Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 30. janúar 1996 Hnattskot og stjörnusalli Bók eina hefi ég fyrir framan mig, sem ber þetta tignarlega heiti, en höfundurinn er orðinn dálítið kunnur lesendum Tímans, eftir að ég hef fjallað um nokkur verk hans í bundnu máli. Vandséð er, hvað rekur þennan mann áfram að yrkja. Ekki er þaö framavonin, því að hann mun ekki hafa í huga aö sækja um inngöngu í Rithöf- undasamband íslands. Árgjald verða menn að greiða þar allt til sjötugsaldurs, og munar um minna en átta þúsund krónur, þegar tekjur eru knappar. Hér er um að ræða ljóðskáldið Rúdólf Pálsson. Mér er alveg sama, hvað bókmenntafræbingar kunna að nefna hann, en skáld er sá, sem yrkir í bundnu eða í óbundnu máli. Hitt er svo annað mál, að skáld eru misjöfn, eins og aðrir listamenn. Sum eru slæm, en önnur góð. Síðan allur fjöld- inn þar á milli. Rúdólf er einn af hinum hljóðlátu í landinu, og það er ekki vegurinn ti) frægðar og upphefðar á neinu sviði, þó að slík afstaöa hafi oft verið rómuð, einkum í minningargreinum. Rúdólf Pálsson hefur áður sent frá sér 6 ljóðabækur, flestar þykk- ar og þétt settar bókstöfum, þar af tvær á erlendum málum: dönsku og ensku. Slík og þvílík afköst eru meö ólíkindum. Væntanlega hef- ur höfundurinn gert þetta sér til hugarhægðar, því að hann hefur verið öryrki um allmörg ár. Ljóða- bækur þessar sjást ekki í bóka- verslunum, enda víkja slíkar LESENDUR verslanir sér oftast undan að selja bækur, sem höfundarnir kosta út- gáfu á, og eru oftast í hversdags- búningi. En víkjum aðeins ab þessari ljóðabók. Hún er 136 síður, í nokkuð stóru broti, eða 17,5 sinn- um 24,5 cm. Fyrsta ljóðið nefnist RUBIYAT HIN NÝJA. Alls 76 er- indi. Þarna fylgir höfundurinn bragarhætti þeim, sem ljóðið er upprunalega ort undir. Einar Benediktsson hefur eins og kunn- ugt er gert ágæta þýðingu á þessu fræga ljóði, og nefnist ljóð hans Ferhendur tjaldarans. Ég man, hvað ég hreifst af þessu ljóði, er ég las það ungur í ljóðasafni Einars, „Vogum", er út kom 1921. Ljóð sitt hefur Rúdólf á eftirfarandi er- indi: Úr fullu glasi festarölið drekk og fagna lífsins undri eftir smekk, ei sopið kál, þótt ausunni sé í. Sjá, oftast brestur keðja um veikan hiekk. í 10. erindinu segir Rúdólf þetta: Og vit, að ei til einskis lifum vér, sem eigrum blindir veg vorn þar og hér. Vér bentm í oss frjó til fegra lífs, sem fyllingu í tímans ávöxt ber. Og ég tíni til fleiri erindi úr þessu ljóði, sem mér finnst bera af öðrum ljóðum bókarinnar. Hér er 16. er- indið: Þótt vit og góður vilji bresti ce, þá vit, að síðar blómgast þeirra froe, en arfi lífsins yfirtekur þrátt vorn arð og kastar fjöregginu á glœ. Þarna vildi ég raunar hafa sagt: „Þótt vit og góðan vilja bresti æ". Ég tilfæri aðeins eitt erindi enn úr þessu ljóði, er fjallar um enda- dægrið, sem allra bíður: Allt rennur skeið sitt, skapadœgur vcrt, hvort skemur eða lengurþú fœrð ort þinn kvœðabálk um blessun guðs á jörð, þín bíðurgröfin með sitt alheimskort. Við önnur ljóð í þessari bók staðnæmist ég lítt, því að þau höfða lítt til mín, en set eina lausavísu í lokin, en aragrúi er af þeim í síðari hluta bókarinnar. En hverja á ég að velja? Ætli það verði ekki þessi staka, sem f jallar um hugarangur: Hugarangur ergir mann ýmist daga og noetur. Gekk til hvílu grettur hann, en gugginn reis á fætur. Mér þykir Rúdólf Pálsson ið- inn við kolann. Hann hefur sent frá sér sex ljóðabækur, og það ekki neina smápésa að blað- síðufjölda — á 7 árum. Ekki mun hann víst alveg hættur enn. Ljóðagerð er síst verri dægrastytting en hvað annað. Að lokum þakka ég svo bókina. Aubunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum Erró skreytir lestarstöð neðanjarðar Borgaryfirvöld í Lissabon hafa farið þess á leit við Erró ab hann taki ab sér að skreyta eina neðanjarbarlestarstöb í nýja neðanjarbarlestarkerfinu þar í borg, sem hefur verib í smíbum síbastlibin ár. Ráð- gert er ab kerfið verbi tilbúib fyrir heimssýninguna árib 1989. Borgaryfirvöld hafa lagt metnað sinn í að fá til starfa heimsþekkta arkitekta og lista- menn til ab hanna og skreyta hverja Iestarstöð, sem er á tveimur hæðum og skiptist í inngang og lestarpalla. Erró mun gera þrjú stór verk, tvö við sinn lestarpallinn hvort og eitt við inngang stöðvarinn- ar. Stærsta verkið verður um 40 m. ¦ Jólafrímerki ýmissa landa Það eru orðin nær öll kristin lönd í heiminum, sem gefa út sérstök jólafrímerki. Við hér á íslandi höf- um lengi haft þennan sið og grannar okkar bæði í austri og vestri. Við skulum fyrst líta til Bret- landseyja. Jersey, sem fyrr á sl. ári gaf út frímerki í tilefni af 50 ára af- mæli Sameinuðu þjóðanna, gaf líka nýlega út jólafrímerki og leit- aði þá í nær ótæmandi fjársjóði ævintýranna. Lítum aðeins fyrst á afmælisfrí- merki S.Þ. Þau eru fjögur og auk þess aö bera afmælisrnerkið, alveg á sama hátt og íslensku frímerkin gerðu, eru táknmyndir vafðar inn í myndefni frímerkjanna. Raunar komu bæði S.Þ.-frímerkin og jóla- frímerkin út þann 24. október, á stofndegi Sameinuöu þjóðanna. Friðardúfur og olíuviöargreinar eru í myndefni beggja frímerkjanna. Þetta hafa um aldir verib friðartákn í heiminum. Auk þessa eru svo ár- tölin 1945-1995 á öllum frímerkj- unum, sem eru teiknuð af Alan Copp og prentuð hjá Joh. En- schedé en Zonen í Hollandi. Snúum okkur þá að jólafrímerkj- unum, sem Jersey gaf út þennan sama dag. Þetta eru fjögur frímerki með myndefni úr ævintýrum eins og áður sagöi. Frímerki með mynd af stígvélaða kettinum er að verð- gildi 19 p. Þá er næst frímerki þar sem Öskubuska skoðar skóinn sinn, með kústinn og skúringaföt- una við hlið sér. Gamli, svarti kött- urinn horfir á með spennt stýri. Þribja frímerkið, sem er að verð- gildi 41 p., sýnir okkur svo Þyrni- rós, þar sem hún er að spinna og rétt ab því komin að stinga sig á snældunni. Gamla nornin stendur á bak viö hana. Loks hoppar svo Aladdín út úr lampanum á fjórða frímerkinu, sem er 60 p. að verð- gildi. Þaö er Victor Ambrus, sem hefir teiknað þessi frímerki ásamt fyrsta dags umslagi fyrir þau og gjafa- möppu. Þau voru offset-litprentuð hjá Cartor SA í Normandy, í fjög- urra lita vél. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON •Þar sem mikið er um brúöuleik- hús á Bretlandseyjum og fjöldi þeirra er með árlegar sýningar á ýmsum verkum, eru öll frímerkin teiknuð eins og um leiksvið brúðu- leikhúss væri að ræða. Þá minntist Alderney þess þann 16. nóvember síðastliðinn, að eyj- JERSEY nfnr-Uí feMwivERiARY tJtama u&rtam JERSEY 60 F4FFi£TH AWHtVER&AHr UtftTS.O M**ÍW<S jólafrímerkin frá San Marínó. arskeggjar snéru heim aftur eftir síðari heimsstyrjöldina. Heimkom- an var þann 15. desember árið 1945. Þab var þvi varla hægt aö velja betra jólamyndefni þetta ár- ið. Verðgildi frímerkisins er 1,65 sterlingspund og er merkið gefið út í blokk með mynd af SS Autocarri- er, en þaö var skipið sem flutti þá heim. Clive Abbott teiknabi hvort tveggja, en BDT International prentar merkin. Loks skulum við svo taka hér jólafrímerkin frá San Marínó. Það eru listamennirnir R. Marcenaro og Augusta Mariani, sem hafa teiknað þau. Merkin eru þannig gerð, að hver þrjú frímerki mynda eina heildstæða mynd með sleba jólasveinsins, sem stefnir inn í næstu mynd af barrskógi þar sem börn Ieika sér kringum skreytt jóla- tré. í myndinni lengst til hægri er- um við svo komin til Betlehem. Jesúbarniö er fætt í jötunni og á fund þess stefna fjárhirðarnir af Betlehemsvöllum og vitringarnir frá Austurlöndum, hvort sem þau nú voru nær eða fjær. En skyldi nú virkilega vera svo langt á milli Jesúbarnsins og jóla- sveinsins? Jólasveinninn var nefni- lega hinn kaþólski biskup Nikulás af Bár, sem meðal annars er vernd- ardýrlingur kirkjunnar í Odda á Rangárvöllum. Hann og gjafmildi hans hafa gert hann að fyrirmynd allra Sánkti Kláusa um víða veröld. Þab er fyrst þegar kemur að ís- lensku jólasveinunum, að við finn- um nýjan þjóðflokk í þessu efni. Frímerkin komu út þann 6. nóv- ember. Það eru 10 þrennur í hverri örk og hvert frímerki er 750 lírur að verðgildi. BDT á írlandi prent- aði þau. jólafrímerkin frá jersey. Heimkoma fólksins til Alderney.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.