Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. febrúar 1996 5 Siguröur Lárusson: Opiö bréf til heilbrigðisráðherra, alþingismanna og framkvcemdastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur Miðvikudaginn 23. janúar birtist í Morgunblaöinu grein með fyrirsögninni: „Hugmyndir um sparnað á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Stöðugildum gæti fækkað um áttatíu." Þar segir m.a. orðrétt: „Meðal sparnaðarhugmynda er að loka úti- búum geðdeildar sjúkrahússins í Arnarholti á Kjalamesi og við Ei- ríksgötu í Reykjavik. I>á er rætt um að loka dagdeild fyrir aldraða í Hafnarbúðum. Jafnframt setur framkvæmdastjórnin fram hug- myndir um aö draga saman í starf- semi endurhæfingardeildar sjúkra- hússins og færa hana frá Grensás- deild í Borgarspítalann og að hluti starfsemi geðdeildar færist á Grens- ásdeild til að mæta áðurnefndum lokunum." Þegar ég hafði lesið þessar sparn- aðarhugmyndir komu mér fyrst í hug ljóölínur úr byrjun kvæðisins Transvaal, um Búastríðið í Suður- Afríku, eftir hið landskunna skáld Stephan G. Stephansson, en það hefst með þessum orðum: Mér finnst tninn andi espast upp við að eiga sjálfgeymt fé og blóð, er betri málstað brestur lið. En bíðum, ég á orð og Ijóð, og verði þau í þetta sinn afþunga dýpsta hugarmóðs, að brennimarki á Kains kinn, að klögun Abels dauðablóðs, að vofu er illspá œpa skal að Englandsher frá Búans val. Það var vorið 1973 sem endur- hæfingardeildin á Grensási var tek- in í notkun. Framsýnir menn og vel menntaðir í endurhæfingarlækn- ingum með Ásgeir B. Ellertsson, sér- fræðing og lækni í taugasjúkdóm- um, í fararbroddi áttu stærstan þátt í að þessari stofnun var komið á fót. Áður var aðeins ein endurhæfingar- stofnun hér á landi, að Reykjalundi í Mosfellssveit, en sú ágæta stofnun annaði á engan hátt eftirspurninni og þörfinni fyrir endurhæfingar- sjúklinga og gerir ekki enn. Þrátt fyrir mikla stækkun er oft margra mánaöa bið eftir plássi og það er einnig hér á Grensásdeild. Þetta sýnir best þá miklu þörf sem er fyrir þessar stofnanir báðar. Eg hef ábur látið í ljósi opinberlega þá skoðun mína að full þörf væri á ab byggja fjórbu hæðina ofan á Grensásdeildina, en við það fjölgaði sjúkrarúmum úr 60 í 90, svo að biðlistar myndu styttast eða hverfa. Nú er þessi stofnun einhver best búna endurhæfingarstofnun á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað af mjög fjölbreyttum æfinga- tækjum og stórri og góðri innisund- laug sem byggð var hér upp snemma á níunda áratugnum, sér- hönnuð til að endurhæfa sjúklinga og með tveimur heitum pottum. Eg fullyrbi að þetta er ein af allrabestu sambærilegum sundlaugum sem til eru. En sem kunnugt er gerir hún alla meðferb á lömuðum miklu auðveldari, því allar hreyfingar í vatni eru stórum auðveldari fyrir lamaða sjúklinga. Þessi sundlaugarbygging var mjög stórt spor í endurhæfingum hér á landi og má þakka sérstaklega Ásgeiri B. Ellertssyni að hún var byggð hér, en hann hefur verib yfir- læknir deildarinnar frá því hún var stofnub. Margir fleiri ágætir menn lögðu þessu máli liö og eru þeim öllum færðar þakkir fyrir. Á Grensásdeildinni er frábært starfsfólk, góðir læknar og annað starfsfólk, að ógleymdum frábær- lega góbum sjúkraþjálfurum. Margt af þessu fólki er búið að starfa þar á annan áratug, en sumt skemur, og að minnsta kosti tveir af læknunum frá því að stöbin var tekin í notkun. Ég tel að starfsfólkið hér hafi unnið stórvirki í meðferð, umönn- un, þjálfun og endurhæfingu þeirra mörg þúsund sjúklinga sem þangað hafa komib, sumir eftir stórslys, aðrir mikið lamaðir eftir stórar skurbaðgerðir eða veikindi, sumir eftir heilablæðingu og þá oftast lamaðir í annarri hliðinni og þá mállausir eða málhaltir og sjúkling- ar með allskonar sjúkdóma sem of langt mál væri upp að telja. Það gengur kraftaverki næst hvab margir þessara sjúklinga hafa fengib þar mikla og góða heilsubót, sumir jafnvel fulla heilsu, en mikill fjöldi sjúklinga hefur fengib það góða heilsu áður en það var útskrifað héðan að það hefur komist aftur út á vinnumarkaðinn. Þá er einnig stór hópur sjúklinga sem hefur fengið það mikla heilsubót að þeir hafa getað séð um sig sjálfir og haldið heimili og þar með sparab ríkissjóði stórfé miðað við að þeir hefðu orbið langlegusjúklingar og þurft að dvelja árum eða áratugum saman á langlegudeildum og síðan elliheimilum. Þetta fólk er á öllum aldri, allt frá 14 ára og uppúr. Þaö eru ómældar fjárhæðir sem Grensásdeildin og Reykjaiundur hafa sparað ríkinu, fyrir utan það hvab allir þessir einstaklingar hafa fengib betri líðan og lífshamingju. Ég hef ekki handbærar tölur um hve mikill fjöldi einstaklinga hefur fengið mikla heilsubót hér á Grens- ásdeild, en sennilega gæti stofnun- in svarað því. Mér finnst þab vera fólk með steinhjarta sem skilur þetta ekki og leggur nú til að þessi bráðnauðsynlega þjónusta sé skorin niður. Þessi herferð á hendur sjúk- um og.fötluðum hér á landi hófst að mínum dómi þegar núverandi fjármálaráðherra settist í sinn mikla valdastól, þegar fyrrverandi ríkis- stjórn tók við völdum og sama nið- urskurðarstefnan er óbreytt, saman- ber síðasta fjárlagafrumvarp hans á liðnu hausti. Á þessu árabili hefur stóreignamönnum og hátekjufólki fjölgað mjög mikið og einnig hefur fátæklingum og þeim sem þurfa aö leita á náðir hjálparstofnana fjölgab VETTVANCUR mjög, eins og kom í Ijós fyrir síð- ustu jól. Ég tel að hægt væri að jafna tekjuskiptinguna í landinu mjög mikib og þá fyrst og fremst meb því ab láta stóreignamenn og hátekju- fólk greiða hærri skatta til ríkisins. Hitt finnst mér fráleitt að krefjast sí- fellt meiri og meiri niðurskurðar í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Slíkt er óframkvæmanlegt ár eftir ár. Enda sjá allir, sem opin hafa aug- un, að það hlýtur að enda í blind- götu. Það er sjálfsagt og rétt að gera þær kröfur til sjúkrahúsanna eins og annarra að í þeim rekstri sé gætt fyllstu hagkvæmni, en það má þó aldrei ganga svo langt ab níðst sé á sjúklingum og jafnvel heilu deild- unum á spítölunum og þeim sé lok- að um lengri tíma eða jafnvel lagð- ar niður. Þeir stjórnmálamenn sem þannig vinna ættu að hætta á AI- þingi og fá sér aðra vinnu. Það kom fram í áramótaræðu for- sætisráöherra ab verulegur bati væri í efnahag þjóðarinnar. Hvers vegna þarf þá að gera ennþá eina árás á heilbrigöiskerfið í landinu? Upp var tekin mannúðarstefna þegar sjúkrasamlögin voru stofnuð. Síðar var almannatryggingakerfinu komið á og þeirri þróun haldið áfram. Eitt stærsta skrefið var síðan stigið í tryggingamálum 1971 eba '72 að taka upp tekjutrygginguna, sem var til mikillar fyrirmyndar og gerði þeim sem fatlaðir voru mögu- legt ab lifa mannsæmandi lífi. En eins og ég hef áður tekið fram, hefur orðib gerbreyting á stefnu þeirra sem ráðið hafa ríkjum í fjár- málarábuneytinu síðustu fimm ár- in. Þar virðast rába ferðinni menn með steinhjarta. Gób heilsugæsla sparar ríkinu stórfé. Eg get sjálfur talað af reynslu um þessa starfsemi. Ég var lagður hér inn á þessa deild um mánaðamótin mars og apríl 1974. Ég hafði gengist undir stóra skurðaðgerð á Borgar- spítalanum, þar sem fjarlægt var æxli úr mænunni á mér. Þá lamað- ist ég upp að mitti, aðeins 53 ára gamall. Það vor og sumar dvaldi ég nokkuð á fimmta mánuð á Grensás- deildinni, en þegar ég útskrifabist þaban gat ég gengið við tvær hækj- ur um það bil 200 metra án þess ab setjast niður. Ég gat líka gengiö upp stigana upp á þribju hæð, með því að halda annarri hendinni í hand- riðið og hafa hækjustafinn í hinni. Það var mikil breyting. Næstu níu árin gekk ég svo vib hækjurnar, en þá var ég orðinn svo slæmur í hnjám og öxlum ab ég þurfti að fá hjólastól og hef þurft að nota hann í rúm 12 ár. En Ásgeir yf- irlæknir sagði mér að ég þyrfti að koma á endurhæfingardeildina í sjúkraþjálfun og vera þar í 5 til 7 vikur á ári til þess ab reyna að halda þessari heilsu sem ég hafði fengið og hef ég gert það síöan í alls 22 ár. Ef ég gerði þab ekki, væri hætt við að áður en mörg ár liðu þyrfti ab vista mig á langlegudeild. En við hjónin höfum getað haldib heimili síðan, þrátt fyrir að kona mín sé 75% öryrki. Síðustu tvö árin höfum við stundum þurft að fá heimilis- hjálp 2 klukkutíma í viku. Einnig kemur hjúkrunarfræðingur einu sinni í viku frá heilsugæslustöðinni, sem er rúman kílómetra frá heimili okkar, til þess að baða mig. Ég segi frá þessu hér til að sýna hvað þessi endurhæfingarstöð er nauösynleg og hvað hún sparar rík- inu mikla peninga á hverju ári, miöab við að svona mikið fatlaðir menn eins og ég þyrftu að öðrum kosti að dveljast á opinberum stofn- unum með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi. Ab mínum dómi má aldrei þrengja svo að fjárhag sjúkrahús- anna ab þau geti ekki sinnt eölilegri þjónustu við fólkið í landinu. Það hefnir sín með hækkandi fjárfram- lögum til elliheimila og annarra ab- hlynningarstofnana. Ég vona að ráðamenn þjóðarinn- ar verbi aldrei svo harðbrjósta og veruleikafirrtir að sjúkir og fatlaðir þurfi að jiola þjáningar vegna þess að ekki megi afla nægilegra tekna í ríkissjóð til að halda uppi svipabri þjónustu vib þá og verið hefur á liðnum áratugum. I fyrrverandi rík- isstjórn var byrjab á jieim ósóma að innheimta allskonar þjónustugjöld af sjúklingum og auka kostnaðar- hlutdeild sjúklinga við lyfjakaup. Þá voru ýmis lyf, sem ábur höföu verið lyfseðilsskyld, undanþegin þeirri skyldu til þess ab láta sjúk- lingana borga þau að fullu, og fleira mætti nefna sem gekk í sömu átt. Á þessum árum fóru svokallaðir jafnaðarmenn meb heilbrigbis- og tryggingamálin, alls þrír ráðherrar úr sama flokki. Fyrst Sighvatur Björgvinsson á jniðja ár, og hann hældi sér oft af því hvab hann væri duglegur við þennan niðurskurð, sem honum var gert að framkvæma samkvæmt fyrirmælum fjármála- ráðherra, þó það kæmi harbast nið- ur á þeim sem síst skyldi. Ég held ab Haraldur Guðmundsson, sem var samflokksmaöur Sighvats og átti manna stærstan þáttinn í að koma á sjúkrasamlögunum og síbar al- mannatryggingalögunum hér á landi, hefbi hrokkiö illa við ef hann hefbi lifað að sjá hvernig núverandi kratar hafa skrumskælt almanna- tryggingalögin. Enda er Alþýðu- flokkurinn orðinn gjörólíkur þeim Alþýðuflokki sem var á þingmanns- tíð Haraldar Guðmundssor.a'. Sama sagan virbist ætla að endur- taka sig hjá núverandi ríkisstjórn, enda er sami fjármálaráðherra og hann virðist hafa vald til ab segja öðrum ráðherrum fyrir um hvað spara eigi mikið í hverju ráðuneyti og aðrir ráðherrar virbast þurfa að lúta valdboði hans í einu og öllu. Heilbrigðisrábherra hafa verið settir afarkostir og ennþá krafist meiri fjármuna í sparnabi en ábur hefur tíðkast, þó ab flestum þætti nóg um sparnaöinn í því ráðuneyti í fyrrver- andi ríkisstjórn. Þó minnir mig að Guðmundur Árni segði áður en hann hrökklaðist úr embætti heil- brigðis- og tryggingaráðherra að lengra væri ekki hægt að ganga í sparnaði til þessara tveggja mála- flokka. Ab lokum leyfi ég mér að skora á framkvæmdastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur, heilbrigðisrábherra og alþingismenn ab koma í veg fyrir þá niðurrifsstarfsemi og þá þjóðar- skömm ab leggja niður eða draga meira úr þeirri brábnauðsynlegu starfsemi, sem rékin hefur verið meö frábærum myndarskap á Grensásdeildinni í meira en tvo ára- tugi. Höfundur greinarinnar er fyrrverandi bóndi. Þegar fréttamenn bregöast Fyrir helgina birtust uppsláttar- fréttir í öllum helstu fjölmiblum um ákæru á hendur forstjóra fyrir- tækis. Forstjóranum er gefiö að sök ab hafa notað innheimtufé ríkissjóös í rekstur sinn. Fé þetta var annars vegar virbis- aukaskattur sem hann haföi inn- heimt fyrir ríkið, en hins vegar stabgreiðsla starfsmanna sem hann hafði tekið af launum jreirra til þess að skila í ríkissjóð. Meöfram fyrirtækjarekstri hefur forstjórinn sýslað við stjórnmál og virðist hafa vald á áróðurstækni sem sumum í þeirri stétt er töm. Þegar fréttirnar birtust greip for- stjórinn til þess ráðs að reyna aö snúa vöm í sókn. Það geröi hann á þann fáheyrða hátt að veita viðtöl þar sem hann fór mikinn. Senni- lega hefur hann náö ab slá ryki í augu sumra áhorfenda sem þar með hafa fengið samúð með hon- um. Þab heföi hann hins vegar ekki getað gert ef fréttamaburinn sem spurði hann í ríkissjónvarp- inu hefði verið þeim vanda vax- inn. Forstjórinn hneykslaðist á því að ríkið eitt hefði slíka yfirburða- aðstöðu að mega leggja á himin- háa refsivexti og gæti þar ab auki lokaö fyrirtækjum sem ekki stæðu í skilum. Forstjórinn bar með öðr- um oröum saman ríkissjóö, sem krefst skila á fé sem mönnum er treyst til að innheimta, og viö- skiptaskuldir sem stofnab er til í almennum viðskiptum þar sem allir gera sér grein fyrir að um áhættuþætti getur verið ab ræöa. Fréttamaðurinn benti ekki á að þvílíkur mismunur væri á að skila skattpeningum og að greiða við- skiptaskuldir, ab um gjörsamlega Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE ósambærilega hluti væri að ræöa. Hann benti ekki á aö þab er ein- mitt fyrir svik en ekki greiðslujrrot sem menn geta hlotiö refsingu. Þarna brást fréttamaðurinn áhorfendum sínum, því þegar upp var staðið hafa ugglaust margir fallið í áróðursgryfjuna sem grafin var og trúaö því að forstjórinn heföi nú eiginlega lítib af sér gert, það væri bara ríkið sem væri vont. Helgina áður hafði Stöb 2 birt vandlætingarfréttir af því að Kópa- vogskaupstaður hefði gefiö lóðar- hafa heimild til ab veðsetja lóðir ásamt því sem á þeim yröi byggt. Þetta blés stöðin upp sem ógur- legt hneykslismál og marga hef ég hitt sem trúað hafa jiví að þarna hafi verið eitthvað óeðlilegt eða óheibarlegt á ferðinni af hálfu kaupstaðarins. Þarna gerðist fréttamaburinn ab mínu mati brotlegur við þær meg- inreglur sem fréttamenn eiga að halda í heiðri: Hann bjó til flækju úr einföldu máli, að því er virtist aðeins til þess ab búa til æsifrétt. Vissulega hafði Kópavogskaup- staöur veitt lóðarhafa heimild til ab veðsetja, en hver hafði veitt lán? Sá sem veitir lán verbur nefnilega sjálfur ab gæta ab því hvaba veb hann hafi ábur en hann lánar. Ab skella skuld á kaupstaðinn er jafn fáránlegt og að ásaka útgef- anda ökuleyfis fyrir að ökumaöur- inn hafi brotið af sér í umferöinni! Svo beit fréttamaðurinn höfuð- ib af skömminni og sagði pott brotinn í þinglýsingum í Kópa- vogi, án þess að rökstyöja þaö frek- ar. Enga afsökunarbeiðni hef ég orðið var við frá Stöð 2 eftir þetta bull og enn trúa sjálfsagt sumir því að eitthvað óeðlilegt hafi þarna átt sér stað. Gera fréttamenn sér ekki grein fyrir ábyrgö sinni? Halda þeir virkilega ab þeir komist upp meö slæleg vinnubrögð átölulaust? Mönnum er tamt ab gagnrýna stjórnvöld. Ættum vib ef til vill að snúa okkur að fjölmiðlunum? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.