Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 3
Þribjudagur 30. janúar 1996 wwww Undirskriftalistar meö nöfnum 220 starfandi lögmanna og lögmannsfulltrúa afhentir forseta Alþingis: Lögmenn skora á Alþingi aö breyta skaðabótalögunum I gær voru Olafi G. Einarssyni forseta Alþingis afhentir undir- skriftalistar meb nöfnum rúm- lega 220 starfandi lögmanna og lögmannsfulltrúa þar sem skor- ab er á Alþingi ab lögleiba hib fyrsta tillögu Gunnlaugs Claes- sen hæstaréttardómara og Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um breytingu á skababótalög- um frá 1993. Á fundi allsherjar- nefndar í gær var einnig fjallab um skababótalögin. Lögmenn telja ab í tillögum tvímenninganna felist naubsyn- legar réttarbætur fyrir þab fólk sem hefur misst starfsorku í slys- um og á rétt á skababótum. At- hygli vekur hversu margir lög- menn skrifa undir þessa áskorun til Alþingis en talib er ab virkir lögmenn og lögmannsfulltrúar í landinu séu 270-280. Þab þýbir ab um 80% lögmanna landsins hafi skrifab undir þessa áskorun til Al- þingis, þá 4- 5 daga sem undir- skriftasöfnunin stób yfir. Ástrábur Haraldsson, lögmaöur og einn af forsvarsmönnum und- irskriftasöfnunarinnar, segir ab undirtekir lögmanna afsanni þá kenningu meb öllu ab þarna sé á ferö einhver fámennur hópur „nöldrara," eins og gefiö hefur verib í skyn í fjölmiölum. Hann segir aö þab muni hafa margvís- legar afleiöingar í för meö sér ef Alþingi breytir skaöabótalögun- um í samræmi viö tillögur þeirra Gunnlaugs og Gests. Fyrir þab fyrsta munu bætur hækka talsvert frá því sem nú er og þá aballega í þeim tilvikum þar sem um er aö ræöa verulega mikla örorku. En síöast en ekki síst telja lögmenn aö breytingarnar muni leiba til meiri nálgunar vib þaö lagalega grundvallaratriöi sem lýtur aö fullum bótum. Helstu atriöi í tillögum þeirra Gunnlaugs og Gests lúta m.a. aö því að tekið veröi upp samskonar Forseta Alþingis afhentir listarnir ígær. örorkumat gagnvart öllum tjón- þolum og aö allir veröi felldir undir fjárhagslegt örorkumat. Einnig að sá skilsmunur sem hef- ur verið á milli þeirra sem hafa haft atvinnutekjur og hinna sem ekki hafa haft atvinnutekjur, skuli felldur niöur. í tillögum tví- menninganna er einnig gert ráð fyrir aö margfeldisstuðli skaða- bótalaganna veröi breytt og hann hækkaður. Þaö mun hafa í för með sér verulega hækkun bóta. Þeir leggja einnig til ákvæði um lágmarkslaun í sambandi við út- reikning örorkubóta sem mun leiða til jöfnunar, þ.e. aö bóta- greiðslur til þeirra sem hafa minnstar atvinnutekjur munu hækka. Hinsvegar eru ekki geröar neinar tillögur til breytinga á nú- gildandi ákvæði laganna er lýtur að hámarkslaunum. -grh Tímamynd: C S Siöferöi • / o§ stjorn- mál Út er komið ritiö Siöferöi og stjórnmál. Hefur þaö aö geyma sjö erindi sem flutt voru á ráöstefnu Siðfræði- stofnunar um siðferöi stjórn- mála sem haldin var 21. janú- ar1995. í ritinu eru eftirtaldar greinar: „Samdráttur og siöbót" eftir Halldór Reynisson; „Stjórnmál, frjálslyndi og siöprýöi" eftir Gunnar Helga Kristinsson; „Tæknileg tök á siðferöilegu viöfangsefni. Draumsýn og veruleiki" eftir Sigríði Lillý Ifald- ursdóttur; „Hvaöa siðareglur telur þú mikilvægast aö stjórn- málamaður haldi í heiðri?" eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur; „Um siöferöi í stjórnmálum" eftir Árna Sigfússon; „Stjórn- mál, lög og siðferði" eftir Sigurð Líndal og „Siövæöing stjórn- mála" eftir Vilhjálm Árnason. Ennfremur ritar Páll Skúlason inngang. Ritstjóri er Jón Á. Kal- mansson. Siöferöi og stjórnmál er 85 blaösíður að stærö. Bókin er til sölu í helstu bókabúðum lands- ins og kostar kr. 1190. Útgef- andi er Siöfræöistofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan ann- ast dreifingu. ■ 394 milljónir til framkvœmda í dagvistarmálum: Engin tveggja ára böm á biðlista næstu áramót „Viö stefnum aö því aö taka í notkun milli 350 og 400 ný heilsdagsrými á leikskólum á þessu ári og þab hefur vænt- anlega í för meö sér ab um næstu áramót verba börn sem orðin eru tveggja ára ekki lengur á biðlistum," segir Árni Þór Ragnarsson formabur Dagvistar barna í Reykjavík, en á fjárhagsáætlun borgar- innar sem samþykkt var á dögunum eru 394 milljónir króna ætlaðar til fram- kvæmda í dagvistarmálum. Aö sögn Árna Þórs Sigurös- sonar formanns Dagvistar barna ber þar hæst þrjá leikskóla sem allir verða opnaðir á árinu. Framkvæmdir viö þá eru vel á veg komnar og tekur sá fyrsti, sem er í Rimahverfi, til starfa nú Tugir milljóna króna í lœkniskostnab og lyfgegn kvefi sem lœknavísindin kunna enn ekki aö lcekna: 100-150 þúsund kvefaðir á ári í gagnslausar læknisheimsóknir Gætu tugir þúsunda kvefabra Islendinga sparab sér og lækn- unum sínum þann tíma fé og fyrirhöfn sem ár hvert fer í læknisheimsóknir vegna kvefs — án þess aö þaö hefbi nokkur áhrif á almennt heilsufar? Eöa er þab ekki rétt aö engin læknislyf hafa ennþá fundist viö kvefi? „Þaö er rétt, aö lyf hafa ekki fundist viö kvefi og að læknir getur ekki stytt þann tíma sem fólk er kvefað", svar- aði héraöslæknirinn í Reykja- vík, Skúli Johnsen. Fjöldinn allur af fólki leiti samt til lækna meö falskar von- ir um þeir geti losað það viö kvefið. Venjulega haldi fólk aö þaö geti fengið belgi eða önnur álíka lyf. „En læknarnir segja yf- irleitt — vonandi — nei, drekktu bara meira vatn og láttu þér ekki verba kalt. Því þaö er einungis hægt aö deyfa ein- kennin, t.d. mýkja harban hósta meö meö því aö drekka mikið vatn eða annan vökva", segir Skúli. Flestir sem kvefast fari þó ekki til læknis heldur út í apótek til aö kaupa kvefmixtúrur, sem hafi heldur engin áhrif. Samkvæmt skýrslum 7 heilsu- gæslustööva og Læknavaktar- innar var þar tekiö á móti rúm- lega 3.000 kvefuðum borgarbú- um í desember s.l. Ekki mun fjarri lagi aö kringum 2.300 til 2.500 kvefaðir leiti þangaö lækninga í hverjum mánubi aö meöaltali, eöa kringum 29.000 manns á ári. Skúli segir hins vegar engar skýrslur berast um farsóttir frá nærri tveim tugum sjálfstætt starfandi heilsugæslu- lækna né heldur þeim sérfræö- ingum sem fólk sé búiö aö gera aö heimilislæknum sínum. Þannig aö líklega mætti tvö- falda framangreinda tölu. Sé þar á ofan áætlað að kve- faðir Reykvíkingar leiti ekki oft- ar læknis en aörir landsmenn gætu tilgangslitlar læknisheim- sóknir vegna kvefs veriö allt upp undir 150.000 kr. á ári á landinu öllu. Færi jafnaöarlega 1 klukku- stund í hverja heimsókn (feröir, biö og viðtal) gæti þetta svarab til 80 glataðra ársverka á ári og þar til vibbótar 10-15 ársverka hjá læknunum. Mibað vib 600 kr. meðalgjald kosta 150.000 læknisheimsókn- ir/vitnanir nærri 90 milljónir í beinum greiöslum til læknanna (auk enn hærri greiðslna úr rík- issjóði). Og þar við bætist kannski kostnaður vegna gagns- lítilla eöa gagnslausra lyfja. Skúli tók fram aö ef kvef væri farið að veröa mjög langdregiö, hafi kannski staðið í 7 til 9 daga án verulegs bata, þá mundi hann ráöleggja fólki aö fara til læknis til aö ganga úr skugga um það hyort viökomandi væri kannski kominn meö bronkítis, sem sé bakteríusjúkdómur, eöa hugsanlega lungnabólgu, en henni fylgi þó venjulega hiti. Auk þess vildi hann að fólk meö króníska lungnasjúkdóma, t.d. lungnaþan eða astma, væri undir eftirliti læknis ef þaö fengi kvef. Því einkenni frá lungum versni alltaf hjá þessu fólki ef það kvefast. En þetta segir Skúli sem betur fer ekki mjög stóran hóp. Fái hann sjálf- ur kvef sagðist hann nota ráö sem hann fyrir áratugum lærði af Helga lækni á Vífilsstööum; að drekka mikið af heitu tei meö sítrónu og hunangi. „Þetta ráö hef ég síðan notaö sjálfur og gefib öðrum", sagði Skúli John- sen. ■ í febrúar eða marz. Fjórum til sex vikum síöar tekur nýr leik- skóli til starfa í Laugarneshverfi og loks veröur lokið við leik- skóla á háskólasvæðinu síöar á árinu. „Töluveröir fjármunir munu líka fara í leikskóla sem byrjaö veröur á í Bústaðahverfi á þessu ári og væntanlega veröur hann fullbúinn á því næsta," segir Árni Þór. Þá hefjast framkvæmdir viö leikskóla í Borgarhverfi í Grafar- vogi á þessu ári, auk þess sem undirbúningur veröur hafinn aö nýjum leikskólum í Vestur- bæ og í Hlíðunum, en þá eru ótaldar viöbyggingar viö leik- skólana Klettaborg í Hamra- hverfi í Grafarvogi og Árborg í Árbæjarhverfi. Aö sögn Árna Þórs eru þaö allt nýjar framkvæmdir sem nú standa yfir eöa eru fyrirhugaðar á þessu ári og segir hann það stafa af því aö borgin hafi lent í talsveröu basli meö eldri hús sem ætlunin hefur veriö aö nota fyrir leikskóla í grónum borgar- hverfum. „Þetta er reyndar mjög sér- kennilegt," segir hann, „fólk vill fá þjónustuna en hún má bara ekki vera í næsta húsi viö þaö sjálft. Maöur veit ekki alveg hvaö býr þarna aö baki, en í hvert skipti sem á aö fara aö hreyfa sig eitthvaö í leikskóla- málum koma fram mótmæli. Maöur veltir því fyrir sér hvort einhverjir sjái sér jafnvel hag í því aö ala á slíkri andstööu og það mætti næstum halda aö fólk vildi hafa þessa starfsemi fyrir ofan bæ, kannski svona tíu leikskóla saman í þyrpingu," segir Árni Þór Sigurðsson. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.