Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 19
Laugardagur 27. janúar 1996 19 Húsbóndaherbergib meb myndum frá leikferli johns. Donna hafbi ekki hreyft vib myndunum á þeim sjö ár- um sem john var giftur annarri konu. Smullu aftur saman John Hurt og Donna, fyrrum eig- inkona hans, hafa náb aftur sam- an eftir 7 ára aöskilnað. John og Donna giftu sig fyrir einhverjum árum og varði hjónabandib í fjög- ur ár. Það var stuttu eftir að þau höfðu lokið við draumahúsiö sitt í Kenýa að John, sem var í F.nglandi við tökur á myndinni Scandal, hringdi í Donnu og sagði að hjónabandið væri búið. John hafði þá kynnst Jo Dalton, sér fimmtán árum yngri, sem einnig ýann við tökur á myndinni og átti hún að verða þribja eigin- kona hans. Engu skipti þó ab Donna flygi strax örvingluð til Englands og reyndi að fá hann of- an af þessari vitleysu. Þá voru þau Jo þegar flutt saman og John varð ekki haggað. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan John sleit sambandi þeirra á svo sársaukafullan hátt, gifti hann sig og varð í fyrsta sinn faðir að tveimur sonum. Fyrir ári lauk sambandi Johns og Jo eftir ab hún hafbi átt í ástríðufullu sambandi við garð- yrkjumann. Það hlakkabi ekki í hinni hjartahlýju Donnu, þó hún hefði ærna ástæðu til, heldur hringdi hún í John til að vita hvort þab væri ekkert sem hún gæti gert fyrir hann. Skömmu síð- ar flaug John til Kenýa og enn í dag eru þau saman. f SPEGLI TÍIVIANS Donna breytti litlu sem engu í húsi þeirra „ Wingu Kenda", sem útleggst Níunda skýib. Hins veg- ar vann hún í garbinum af mik- illi natni og er hann nú orbinn ab hreinni paradís. ■ Á heimiii þeirra blandast vestrœnir gripir saman vib afríkanska listmuni. 1- A N D L Á T Aubur H. ísfeld lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 21. janúar sl. Álfheiður Margrét Jóhannsdóttir, Friðarstöðum, Hveragerði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. janúar. Bergsteinn Kristjónsson frá L.augarvatni lést á Ljósheimum, Selfossi, 20. janúar. Bergur Hjartarson, Alfaskeiði 96, Hafnarfirði, áður til heimilis í Kvíholti 14, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. janúar. Birgir Ólafur Þormar lögfræðingur lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 11. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Borghildur Benediktsdóttir Thorarensen lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 23. janúar. Brynhildur Steingrímsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri, lést á heimili sínu að kvöldi laugar- dagsins 20. janúar. Charlotta A. Þórðardóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. janúar. Dagmar Straumberg Karlsdóttir, áður til heimilis í Goöheimum 26, Reykjavík, lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 17. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Einar Sigurðsson, múrarameistari frá Ertu, Hringbraut 35, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, að morgni 24. janúar. Frijolf Nilsen, Sæbóli, Eyrarbakka, lést miðvikudaginn 24. janúar. Garðar Dagbjartsson, Nestúni 4, lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnudag- inn 21. janúar. Guðmundur Gunnlaugsson, Miðleiti 1, lést í Borgarspítalanum 23. janúar. Guðrún Jónsdóttir frá Stórhólmi, Leiru, lést á Droplaugarstöðum mánudag- inn 8. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hallgrímur Antonsson, Bárugötu 13, Dalvík, andaöist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar sl. Hildigunnur Gunnarsdóttir (Stella) frá Helluvaði, Jórufelli 10, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar. Inga Wium Hansdóttir, Brekkulandi 3, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu aðfaranótt 20. janúar. Klara Bjarnadóttir frá Stóru-Giljá, Hlíðarbraut 4, blönduósi, lést í Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 20. janúar sl. Kristín Kristmundsdóttir lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. janúar. Kristján Bogi Einarsson, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði, andaöist í Borgarspítalanum aðfaranótt 24. janúar. Kristján Jónasson frá Hellu á Fellsströnd andaðist í Borgarspítalanum þann 6. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristmundur Georgsson, trésmíðameistari, Holtsgötu 8, Hafnarfirði, lést í St. Jósefs- spítala að morgni 21. janúar sl. Mikael Einarsson, Stórholti 8, Akureyri, lést á Hjúkrunarheimilinu Seli föstu- daginn 19. janúar. Ólöf Friðriksdóttir, Helgamagrastræti 24, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 23. janúar. Rafn Sigurvinsson loftsiglingafræðingur er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ríkharð Óttar Þórarinsson, írabakka 18, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 23. janúar. Sigríður Halldórsdóttir frá Kjörseyri lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga þriðju- daginn 23. janúar. Sigurður Gísli Guðmundsson, Lundum, Stafholtstungum, lést í Sjúkrahúsi Akraness 21. janúar. Tómas Emil Magnússon frá ísafirði lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. janúar sl. Valgerbur Lilja Jónsdóttir, Hæðargarbi 35, áður Breibagerði 21, lést í Borgarspítalan- um að morgni 20 janúar. Þorsteinn Þorgeirsson vélstjóri, Framnesvegi 63, lést á heimili sínu 9. janúar. Að ósk hans fór útförin fram í kyrrþey. Þórbjörn Austfjörð Jónsson, Maríubakka 12, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar. Þórkatla Ragnheibur Einarsdóttir lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar. Þórunn Sigurðardóttir frá Melstað, Hásteinsvegi 47, lést í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja miðvikudaginn 17. janúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.