Tíminn - 30.01.1996, Qupperneq 8

Tíminn - 30.01.1996, Qupperneq 8
8 Þriöjudagur 30. janúar 1996 Molar... ... KR-ingar ætla ekki að taka þátt í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu, sem hefst í mars næstkomandi, en KR var hins vegar eitt þeirra liða sem sam- þykktu þessa hugmynd á árs- þingi KSÍ í haust. KR- ingar ætla þó að vera með í Reykjavíkur- mótinu og hyggja síðan á utan- ferb í maí, rétt áður en íslands- mótib hefst. ... Það er oft athyglisvert sem sagt er í beinum útsendingum frá íþróttavibburðum og er málfar lýsenda stundum ekki af albestu gerb. Þetta átti vib Björn Inga Hrafnsson á Stöð 3 þegar hann lýsti leik Aston Villa og Sheffield Utd. Sem dæmi má nefna að Björn Ingi var að segja frá Paul McCrath, leik- manni Aston Villa, að hann hefbi átt við persónuleg vanda- mál að stríba, en hann hefði síban „tekið sig kverkataki" og málefni hans værj nú öll á betri veg. Þá sagbi Björn Ingi um Townsend hjá Aston Villa að „hann hefði oftar en ekki skor- að glæsileg mörk". Ótrúlegt en satt. ... lan Wright hefur verið gert að mæta fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins f ann- að sinn á viku. Nú á hann að svara til saka fyrir ummæli sín í garb enskra dómara, þar sem hann kallaði nokkra þeirra „litla Hitler". í síðustu viku mætti hann fyrir aganefndina vegna atviks í leik Arsenal og Middles- bro, á Riverside- leikvanginum, þar sem Wright hrækti á and- stæbing. Safnast þegar saman kemur og refsingin gæti orbiö harkaleg. ... Clasgow Rangers hefur gert Blackburn kauptilbob í Alan Shearer, markamaskínuna miklu, og er liðið tilbúið að greiba Blackburn tólf milljónir punda, eða sem nemur um 1,2 milljarbi íslenskra króna. Þetta yrbi hæsta verb sem greitt hef- ur verib fyrir enskan knatt- spyrnumann. ... Arsenal er á höttunum eftir Nicola Berti, sem leikur meb Inter Milan, og er Bruce Rioch tilbúinn að greiða um fimm milljónir punda fyrir kappann. ... Suður-Afríka, Zambía, Ghana og Túnis hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum í Afríku- keppninni í knattspyrnu. Þab bar helst til tíðinda ab Tony Yeaboah tryggbi sínum mönn- um frá Ghana sæti í undanúr- slitum. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN _ 27.1.1990 (í l)(38) (2?) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 al 5 0 7.908.863 O 4 af 5 (ft PIÚ8 ^ W2 308.360 3. 4 of 5 103 10.320 4. 3 al 5 3.578 690 Heildarvinningsupphseð: 12.057.363 m \ BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Körfuknattleikur: Titill eftir 10 ára bið Haukar eru bikarmeistarar í körfuknattleik, eftir sigur á ÍA í rislitlum úrslitaleik í Laugardals- höll á sunnudag, 85-58. Þessa úr- slitaleiks verður vart minnst, því eins og áður sagði var hann ris- lítill auk þess sem umgjörð hans minnti helst á venjulegan deild- arleik. Bilun varð í ljósabúnaöi fyrir leikinn og varð ab seinka leiknum um rúman hálftíma. Haukarnir hafa ekki unnið titil í 10 ár og það var svo sannarlega kominn tími til, en libið er nú skipaö mörgum ungum strákum, sem veitir svo sannarlega ekki af þeirri reynslu sem það er að vinna bikarúrslitaleik. Það var greinilegt í fyrri hálfleik að liðin áttu erfitt með að ná sér á strik eftir tafirnar sem orðið höfbu, og það virtist erfitt að ná upp stemningu á leiknum. Haukar höfðu yfir í hálfleik 31- 26. Þeir tóku hins vegar vel við sér í síðari hálfleik, höfðu öll völd á vellinum og sigruðu eins og áður sagði með ágætum yfirburöum. Jón Arnar Ingvarsson lék best Haukanna og þá áttu þeir Jason Williford og ívar Ásgrímsson ágæt- an leik, sérstaklega í síðari hálfleik. í Skagaliðinu var Milton Bell best- ur, en aðrir náðu sér vart á strik í leiknum, enda við ofurefli að etja. Stig Hauka: Jason Williford 20, Sigfús Gizurarson 16, ívar Ásgríms- son 14, Jón Arnar Ingvarsson 11, Björgvin Jónsson 10, Pétur Ingvars- son 8, Þór Haraldsson 2, Vignir Þorsteinsson 2, Sigurður Jónsson 2. Stig ÍA: Milton Bell 19, Elvar Þór- ólfsson 10, Bjarni Magnússon 9, Haraldur Leifsson 8, Jón Þór Þórð- arson 4, Dagur Þórisson 3, Brynjar Sigurðsson 2, Gubjón Jónasson 2. Þaö voru aöeins tvö liö sem tryggbu sér áframhatdandi þátttöku í 4. umferö í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, en aöeins voru leiknir 4 leikir af i 5 og var 11 frestaö vegna veöurs. Einn leikur var ígærkvöldi. Man. Utd sigraöi Reading 3-0 og Aston Villa vann Sheff. Utd I -0. Everton og Tottenham lentu hins vegar í bullandi vandrœöum, en Everton geröi jafntefli viö Port Vale 2-2 og Tottenham geröi jafntefli viö Úlfana 1-1. Meöfylgjandi mynd er einmitt úr þeim leik. Þarna eigast viö þeir Eric Young, fyrrum leikmaöur meö Wimbledon, og Teddy Sheringham, markahrókur Tottenham, en hann átti slakan dag á laugardag. símamynd Bikarkeppnin í handknattleik: KA og Víkingur í úrslit KA og Víkingur mætast í úrslit- um bikarkeppninnar í hand- knattleik, en þau báru sigurorb af mótherjum sínum í undan- úrslitum um helgina. KA-menn fóru suður á Selfoss þar sem þeir sigruðu heimamenn 31-32 í skemmtilegum og nokk- uð spennandi leik, eftir ab Selfoss hafbi haft yfir í hálfleik, 15-14. Selfyssingar bitu nokkuð frá sér og höfðu framan af síbari hálf- leiks yfirhöndina, en þá tók Juli- an Duranona, Kúbumaðurinn ótrúlegi í liöi KA, öll völd og skorabi hann 9 af síðustu 10 mörkum KA í leiknum og tryggði KA aðgöngumiöann að bikarúr- slitaleiknum. Duranona var eins og áður sagði bestur í liði KA og gerði hann 13 mörk í 16 skotum í leiknum. Patrekur Jóhannesson lék einnig nokkub vel, en hann gerbi 6 mörk; Jóhann G. Jó- hannsson geröi sömuleiðis 6 mörk, Björgvin Björgvinsson 4 og Leó Örn Þorleifsson gerði 3. Guðmundur Arnar Jónsson varði 13 skot. Einar G. Sigurðsson gerði 10 mörk fyrir Selfoss, Valdimar Grímsson geröi 8 mörk, Sigurjón Bjarnason 5, Björgvin Rúnarsson 5, Hjörtur Levý Pétursson 2 og Einar Guðmundsson 1. Á sama tíma áttust við lið Vík- inga og Framara og sigruöu Vík- ingar 16-19 í mjög kaflaskiptum leik, þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna og stundum leið langur tími án þess að ööru lið- inu tækist að skora, en þá nýtti hitt liðið tækifæriö og náði for- ystunni. Þaö var einmitt einn slíkur leikkafli sem tryggði Vík- ingum sigurinn í leiknum. Knútur Sigurðsson og Birgir Sigurðsson voru markahæstir Víkinga meb 5 mörk. Hjörtur Arnarson gerði 4 mörk, Kristján Ágústsson 2, Davor Kovacevic 2 og Árni Friðleifsson gerði eitt mark. Oleg Titov, línumaburinn sterki hjá Fram, var markahæstur þeiria með 5 mörk; Hilmar Bjarnason gerbi 4 mörk, Jón Andri Finnsson 3, Sigurður Gub- jónsson 2 og þeir Siggeir Magn- ússon og Jón Þórir Jónsson gerðu eitt mark hvor. Skjaldarglíma Ármanns: Orri sigraði meb yfirburðum Orri Björnsson, KR, sigraði með yfirburðum í Skjaldar- glímu Ármanns, sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans um helgina, en alls tóku sex glímumenn þátt í mótinu. Orri sigraði alla andstæöinga sína, síöast helsta keppinaut sinn, Ingiberg Sigurðsson, Ár- manni, sem hafnaði í öðru sæti, eftir aukaglímu við Ólaf Odd Sigurðsson, sem einnig er úr Ár- manni, en þeir voru bábir með þrjá vinninga. Þetta er fyrsti sig- ur Orra í Skjaldarglímu Ár- manns. í fjórba til fimmta sæti voru þeir Jón Birgir Valsson og Helgi Bjarnason, en Þórbur Hjartar- son varð í neðsta sæti. Mótið var að sögn glímumanna vel heppnað og skemmtilegt og var vel glímt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.