Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 30. janúar 1996 5 Alheimsleikhúsið: KONUR SKELFA. Toi- let-drama í tveim þáttum eftir Hlín Agnarsdóttur. Leikstjóri: Hlín Agnars- dóttir. Leikmynd: jón Þórisson. Bún- ingar: Áslaug Leifsdóttir. Lýsing: Ög- mundur Þór jóhannesson. Tónlist: Skárren ekkert. Frumsýnt á Litla svi&i Borgarleikhússins 27. jan. Það þótti víst ekki viðeigandi þegar gagnrýnandi nokkur sagöist hafa farið af sýningu í hléi. Verður ekki gagnrýnandi að sýna þá samviskusemi í starfi aö horfa að minnsta kosti til enda á sýningu sem honum er boðið á? Ég hef litið svo á og þess vegna sat ég und- ir sýningunni á Konur skelfa til enda. En sjaldan hefur mér verið nær skapi að fara í hlé- inu. Þetta verk Hlínar Agnars- dóttur er eitt það leiðinlegasta sem ég hef séð og heyrt af sviði um langt skeið. Eg hef ekki séð neitt fyrr frá þessu litla leik- húsi með sínu ofurstóra nafni. Gera má ráð fyrir að Konur skelfa hafi verið talið álitlegt verkefni, það fékk að sögn tvær milljónir frá leiklistarráði og svo skýtur Borgarleikhúsið skjólshúsi yfir sýninguna. Má segja að blessað Borgarleikhús- iö hafi sloppið vel að þessu sinni. I þessu blaði á laugardaginn er langt viötal við höfundinn, eins og tíðkast þegar meiri- háttar verk eru sett á svið. Má vísa iesendum í það til að kynnast efninu, undirrót verksins og hugmyndum og talsmáta höfundarins. í sem skemmstu máli gerist verkið á kvennaklósetti á skemmtistað. Þangað koma fimm konur, á misjöfnum aldri og með ólík- an bakgrunn, og einn karl- maður þvælist þangað inn, þótt mér sé nær að halda að slíkt gerist ekki í veruleikan- um. En hann er þarna sem fulltrúi síns kyns og á víst að varpa einhverju ljósi á allt kvennasnakkið. Það gerist þó ekki, enda er hann ekki annað en klisjumynd af karli eins og femínistar búa sér þá tegund til í huga sér. Elst í hópnum er Regína, 49 ára, fráskilin eigandi snyrti- vöruverslunar. Hún er þarna að sverma fyrir einhverjum Portúgala sem hún haföi hitt, en sá lítur aldrei til hennar. Þá er Maggý, 33ja ára margfráskil- in eigandi fataverslunar, ver- gjörn vel. Síðan er Sólveig, frá- skilin, skrifstofumaður hjá hinu opinbera, „hefur farið á nornanámskeið", segir í leik- skrá, og eitthvað er fjasað um það í leiknum. Guðrún er 35 ára, ógiftur bókavörður, hefur á einhvern hátt misst af lífinu. Og loks er það svo Katrín, 26 ára, „giftur, hámenntaður matreiðslumaður", drukkin allt leikritið út í gegn, óham- ingjusöm, og illa fer fyrir henni að lokum. Karlinn er Skúli, vinur Katrínar, reyndar ekki elskhugi, þrítugur, ógiftur trésmiður, keyrir sendiferðabíl og er aö reyna aö klára við- skiptafræði. Hann elskar konur og er eftirsóttur, lendir eftir hörmuleg atvik hjá bókaverð- inum. Farsæl leikslok, er það ekki? Margt er talað í þessu leikriti, um einkamál kvennanna, um öll vandamálin sem fylgja því að vera fráskilin og karlmanns- laus, um útlit, um þörfina fyrir að gera sig glæsilega og aðlað- andi, sem er mikið mál, um kynþörf kvenna, heimilisof- beldi, bækur, ráðstefnur og svo framvegis, sem ég endist ekki til að rekja. Sá er galli á þessu tali að það er nánast allt steindautt. Textinn veltur áfram á klisjum á klisjum ofan, eins og út úr vikublaði. Varla Leiðinlegt kvennasnakk bregöur fyrir samtölum sem hægt er að kalla smellin, auk heldur meir. Þaö sem þetta veslings fólk segir er margtugg- ið úr hverju einasta kvenna- blaði síðustu áratuga, úr hundrað kjaftaþáttum í út- varpi og sjónvarpi. Persónurn- ar eru hreinar pappírsdúkkur, til þess settar upp á svið að ryðja úr sér banölum frösum og billegustu sálfræði. Að ein- hver þeirra sé lifandi mann- eskja sem áhorfandinn láti sig skipta er af og frá. Þetta sést allra gleggst í hinum harm- sögulegu örlögum Katrínar. Það er hún sem ferst í þessum grimma heimi. En afdrif henn- ar snerta áhorfandann jafnlítið og Skúla, vin hennar og vernd- ara, sem huggast brátt í örm- um bókavaröarins sömu nótt. Þegar þetta er sagt, má ljóst vera að svona andvana verk verður ekki sett á svið svo að mynd sé á, ekki frekar en hægt er að láta dauðan hund gelta. LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON Það er hins vegar spaugilegt að verkið skuli heita Konur skelfa. Skelfa hvað? Ég get ekki fundið neitt í þessu sem getur skeift. Og hvern skelfa konurnar? Skúla greyið kannski? Þaö er helst að hann skelfist þegar Maggý reynir sem ákafast að fleka hann til hvílubragða á kvennaklósettinu. Leikkonurnar á sviðinu koma allar vel fyrir og um þær allar er það að segja að maöur vildi sjá þær fást við eitthvað bitastæðara. Raunar eiga þær lof skilið fyrir að leggja sig fram af fagmennsku viö aö miðla þessum samsetningi á sviðinu. Valgerður Dan er Reg- ína. Ég hef ekki séð Valgerði leika svona heimskonutýpu fyrr, svo ég muni, en hún ræð- ur alveg við það. María Ellings- en er býsna ólík Agnesi í sam- nefndri vitlausri reyfaramynd, en hún er þekkileg kona og kraftmikil leikkona. Anna El- ísabet Borg leikur Sólveigu. Raunar er mest kjöt á beinun- um í hennar hlutverki og það er veruleikatrútt, enda sitt- hvað sótt í athyglisvert les- endabréf í Morgunblaðinu, sem rakið er í leikskrá. Stein- unn Ólafsdóttir er hins vegar í því hlutverki sem heillegast er mótað, það er hinn sílesandi bókavörður. Steinunn er sann- færandi í hlutverkinu. Það er mikið lagt á Ástu Arnardóttur í hlutverki Katrínar að þurfa að vera drafandi og óhamingju- söm alla sýninguna, í hlut- verki sem er jafngrunnt og þetta. Síðan er það Skúli súkkulaðidrengur, ljóðelskur trésmiður og viðskiptafræði- nemi. Hann er auðvitað mesta vandræðafígúra sem Kjartan Guðjónsson skilaði af látleysi. Það náðist jafnvel smánei-vi í eitt atriði þar sem hann er aö segja Guðrúnu bókaverði frá veiðiskap sínum. Þar fær höf- undurinn þó prik. Nú þykist ég vita að mér muni veröa brugðið um að skilja ekki kvennatal og þess vegna sé mat mitt ekki mark- tækt. Því er til aö svara að í þessu leikriti er ekkert torskil- ið. Það er fullljóst hvert höf- undurinn er að fara. Auðvitað er frumkrafa til höfundar að hann viti hvað hann vill segja með verki sínu. En leikritahöf- undur þarf að uppfylla aðra grundvallarkröfu. Hann þarf að skemmta áhorfandanum með hugmyndum sínum og orðlist, bjóöa upp á ferska reynslu skilningarvitanna sem haldi hug hans að minnsta kosti vakandi meðan hún stendur, helst eitthvað lengur. Þessi leiksýning er víðsfjarri því að standast þá kröfu. Fagott og píanó í Geröarsafni Fyrir framan spegilinn. Myndin er tekin á œfingu. í kvöld þriðjudag kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem fram koma Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Guðríður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari. Auk þeirra leika fagottleikararnir Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson með í einu verk- anna. Á efnisskránni eru verk eftir m.a. Vivaldi, Bozza, Hindem- ith, Ibert og Weber. Nokkur verkanna eru nú frumflutt á íslandi. Fagottið er ekki enn sem komiö er algengt einleiks- hljóöfæri og er þetta tilvalið tækifæri fyrir tónlistaráhuga- fólk að kynnast því í einleiks- hlutverkinu. Hafsteinn er 1. fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og hefur einnig verið meðlimur í Blásarakvintett Reykjavíkur frá stofnun hans. Guðríður hefur starfað mik- ið í kammermúsík auk þess auk þess sem hún hefur komið fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands. Brjánn og Rúnar starfa meö Hafsteini sem fagottleikarar í Sinfóníuhljómsveit íslands. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.