Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 13
Mibvikudagur 31. janúar 1996 13 Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist — Mosfellsbær Spilum í Háholti 1, föstudagskvöldin 2. og 9. febrúar kl. 20.30. Mosfellingar! Mæt- um oq tökum meö okkur gesti. , , Framsóknarfélag Kjosarsyslu Framsóknarvist Félagsvist verður spilub í Hvoli 4. febrúar og 11. febrúar. Vegleg kvöldverölaun. Geymiö auglýsinguna. Framsóknarfélag Rangœinga Þorrablót 10. febrúar Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verbur haldib laugardaginn 10. febrúar. Sta&setning: l&nabarmannasalur, Skipholti 70. Hei&ursgestur: Steingrfmur Hermannsson. Veislustjóri: Ólafur Örn Haraldsson. Ver& kr. 2.600 (matur, ball). Bara ball: kr. 1.000. Húsib opnar kl. 19.30, en bor&hald hefst kl. 20.00. Tekib er á móti mi&apöntunum á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562-4480 eba hjá Ingibjörgu í síma 560-5548. Ymis skemmtiatribi verba og svo aubvitab hljómsveit. Öll umsjón er íhöndum FUF í Reykjavík. Allir velkomnir. Stjórn FUF Reykjavík l'yV , MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Maj1 Styrkir úr íþróttasjóöi Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóö. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana, sbr. Reglugerð um íþróttasjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til sjóðsins 1997, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsóknir um stuðning úr íþróttasjóöi vegna styrk- veitinga ársins 1997 þurfa ab berast fyrir 1. maí n.k. Iþróttanefnd ríkisins, menntamálarábuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerbum eyðublööum ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni. Utsölufíknin Eftirköst kaupæðis á útsölum leggjast á fleiri en auralitla íslendinga. Eins og sjá má á myndunum virðist Rod Stewart hafa sitt- hvað við reikningana eftir útsöluferðina að athuga þar sem hann veifar þeim framan í konu sína, Rachel Hunter, og systur hennar Jackie. Þau fóru saman á útsölur í London og Rachel beit sig í neðri vör þegar karlinn tók upp sölunótuna, en Jackie pírði vantrúuð augun á miðann. Líklegt er talið að Rachel hafi afsakað kaupæðið með því að segja varninginn vera nú bara fatnað handa blessuðum börnunum, enda er það mál manna aö fjögurra ára dóttir þeirra Rods, hún Renee, sé ein sú best klædda í bænum. Renee og Liam litli bróðir munu á næst- unni sjá allmiklu meira af móður sinni en oft áður, þar sem Rod er á leiðinni burt í tveggja mánaða tónleikaferðalag og Rachel ákvað að fara ekki með honum, svo hún gæti eytt meiri tíma með börnum sínum. Um leið ætlar hún að sækja tíma í leiklist til að búa sig undir nýjan starfsframa sinn sem leikkona. ■ Hann er stærri! Cindy Crawford er enn að bíða eftir því að skilnaður þeirra Ri- chards Gere gangi í gegn og á meöan heldur hún viðunandi fjar- lægð við karlmannlegan félags- skap sinn á leið þeirra um New York. Richard Gere hirðir hins vegar lítt um það þó hann sjáist á almannafæri með félaga sínum, Lisu Love. ■ í SPEGLI TÍMLAJMS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.