Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 24
Laugardagur 27. janúar 1996 Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Hæg breytileg átt og skýjab meb köflum en vaxandi suövestan átt og þykknar upp þegar líbur á daginn. Frost 0 til 7 stig. • Vestflrblr: Subvestan gola og skýjab en úrkomulaust. Subvest- an kaldi eba stinningskaldi þegar líbur á daginn. Frost 2 til 7 stig. • Strandir og Norburland vestra og Norburland eystra: Vestan og subvestan gola eba kaldi. Skýjab meb köflum frost 1 til 7 stig. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Vestan og subvest- an kaldi og bjartvibri. Frost 2 til 7 stig. • Subausturland: Subvestan kaldi og skýjab. Hiti frá 2 stigum nibur í 4ra stiga frost. / Ríkib strikaö út 26,6 milljarba skattkröfur, sem samsvarar 400.000 kr. á mebalfjölskylduna: Ríkib sjálft á fullu á svarta vinnumarkaönum? „Sumir þessara (gjaldþrota) einstaklinga starfa sem verk- takar, jafnvel hjá opinberum aðilum, án Jiess að telja fram neinar tekjur. Þó liggur fyrir að ýmsir verkkaupar hafa skilað launamiðum vegna greiðslna til þeirra sem oft nema mörgum milljónum króna. Dæmi eru um gjaldþrota einstaklinga sem hafa stundað þennan leik árum saman án þess að nokkuð fengist upp í réttmætar skattskuldir þeirra við ríkissjóö", segir Ríkisend- urskoðun m.a. í skýrslu um af- skriftir óinnheimtra skatta, samtals 26.600 milljónir á fimm árum (frá 1990) þar af samtals um 15.400 milljónir árin 1993 og 1994. Upphæðin sem strikuð hefur verið út svarar til 100.000 kr. að meðal- tali á hvern landsmann, eða 400.000 kr. á meðalfjölskyldu. Ríkisendurskoðun segir að afskriftir á söluskatti, launa- skatti, tekjuskatti og eigna- skatti, hafi farib lækkandi á síbustu árum, en afskriftir virbisaukaskatts þar á móti aukist. Um 17 milljarbar telj- ast sem beinar afskriftir, sem þýbir ab óinnheimtanlegar kröfur eru felldar burt úr tekju- bókhaldi ab loknum gjald- þrotaskiptum. Hins vegar eru óbeinar afskriftir, (9,6 millj- arbar) sem þýbir ab skattkröfur eru færbar nibur í bókhaldi um þab hlutfall sem talib er líklegt ab tapist af þeim á end- anum, til ab koma í veg fyrir ofmat útistandandi krafna í ríkisreikningi. Athuganir stofnunarinnar hafa leitt í ljós ab um helming- ur allra afskrifabra skattkrafna, ab dráttarvöxtum mebtöldum, eru áætlabar kröfur vegna starfsemi sem skiptastjórar vibkomandi þrotabúa hafa stabfest ab ekki hafi átt sér stab í raun. Hinn helmingurinn séu raunhæfar kröfur, ýmist vegna skatta sem lagbir voru á samkvæmt framtölum eba skattar sem eblilegt hafi verib ab áætla vegna þess ab abilar höfbu skattskylda starfsemi meb höndum. Þótt Ríkisendurskobun telji þab eblilegt sjónarmib hjá skattyfirvöldum ab ofáætla skatta fremur en hitt, sé hins vegar óæskilegt ab sýna nibur- fellingu á óraunhæfum skatt- kröfum sem afskriftir í ríkis- reikningi. Þörf sé á breyting- um og úrbótum í þessu efni. Varaö viö salmonella- mengun í kjúklingum Hollustuvernd og yfirdýralækn- ir vöruðu í gær vib kjúklingum merktum Gæðafugl, en pökkun- ardagur þeirra var 26. september í fyrra. Nýlegar rannsóknir á salmonellamengun hafa leitt í ljós ab greinst hefur salmonella í þessari vöru. „Salmonella typhimurium getur valdib alvarlegum matarsýkingum og er því neytendum ráblagt ab skila vörunni til söluabila," sögbu talsmenn Hollustuverndar í gær. Þeir kvábust ennfremur viíja ítreka ab vandab sé til mebferbar hrárra alifuglaafurba og forbast ab blób- vökvi úr þeim berist í önnur mat- væli. Mikilvægt er ab hreinsa öll ílát og áhöld vandlega eftir notkun og fullsteikja eba sjóba afurbirnar fyrir neyslu. - JBP Fjárhagsáœtlun Ríkisútvarpsins 1996 vœnt- anlega afgreidd á mánudag: 60 milljónir í tvo íþróttaviðburöi Fjárhagsáætlun Ríkisútvarpsins verður væntanlega afgreidd á fundi framkvæmdastjórnar eft- ir helgi. Fjárhagsrammi stofn- unarinnar hefur verib ákveðinn 2.141 milljónir en ekki hefur enn veriö gengib frá skiptingu fjármagnsins á milli einstakra deilda. 60 milljónum verbur varib til útsendinga frá tveim stórvibburbum úr heimi íþrótta á árinu. Hörbur Vilhjálmsson, fjármála- stjóri RÚV, segir að stefnt hafi ver- ib ab því ab enginn halli yrbi á rekstri stofnunarinnar á síbasta ári. Reyndin varb hins vegar sú ab hallinn nemur 44 milljónum eba 2,2% af veltu. Hörbur segir Ijóst ab draga verbi talsvert saman í rekstri stofnunar- innar á þessu-ári. Hann vill ekki segja hvar verbi skorið mest nibur en segir ab reynt verbi ab skerba sem minnst dagskrárgerb á Rás 1. Einnig verbi farib varfærnislega í ab lækka rábstcfunarfé fréttastof- anna og innlendrar dagskrár í Sjónvarpinu. íþróttadeildin verb- ur mjög stór á þessu ári, að sögn Harðar, vegna tveggja stórvib- burba, þ.e. Olympíuleikanna í Atlanta og Evrópukeppni lands- liba í knattspyrnu sem haldib verbur á Bretlandi. Þessi'r tveir vibburbir kosta Ríkisútvarpib 60 milljónir króna. Hörbur segir ab sumar deildim- ar hafi farib fram úr fjárhagsáætl- un undanfarin ár. Hann segir stöbugt reynt ab brýna fyrir yfir- mönnum deilda að halda sig inn- an sinna fjárveitinga en þab hafi ekki tekist meb allar deildir.-GBX Hreint loft verblaunab Sigurbur Helgason forstjóri Flugleiba tók í gœr vib Heilsuverblaunum heil- brigbisrábherra. Fyrirtœkib hefur meb reykbanni hreinsab andrúmsloft meb góbum árangri, í öllum flugvélum sín- um, og eins á vinnustöbunum. „Flugleibir hafa á þessu svibi verib fyrirmynd annarra flugfélaga og hlýtur því verblaun þessi ífyrsta sinn sem þau eru veitt," sagbi Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigbisrábherra í gœr. Tímamynd: cs Stjórnun veiba úr úthafskarfastofninum á Reykjaneshrygg og norsk-íslenska síldarstofninum rœdd á fundi NEAFC / London í nœstu viku: Viðbúið að áhrifa gæti frá Moskvu Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, segist ekki sjá neitt annab framundan en að íslendingar og Færeyingar taki einhliba ákvörbun um kvóta úr norsk- íslenska síld- arstofninum, eftir ab slitnaöi upp úr vibraebum Norð- manna, Rússa, íslendinga og Færeyinga í Moskvu í fyrra- dag. Eftir viðræburnar þar eystra sé jafnljóst að staða mála í Smugunni í Barentshafi verður óbreytt frá því sem ver- iö hefur. Hann segir að lyktir mála þar eystra hafi í sjálfu sér ekki kom- ið á óvart, enda „viröist ekki vera hægt að semja við Norð- menn um eitt eða neitt. Þá verba menn auðvitað bara að una því og ná í sinn fisk," segir Helgi. Hann segir ab það væri auðvitað mjög gott ef hægt sé að fá Rússa til samstarfs við ís- lendinga og Færeyinga í síld- inni, en Rússar brugðust mjög ókvæða við einstrengingslegri afstöðu Norbmanna á fundin- um þar eystra, sem höfnubu öll- um kvótatillögum öbrum en sínum eigin. Helgi segir að þab sé erfitt að átta sig á því hvort viðræðuslit- in í Moskvu muni hafa einhver áhrif á þær viðræöur, sem fram- undan eru 1 London í næstu viku á fundi Norðaustur- Atl- antshafs-fiskveibinefndarinnar, (NEAFC). Hinsvegar er vibbúið að fundurinn í Moskvu muni sitja í mönnum og þá sérstak- lega ef skipan manna í sendi- nefnd Norðmanna verður hin sama á bábum fundunum. Aftur á móti sé mikil naubsyn á því ab samningar takist um veiðar á út- hafinu til ab koma í veg fyrir óheftar veibar úr takmörkubum veiðistofnum. í London munu fulltrúar þjóðanna hittast á ný, ásamt sendinefndum fleiri Evrópu- þjóba, þar sem rætt verður um Síldarsmuguna og þá ekki síst um stjórnun veiða úr úthaf- skarfastofninum á Reykjanes- hrygg. Af hálfu íslands er lögb rík áhersla á ab samningar takist um úthafskarfann ábur en ver- tíbin hefst í vor, til ab koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar. En óttast er að þangað muni streyma stór alþjóðlegur floti, að öllu óbreyttu. íslendingar munu gera kröfu um að fá í sinn hlut allt að 60 þúsund tonna kvóta úr úthafskarfastofninum, en talib er að stofninn þoli allt ab 150 þúsund tonna veiði á ársgrundvelli. Helgi situr fundinn í London sem fulltrúi sjómanna og leysir af hólmi Gubjón. A. Kristjáns- son, forseta Farmanna- og fiski- mannasambandsins, sem var sendinefnd íslands til rábgjafar á fundi hennar í Moskvu í vik- unni, ásamt Kristjáni Ragnars- syni, formanni LIÚ. Helgi og Kristján munu taka beinan þátt í þeim vibræðum, öndvert við þab sem var uppá teningnum í Moskvu. -grh Menningar- borg skipulögb Borgarráb hefur samþykkt ab skipa starfsnefnd til ab gera til- lögur um undirbúning, skipu- lag og framkvæmd menningar- borgarverkefnisins, en Reykja- vík verbur ein af menningar- borgum Evrópu árib 2000. Nefndin á einnig að sjá fyrir ís- lands hönd um samskipti vib hinar menningarborgirnar og þau verkefni sem upp kunna ab koma í þessu sambandi á sínum skipunartíma. Tillögur nefndar- innar eiga ab liggja fyrir í lok maí á þessu ári. Af hálfu borgarrábs voru til- nefndar í nefndina Gubrún Ág- ústsdóttir og Inga Jóna Þórðar- dóttir. Einnig var ákvebib ab framkvæmdastjóri menningar-, félags-, og fræbslumála og for- stöbumabur Listasafns Reykjavík- ur taki sæti í nefndinni. Auk þess verbur leitað tilnefninga frá rábu- neytum menntamála og utanrík- ismála. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.