Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 13
Þriftjudagur 30. janúar 1996 fKwrtm 13 Hvergi er allt sem sýnist Góbkunningjar lögreglunnar (The Usual Suspects) ★★★ 1/2 Handrit: Christopher McQuarrie Leikstjóri: Bryan Singer Aöalhlutverk: Stephen Baldwin, Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Chazz Palminteri, Pete Postlethwaite, Kevin Pollak og Ben- icio Del Toro Bíóborgin Bönnub innan 16 ára. Þetta er sjálfsagt sú mynd sem komið hefur hvab mest á óvart af öllum þeim fjölda mynda sem frumsýndar hafa verib á stuttum tíma á nýju ári. Þab er mikill stíll yfir henni, handritib frábært og leikararnir, sem sjaldnast fá abalhiutverk í „stóru" myndunum, njóta sín til hins ýtrasta. Þab er erfitt og allt ab því bannab ab segja nokkub um söguþrábinn í Góbkunningjum lögreglunnar, því þá er hætt við ab spennan eybileggist fyrir þeim sem enn eiga eftir ab sjá hana. Þab er þó óhætt ab segja frá því, ab hún byrjar á því ab fimm mönnum er smalab sam- an í sakbendingu hjá lögregl- unni í New York í tengslum vib vopnab rán. Þeim er sleppt fljót- lega, en ákveba ab ræna dem- antasendingu saman. Þetta hleypir af stab atburbarás þar sem vægast sagt ekkert er eins og þab sýnist. Eins og ábur sagbi er handrit Christophers McQuarrie frá- bært. Samtölin eru skemmtileg og fléttan gengur upp í lokin þrátt fyrir reyfarakenndan sögu- þráb. Myndin virkar nokkub ruglingsleg í byrjun, en eftir ab abalpersónurnar hafa verib kynntar fer samhengib fljótlega ab skýrast og spennan tekur vib. Eftir þab er athygli manns ein- II Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist — Mosfellsbær Spilum í Háholti 1, föstudagskvöldin 2. og 9. febrúar kl. 20.30. Mosfellingar! Mæt- um og tökum meb okkur gesti. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Framsóknarvist Félagsvist verbur spilub í Hvoli 4. febrúar og 11. febrúar. Vegleg kvöldverblaun. Geymib auglýsinguna. Framsóknarfélag Rangœinga Þorrablót 10. febrúar Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verbur haldib laugardaginn 10. febrúar. Stabsetning: Ibnabarmannasalur, Skipholti 70. Heibursgestur: Steingrímur Hermannsson. Veislustjóri: Ólafur Örn Haraldsson. Verb kr. 2.600 (matur, ball). Bara ball: kr. 1.000. Húsib opnar kl. 19.30, en borbhald hefst kl. 20.00. Tekib er á móti mibapöntunum á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562-4480 eba hjá Ingibjörgu í síma 560-5548. Ýmis skemmtiatribi verba og svo aubvitab hljómsveit. Öll umsjón er í höndum FUF í Reykjavík. Allir velkomnir. Stjórn FUF Reykjavík Chazz Palminteri sem laganna vöröur er jafn ráövilltur og áhorf- andinn. KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON skorðuð vib flókinn og heill- andi söguþrábinn þar sem per- sónurnar virka oft eins og tafl- menn á skákborbi í höndum einhverra valdsmanna á bakvið tjöldin. Hverjir þessir „einhverj- ir" eru eða hvort þeir eru yfir- höfub valdsmenn er síban allt annað mál. Leikararnir standa sig síban allir meb miklum ágætum, en Kevin Spacey og Benicio Del Toro eru þar fremstir mebal jafningja, og hjálpa til víb ab gera Góbkunningja lögreglunn- ar ab fantagóbri kvikmynd. Gegn fíkniefnum Hótel Borg þribjudaginn 30. janúar kl. 12.00-13.00 Hádegisverbarfundur um fíkniefnavandann og varnir gegn honum verbur haldinn á Hótel Borg í hádeginu næstkomandi þribjudag. Rætt verbur um hvernig ná megi árangri í baráttunni gegn fíkniefnavandanum meb forvarnastarfi og lagasetningu. Frummælendur eru Ólafur Gubmundsson sem vinnur ab forvörnum hjá lögreglunni í Reykjavík og Högni Kristjáns- son lögfræbingur f dómsmálarábuneytinu sem vinnur ab undirbúningi löggjafar um fíkniefni. Fundarstjóri er Ölafur Örn Haraldsson. Fundurinn er öllum opinn. Ólafur Örn Emily er nú búin aö gista þennan heim í þó nokkra mánuöi og er því komin meö göt í eyrun líkt og hverri dömu sœmir. Annað barn Gloriu Estefan-hjónin hafa veriö gift í ein 17 ár og eru afskaplega scei meö nýjasta afkvœmiö. í SPEGLI TÍIVIANS Gloria Estefan er vel þekkt söngkona, en hefur haldið móburhlutverkinu utan fjöl- miðla. Fyrir skömmu leyfði hún þó myndatökur af þeim hjónum, en hún hefur verið gift Emilio Estefan í 17 ár, og nýfæddri dóttur þeirra Emily. Fyrir eiga þau 15 ára ung- lingsstrák, Nayib, en Gloriu hafbi verib rábib frá því ab eiga annab barn, þar sem læknar töldu ab bak hennar væri ekki nógu sterkt til ab þola meb- Cloria ásamt nýfœddri dóttur sinni, Emily. göngu og fæðingu. Gloria lenti í hræbilegu umferbarslysi fyrir sex árum og var um tíma talib ab söngkonan væri lömub fyr- ir lífstíð. Þab gekk ekki eftir, en Gloria þurfti í marga mánubi ab fara sinna ferba í hjólastól. Þrátt fyrir stálpinnana í hrygg Gloriu vildi hún fyrir alla muni reyna ab fæba á ebli- legan máta, en eftir 14 tíma hríbir fengu læknar hana til ab gangast undir keisaraskurð. Gloria gerir ráb fyrir að hún og eiginmaburinn, sem einnig er umbobsmabur hennar, leggi upp í hljómleikaferb með Em- ily litlu þegar líba tekur á árib, en Gloria er geysivinsæl og hafa selst um 25 milljónir ein- taka af plötum hennar um all- an heim. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.