergsteins fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður að Laugar- vatni. Mágur minn og vinur, Berg- steinn Kristjónsson, lést 20. janúar. Honum var sífellt aö hraka og verulega síðustu mánuðina sem hann lifði. Því má segja að hvíldin hafi verið honum kærkomin. Það var aðdáunarvert hvað Bergsteinn sýndi mikla hugarró í sínum veik- indum síðustu árin. Hann hefur ugglaust búið að því hvað hann fékk góða eiginleika í vöggugjöf. Hann var að eðlisfari mikið prúð- menni og sérlega fágaður í öllu við- móti og allri framkomu. Hann hafði ákaflega ljúfa skaphöfn og létta lund og elskulegt skopskyn. Það veröur mér löngum minnis- stætt hvað hann var fyndinn og elskulegur í kennslustundum þá tvo vetur sem hann kenndi mér á I.augarvatni. Mér kæmi ekki á óvart þó margir nemenda hans frá Laugarvatni hafi líka sögu ab segja. Bergsteinn fæddist 22. mars 1907 ab Minna-Mosfelli í Gríms- nesi, en foreldrar hans bjuggu í Út- ey í Laugardal. Móbir hans var Sig- ríður Bergsteinsdóttir ljósmóðir og faðir Kristjón Ásmundsson bóndi. Bergsteinn varð gagnfræðingur frá Flensborg 1926. Kennarapróf 1931. Stundaði nám í Ruskin Coll- ege, Oxford, 1929-30. Kennari Laugardalssk. 1926-27. Kennari vib Héraðsskólann á Laugarvatni frá 1931-1970. Stundakennari við Menntaskólann á Laugarvatni í bókfærslu í rúm 20 ár. 24 ár oddviti Laugardalshrepps. Bergsteinn sá um rekstur sumarhótels á Laugar- vatni í mörg sumur og ekki má gleyma því að hann sá um bókhald skólanna á Laugarvatni í fjölda- mörg ár. Bergsteinn var slíkur afreksmað- ur í störfum að fátítt mun vera. Þab er hreint með ólíkindum hverju hann gat komið í verk um sína daga. Hann var skarpgreindur maður og hafði gífurlega mikinn starfsvilja að hverju sem hann gekk. Það var lærdómsríkt að sjá Bergstein við störf, því hann var alltaf svo ánægður og meb bros á vör. Hinn 1. júní 1941 kvæntist Berg- steinn Sigrúnu Guömundsdóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Ari Gíslason og Sigríður Helga Gísladóttir, er lengi bjuggu í Steinholti í Staðarhreppi, Skaga- firði. Þau Bergsteinn og Sigrún áttu góðu barnaláni að fagna og eign- uðust 5 börn og 23 barnabörn og barnabarnaböm. Mjög efnileg fjöl- skylda og miklar líkur á því að hún stækki enn til aldamóta. Samhúð þeirra Sigrúnar og Berg- steins var alltaf til mikillar fyrir- myndar allt til lokadags. í mínum huga voru þau alltaf eins og nýtrú- lofuð. Mér fannst þau ávallt svo samhuga og samtaka þegar þau tóku ákvarðanir. Ég hef ekki þekkt nein hjónabönd lík þeirra sambúb. Bergsteinn sagði mér fyrir nokkr- um árum, þá nýkominn að Sel- fossi, að umskiptin væru mikil og þó hann væri kominn í nýtt og fal- legt hús, þá væri umhverfið annað en á Laugarvatni. Bergsteini þótti ákaflega vænt um Laugarvatn og þeim hjónum báðum. Hann hafði lifað þar allan sinn starfsaldur og Sigrún kom þangað í Héraðsskólann 1937- 1939. Þau hjónin stofnuðu sitt heimili þar voriö 1941 og þeirra fallega hús og fallega ræktaba lób meb háum og glæsilegum trjám gleðja þá, sem þeirra njóta, svo um munar. Ég er hjónunum sammála, mér þykir ákaflega vænt um Laugar- vatn frá því ég var í Héraðsskólan- um 1938-40 og síðan. Við hjónin komum ákaflega oft að Laugarvatni og heimsóttum Sig- rúnu og Bergstein, og þegar börnin okkar voru ung urðu þau mjög hrifin af að koma þangaö og leika við þeirra börn. Oft fengum við ab gista í þeirra fallega húsi og það var leikið við okkur í mat og drykk og alltaf var ánægjulegt að heimsækja Bergstein og Sigrúnu. Þau voru svo elskulega samtaka í því að taka vel á móti gestum. Bæöi svo glöð og glettin og sögðu svo skemmtilega frá ýmsu úr daganna amstri. Vib hjónin sendum Sigrúnu syst- ur og mágkonu og fjölskyldu hennar elskulegar samúðarkveðjur. Gísli Guðmundsson Ef unnt er ab segja um einhvem að hann hafi helgað Laugarvatni krafta sína, 116113 og óskipta, þá var Bergsteinn Kristjónsson slíkur maður. Ætt hans og uppruni var héðan úr Laugardal og Grímsnesi; hann ólst upp í Útey, handan vatnsins, og átti hér afar sterkar rætur; það duldist engum sem heyrði hann rifja upp atburði og lýsa mannlífi á þessum slóbum á fyrri hluta aldarinnar. Hann aflaði sér kennaramenntunar bæði í Flensborgarskóla og Kennaraskól- anum og var auk þess við nám í Oxford á Englandi veturinn 1929- 30. Hálfþrítugur, árib 1932, settist hann svo að á Laugarvatni og starf- abi hér upp frá því bæði vetur og sumar, við kennslu, bústörf, bók- halds- og gjaldkerastörf, hótel- stjórn, að ógleymdri sveitarstjórn og oddvitastarfi áratugum saman. Honum féll nánast aldrei verk úr hendi og gerði ekki víöreist. Síst verður þó sagt að hann hafi átt sér þröngan sjónhring; allt tal hans um menn og málefni bar vitni um fjölþætta menntun og víðsýni. Hann unni sígildri tónlist og lék sjálfur á hijóðfæri. Hann var mjög vel lesinn í sígildum bók- rhenntum og gat haft á hraðbergi tilvitnanir í ljóð og skáldsögur. í kennarastarfi þótti mér hann um- fram allt ljúflyndur, vandvirkur leiðbeinandi og ákjósanleg fyrir- mynd, en ágengni og eftirrekstur fór ekki alls kostar saman við prúb- mennsku hans og háttvísi. Einna eftirminnilegust er mér kennsla hans í bókfærslu, sem lék fullkomlega í höndum hans án þess þó að hann þryti nokkurn tíma þolinmæði vib þrauthugsaðar skýringar og tilsögn. Eins og vikið var ab, starfaði Bergsteinn lengst af jafnframt kennslu við bókhald, m.a. fyrir skólana á Laugarvatni, einkum Hérabsskólann, en einnig urn tíma fyrir Menntaskólann. Allar fjárrcið- ur mötuneyta þeirra skóla annaðist hann einnig og raunar lengi eftir að hann lét af kennslu fyrir aldurs sakir, Menntaskólans til 1979 og Héraðsskólans nokkur ár eftir það. Nemendum kynntist hann öllum í þessu starfi, var frábærlega mann- glöggur og mannþekkjari um leið. Um var að ræða miklu meira en venjulegt rekstrarbókhald, því segja mátti ab gjaldkerinn væri fjárhaldsmabur allra heimavistar- nemenda og annaðist greiðslu alls áfallandi kostnaðar fyrir þeirra hönd. Ógleymanleg er sú vandvirkni og snyrtimennska sem mætti upp- burðarlitlum unglingum sem komu með aleigu sína, knöpp sum- arlaun, og fengu gjaldkeranum til varðveislu. Allt bar vitni um röð og reglu og umfram allt virðingu fyrir verðmætum. Færslur Bergsteins myndu nú margir kalla skrautrit- un, svo vandaðar voru þær. Um langt skeið mun hann lítil sem engin laun hafa þegið fyrir að Þakka auðsýnda samúb, vináttu og hlýhug vegna fráfalls bróbur míns Jóns Péturs Þorsteinssonar bónda í Reykjahlíb Gub blessi ykkur María Þorsteinsdóttir Þökkum innilega aubsýnda samúb og hlýhug vib fráfall og útför Sigurgeirs Jónatanssonar frá Skeggjastöbum Bergstabastræti 28, Reykjavík Lára Inga Lárusdóttir Hafdís Sigurgeirsdóttir Sigmundur Stefánsson Sævar Þór Sigurgeirsson Unnur Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vib andlát og útför bróbur okkar Erlendar Sigurþórssonar frá Kollabæ í Fljótshlíb Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilstaðaspítala. Stefanía Jórunn Sigurþórsdóttir Tómas Sigurþórsson bæta svo miklu starfi vib fulla kennslu. Skólarnir og nemendur þeirra fengu einfaldlega að njóta þeirrar hæfni hans og afkasta sem hann hafði umfram flesta abra menn á þessu sviði. Öll afgreiðsla var vib eða inni á heimili hans, fyrst í þröngum húsakynnum skól- ans og síðar í húsi hans sjálfs eftir ab fjölskylda hans eignaðist eigið húsnæði. Þar nutu skólarnir og nemendur þeirra velvildar og hlýs viðmóts Sigrúnar konu hans, sem veitti honum mikilsverða aðstoð við gjaldkerastörfin hin síðari ár. Við stofnun Menntaskólans 1953 kom það af sjálfu sér að Berg- steinn tók að sér kennslu í bók- færslu og annaðist hana fram und- ir 1970 þegar hún var — illu heilli — felld út úr kjarna menntaskóla- náms. Mötuneytisrekstur og fjár- hald menntaskólanema annaðist hann einnig til ársins 1979, eins og getið var. Fyrir þetta, auk allra ann- arra starfa fyrir skólana beint og óbeint, stendur skólinn okkar í meiri þakkarskuld við Bergstein en lýst verði í fáum minningarorðum. Sá sem hér skrifar á honum sérstak- lega ab þakka þaö drengskapar- bragð að taka aö sér bókhald Menntaskólans frá því að honum var falin ábyrgb þess árið 1970 og þar til Ríkisþókhaldið tók við því. A sama ári var skilnaður ger milli mötuneyta Menntaskólans og Hér- aðsskólans og enn hljóp Berg- steinn þar undir bagga, tók ný- stofnað mötuneyti Menntaskólans ab sér og miðlaði þekkingu sinni og reynslu af sömu ljúfmennsku og endranær. Þrátt fyrir eðlislæga hógværö hans og hlédrægni var vandvirkni hans, elja og heiðar- Ieiki þekkt og rómuð mebal nem- enda hans og samstarfsmanna. Verk hans mátu þeir þó mest sem þekktu þau best. Hér hef ég stiklaö á stóru í stuttu yfirliti um-mikið ævistarf, sem ég leyfi mér að þakka fyrir skólanna hönd. Á hugann leita minningar og persónuleg þakkarefni — þakkir fyrir ab hafa eignast að vini svo mikilnæfan mann af kynslóðinni sem óx upp á fyrstu áratugum ald- arinnar og man t.d. vel hin miklu umskipti í sögu landsins árið 1918. Þab væri efni í Ianga grein, ef rifja ætti upp allt það sem Bergsteinn miðlaði á góðum stundum af reynsiu sinni, frásagnarlist og traustu minni. Dæmi langar mig aö nefna: Hann mundi vel þegar móðir hans, yfirsetukona sveitarinnar, var sótt aö Reyðarmúla, hinum umtalaða bæ í Laugarvatnshellum, 10-12 km leið, til að taka jrar á móti barni. Hann sagði við mig einn fagran vormorgun, þegar vib ókum saman um Þingvöll til Reykjavíkur: „Hér var ég mebal þeirra sem puntabir voru í bláhvítt 1930" — átti að sjálfsögðu við löggæslulib á Al- þingishátíð og vísabi um leið í þekkt ljóð eftir Laxness. Hann hafði verið viðstaddur þegar hópur í mótmælagöngu stóð við ráðherrabústaöinn í 'l'jarnar- götu 1931 og heyrði forsætisráð- herrann, Tryggva Þórhallsson, segja — með vísun til vitrunar Konstantíns keisara: „Undir þessu merki muntu sigra", og benda um leið á þjóðfánann sem borinn var fyrir göngunni. Hann sagði mér ýmislegt af per- sónulegum kynnum sínum af Hall- dóri Laxness, sem dvaldist hér oft um lengri eöa skemmri tíma á landsþekktu sumarhóteli Héraðs- skólans á Laugarvatni og vann að framlagi sínu til heimsbókmennt- anna. Lifandi tengsl vib liðna tíð, ómetanléga hjálp, gott samstarf og ljúft í minningu þökkum vib Rann- veig kona mín Bergsteini Kristjóns- syni. Sigrúnu ekkju hans, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.