Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 30. janúar 1996 fliimw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ólöglegt og siðlaust Skattsvik og svört atvinnustarfsemi eru fyrirferðar- mikil í þjóðmálaumræðunni og hafa verið lengi, án þess að sýnilegt sé að umfjöllunin beri mikinn árang- ur. En fleiri orsakir eru fyrir að skattfé glatist og Ijótar eru þær upplýsingar, sem fram koma hjá Ríkisendur- skoðun, að milljarðar glatist vegna greiðasemi inn- heimtumanna ríkissjóðs og jafnvel að ríkið sé með óbeinum hætti aðili að svarta vinnumarkaðnum í gegnum verktaka sem ekki standa skil á lögboðnum greiðslum til ríkissjóðs. Á fimm árum hafa verið afskrifaðar 26.500 millj- ónir króna, sem eru óinnheimtir skattar. í mörgum tilvikum hafa þeir, sem losna við að greiða gjöldin, innheimt þau. Svo er til dæmis með vanskil á stað- greiðslu skatta, þegar vinnuveitendur hafa tekið af launum starfsmanna en ekki skilað. Afskriftir af virð- isaukaskatti aukast; en fara heldur minnkandi á öðr- um sköttum. í laugardagsblaði Tímans eru þessi mál rakin og stuðst við skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikn- inginn. Þar er farið hörðum orðum um innheimtu- menn ríkisins, sem ekki standa í stykkinu þegar skattakröfur fara í vanskil. Fram kemur að fjármála- ráðuneytið sendir sýslumönnum fyrirmæli um að beita ekki tiltækum ráðum til að innheimta skatta og að afturkalla gjaldþrotabeiðnir. Innheimtumenn ríkisins telja sig beitta þrýstingi um að fresta aðgerðum og virðist sem valdamiklir að- ilar í þjóðfélaginu verndi illa stæð fyrirtæki með því að létta af þeim innheimtu skattskulda. Hér eru á ferðinni aðgerðir sem eru bæði ólöglegar og siðlausar og er næsta furðulegt að svona athæfi skuli viðgangast í ríkum mæli. Það er bágt að sjá hverra hlutur er verstur, fyrirtækja sem njóta þessar- ar sérstöku verndar, áhrifamanna sem beita sér og kúga innheimtuaðila til að mismuna fyrirtækjum og þegnum — nú, eða landshlutum, ef út í það er farið — eða innheimtumannanna sem láta undan og sinna ekki embættisskyldum sínum og mismuna fyr- irtækjum og öðrum skattgreiðendum. Ríkisendurskoðun bendir á að þeir, sem innheimta opinber gjöld, verði oft fyrstir til að verða varir við að fyrirtæki séu að komast í greiðsluþrot. Með því að fresta aðgerðum verða þeir iðulega valdir að því að aðrir viðskiptamenn fyrirtækja verða fyrir fjárhags- tjóni, auk þeirra skatttekna sem fara í súginn. Það er vitað mál að verið er að reka gjaldþrota fyr- irtæki mánuðum og árum saman eftir að þau eru í raun komin í harðastrand. Þetta veldur oft ótalmörg- um aðilum miklu tjóni og dregur ljótan dilk á eftir sér. Það er því ótvíræð siðferðileg skylda opinberra innheimtumanna að standa ekki í því að lengja dauðastríð þegar gjaldþrota skattgreiðenda. Við þetta má bæta að afskriftir banka og lánastofn- ana vegna þess að viðskiptavinir standa ekki í skilum eru gífurlegar, ekki síður en ríkissjóðs og sveitarsjóða, og hanga þessi vanskil og stórtöp oft saman og eru keðjuverkandi. Því er helvíti hart við að búa að opinberir aöilar skuli stuðla að siðlausum undandrætti skatta og hlaupa undir bagga með skattsvikurum og"jafnvel þeim sem stunda svarta atvinnustarfsemi. Skáld, móttökustjóri og ráðherra Hrafn „móttökustjóri" Gunnlaugsson hefur opinberlega veriö oröaöur viö framboö til forseta íslands. Var haft eft- ir Hrafni í fyrri viku aö margir lista- menn heföu komiö aö máli viö hann og hvatt hann til aö gefa kost á sér. Móttökustjórinn er vitaskuld all hag- vanur á Bessastööum, ekki síst eftir aö hafa lóösað hina tilkomumiklu Ma- dame þangað til fundar við sjálft Skáld- iö, eins og raunar frægt er oröiö. Hrafn er auk þess ýmsum öörum kostum búinn sem prýtt gætu forseta, t.d. er hann afskaplega þekktur og vinsæll í Svíþjóö. Eins og Hrafn hefur raunar sjálfur bent á, þá eru mótframbjóðendur hans magrir hverjir ekki mjög þekktir í þjóðfélaginu og kannski er madame Guö- rún Pétursdóttir, sem þó segist mikill vinur Skálds- ins, óþekktust allra, enda ótrúlega lítiö eftirminni- leg manneskja, eins og sést á því aö mannglöggur móttökustjórinn kemur henni ekki fyrir sig, þó þau hafi setiö saman á skólabekk. Æpandi stjórnmálaspurning En þó dýröarljómi Hrafns sé þetta miklu skærari en margra annarra hugsanlegra frambjóðenda, þá eru þó í frambjóðendafleti fyrir miklar stjörnur og er Davíð Oddsson þar sýnu mestur. Hugsanlegt framboð Davíös er nú orðið aö æpandi stjórn- málaspurningu í flokknum og sjálfstæöismenn geta vart um annaö hugsaö, en vita þó ekkert í hvora löppina þeir eiga aö stíga. Flokksstarfið er hálflamaö, en enginn þorir að taka af skariö og spyrja hvort formaðurinn og forsætisráðherrann ætli að fara í forsetaframboð. En það er einmitt í þessu samhengi sem yfirlýs- ing Hrafns móttökustjóra Gunnlaugssonar fær aukið vægi, því búast má viö að framboðshugleið- ingar þessara tveggja manna í sama embættið beinist frekar í átt að samvinnu en samkeppni. Hrafn og Davíö eru gamlir vinir og samherjar og því líklegt að úr því báöir hafa hug á forsetaemb- ættinu, muni þeir vinna saman að því marki. Og trúlegt er að þriðji maðurinn verði með þeim í þeirri samvinnu, en sá er skáld og hagvanur á Bessastöðum frá fornu fari. Þessi þriðji maður yrði að sjálf- sögðu að vera Þórarinn Eldjárn, stór- vinur og félagi þeirra Hrafns og Davíðs úr útvarpi Matthildi. Slík Matthildar- þrenning, „skáld — móttökustjóri — ráðherra", er nánast ósigrandi sam- setning og óvíst hvort prestar, femín- istar eöa sjálf madame.Guörún Péturs- dóttir hafi nokkuð í slíkt að gera. Þórður Breiðfjörð Og fari útvarp Matthildur fram, er líka komin lausn á raunum sjálfstæðismanna varðandi það hvort formaður flokksins fer á Bessastaði eða hvort hann verður áfram í pólitík. Þar sem gert er ráð fyrir að á forsetastóli sitji að- eins einn maður, en Matthilding- ar eru þrír, er ljóst að finna verður einhvern samnefnara þeirra þriggja til að trjóða fram sem hinn formlega kand- ídat. Sá samnefnari getur enginn annar orðið en sjálfur forsætisráðherra Matthildar, hinn eini sanni Þórður Breiðfjörð. Þannig geta sjálfstæöis- menn fengið það besta úr báðum heimum. Ann- ars vegar kemur fram forsetaframbjóðandi, sem jafnframt ber titilinn forsætisráöherra og hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar fer formaður Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt ber titilinn forsætisráðherra, ekki í framboö til for- seta. I’annig virðist Garra einsýnt eftir að Hrafn Gunnlaugsson lét uppi áform sín um forsetafram- boð, að mikill misskilningur hefur verið á ferð- inni. Menn hafa túlkað það sem svo aö Davíð Oddsson sjálfur væri á leið í framboð, þegar það spurðist að forsætisráðherra íhugaði forsetafram- boð. Hið rétta er greinilega að það er Þórður Breið- fjörð, forsætisráðherra Matthildar, sem er á leið- inni í framboð. Það er því eðlilegt að nú sé þungu fargi létt af áhyggjufullum sjálfstæðismönnum um land allt. Garri GARRI Nábítur og þorrapitsa Þorrinn hófst með hefð- bundnum hætti um síðustu helgi. Sjónvarpsstúlkur hrylltu sig yfir súrmetistrog- um og næringarfræðingar upplýstu að allt væri þetta bráðfeitt. Neytendakannanir voru gerðar á hvar þorramat- urinn væri dýrastur og hvar ódýrastur og súrt og feitt var auglýst í miklum móð af framleiðendum, kaupmönn- um og veitingahúsum. Loftmiðlarnir gerðust afar þjóðlegir og þuldu upp úr þjóðháttum og dagatölum og sögðu skrýtnar sögur af bóndadegi og var jafnvel gengið svo langt að femínistum var ráölagt að bregöa vana sínum og vera vænar við karlana. Árni þjóöháttafræðingur var kallaöur aö hljóö- nemum til að fræöa þjóð sína um þorra og þorrablót og fórst honum það vel að vanda og er hann seinþreyttur að rabba viö plötusnúðana um menningarleg málefni. Menningarsöguleg brú Og nú er þorrinn byrjaður og allir fjallvegir fær- ir og skíðabrekkur snjólausar. Blót voru haldin fyr- ir sunnan, norðan, austan og vestan og Lang- holtsklerkur messaði orgellaust. Spurnir eru af gríðarlegum átveislum þar sem étið var feitt og súrt og er nú drjúgur hluti þjóðarinnar meö nábít og upprifin magasár, enda fréttist ekkert af for- setaframboöum eða öðrum áhugaverðum tíöind- um öðrum en þeim að röntgentæknar eru farnir að gegnumlýsa á spítölum og er ekki meira að gera en venjulega. Er það vonandi ekki merki þess að enginn hafi saknað þeirra. Það flaug fyrir aö kynslóöabiliö hafi veriö brúaö í þorrabyrjun meö því að finna upp nýjan rétt sem nú auðgar fábreytta matarmenningu heimsins. Er það þorrapitsa sem er í senn bæði þjóðleg og vel boðleg þeim sem aðhyllast takmarkalitla lausung alþjóðahyggjunnar. Ekki hefur uppskrift þorrapitsunnar veriö látin uppi, en líklegt má telja að hún sé bökuð úr bankabyggi og að í stab olífuolíu og salamipylsu sé notuð mörfeiti og súrir lundabaggar. Sjávarrétt- apitsan samanstendur eðlilga saman af hákarli a la Baldur Hermannsson (sbr. DV í gær) og þorska- lýsi á fjallagrasaþotni. Haft er fyrir satt að í Reykjavík séu fleiri pitsu- staðir per haus en í Napólí og er tími til kominn að þjóð- legra áhrifa fari að gæta í pitsuáti Frónbúans, aö minnsta kosti á þorranum, sem er þjóðlegastur allra mánaöa, kaldur og illviöra- samur. En þetta var útúrdúr því hér var meiningin að gera úttekt á fyrstu helginni í þorra, sem oft vill verða slarksöm og undanfari mikillar iðrakveisu. Undir kirkjugólfi Sumir eru svo heppnir að losna við krásirnar út um sama líkamsop og þeim var troðið í og mæta hressir og glor- hungraðir til vinnu á mánudags- morgni. Einstaka kunna sér hóf í mat og drykk og verður aldrei meirit af því sem þeir setja ofan í sig. Svo eru allir hinir sem blóta þorra af alhug og búa að miklu magarými og þola hvorki súrt né feitt og veröa með nábít fram eftir þorranum. Þeir munu endurtaka hátíöina meö nákvæmlega sama hætti að ári, en láta súrmetiö eiga sig þangið til. Þorrablótin eru tiltölulega ný af nálinni í menn- ingarsögunni en með þeim var endurvakin forn matargerð, eða öllu heldur geymsluaðferðir mat- væla. Og menningin verður að hafa sinn gang og er þorrapitsan glæsilegur vottur um endurnýjun- arhæfni fornra búskaparhátta og hvernig samlaga má það nútímanum. Svona má halda áfram og væri tilvalið aö stinga súrsuðum pungbita ofan í sjá mein og vel kæstur hákarl ætti að fara vel í kínverskri súpu sem soðin er af hákarlauggum. Og ekki væri neitt slor að fá eldsúrt hnakkaspik í Big Mac með góðum skammti af tómatsósu. Ein er sú nýung sem tekin er upp í ár, en það er að blóta þorra í kirkju, nánar tiltekið undir kirkju- gólfi. Þarna er kannski farið að seilast fulllangt aft- ur í þjóðlegheitin eða aftur fyrir kristni þegar blót- að var í trúarlegum hofum. En það er líklega sama hvar þorrapitsan er étin, hún ólgar samt í melt- ingarfærunum. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.