Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. janúar 1996 jPcfltMrafltt’lMr Bókmenntaverblaun Noröurlandaráös fara til Norb- manna: „Meistari marg- ræðrar orðræðu" Tilkynnt var á fréttamanna- fundi í gær að norski rithöf- undurinn Öystein Lönn hlyti bókmenntaverölaun Norður- landaráðs árib 1996 fyrir smá- sagnasafnib „Hva skal vi gjöre i dag og andre noveller". í úrskurb dómnefndar kom þetta fram: „í skáldskap sínum hefur Öystein Lönn ævinlega beint sjónum sínum að því sem felst undir yfirborði tungumáls- ins. Hann er óumdeilanlegur meistari margræðrar orðræðu. I smásagnasafninu „Hvað eigum við að gera í dag" færir hann í skáldlegan búning spennuna milli einkalífs og dulinnar sam- félagsþróunar." Hvað eigum við að gera í dag er fjórða smásagnasafn Lönns og tólfta bókin sem hann hefur gefið út frá því hann hóf rithöf- undarferil sinn árið 1966. Lönn er fæddur árið 1936 og hefur lengi hlotið mikið lof frá gagn- rýnendum og teljast hann og Kjell Askildsen leiðandi smá- sagnahöfundar í Noregi. Verðlaunin, sem eru 350.000 danskar krónur, verða afhent í Kaupmannahöfn þann 4.mars nk. í tengslum við ráðstefnu Norburlandaráðs um Evrópu- mál. Hundurinn Púki oð störfum. Tímamynd: GVA Fíkniefnaleitarhundar eru undir þremur ráöuneytum og því erfitt oð samrœma abgeröir: Þarf ab skipuleggja vinnu hundanna Asgeir Asgeirsson, kaupmaöur í Hestamanninum, fylgist meö Gunnari Bjarnasyni hrossarœktunarráöunaut árita bók sína, Kóngur um stund. Afsláttur í til- efni afmælisins í tilefni af áttræbisafmæli Gunnars Bjarnasonar hrossa- ræktunarráðunauts hefur Ás- geir Ásgeirsson í versluninni Hestamanninum vib Ármúla í Reykjavík ákveðib að lækka verð bókarinnar um Gunnar Bjarnason, Kóngur um stund, um 500 krónur, auk þess sem verslunin sér um áritun Gunn- ars á bókina, sé þess óskab, og póstsendingar út á land. Auk þess, í tilefni afmælis Gunnars, hefur útgefandi bókar- innar, Ormstunga, ákvebið að gefa bækling sinn, Skálavísi, með hverri bók Gunnars í Hestamann- inum, en í Skálavísinum má finna upplýsingar um alla fjallaskála á íslandi. Einnig af þessu tilefni, hefur út- gefandi bókarinnar ákveðið að efna til happdrættis mebal verð- andi kaupenda bókarinnar í Hestamanninum fram til mibs febrúar nk. og verða veittir fjórir veglegir bókavinningar: bókin Litaafbrigði íslenska hestsins eba bókin Jeppar á fjöllum. ■ „Þab vantar meiri skipulagn- ingu í þessi hundamál. Það er til ákvebinn fjöldi hunda hjá lögreglu, tollgæslu á Keflavík- urflugvelli og Tollgæslu ís- lands. Ab okkar áliti þarf að virkja þá alla betur saman," sagbi Jóhanna Gubbjartsdótt- ir, deildarstjóri hjá Tollgæsl- unni, og sagbi engan vafa Ieika á því ab nýta þyrfti betur þá hunda sem til væru. Tollgæslan hefur einn leitar- hund á sínum snærum, Krumma. Jóhanna sagðist ekki vera fullviss um að fjölga þyrfti hundum heldur þyrfti fyrst og fremst að skipuleggja vinnu þeirra betur og tók þar með undir orð Þorsteins Hraundals, rannsóknarlögreglumanns, í Tímanum í gær. „Þarna eru þrjú ráðuneyti sem standa að þessu, dómsmála-, utanríkis- og fjár- málaráðuneyti. Það eru of marg- ir að vasast í sama málinu þann- ig að það er kannski erfiöara ab samræma aðgerðir." Jóhanna sagðist vita til þess ab umsjónarmenn hundanna hefbu verið að ræða saman og hafi einhverjar hugmyndir um hvernig nregi skipuleggja hundaleitir betur. „En það vant- ar að hnýta endahnútinn á þetta og að þeirra yfirstjórn komi sér sarnan um þessi mál og að það sé hreinlega mörkuð ein- hver ákveöin stefna í þessum fíkniefnamálum almennt." Henni var ekki kunnugt um að menn hefðu komið saman í ráöuneytunum til að vinna að skipulagningu þessara mála. Komið hefur fram í fjölmiðl- um að starfsmenn Tollpóststofu sem heyrir undir Tollgæsluna geti einungis skoöað brot af því sem berist af pósti og er því tal- ið að þar komist talsvert af fíkni- efnum í gegn. Starfsmaður þar taldi að koma þyrfti á vaktafyr- irkomulagi en þar er einungis unnið í dagvinnu. Jóhanna áleit að þab myndi ekki leysa allan vanda, abalmálið væri ab heild- arstefna væri mótuð af þessum þremur ráðuneytum sem hlut eiga að máli. -LÓA Norskir svínabœndur keyptu 18 strúta frá Svíþjóö fyrir 11 milljónir: Um 55.000 kr. fyrir 9 mánaða strútsunga sem slátraö er Um 11 milljónir króna þurftu sex fyrstu norsku strútabændurnir að borga fyrir þá 18 strúta, sem þeir keyptu frá Svíþjóð í haust og fengu nú nýlega afhenta eftir 3ja mánaða einangrun. Aö viðbætt- um kostnaði vegna einangrunar og aðstööu til útungunar og síðan húsum og nauðsynlegum giröing- um hjá öllum bændunum, er áætlað að heildarkostnaður veröi kominn í 32 milljónir króna. Varp er hafið hjá elstu strútunum nú þegar, en áætlað er að hver kvenfugl verpi um 60 eggjum yfir árib. Bændurnir gera ráð fyrir að selja fyrst og fremst lífdýr næstu árin og áætla verb 3ja mánaða unga um 140.000 kr. Áætlab verb fyrir 9 mánaða sláturfugla (hluta karlfuglanna) er um 55.000 krón- ur. Þessar upplýsingar koma fram hjá Agnari Guðnasyni, sem segir lesendum Freys: „Abeins meira um strúta". Hann segir sex af bestu svínabændum Noregs, bú- setta í Austur-Ögöum, hafa stofn- að með sér félag um strútarækt- ina, vegna þess' ab þeir óttubust Styrkir til landbúnaöar í Finnlandi jukust viö inngönguna í ESB: Um 40-70% verðlækkun til bænda en 8% til neytenda Miklar verðbreytingar hafa orðið á finnskum búvörum og matvæl- um frá því Finnland gekk í Evr- ópusambandið í nóvember 1994. Næstu sex mánuðina lækkaði verð til neytenda að jafnaði um 8,4%, en verð til framleiðenda hins um 40-70%, eða um fimm til átta sinnum meira, á sama tíma- bili. Þar á móti jukust styrkir til landbúnaðar við inngönguna í ESB, samkvæmt upplýsingum úr Frey, sem vitnar til Landsbygdens Folk. ■ Finnskur hœnsnabóndi fœr nú abeins fyrir eggin um 1/4 af fyrra verbi. Mjólkurverb til kúabœnda hefur lækk- ab um hátt íhelming (44%) en neyt- endur veröa samt ab borga heldur meira en ábur. Þessar og abrar breyt- ingar má lesa úr töflunni hér ab ofan. Breytingar á verði búvara í Finnlandi frá nóvember 1994 Verö Neytemla- verð mai '95 ril hóiuluns (án styrkja) maí '95 Nautakjöt . -13,8 -40,0 Svínakjöt . -23,3 -50,8 Fuglakjöt . -14,5 -48,4 Egg . -45,6 -74,2 Mjólk . +0,5 -44,4 Ostur . -11,1 _ Snijör . -13,1 - Brauö . -10,2 _ Mjöl og grjón -8,1 - Hveiti - -57,9 RúgUr . -67,5 um sinn hag ef Noregur gengi í Evrópusambandið. Tveir þessara bænda hefja búskapinn og veröur útungunin hjá öðrum þeirra, en hún tekur 41 dag. Af strútunum eru 12 kvenfuglar og 6 karlar, enda reglan að hafa tvo kvenfugla og einn karl saman í húsi. Hæfileg stærð húss fyrir slíka „fjölskyldu" er um 30 m2 gólfflötur og 3ja metra lofthæb. Framan við hvert hús þarf síban um 1.000 m2 svæði, umgirt 2ja metra hárri netgirðingu. Strútar hefja ekki varp fyrr en þeir eru fimm missera gamlir. Bændurnir fyrirhuga að selja kvenfuglana og nokkra karlanna sem líffugla fyrstu árin. Nokkrum karlfuglunum verður slátraö 9 mánaða gömlum. Norsku bænd- urnir reikna ekki með að fá nema um 55.000 kr. fyrir hvern slátur- fugl, þar af um 21.000 kr. fyrir haminn og um 800 kr. fyrir kjöt- kílóiö. En þetta segir Agnar um helmingi lægra verö en hollenskir strútabændur fái um þessu mundir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.