Tíminn - 30.01.1996, Síða 11

Tíminn - 30.01.1996, Síða 11
Þri&judagur 30. janúar 1996 11 í spegli lögreglu Áhugi lögreglumanna í Reykjavík á því aö koma upp speglum viö götur og gatnamót, nú síðast í miðborginni, hefir vakið tals- verða athygli og umtal. Slíkt er ekki að undra, þar sem fólk metur mikils frelsi sitt til að fara hvert sem þab vill og segja hvab sem þab kýs, án þess ab fylgst sé meb því. Mönnum eru í fersku minni frásagnir af persónunjósnum í svonefndum austantjaldslönd- um. Ibúar í lýbræbisríkjum vest- ursins geta ekki sætt sig vib þess háttar. Ólíklegt er ab speglar í mib- borginni muni aubvelda hand- LESENDUR töku ærslabelgja, sem leita þang- ab um helgar og á síbkvöldum. Sennilegra er, ef þeir vita um sig í speglum lögreglumanna, ab þeir sæki á einhvern annan stab — og þá þarf spegla þar. Slíkt gæti vald- ib óhóflegum kostnabi. Reykjavík er tiltölulega mjög fribsæl borg. Svo viröist sem lög- reglumönnum leiöist abgeröa- leysiö, því aö þeir eru á sífelldu bílarölti um allar götur daginn út og daginn inn. Mabur þarf ekki ab ganga langan veg, oft lítiö meira en milli húsa, til ab mæta lög- reglubifreiö eba bifhjóli. Þetta stingur í stúf vib reynslu í borgum erlendis. Sá, sem þetta ritar, hefir títt feröast til höfuöborga Evrópu, gjarnan dvalib þar 1-2 vikur. Þaö telst til undantekninga ab sjá þar nokkru sinni lögreglubíl, helst þó einstaka lögreglumenn, sem leib- beina fólki eba stjórna umferö. Hér meb er skorab á lögreglu- stjóra, sem er maöur mikils met- inn og virtur, ab sporna viö þarf- lausu brölti og eyöslu sinna manna. Borgari „Þyngsti skatturinn" Hann felst í vaxtabyröinni, sem hvílir á fyrirtækjum og heimilum. Vextir almennt eru hærri hér en í öörum löndum Evrópu, Banda- ríkjunum og Japan. Munurinn er víöast 4-6%. Auk þess koma til skjalanna veröbætur á lán skv. vísitölu. Vaxtabyröin gerir innlendum fyrirtækjum erfitt aö greiöa jafn hátt kaupgjald og greitt er í ná- grannalöndunum. Skv. könnun, sem gerö var á sl. áratug, námu árlegar vaxtagreiöslur í sjávarút- vegi nánast jafn hárri upphæb og launagreiöslurnar. Þetta þarf aö rannsaka rækilega viö núverandi aöstæöur. Það má teljast brýnasta verkefni Þjóbhagsstofnunar. Ýmislegt hefir veriö gert til að létta vaxtabyrði fyrirtækja með niðurfærslu skatta. Þannig var af- numið svonefnt abstööugjald, og nú skal hætta sérsköttun skrif- stofu- og verslunarhúsnæðis. Lækkun verður á hátekjuskatti og stóreignaskatti, svo og á veruleg- um hluta húsaleigutekna. Minna fer fyrir slíkri aðstoð við laun- þega. Lágtekjur, sem vart duga fyrir framfærslu, eru enn skatt- lagðar. Aö vísu var virðisauka- skattur (vsk.) felldur brott af mat- vörum, en hinir efnameiri högn- uðust miklu mest af því, enda eyða þeir margfalt meira fé til matarkaupa en lágtekjuhóparnir. LESENDUR Venjan er úti í löndum aö láta vsk. haldast, en veita hinum lægstlaunuðu tekjutengdan vsk,- afslátt. Sú leib var ekki valin hér. Hib einasta, sem gert hefir verib til að létta vaxtabyrði heimil- anna, er lenging íbúöalána aö til- lögu félagsmálaráðherra. Mark- aðsafföllin af húsbréfum eru enn þungur baggi á tekjulágum íbúð- arkaupendum. Forgangsverkefni er að finna nýtt og betra kerfi húsnæðislána. Viðskiptafrœðingur Á refilstigum samfélaganna íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur: Kvikasilfur er skáldsaga eftir Einar Kárason. Bankastjórinn lendir í steininum, en athafna- skáldið Báröur stofnar lands- frægt flugfélag, Salómon vakn- aður af Kleppi, Gúndi bróöir í sérkennilegum , , , viðskiptum frá FrGttíl* ðt hótelherbergi ——————— sínu í Amsterdam, frú Lára komin í prófkjörið, og skyndi- lega hverfur Sigfús yngri Killian voveiflega úr bílapartaportinu. Þetta er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Heimskra manna ráð, en leikritið íslenska mafian, sem nú er sýnt í Borgarleikhús- inu, er byggt á þessum tveimur bókum. Bókin er 233 blaösíður og kostar 899 krónur. Lesið í snjóinn eftir danska rit- höfundinn Peter Hoeg er skáld- saga sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin ár. Þetta er saga um Smillu, 37 ára stærð- fræöing og jöklafræðing, og ótrúlega atburöi sem veröa þeg- ar hún fer að grafast fyrir um dauða besta vinar síns, 6 ára grænlensks drengs sem býr í sama stigagangi og hún. Leitin aö lausn gátunnar ber hana víöa um refilstigu samfélagsins. Ey- ,/. gló Guö- DOkUm mundsdóttir þýddi söguna, sem er 437 blaösíöur. Hún kost- ar 799 krönur. Vetrarvík er skáldsaga eftir Sví- ann Mats Wahl. Hún fjallar um unglinginn John-John, sem er aö hefja leiklistarnám þegar óvæntir atburðir hindra áætlan- ir hans og hann lendir upp á kant við fjölskylduna og vina- hópinn. Sagan er spennandi, heitar tilfinningar takast á og ýmist hefur yfirhöndina gleöi, örvænting, ást eöa hatur. Hilm- ar Hilmarsson þýddi bókina, sem er 286 blaðsíður. Hún kost- ar 890 krónur. ■ Handbók um og fyrir unglinga Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Unglingsárin. Hand- bók fyrir unglinga og foreldra. Eins og titillinn gefur til kynna, er bókin ætluö bæði unglingum og foreldr- um þeirra og er hún skrifuð með það fyrir augum aö hjálpa þeim að takast á við þau vandamál, sem upp kunna að koma á unglingsárunum. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar sem gefin hefur verið út á íslensku. í bókinni er fjallað um unglings- árin af skilningi. Meöal annars er fjallað um hraðan líkamsvöxt og líkamsþroska. Fjallað er um sjálf- Fréttir af bókum stæðisþörf unglinga og uppreisnar- girni, um vina- og systkinasam- bönd, svo og alvarleg vandamál eins og vímuefnaneyslu og ótíma- bært kynlíf og hugsanlegar afleið- ingar þess. I bókinni er að finna kafla sem eru sérstaklega ætlaðir unglingum og aðra sem eru sérstaklega skrifaðir fyrir foreldra. Megintextinn er þó ætlaður báðum aðilum. Hönnun bókarinnar er gerð með það í huga að unglingurinn eigi auðvelt með aö finna strax þann efnisflokk sem hann leitar að. í bókinni er fjöldi mynda, eftir bæði íslenskan og er- lendan ljósmyndara. Bókina skrifuðu Bretarnir Eliza- beth Fenwick uppeldisfræðingur og Tony Smith læknir, en íslenska þýð- ingu önnuðust Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðingur, Kristlaug Sig- urðardóttir fóstra og umsjónarmað- ur Unglingasíðu Morgunblaðsins, Mímir Völundarson uppeldisfull- trúi og Sigríður Björnsdóttir félags- fræðingur. Unglingafrœðarinn. Handbók fyrir unglinga og foreldra er 286 bls. að stærð, prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún kostar 4.480 kr. ■ Gunnþórunn Jónsdóttir Sólbraut 7, Seltjarnarnesi 50 ára 28. janúar: Kæra frænka. Þegar þú nú stendur á þessum tímamótum í lífi þínu, langar mig til að hverfa örlítið aftur til þeirrar fortíðar sem þú hefur fengið í arf frá móður þinni og fjölskyldu hennar. Amma þín, Elín Lárusdóttir, fæddist á Hofsósi 27. febrúar 1890. Hún var einbirni hjón- anna Margrétar Jónsdóttur ljós- móður og Lárusar Ólafssonar sjómanns. Það er svo með börn, sem eru ein með foreldrum sín- um, að þau veröa oft dekurbörn. Svo var um Elínu ömmu. Hún fékk óskipta athygli og varð fljótt tápmikil og vel til forystu fallin í barnaskaranum á Hof- sósi, greind og léttlynd. Hermann afi þinn, sem fædd- ur var og uppalinn á Bíldudal, réð sig til Poppsverslunar á Hof- sósi árið 1909, þá nýútskrifaður úr Verslunarskólanum. Elín tók strax eftir þessum unga manni og ekki leið á löngu þar til þau trúlofuðu sig, og árið 1912 giftu þau sig. Afi þinn var þá einungis 20 ára gamall og varð hann því ÁRNAÐ HEILLA að fá undanþágu til að giftast, því leyfilegur giftingaraldur karlmanna var þá 21 ár. Um haustið það sama ár eignuðust þau sitt fyrsta barn, Halldóru, og tæpum tveimur árum seinna soninn Lárus. Sumariö 1914 tekur hann svo eyna Málmey á leigu og flyst þangað með fjölskyldu sína og vinnufólk. Seinna fluttu svo for- eldrar Elínar, þau Margrét og Lárus, þangað til þeirra. I Málm- ey bættust tvö börn í hópinn, Níels og Nanna — Rannveig El- ísabet, móðir þín. Vorið 1918 flutti svo fjöl- skyldan að Ysta-Mói í Fljótum og bjó þar síðan. Þar stækkaöi fjölskyldan enn, því börnin urðu alls níu. Hermann afi þinn gerðist fljótt umsvifamikill í Fljótum og trúnaðarstörfin urðu mörg í þágu sveitarinnar. Hann var mikill félagshyggjumaður og varö brátt forystumaður sveitar- innar: hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður fyrir Haga- neshrepp. Jafnframt var hann kaupfélagsstjóri hjá Samvinnu- félagi Fljótamanna. Vegna oft mikillar fjarveru föburins, kom það eblilega í hlut móðurinnar að sjá um börnin og heimilið, jafnt innanhúss sem utan, ærið starf sem hún leysti vel af hendi. í þessum stóra, tápmikla og glaða barna- hópi ólst mamma þín upp. Hún var vel greind og fór því snemma að hjálpa föbur sínum við skriftir og var þess vegna kannski minna við bústörfin en hinar systurnar. Nanna var ákaf- lega næm og fágub, en hafði jafnframt létta lund. Hún var þó ekki mikið fyrir skemmtanir, hugsanir hennar snerust meira um alvöru lífsins. Þær systurnar Nanna og Hrefna fóru vestur á ísafjörð á hús- stjórnarskóla. Hrefna kom heim að námi loknu, en Nanna ekki, því þá hafði hún kynnst manni sínum, Jóni Jónssyni frá Hvanná í N.-Múlasýslu. Hún kom með hann heim að Ysta-Mói í ágúst 1939 og voru þau gefin saman í Baröskirkju af séra Guðmundi Benediktssyni. Að giftingu lok- inni bubu amma þín og afi brúðhjónunum ungu í ferð heim til Hóla í Hjaltadal og það var þeirra brúðkaupsferð. Það var gaman aö fá mömmu þína og pabba í heimsókn, lífs- glöö og hamingjusöm eins og þau voru. Pabbi þinn tónelskur andans maður og mamma þín hýr á brá, en virðuleg og glæsi- leg. Þau búsettu sig á ísafirði og eignuðust fjórar dætur: Kristínu, Elínu, Nönnu og þig. „Hún var lífmikil strax og org- aði hástöfum." Þannig orðaði faðir þinn það er þú komst í heiminn. Þú ert ab vísu löngu hætt aö orga, en ert ennþá lífmikil og glaðsinna manneskja. Þegar litla stúlkan var skírð, skrifaði pabbi þinn eft- irfarandi í dagbókina sína: „Þessi nýfædda dóttir mín á að bera nafn móður minnar, sem hét Gunnþórunn. Ef litla stúlkan mín ber nafn sitt með rentu, þá á hún ekki að láta hlut sinn fyrir neinum, vera vinföst, og elska og virða réttlætið í hví- vetna." Undir þessum orðum stendur þú með reisn. Þótt þú sért skap- mikil og keppnismanneskja, hefur þú til að bera ríka réttlæt- iskennd og hjartahlýju. Þú hefur hlotið í arf frá foreldrum þínum margþætta hæfileika. í senn finnst mér þú vera listfengur lífskúnstner, náttúrubarn og út- sjónarsöm kaupsýslukona. Þú hefur jafnan haft mörg spil á hendi og kunnaö að spila vel úr þeim. Þú hefur staðið af þér storma lífsins, áföll og mótvind- ur hafa gert þig sterkari mann- eskju og næmari á lífsins fögru tóna. Kæra frænka. Með þessum oröum óska ég þér til hamingju með afmæliö. Megir þú og þínir feta gæfunnar spor á ókomnum árum. Sauðárkróki, 24. janúar 1996, Scemundur Á. Hermannsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.