Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 16
ÍMftftt Þriöjudagur 30. janúar 1996 Vebrift (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Austan gola og skýjaö. Frost 2 til 9 stig. • Faxaflói oq Breibafjöröur: Hæqviöri eöa austan qola oq skýjaö. Frost 1 til 6 stig. • Vestfiröir: Hægviöri og skýjaö en úrkomulaust. Frost 2 til 6 stig. • Strandir og Noröurland vestra og Noröurland eystra: Hægviöri og skýjaö. Frost 3 til 7 stig. • Austurland aö Glettingi og Austfiröir: Hægviöri og bjartviöri, en þykknar upp með sunnan og suövestan golu þegar líöur á aaginn. Hiti frá 1 stigi möur í 4 stiga frost. • Suöausturland: Noröan gola eöa kaldi og léttskýjaö, en þykknar upp meö suöaustan og sunnan golu þegar líour á aaginn. Hiti frá 2 stigum niöur í 4 stiga frost. Jafningjafrœbsla Félags framhaldsskólanema: Halda fræbsl- unni afram næsta sumar Forsvarsmenn Félags fram- haldsskólanema um jafningja- fræöslu gegn vímuefnum fóru til fundar vib borgaryfirvöld í gærmorgun þar sem óskab var eftir stubningi borgarinnar til ab halda fræbslunni úti í sumar. Ab sögn Sigurbar Orra Jónsson- ar, formanns FF, leist borgaryfir- völdum vel á verkefnib og veröur þeim því bráblega send greinar- gerb um hugmyndir FF. Ekki hef- ur veriö ákveöiö hversu miklum fjárstubningi veröi leitaö eftir hjá borginni. Menntamálaráöuneytib styrkir verkefniö til vors en ætl- unin er aö halda verkefninu úti til langs tíma. „Við ætlum ekki að fara í eitthvað átak sem springur einn, tveir og tíu. Viö viljum ab eitthvaö komi út úr hlutunum'." Fræðslunni í vor verður einkum beint inn í framhaldsskólana en í sumar segir Siguröur aö athygl- inni veröi beint aö unglingavinn- unni, útihátíðum, miðbænum, tónleikum og öðrum slíkum sam- komum þar sem ungt fólk kemur saman. Vonast er til aö um 30-40 ungmenni geti unnið að fræðsl- unni í sumar. „Svo er þetta líka hugsað sem forvarnarhópur fyrir næsta vetur. I’essi hópur vinni og fræöist í sumar og fari svo inn í skólana næsta vetur." -LÓA Siguröur Sigurbsson röntgentœknir kominn til starfa á ný á Röntgendeildinni. Tímamynd: CS Röntgendeild Landsspítala: Rússar samþykktir I Evrópurábib. íslenskir þingmenn þrí- klofnir í málinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisrábherra: Aö mínu mati bæði stór o g góö tíðindi Hjólin farin ab snúast Rússar eru orbnir aöilar ab Evrópurábinu. íslenskir Jringmenn, tveir af Jiremur, voru fremur á móti abild Rússa aö rábinu en meö henni. Aöildin var samjrykkt meb 164 atkvæöum gegn 35, en 15 fulltrúar aöildarlanda á þingi Evrópuráösins í Strassbourg sátu hjá. Hjálmar Árnason studdi Rússa, Tómas Ingi Olrich greiddi atkvæði gegn aöild- inni, en Lára Margrét Ragnars- dóttir sat hjá viö atkvæða- greiösluna. „Það eru bæöi stór og góð tíðindi að mínu mati aö Rúss- ar eru komnir í Evrópuráðið," sagði Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra í gær. Halldór sagöi að hann hefði sagt það skýrt aö hann væri aðild Rússa hlynntur. Hann væri því ánægður með niður- stöðuna. íslenska sendinefndin á þingi Evrópuráðsins þríklofn- aði. Gerðu íslenskir þingmenn skyssu með því að vera í hópi þeirra Evrópuráðsþingmanna sem greiddu atkvæði gegn að- ild Rússa eða sátu hjá? ' „Ríkisstjórn á hverjum tíma stjórnar því ekki hvernig ein- stakir þingmenn greiða at- kvæði. Það veröa þeir að gera upp við samvisku sína," sagði Halldór Ásgrímsson í gær. -JBP „Þaö er fullmannaö í dag og vonandi lægjast þessar öldur sem hafa verib ósköp leiöing- legar. En hjólin eru farin aö snúast," sagöi Einar Jón- mundsson læknir á röntgen- deild Landsspítalans í gær. Hann segir að það hafi safnast biðlistar á vissum „tegundum" eins og það er orðað og m.a. við segulómrækið. Hinsvegar væru röntgendeildir víöa til fyrir utan Landsspítalann og því hefði ver- ið hægt aö sinna ýmsu því sem ella hefði kannski ekki verið hægt á meðan kjaradeila röntg- entækna stóð yfir. Röntgentæknar mættu aftur til vinnu í gær eftir 8 vikna kjaradeilu við stjórn Ríkisspít- ala. En eins og kunnugt er þá lögðu langflestir þeirra niður vinnu : byrjun sl. mánaðar þég- ar stjórn Ríkisspítala ákvað ein- hliða aö segja upp 15 föstum yf- irvinnutímum hjá þeim í sparn- aðarskyni. Ákvörðun um að mæta til vinnu á ný var tekin þegar ljóst var að stjórn Ríkisspítala mundi ekki höföa mál á hendur röntg- entæknum. Um tíma leit út fyr- ir að Ríkisspítalarnir mundu hefja málssókn fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort hægt sé að segja upp hluta af kjörum starfs- manna án uppsagna. Ábur höfðu tekist samningar á milli röntgentækna og spítalans þess efnis að þeir halda sínum 15 yf- irvinnutímum gegn því að tekið verbur upp vaktafyrirkomulag og hagræðing innan deildarinn- ar. -grh Um 80 stjórnar- frumvörp ókomin Fundir Alþingis hefjast aö nýju í dag ab loknu jólahléi og mun þinghald standa fram í miöjan maí eba jafnvel viku lengur þar sem jólahlé var viku lengra en venjulega. Gert er ráb fyrir ab frumvarp til laga um framhaldsskóla muni setja nokkurn svip á þinghaldiö en menntamálaráöherra mælti fyrir jrví á Alþingi fyrir jól. Ýmsar at- hugasemdir hafa komib fram viö frumvarpið og hafa samtök fram- haldsskólakennara þegar lýst þab ófulinægjandi. í fylgiskjali meö stefnuræöú for- sætisráöherra á síöastliönu hausti kemur fram aö ríkisstjórnin nyggist leggja fram allt aö 130 frumvörp á þessu þingi. Aöeins eru um 50 þeirra komin fram þannig ab gera má ráö fyrir að allt aö 80 stjórnar- frumvörp eigi eftir aö líta dagsins ljós auk frumvarpa frá þingmönn- um fram til vors. -ÞI Jóhann G. Bergþórsson œtlar ekki aö segja afsérsem bœjarfulitrúi / Hafnarfiröi í kjölfar ákœru ríkissaksóknara: Varbar ekki bæinn frekar en ef ég hefbi keyrt fullur Jóhann G. Bergþórsson bæjarfull- trúi í Hafnarfirbi vísar því á bug ab ákæra ríkissaksóknara á hend- ur honum vegna vanskila fyrir- tækisins Hagvirkis-Klettur sem Jó- hann veitti forstöbu, komi Hafn- arfjaröarkaupstaö hib minnsta vib. Um er ab ræba 34 milljónir króna í vangoldnum virðisauka- skatti og stabgreibslu skatta. „Ég kannast ekki viö ab svona sé almennt gengiö aö fyrirtækjum eöa einstaklingum, ab framhaldiö sé svona í þeim fjölda gjaldþrota sem eru allt í kringum okkur. Nú káfar þetta ekkert upp á bæinn, ekki frek- ar en ég heföi verib tekinn fullur viö akstur eöa ekið of hratt. Ef þetta er aðferbafræöin þá er kannski ekkert við því aö segja. Ef hún verbur við- höfö þá munu menn almcnnt séð hætta fyrr meb fyrirtæki ef illa gengur og hætta ab horfa til alls konar haldreipa eða vona að allt gangi upp," sagði Jóhann Bergþórs- son í samtali viö Tímann í gær. Jóhann segir aö ýmsir hafi þann grun aö einhver öfl spili hér undir, sjálfur hafi hann ekkert fyrir sér í þeim efnum. Hann segist þó hafa oröið var viö aö reynt hafi veriö að fá ýmsa fyrrum starfsmenn sína til aö kæra sig. Það hafi mistekist. „Þab héldu margir aö meirihlut- inn væri fallinn ef ég færi frá. Svo er nú ekki. Viö erum með 7 manna meirihluta, þannig aö fjarvera mín mundi svosem engu breyta," sagöi Jóhann G. Bergþórsson í gær. Bæjarstjórnarfundur er í Hafnar- firbi í dag. Án efa mun málið koma þar til umræðu. Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í minnihluta bæjarstjórnar, sagöi í gær að hann undrabist ýmis ummæli og aðgeröir Jóhann G. Bergþórssonar í þessu máli. „Meö svona mál á sér og í meb- ferð hjá yfirvöldum finnst mér heppilegt ab vibkomandi bæjarfull- trúi gegni ekki stöðu sinni á meðan. Meðan kærumáliö vegna viöskipta Hagvirkis- Kletts stóð í fyrra, þá dró Jóhann sig í hlé. Því skyldi hann ekki géra það núna þegar málið er komið á enn alvarlegra stig," sagöi Magnús Gunnarson í gær. Magnús sagöi að í sjálfu sér væri málið í höndum Jóhanns sjálfs. Ekkert væri fjallaö um mál sem þessi í sveitarstjórnarlögum. „Þetta er spurning um siðferði," sagði Magnús Gunnarsson. -JBP Ný framhaldssaga: Skólalíf Langt er síban framhaldssög- ur hafa birst á síðum dag- blaba, en nú mun TÍMINN hefja birtingu framhaldssög- unnar SKÓLALlFS. Skólalíf er íslensk nútíma- saga í léttum dúr, eins konar „sápuópera" á prenti og fjallar um lífiö í ónefndum fram- haldsskóla. Þar ræöur ríkjum skólastjórinn Doddi, en hefur sér til fulltingis 9 aðra stjórn- endur eöa deildarstjóra hinna ýmsu námsbrauta. Einn þeirra er Dóra, eiginkona Dodda. Kennarar skólans, að stjórn- endunum meðtöldum eru 63, en auk þess koma ýmsir aðrir við sögu. Höfundur sögunnar er Fjölmann Blöndal, marg- slunginn karakter, sem ekki er allur þar sem hann er séöur. Meiningin er aö stuttur kafli framhaldssögunnar birtist á hverjum degi á bls. 2 hér í blaðinu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.